Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Side 9
'ningTi hans í Galleríi Svörtu á hvítu.
Sigurður Guðmundsson
Sigurður sýnir nú grafík, vatnslitamyndir
og höggmynd í Galleríi Svörtu á hvítu við
Oðinstorg, en í Norræna húsinu standa
höggmyndir eftir hann á viðamikilli samsýn-
ingu. Mönnum gefst því gott tækifæri til
að kynnast sýnishomi af verkum hins áður
misskilda listamanns, sem þáði þann heiður
af Svíkonungi í hittifyrra að vera sæmdur
svonefndri Prins Eugen-orðu fyrir afrek sín
á sviði myndlistar.
En hver er þessi listamaður, sem ekki
verður sakaður um að hafa verið spámaður
í sínu föðurlandi? Sigurður er Reykvíkingur
á fimmtugsaldri, sem settist að í Amsterdam
eftir að hafa lokið námi við Myndlista- og
handíðaskóla íslands árið 1963. Þó svo hann
dveldi fjarri heimahögum, aftraði það hon-
um ekki frá því að gerast einn af stofnendum
SUM, bæði samtakanna og gallerísins. Þar
mótaðist smám saman afstaða hans og tók
mið af straumum sem lágu í loftinu í hinum
alþjóðlega myndlistarheimi, kenndir við ný-
dada og síðar hugmyndalist, eða concept-
list. Þar var fólgin sú skoðun að myndlist
skyldi taka mið af hugmyndinni sem hún
væri sprottin af, en ekki efniviði eða tækni-
legri útfærslu.
Skúlptúr eftir Sigurð: Kona, 1985. Stál, múrsteinn, gips, cement og torf.
Þess vegna voru hefðbundnir miðlar
hvíldir og ný tækni tekin upp, þar sem hug-
myndinni var komið til skila á beinan og
umbúðalausan hátt. Sigurður kaus að tjá
hugmyndir sínar með hjálp ljósmyndavélar.
Sjálfur var hann miðpunktur þeirra mynda
sem af spruttu. Þar mátti sjá hann við
ýmsar athafnir í alls lags stöðum og stelling-
um. Yfirbragðið var ávallt ljóðrænt og
hnyttið. Hugmyndirnar snerust ávallt um
myndlist og það hvernig við nemum veru-
leikann kringum okkur. Þær voru jrfirlætis-
lausar en hárnákvæmar og hittu því beint
í mark.
Hægt er að líkja ljósmyndaverkum Sig-
urðar við lítil ljóð um lífíð og tilveruna.
Hugmyndin er sett í sjónrænan búning á
jafn snjallan hátt og þegar bestu skáld
umorða hugdettu svo hnitmiðað að hvert
mannsbam skilur. Þennan sérstæða stíl þró-
aði listamaðurinn á 8. áratugnum með sífelit
næmari tökum og hlaut lof fyrir hvarvetna.
Með slíkum verkum var starfsemi Pompi-
dou-listamiðstöðvarinnar í París hrandið af
stað árið 1977, en Sigurði var boðið að vígja
þessa frægu sýningarhöll ásamt nokkram
öðram, valinkunnum íslendingum. Það er
undarlegt til þess að hugsa hve hljótt var
um þennan atburð hér á landi. Það var
engu líkara en menn vildu þegja í hel þenn-
an mikla sóma sem íslenskri myndlist var
sýndur í Frakklandi fyrir nákvæmlega ein-
um áratug. Þeim sem staddir vora í París
þegar þetta gerðist, blandaðist þó ekki hug-
ur um hvaða þýðingu þetta hefði fyrir
frónska menningu.
En okkur reynist oft erfitt að fylgjast
með því sem gerist utan heimahaganna,
einkum þegar það varðar menningu og list-
ir. Þar hafa íþróttir og afþreying vinning,
enda þarf ekki að hnippa í blaðamenn og
fréttaritara þegar slík skemmtan stendur
þeim til boða. Því fékk Sigurður að halda
sínu striki án þess að íslenskur almenningur
vissi nokkur frekari deili á honum, frekar
en félögum hans. Það var einungis fámenn-
ur hópur félaga og samferðarmann sem
skynjaði mikilvægi þess þegar íslenskum
listamönnum var boðið að opna höfuðvígi
franskrar listar.
Fimm árum síðar var hann kjörinn sem
annar af tveim fulltrúum fyrir hönd íslands
til að sýna á samnorrænni listahátíð sem
fór um öll Bandaríkin undir heitinu „Scand-
inavia Today“. Þá hafði hann horfíð frá
ljósmyndagerð yfír í höggmyndalist, enda
stóð hún honum nær en málaralist. Það er
afrakstur þeirra umskipta sem nú koma
fyrir sjónir þeirra sem leggja leið sína í
Norræna húsið og Gallerí Svart á hvítu.
Verk Sigurðar hafa nefnilega tekið miklum
stakkaskiptum á þessum áratug og upp úr
höggmyndalistinni hafa sprottið bæði teikn-
ingar, grafík, vatnslitamyndir og risastór
olíumálverk.
Höggmyndalistin hefur borið listamann-
inn víða; m.a. til sænska bæjarins Hássle-
holm, en skammt þar frá er að finna auðugar
hýperít-námur, en sú steintegund er kjörvið-
ur myndhöggvara, því þar er um svo hart
eftii að ræða að næst kemst demanti. í Sibb-
hult í Göinge hefur hann unnið að því að
höggva til sjö metra háan klett úr hýperíti
og hefur sænska sjónvarpið fylgst með þeim
átökum. En Sigurður notar einnig önnur
efni til myndgerðar sinnar og sparar þá
hvergi útsjónarsemi eða andagift.
Mörgum finnst sem lítill skyldleiki' sé
milli fyrri og síðari verka Sigurðar. Svo ólík-
ur er steinninn ljósmyndinni, að menn eiga
erfitt með að koma auga á einhver ákveðin
tengsl. Sannleikurinn er sá að Sigurður er
og hefur verið sjálfum sér líkur alia tíð.
Ljóðrænan og hnyttnin era ekki horfin þótt
skipt hafí um búning. Ef til vill er kominn
nýr þáttur í myndgerð hans, sem ekki var
eins augijós áður fyrr. Það er íhygli og ró
sem kenna mætti við söknuð. Þessi strengur
sem Hollendingar kenna við norrænt hugar-
flug, bendir til þess að fjarlægð Sigurðar
frá fóstuijörðinni hafí skerpt vitund hans
sem Islendings og hugsun hans um það
hvað sé að vera Islendingur.
Hvað um það; sumir mundu orða það svo
að Sigurður hafi hoppað frá Steini Stein-
arr, aftur til Einars Ben. og Jóhanns
Siguijónssonar. En það má víst ekki líkja
saman myndlist og bókmenntum og því er
best að leyfa verkunum sjálfum að segja
sína sögu. Sýningar Sigurðar gera stuttan
stans og því er áhugasömum fyrir bestu að
bregðast skjótt við ef þeir vilja ekki missa
af listamanninum eina ferðina enn.
Jk
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MARZ 1987 9 ‘
4