Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Qupperneq 4
Sibyl Urbancic skrifar frá Vínarborg
„íslendingar bera hafið
í röddum sínum
Síðastliðið haust vöktu þrír ungir
íslenzkir söngvarar athygli í aðal-
hlutverkum óperunnar Brúðkaup
Fígarós eftir Mozart, sem sýnd var
víða um Mið-Evrópu á vegum
Junge Oper Wien. Um þessar
mundir — í febrúar 1987 — hefst
önnur sýningarferð þessarar stofn-
unar; að þessu sinni er það ópera
Richards Strauss,
Samtöl við þrjá íslend-
inga, Signýju Sæmunds-
dóttur, Rannveigu Fríðu
Bragadóttur og Hauk Pál
Haraldsson, sem öll eru
nemendur við Tónlistar-
háskóla Vínarborgar og
hafa nú þegar látið að sér
kveða í óperusöng.
Ariadne auf Naxos, sem sýnd verð-
ur kvöld eftir kvöld í ýmsum
evroþskum borgum. Og enn eru
tvær íslenzkar söngkonur í stærstu
hlutverkunum.
Rannveig Bragadóttir, Signý
Sæmundsdóttir og Haukur Har-
aldsson eru öll nemendur við
Tónlistarháskóla Vínarborgar, og
kennari þeirra allra er prófessor
Helene Meznezky — Karusso,
sem áður hefur komið við sögu
ófárra Islendinga á námsferli
þeirra sem söngvara, bæði hér og
heima.
I tilefni þessara sýninga, sem
vakið hafa eftirtekt margra á ís-
lendingum sem söngvurum, voru
eftirfarandi viðtöl tekin við þessa
efnilegu söngvara.
Rannveig
Fríða
Bragadóttir
Yið stöndum bak við tjöldin á leik-
sviði Sehlosstheater Schönbrunn,
leikhúsi keisarahallarinnar, og
Rannveig lætur móðan mása um
æfingar, söngvara og tónlistina, þar til
ómarnir, sem berast frá píanóinu fyrir fram-
an svið, valda skyndilegri breytingu á henni.
Eins og ýtt sé á takka má beinlínis sjá og
finna, hvemig öll persónan verður gagntek-
in einbeitingu, og svo er hún rokin inn á svið.
I hvert skipti, sem ég heyri Rannveigu
syngja, kemur hún mér jafnmikið á óvart.
Það er ótrúlegt, hvað þessi litla, næstum
bamslega stúlka býr yfir mikilli, marg-
breytilegri og sveigjanlegri rödd, samfara
sterkum persónuleika í túlkun. Meðan ég
fylgist með henni fara með hlutverk tón-
skáldsins í Ariadne auf Naxos gleymi ég
næstum því, að þetta er ein af fyrstu sviðs-
æfingunum, þar sem mörgu er enn ábóta-
vant, píanó kemur í stað hljómsveitar, ljós
og búninga vantar — svo áhrifamikill er
söngur Rannveigar.
Síðastliðið haust söng Rannveig Chemb-
ino í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart —
einnig svokallað „buxnahiutverk", þ.e.a.s.
hlutverk fyrir kvensöngvara (yfirleitt
mezzó-sópran), sem leikur karlmann — í
sýningaferð Junge Oper Wien um ýmis lönd
Mið-Evrópu. Ariadne auf Naxos eftir Rich-
ard Strauss er næsta óperan, sem Junge
Oper Wien sýnir á söngferð, sem nú er að
hefjast, og em enn íslendingar í tveim aðal-
hlutverkum.
Rannveig Braga getur að lesa á söng-
skrám og tilkynningum um tónleika. Undir
því nafni kom hún m.a. fram á sjónvarpstón-
leikum Tónlistarháskólans, sem haldnir vom
á þjóðhátíðardegi Austurríkis í október
síðastliðnum, en þar var hún ein valin til
þátttöku af söngnemum skólans. Sam-
kvæmt hérlendum sið heitir hún reyndar
Frú Postl, því að hún er gift listmálaranum
Arnold Postl. Arnold er ættaður frá suður-
hluta Burgeniands, sem er austasta sýsla
Austurríkis, liggur að landamæmm Ung-
veijalands, og Júgóslavíu allrasyðst.
Eg hitti Rannveigu að máli á heimili
þeirra hjóna í 17. hverfi Vínarborgar,
Hemals, sem ásamt nágrannahverfinu,
Ottakring, má nefna eitt af frumhverfum
borgarinnar. Margt af því, sem einkennir
„Vínarann", á rót sína að rekja til Hemals
eða Ottakring. Og þama em þau nýbúin
að finna sér íbúð, burgenlenski málarinn
og söngkonan íslenzka. A meðan hann hitar
okkur te lýsir hún fyrir mér ánægju sinni
af iðkun skíðaíþróttarinnar, sem hún hóf
að stunda hér með honum, en hafði aldrei
lagt stund á heima. Skemmtilegast finnst
þeim að fara til Suður-Tíról (sem nú telst
til Italíu) til að fara á skíði. Þar kemst
Rannveig líka í snertingu við vandamál
fólks, sem þarf svo að segja að velja sér
móðurmál, eins og íbúar Suður-Tíról neyð-
ast til.
„Hvemig gekk þér sjálfrí með þýzkuna
hér í bytjun?"
— Ég komst ekki niður í málinu, fýrr en
eftir að ég kynntist Amold. Það gekk allt
svo fljótt fyrir sig, þegar ég ákvað að fara
út, ég kom héma með mína skólaþýzku, sem
ekki dugði mér langt á leið.“
Rannveig Braga og Arnold Poste.