Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Blaðsíða 7
N Haugfé frá Brú í Biskupstungvm. heimum og lífi hetjanna eftir dauðann. Snorri var kristinn maður sem skrifaði út frá sjónarhóli kristinnar trúar og hefur ver- ið bent á að sagan af Baldri, hinum hvíta ás, sé ærið kristni skotin. 19. og 20. aldar menn hafa túlkað hinn heiðna sið út frá Snorra. En, sem fyrr seg- ir, finnst ekkert í gröfunum sem gefur beinar vísbendingar um trúarlíf eða trúar- hald. Minjarnar sem fínnast í gröfunum eru af ýmsum toga. Haugbúinn var jafnan lagð- ur á bakið, með beina fætur, eða á hlið með bogin hné. Hjá honum kann að fínnast hestur eða hundur, og við ályktum að þar fari dýr sem honum þótti mjög vænt um, hundur hans eða hestur. Stuðning við þessa hugmynd fær maður frá þeirri staðreynd að með hestum fylgir gjaman reiðbúnaður, — aftur væntanlega- hins látna. Þá má ekki gleyma að í heimildum er oft talað um sér- staka hesta eða önnur dýr sem mönnum voru sérlega kær, rétt eins og gerist enn í dag. Með körlum fylgdu helst vopn, misjafn- lega ríkuleg, sem segir þá til um þjóðfélags- stöðu eða áhugamál. Við Kaldárhöfða hjá Úlfljótsvatni fannst t.d. kuml þar sem sam- an lágu fullorðinn karl og bam. Þeir vom heygðir með báti og tveimur umgöngum af vopnum. Flest kuml hafa verið fátæklegri. Svona upplýsingar geta sagt til um fram- haldslíf ef við viljum. Þarna em heygðir einstaklingar með þeim hlutum sem þeir þurftu með. En hvað þá um kuml eins og eitt margra Kumlarannsóknir og gildi þeirra K sumir vilja meina að sé öðm fremur trúarat- riði. Þannig trúa menn á kristnihald fyrir árið 1000 eða menn trúa á að ekki hafi verið kristnihald fyrir árið 1000. Hvati þessarar umræðu er sú staðreynd að kumlin hér á landi hafa nokkuð sérstæða dreifingu. Af þeim liðlega 300 kumlum á tæplega 160 fundarstöðum sem rannsökuð hafa verið og skýrt hefur verið frá á prenti fundust langflest á Norðurlandi annarsveg- ar og í Ámes- og Rangárvallasýslu hins vegar. Nokkuð mörg kuml hafa fundist á Austurlandi, aðallega í Norður-Múlasýslu. Dr. Kristjáni Eldjám taldist til, í ritgerð sinni árið 1956, að af 123 fundarstöðum hefðu 79 verið á ofangreindum svæðum, en enginn í Strandasýslu, Kjósarsýslu og Hnappadalssýslu. Þá em níu aðrar sýslur með aðeins eitt til tvö kuml. Suður-Þingeyj- arsýsla sem og svæðið frá Ölfusá til (og með) Vestfjarða em auðnir frá sjónarhóli þess er leitar kumla. Og hvers vegna? í fyrsta lagi verður að muna að kumla hefur aldrei veri leitað hérlendis. Það þýðir að við höfum enga hugmynd um hve mörg kunna að vera til. Stór hluti þekktra kumla fannst þegar á 19. öld. Hve mörg höfðu þá þegar farið forgörðum? Þannig er til frá- sagnir af því frá fyrri öldum að bein og vopn hafí ftmdist í jörðu. Slíkt var ekki ein- stætt, hvorki hér né erlendis að fomminjar fyndust. Menn höfðu á hinn bóginn ekki sama skilning á minjum fortíðarinnar og því gleymdust slíkir hlutir. Ástæður þess að kuml hafa fundist em einkum tvennar. Náttúrulegar, — uppblástur, landbrot eða annar ágangur af völdum vatns, sjávar og vinda. Og mannlegar, — vegagerð eða aðr- ar framkvæmdir við bújarðir. Ólíkar aðstæður milli landshluta ráða orsökum. Mjög mörg kuml í Eyjafirði fundust við vegaframkvæmdir, vom ráðandi t.d. í Eyja- fírði þar sem jarðvegseyðing er ekki mikil og varðveisla því betri. Vitund um kumla- fundi hefur án efa hvatt menn þar til að taka eftir sliku. Reyndin er sú að það þarf glöggt auga og æfíngu til að fínna fom- minjar. Sunnanlands réði uppblástur meim. Eftir MAGNUS ÞORKELSSON uml og haugfé eru athyglisvert umræðuefni