Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Page 5
„Þú kynntist Karusso heima?"
— Já, hún kom í júnímánuði til að halda
námskeið. Ég fór á þetta námskeið strax
eftir stúdentspróf, án þess að hafa hugsað
til söngnáms erlendis enn. En þegar Kar-
usso hafði unnið með mér á námskeiðinu
sagði hún: „Madchen, was willst Du mach-
en? Willst Du Sángerin werden?" („Hvað
ætlar þú að gera, stúlka? Viltu verða söng-
kona?“) — og sagðist mundu taka mig, ef
ég næði inntökuprófi þá strax um haustið.
Þetta kom alveg flatt upp á mig, ég hafði
ætlað mér að vera eitt ár heima, átti þar
kærasta — en svo varð úr, að ég dreif mig út.
„En þú hafðir stundað söngnám við Söng-
skólann heima, og kannski sungið áður
líka?“
— Það held ég nú. Ég söng í Hamrahlíð-
arkórnum, og hafði sungið sópransóló frá
því ég var 11 eða 12 ára. Eiginlega var
grundvöllur lagður fyrir því í bamaskólan-
um. Jónína, mamma hans Omars Ragnars-
sonar, kenndi mér allan bamaskólann, og
hún lét okkur syngja öll ljóð, sem við áttum
að læra, alein fyrir framan alla. Það vom
auðvitað margir, sem brotnuðu alveg, þegar
að þeim kom að standa upp og syngja, en
mér fannst alltaf gaman að því. Þegar ég
kom í Kvennaskólann fór ég að syngja í
kirkjukór Grensássóknar... en ég á þetta
sennilega enn lengra að sækja, sennilega
hefur þetta átt upptök sín í æsku minni.
Mamma söng mjög vel og söng mikið með
okkur. Við ferðuðumst mikið, og þá var
sungið með okkur systmnum til að hafa
okkur rólegar í bflnum. Sennilega hefur
fólki fundizt ég eitthvað skrítin, því að ég
man að ég söng alltaf hástöfum á róluvellin-
um við Miklubraut, þegar ég var lítil. A
tímabili söng ég með vinkonu minni, Berg-
þóm Ingólfsdóttur. Hjalti Jón Sveinsson,
stofnandi vísnavinafélagsins, var kennari
okkar í Kvennó. Hann bauð okkur að starfa
í félaginu, og hvatti og studdi okkur mjög.
Við fómm að koma fram víðar, t.d. sungum
við í kosningasjónvarpinu um nóttina, þegar
Vigdís var kosin. Við komum fram með
bræðmm frá Eyjum, Amóri og Gísla —
Gísli Helgason spilaði á blokkflautu. Ég hef
verið 14 ára, þegar ég byijaði að koma fram
á þennan hátt. Við vinkonumar fómm svo
í Hamrahlíðarskólann til að komast í kórinn.
„Svo að við snúum aftur til Austurríkis,
hvemig gekk þér, þegar hér var komið?“
— Byijunin hér var virkilega erfið, það
vom ekki fáir dagar, sem ég kom heim
böðuð í támm. Fyrsta hálfa árið má segja
að hafi verið eilíf barátta, ég brotnaði niður
minnst þrisvar í viku, og var oft komin að
því að gefast upp, ætlaði þá í lógopedíu eða
eitthvað annað. Þetta fór að batna, þegar
ég fór að geta bjargað mér betur á þýzku,
með Arnolds hjálp. Hann reyndist mér yfir-
leitt ómetanlegur stúðningur, var mér faðir,
móðir, vinur, sá klettur, sem ég byggði allt
á.“
„Fannst þér líka erfitt að venjast um-
hverfi, lifnaðarháttum, aðstæðum hér?“
— Eiginlega ekki. Ég hafði alltaf ætlað
að læra eitthvað, og undir niðri lengi haft
hugmynd um, að ég mundi einhvern tíma
búa erlendis. Hins vegar vom hugtök eins
og hjónaband, fjölskylda eða böm mér fram-
andi um það leyti, sem ég fór út fyrir fjórum
og hálfu ári síðan. Annars hefur námið allt-
af krafizt svo mikils tíma, að ég hef ekki
haft tíma til að eignast vinahóp, eins og ég
átti heima, og þegar ég lá veik hér heima
um daginn fannst mér ég allt í einu ein-
mana. A tímabili hafði ég hugsað mér að
taka tónlistarkennaradeildina líka, jafn-
framt söngnum, og tók og stóðst inntöku-
próf, en það reyndist of mikið, þegar til
kom. Enn koma stundum upp efasemdir um
sjálfa mig, hvort ég á heima í þessu starfí.
