Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Qupperneq 6
Haukur Páll Haraldsson ✓ Hallaðu þér ekki svona fram, réttu úr bakinu og reistu höfuðið!" og við undirleikarann: „Tökum þetta aftur.“ Við erum ekki stödd í leik- fimisal, heldur í kennslustofu söngdeildar Tónlistarháskólans í Vín, og litla, ákveðna konan, sem teygir sig til að styðja höndum við bringu og hnakka nemanda síns, er pró- fessor Helene Meznezky — Karusso, grísk söngkona, sem kennt hefur list sína við þessa stofnun um ára skeið. „Finnst þér ekki Haukur hafa tekið örum framförum undanfarið?" segir hún, þegar hún sezt hjá mér, meðan Haukur byrjar aftur á aríu sinni úr Macbeth eftir Verdi. „Hann er á beztu leið með að verða ítalskur bassi, já, hann verður örugglega ítalskur bassi," segir hún og stekkur upp aftur til að styðja við maga og mjóhrygg bassans. Að aríu og kennslustund lokinni setjumst við þrjú saman á matstofu söngdeildarinn- ar, þar sem úir og grúir af Zerbinettum, greifum, fígaróum o.s.frv. í gallabuxum eða öðrum óskáldlegum klæðnaði. „íslendingar bera hafið í röddum sínum," segir prófessorinn, þegar ég spyr hana, hvers vegna hún hafi tekið svo marga landa okkar í nemendahóp sinn að undanförnu. „Nei, ég get ekki bent á nein sérstök ein- kenni þessara norrænu radda, en mér fellur vel að vinna með Islendingum, mér fínnst gott að ná sambandi við þá, — ég tek hins vegar t.d. ekki í mál að kenna Grikkjum, það gengur ekki!“ Á lóðinni fyrir utan skólann hefur verið grafíð fyrir umfangsmiklum grunni. „Þama verður byggt æfíngasvið fyrir okkur, með aðstöðu fyrir miklu stærri hljómsveit en kemst fyrir í Schlostheater Schönbrunn," segir Haukur Haraldsson á leið okkar yfir að keisarahöllinni, sem blasir við okkur við enda breiðgötunnar. Flestir, sem til Vínar hafa komið, þekkja Schönbrunn, a.m.k. að utan, margir að innan, en þeir eru sárafáir, sem komið hafa inn í leikhús hallarinnar. Það er einstaka sinnum notað fyrir sýning- ar söngdeildar Tónlistarháskólans að vetri til, en Kammerófx?runa um sumarmánuðina. Á sviði þess sá ég Hauk í hlutverki Dr. Bartolo í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, áður en Junge Oper Wien fór í söngferð víða um Mið-Evrópu með þijá unga íslenzka söngvara í aðalhlutverkum á liðnu hausti. „Veiztu, að þetta er eina leikhúsið í heim- inum utan Drottningholmen í Svíþjóð, sem varðveizt hefur óbreytt síðan á dögum Moz- arts? Það er ekki laust við að manni finnist eitthvað sérstakt við að standa þar uppá sviði." í dag er þétt vetrarþoka yfír hallargarðin- um, sem við Haukur göngum um, meðan ég spyr hann spjörunum úr. „Það var gulls ígildi að fá tækifæri til að taka þátt í þessari sýningaferð. Við sung- um 30 kvöld í röð, ýmist sólóhlutverki eða í kómum, og gátum því kynnzt jafnmörgum ólíkum sýningarsölum með mismunandi hljómburði og áhorfendum, jafnframt því að komast betur og betur inní hlutverk og alla óperuna í heild." „Segðu mér nú Haukur, hvað varð til þess að þú fórst út í söngnám? Þú hefur sjálfsagt verið búinn að læra og syngja tals- vert heima.“ „Mig hafði alltaf langað til að syngja, og þótti mörgum jafnöldrum mínum það sjálfsagt hálfskrítið, bæði innan og utan fjölbrautaskólans sem ég gekk í. Mamma kom mér í samband við Snæbjörgu Snæ- bjamardóttur, sem tók mig upp á sína arma. Hún var kennari minn í þijú ár, og ég vil endilega, að það komi fram að ég á henni algerlega að þakka, að ég skyldi geta lagt út í söngnám. Hún tók mig eiginlega alveg að sér þennan tíma, kenndi mér og leið- beindi og opnaði fyrir mér aðgang að og skilning á þessum nýja heimi. Fyrir hennar tilstilli fór ég að syngja í Skagfírzku söng- sveitinni 17 ára gamall og söng líka með Karlakór Reykjavíkur." „Og svo fórst þú út til náms liðlega tvítug- ur — hvemig vom viðbrigðin?“ „Mér fannst ég strax eiga hér heima. Mér fínnst Vín vera falleg og aðlaðandi borg.“ (Ég get ekki stillt mig um að minna Hauk á, að það sé íslenzkt blað en ekki austurrískt, sem ég er að taka viðtal fyrir). „Mér er sama, ég sný ekki aftur með það. Lífshættir og íbúar borgarinnar og allt umhverfíð eiga svo vel við mig að mér fínnst alveg sjálfsagt að búa hér.