varðandi íslenskar fornleifar. Út frá þeim er gjarnan ályktað um trúarlíf landnámsmanna og tilveru kristinna manna í landinu fyrir hina eiginlegu kristnitöku um árið 1000. Hér er ætlunin að líta á þessa þrjá þætti og athuga stuttlega hversvegna kuml geta ver- ið afskaplega ríkulegar heimildir, en jafn- framt varasamar og villugjarnar. HVAÐ ERKUML? Fyrst er rétt að skýra í stuttu máli hvað teljast kuml. Kuml em heiðnar grafir, oft gmnnar og skera sig helst frá kristnum gröfum með því að í kumlum finnast ýmsir munir sem taldir em hafa tilheyrt hinum látna, vopn, búsáhöld, skrautmunir o.fl. auk þess sem í grafirnar vom oftsinnis lögð dýr, — helst hestar eða hundar. Þá vom menn jafnvel jarðaðir í bátum og ósjaldan fylgdi einhver umbúnaður með hinum látna. Kumlin vom oftast nær höfð nærri bæj- um, — heimili hins látna og þau gátu verið mörg saman, þó það væri alls ekki algilt. Kristnar grafir em á hinn bóginn alla jafn- an tómar, utan beinleifa eða kistuleifa. Munir og þess háttar vom ekki lagðir með kristnum mönnum enda eiga þeir ekki að geta tekið neitt með sér til himna. Sjald- gæft var að bækur væm lagðar með fólki, að minnsta kosti áður en prentun kom til sögunnar. Þá em kristnir menn jarðaðir í helgum reitum, — kirkjugörðum, þá jafnvel svo hundruðum skiptir. Um Trúarlíf Heiðinna Manna Ef fara á eftir ströngustu reglum hefur ekkert fundist í íslenskum kumlum sem segir eitt eða neitt um trúarlíf hérlendis fyrir kristni. Þar eru trúartákn nær óþekkt, s.s. styttur eða annað þess háttar. Slíkt er reyndar rökrétt þar sem styttur af goðunum hafa oft verið úr efnum sem eyddust auðveldlega, s.s. tré, ellegar þá úr góðmálmum sem hefur gert það að verkum að þær hafa frekar verið geymdar en að þeim hafi verið heht í hauga. Þó hafa menn viljað álykta um hluti eins og trú á líf eftir dauðann. Þær em ályktah- ir okkar, seinni alda manna svo og kristinna skrifara miðalda. Fremstur hinna síðar- nefndu er vitanlega Snorri Sturluson með Eddu sína en þar em kaflar sem lýsa goð- Tvær kúptar næiur og þríblaðanæla, fundnar í Hoitum. sem fundust að Hrífunesi í Skaftártungu. Þar var konukuml sem í var einn hnífur og nokkrar perlur. Má vera að minjar í kumli segi meira um eignarstöðu en framhaldslíf? Eina heildstæða úttektin um kuml er doktorsritgerð Kristjáns Eldjáms sem gefin var út 1956. Síðar birti Kristján viðbætur við kumlatal sitt í Árbók hins íslenska fom- leifafélags nokkuð reglulega uns hann varð forseti 1968. Vert væri að taka saman öll kuml sem nú hafa fundist og flokka þau eftir ríkidæmi. Mér segir svo hugur að minj- ar kumlanna verði marktækari ef þær verða mældar út frá eignarstöðu en trúarlífi. hvað Segja Kuml UmKristnihald fyrirárið iooo? Hér er komið að viðkvæmu atriði sem En þetta svarar ekki spumingunni um hvers vegna hafa kuml síður fundist t.d. vestanlands? Því verður ekki auðsvarað nema farið verði til að leita þeirra. Kuml hafa fundist á Vesturlandi. Sumstaðar vest- anlands hefur orðið ör uppbygging, annar- staðar ör hnignun. Þar sem þessar tvær öfgar eiga sér stað gleymist oft fortíðin og týnist. Onnur svör fást ekki fyrr en rann- sóknir vérða unnar. Þangað til verður kristnihald fyrir árið 1000 að halda áfram að verða trúaratriði. (Rétt er að geta þess að ríkulegasta umfjöllunin um þessi mál er doktorsritgerð Kristjáns Eldjáms, Kuml og haugfé (Akur- eyri 1956) svo og grein hans Fornþjóð og minjar í Sögu íslands I. (Rvk. 1974)). Höfundur er fornleifafraeðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSiNS 14. MARZ 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.