Og þegar ég fæ ný viðfangsefni er ég stund-
um með hjartað í buxunum — get ég það,
get ég það ekki?“
„Þú ert nú langt komin með námið. Að
hverju ertu að vinna núna, burtséð frá Ar-
iadne, og hvað hyggstu síðan gera að námi
loknu?“
— Ég er að vinna að Rossini. Mig langar
til að ná betri tökum á kólóratúrsöng. Ég
hef mikla ánægju af ljóðasöng, kennari
minn í ljóðadeild er Kurt Equiluz, og mér
fínnst alveg afbragð að vinna með honum.
Hins vegar finnst mér líka gaman að leika,
og langar mest að komast að við óperuhús
að námi loknu, hvenær sem það verður —
kannski eftir tvö ár.
í nýútkomnum blaðaummælum um frum-
sýningu Ariadne auf Naxos hér í Vín er
heillandi blæfagur söngur Rannveigar lofað-
ur og raddgæði hennar sögð fela í sér loforð
um framtíðina. Ég efast ekki um réttmæti
þessarar spár, og hlakka til að heyra hana
syngja aftur, eftir eitt, tvö eða fleiri ár.
Signý
Sæmunds-
dóttir
að er engan sporvagn að sjá, svo
að ég geng þennan spöl, sem Signý
býr frá heimili mínu. Á Vínarmæli-
kvarða má segja, að við séum
nágrannar.
Signý býr næst mér allra landa okkar,
og þar við bætist, að ég hef unnið með
henni um fjögurra ára bil, og því á undan-
förnum árum umgengist hana meir en aðra
Islendinga á staðnum. Hún vakti fyrst at-
hygli mína á tónleikum kórs Langholtskirkju
í Háteigskirkju, þegar ég kom heim í jóla-
frí fyrir nokkrum árum, en þar söng hún
sóló í kantötu eftir Bach. Eftir að hún kom
hingað út til náms í janúar 1982 bauð ég
henni að gerast meðlimur í söngflokk, sem
ég hafði stofnað nokkru áður, La Cappella.
Samstarf okkar þar var mér stöðugt
ánægjuefni.
Þar sem ég geng til hennar eftir Heiligen-
stádterstrae þessa kvöldstund í byijun
vetrar rifjast samskipti okkar upp fyrir
mér, og ég velti því fyrir mér, hvernig ég
á að geta komið viðtali við svo náinn vin á
blað.
Signý er nýkomin heim eftir langan náms-
og vinnudag, þegar ég ber að dyrum. Sem
stendur er verið að æfa Ariadne auf Naxos
fyrir söngferð, sem Junge Oper Wien stend-
ur fyrir í febrúar, og fer Signý með titil-
hlutverkið.
„Hveming finnst þér að vinna að Ar-
iadne?“
„Alveg þrælfínt. Að vísu er mikið að
gera, og ég syng ekki tón eftir að ég kem
heim af æfingum á föstudagskvöldum, þá
er ég alveg búin að vera. Við byijuðum að
læra hlutverkin í júní, jafnframt æfíngum
á Brúðkaupi Fígarós. Þetta eru hlutverk sem
fara út í yztu takmörk raddarinnar, bæði
hvað hæð og dýpt og áreynslu snertir. Segja
má, að Ariadne sé stærsta verkefnið, sem
ég hef fengizt við hingað til. Það er kannski
erfíðara að skila þessu hlutverki en greifynj-
unni í Fígaró, persónan er litlausari, það
er lítil hreyfíng í henni, hún bíður bara eft-
ir dauðaguðinum. En StrauB skrifar ein-
staklega vel fyrir röddina, orð og tónlist
falla vel saman, og það er mikill fengur að
fá að syngja Ariadne.
Auðvitað naut ég þess líka að syngja
greifynjuna. Það má segja, að það sé
draumahlutverk allra sópransöngkvenna.
Söngferðin sem við fórum í með Fígaró var
stórkostleg reynsla, á við heilmikið söng-
nám. Æfíngar á Ariadne byijuðu svo strax
og til baka var komið, eða um miðjan októ-
ber. Þessar æfíngar koma ofan á venjulegt
nám, og eru yfirleitt á morgnana til að
byija með, fjóra daga vikunnar, þar við
bætast svo tímamir, sem við þurfum að
sækja í ljóða- og óperudeild, svo og undir-
leik. Söngtíma fáum við þijá í viku. Þar að
auki tíma í „Ensemble" eða samsöng, og
svo þarf maður að æfa sjálfur. Ég er eigin-
lega í skólanum frá 9 til 6, dagsdaglega,
svo að ég hef bara kvöldin heima til að æfa
mig. Nei, það er ekki auðvelt að komast að
til að æfa sig í skólanum inn á milli kennslu-
stunda, nemendur eru milli 160 og 170, en
bara þijú æfingaherbergi fyrir hendi. Stund-
um bætast við námskeið með gestaprófess-
omm, núna á næstunni verður unnið að
franskri tónlist, sem er varla tekin fyrir í
námsefni skólans, því miður. Jú, það má
kalla það gagnrýni. Mér finnst skólinn frek-
ar hefðbundinn og þröngur, næstum ein-
göngu þýzk og ítölsk tónlist á dagskrá, og
svo fínnst mér vanta nútímann. Ég hafði
sjálf starfað dálítið við flutning á nútímatón-
list heima, og finnst hún vanrækt hér við
skólann."