“ Og Haukur horfír yfír fransk- an hallargarðinn í þokunni, sem hylur skógi vaxnar hæðimar handan bæjarmarkanna, áður en við höldum göngunni áfram að súlnagöngum Gloríettunnar, fram hjá stytt- um og fígúmm sautjándu aldar. „Ég man eftir því, hvað ég var strax hrifínn af borg- inni, kvöldið sem við komum. Við tókum okkur bíl frá brautarstöðir.ni, Theódóra Þorsteinsdóttir og ég, og bflstjórinn var hinn elskulegasti og sýndi okkur eitt og annað á leiðinni, m.a. Volksoper, þegar við komum þar framhjá, og ég var himinlifandi. Ég kunni undir eins mjög vel við mig. Sömu sögu er að segja um andrúmsloftið innan söngdeildarinnar. Ég var svo heppinn að lenda í árgangi, þar sem strax tókst vinátta milli nemanna. Þeir em alls staðar að úr heiminum, en það var eins og enginn þjóð- ernismunur gæti komið í veg fyrir að við mynduðum heild, sem haldizt hefur yfir árin. Það er varla hægt að hugsa sér betri félagsskap. Tvenn hjónabönd hafa orðið til innan þessa hóps.“ Hvernig hafa foreldrar þínir tekið þróun málanna?“ „Þau hafa alltaf stutt mig á allan hátt, og ekki dregið úr því, þótt ég færi út til langdvalar." „Fyrst þér líkar svona vel hér að öllu leyti, geri ég ráð fyrir, aðjiú haldir áfram?“ „Já já, mikil ósköp. Ég er nú kominn á þriðja ár í raddþjálfun. Það er yfirleitt reikn- að með fjórum ámm áður en maður er tekinn inn í ljóða- eða ópemdeild, eða báð- ar, og ég ætla að nýta námið út í yztu æsar. eg vil koma því að hér, að það er lánasjóður okkar, sem gerir okkur það kleift að fara út í svona nám. Það hefur svo mik- ið verið hnýtt í lánasjóðinn og að honum fundið, að mér finnst tími til kominn að líka komi fram þakklæti gagnvart þessari stofn- un. Án námslána gæti enginn okkar lagt út í langt nám.“ „Er það ekki óvanalegt að „byrjandi", sem ekki er kominn í ópemdeild fái hlutverk í ópem sem meira að segja er sýnd út um heim?“ „Kannski. En við fáum líka tækifæri til að vinna heilar ópemr innan námsins, á meðan við emm í raddþjálfun eingöngu. Ég hef t.d. fengið að fást við Alfonso úr Cosi fan tutti og þulinn úr Töfraflautunni." „Þú syngur líka annað en Mozart, eins og ég fékk að sjá og heyra áðan.“ „Mitt fag er kallað basso cantabile eða ítalskur bassi. Auk Mozarts er þar m.a. um að ræða Verdi og Puccini, t.d. Philippo í Don Carlos, Zaccharia í Nabucco, Sparafuc- ile úr Rigoletto, og Walter úr Luise Miller. Svo langar mig mikið til að syngja rússnesk- ar ópemr, t.d. Boris Godunov." „Gætirðu nefnt söngvara, sem er ein- hvers konar fyrirmynd þín?“ Það verður víst enginn óbarinn biskup, allrasízt í sönglist. Hér er Haukur Páll í söngtíma hjá prófessor Karusso. „Það em svo margir stórkostlegir söngv- arar, sem hægt er að heyra í ópemnni hér kvöld eftir kvöld, að það er erfítt að taka einhvem fram yfír annan. Þó er kannski einn sem ég hef alltaf dáðst mjög að, en það er Cesare Siepi. En yfírleitt er það allt andrúmsloftið hér, sem ég nýt og hef gagn af. Maður lifír og hræðist í tónlist. í Vín búa söngvarar eins og Nicolaj Ghiaurov og Mirella Freni, svo að nokkur dæmi séu nefnd, það er stöðugt eitthvað um að vera, sem maður lærir af. Ég fer mikið á tónleika, þegar ég hef tíma til, sérstaklega reyni ég að komast á kamm- ermúsíktónleika, en líka hljómsveitar- og píanótónleika. í fyrra fór ég oft á orgeltón- leika. Ég kann eiginlega að meta allt, sem tónlist heitir, allt nema popp. Mér leiðist poppmúsík, fínnst hún bara vera hávaði." Við emm komin út í umferðarhávaðann úr kyrrð hallargarðsins, og ákveðum að fá okkur kaffí á kaffíhúsi í grennd við Schön- bmnn. Þetta er gamait, ósvikið Vínar- kaffíhús, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja, og smókingklæddir þjónar smeygja sér hljóðlega milli plussbekkja og marmaraborða með hvítum dúkum, þar sem teflt er og pijónað, skrifuð bréf og haldnir fundir, þar sem kaffí heitir mörgum nöfnum öðmm en kaffi, og þér er borið vatnsglas með.. . Þama situr íslendingurinn með hafið í röddinni, og það er bersýnilegt, að honum fínnst hann eiga hér heima. Sibyl Urbancic er dóttir Victors Urbancic tón- listarmanns, sem varð þjóðkunnur hér. Hún átti heima á íslandi fram yfir tvítugt, en siöan hefur hún búið og starfaö í Vínarborg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.