„Hvað olli því, að þú lagðir fyrir þig tón-
listarnám?“
„Ætli það hafí ekki aðallega komið til
af því, að ijölskyldan mín hlustaði mikið á
klassíska tónlist, þannig að ég var alltaf
að heyra músík heima hjá mér. Ég bytjaði
svo að læra á fíðlu níu ára. En það var
ekki fyrr en ég fór að syngja hjá Jóni Stef-
ánssyni í Langholtsskólanum, þegar ég var
17 ára, að opnaðist fyrir mér nýr heimur.
Það var mjög skemmntilegt tónlistarupp-
eldi, sem ég naut þar, og eftir eitt ár fór
ég að taka söngtíma hjá Olu (Ólöfu Harðar-
dóttur).
Ég var í Menntaskólanum við Sundin,
lærði á fíðlu, spilaði í hljómsveit, tók
söngtíma, þetta voru yndisleg ár, margt var
að gerast í persónulegu lífi mínu, maður
lifði og hrærðist í jafnaldrahóp og fékk
mikinn félagslegan stuðning af. Þetta var
góð eining, gott að vera hluti af hópi, eins
og nokkurs konar vemdun. Háskólanám var
ekkert mjög ofarlega í huga mínum. Ég
byijaði í kennaraháskólanum, en uppgötvaði
fljótt, að það átti ekki við mig, svo ég fór
í tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans.
Þá var það að rann upp fyrir mér að ég
vildi helga mig tónlist. Þetta voru skemmti-
leg fjögur ár, hress og góður hópur, við
vorum átta stelpur. Ég hætti þá við fiðluna,
og einbeitti mér að söngnum. Söng í „Let’s
Make an Opera" eftir Benjamin Britten
heima, áður en ég fór út til náms hja Kar-
usso.
Veran hér hefur verið mér mjög mikil-
væg. Það er ómetanlegt að kynnast öðru
landi, menningu og þjóðháttum. Ég er alltaf
ég sjálf, en manneskjan lærir alltaf mikið
á því að umgangast annað og öðruvísi fólk,
það opnast ýmislegt um mannleg sam-
skipti, eðli manneskjunnar."
„Þú hefur lagt land undir _fót og sótt
námskeið annars staðar líka. Á einu slíku
heyrði ég þig syngja þijú algerlega óskyld
hlutverk á lokatónleikum (öll af jafnmikilli
sannfæringu), hvaða hlutverk voru það?“
„Það var Fiordiligi úr Cosi fan tutte eftir
Mozart, Agatha úr Freischútz eftir Lortzing
og Elsa úr Lohengrin eftir Wagner. Á þessu
námskeiði í Liechtenstein var Sylvia Geszty
kennari minn. Hún leggur mikla áherzlu
á, að rödinni sé haldið frammi, í „maskan-
um“, á einum stað. Annars er það smekksat-
riði, eins og hljómur raddarinnar yfírleitt.
Ég hef líka sótt námskeið á Ítalíu.“
„Og komið fram á tónleikum, þar og
annars staðar."
„Jú, ég hef haldið minniháttar tónleika,
og sungið með La Cappella þangað til í ár,
bæði innan Vínar og utan, m.a. í sjónvarps-
kvikmynd í Budapest, og á tónleikum í
Þýzkalandi og Danmörku. Þátttakan í
óperusýningum Junge Oper Wien hefur líka
gefið mér tækifæri til að kynnast því hvern-
ig er að starfa sem söngvari. Það eru gerðar
sömu kröfur og til starfandi söngvara, mað-
ur þarf að „koma sér áfram".
„Nú stendur næsta sýningaferð með Ar-
iadne auf Naxos fyrir dyrum. Svo er
áformað að sýna Brúðkaup Fígarós aftur í
Japan næsta ár, verður þú með í förinni?"
„Það er ekki ákveðið enn, hvaða „gengi“
fer.“
„Framtíðin?"
„Ég stefni að því að klára námið hér.
Ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir um,
hvað síðan tekur við. En endatakmarkið er
að koma heim og gera mikið fyrir landann
og landið. Möguleikar fyrir söngvara hafa
þróast svo mikið heima. En annars getur
enginn sagt fyrir um það, hvað úr verð-
ur . . .“
Signý Sæmundsdóttir
- Endatakmarkið er að koma
heim oggera mikið fyrir
landann oglandið-
-Segja má að Ariadne sé stærsta hlut-
verk, sem ég hef fengizt við hingað
til. Æfingarnar byrjuðu strax eftir
söngferð með Fígaró og þær koma
ofaná venjulegt nám. Ljósmyndir tók
Sibyl Urbancic.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MARZ 1987 5