Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Qupperneq 12
Nýársfagnaður í Berlín 1930.
Berlín 1930
skemmtanalíf á veitingastöðum,
næturklúbbum og allskonar „búllum",
trylltara og úrkynjaðra, fyrir þá sem áttu
peninga og túristana. Þessir lukkunnar
pamfflar tóku sig til og breyttu Berlín í
villtustu gleðiborg sem sögur fara af síðan
á dögum Rómaríkis. Hvergi í Evrópu voru
grímuböllin glæstari, næturlífið trylltara né
vændi og eiturlyfjasala opinljósari. Þúsundir
ungra stúlkna, margar þeirra á táningsaldri,
dýrkuðu danskonuna Anitu Berber, sem
dansaði klæðalaus á Kabarett hinnar hvítu
músar og gamnaði sér við kókaín, morfín
og elskendur af báðum kynjum. Hún málaði
borgina rauða á nóttunni í slagtogi við her
af slagsmálahundum, bófum og fylliröftum
og lést svo úr berklum 29 ára.
Um alla borgina var nektin dýrkuð; á
næturklúbbum, á kvikmyndatjöldum og
leiksviðum, í einkasamkvæmum, þar sem
þjónustustúlkur í híalínsbrókum voru á
launum við að láta þukla sig, og jafnvel
meðal „náttúrudýrkenda" sem stunduðu
skautahlaup á eymahlífum einum klæða.
Gleðikonur gengu um stræti þúsundum
saman, sumar í leðurstígvélum með svipu,
aðrar með tíkarspena og skólabækur. „Allar
voru stúlkumar á skrá hjá lögreglunni, og
ef maður fékk eitthvað af einhverri þeirra
var meira að segja hægt að stefna henni."
Ólifnaðurinn var í algleymingi. „Meðfram
Isherwood
Getum hefur verið leitt að því að
Heinz sé fyrirmynd Emst Ludvig í „Ka-
barett".
Isherwood bjó lengi í Berlín hjá Meta
Thurau, sem varð frú Schroeder í „Berlín
kvödd" og frk. Schneider í „Kabarett".
1930 hélt hún með kommúnistum og
með nasistum eftir 1933. Ekta Berlínar-
búi, sem síðar dáðist að Bandaríkjunum.
Þegar Isherwood heimsótti hana í
Berlín 1952 dró hún enga dul á ánægju
sína með að vera fyrirmyndin í „Berlín
kvödd“. Lýsing Isherwoods á mjaðma-
dillandi göngulagi hennar var það eina
sem hún hafði á móti. Þau voru góðir
vinir til æviloka.
Fleiri persónur í sögum Isherwoods
áttu sér fyrirmynd í Berlín.
Og víst var Sally Bowles til. Hún hét
Jean Ross, bresk, fædd 1912 og vann
sem söngkona. Söngur hennar var ekki
upp á marga fiska og Ieikur hennar var
ennþá verri. Líf hennar var mglingslegt
og það sama gilti um það sem hún sagði.
Þau Isherwood bjuggu í sömu íbúð,
ærsluðust og rifust eins og systkini, en
þau vom aldrei elskendur. Jean á að
hafa sagt við hann eitt sinn þegar úti
rigndi: „Skítt að við skulum ekki geta
elskast, það er ekkert annað hægt að
gera.“
Þegar hún sneri síðar til Englands,
hittust þau Isherwood aftur, en hún af-
neitaði allri frægðinni, sem bækumar,
leikritið, söngleikurinn og kvikmyndin
höfðu fært henni.
En Jean Ross var Sally Bowles. Jean
Ross og Isherwood héldu vináttu sinni
þar til hún lést 1973.
Christopher Isherwood lést síðastliðið
ár á heimili sínu rétt utan við Los Ange-
les, 81 árs gamall.
Isherwood varð aldrei mjög vinsæil
og víðlesinn höfundur, en virtur vel í
bókmenntaheiminum, brot af uppreisn-
armanni og fmmkvöðli og þegar fram í
sótti dulúðugur.
Kurfurstendamm," skrifaði austurríski
höfundurinn Stefan Zweig, „spássémðu
ungir karlmenn, púðraðir og málaðir, og
inni í rökkri ölkránna mátti sjá heimsmenn
og peningafursta gera hosur sínar grænar
fyrir fullum sjómönnum.“ Á
klæðskiptingaböllum sá Zweig „hundmð af
körlum í kvenklæðum og hundmð kvenna
búnar sem karla, dansandi undir vinsamlegu
augliti lögreglunnar.“
Engu líkara en verið væri að reyna að
skemmta sér af svo miklum krafti að
vemleikinn sæist ekki, þessi vemleiki, sem
svo hvolfdist miskunnarlaust yfír þjóðina
og síðar heiminn.
Strax að lokinni fyrri heimsstyijöldinni
hefur Hitler „baráttu" sína, með fámennan
hóp í kringum sig. Hann gerir
byltingartilraun 1923 sem mistekst og í
fangelsinu skrifar hann bók sína „Mein
Kampf“. með ámnum vex nasistaflokkurinn
jafnt og þétt og þeir fara að bjóða fram til
þings. í kosningunum 1930 juku þeir
þingmannatölu sína úr 12 í 107! Sífellt fleiri
trúðu því að einveldi Hitlers væri eina leiðin
ti að losa Þjóðveija úr þessum glundroða.
ísland 1930
• Þúsund ára afmæli Alþingis hald-
ið hátíðlegt á Þingvöllum. Hátíða-
höldin stóðu í þijá daga. Kristján
konungur X. setti Alþingi. Sögu-
leg sýning, íþróttir og vikivakar.
Um 30 þúsund manns sóttu hátíð-
ina.
• Laugarvatnsskóli fullbyggður.
Stærsti skóli í sveit á íslandi.
• Geðveikralæknir lætur í ljós það
álit, að dómsmálaráðherrann sé
ekki „normal".
Vill að Alþingi fái hingað sérfræð-
inganefnd til að rannsaka andlegt
heilbrigði ráðherrans.
• Landspítalinn tekur til starfa í
hinu nýja og veglega stórhýsi á
Grænuborgartúninu gamla.
• Kommúnistaflokkur íslands
stofnaður.
• Hótel Borg tekur til starfa.
• Búnaðarbanki íslands tekur til
starfa.
9 Fyrsti íslenski flugmaðurinn, Sig-
urður Jónsson.
• Togarinn Apríl ferst með 18
mönnum.
• Loftfarið Graf Zeppelin í heim-
sókn.
9 Korpúlfsstaðir, mesta stórbýli á
íslandi, gefur af sér 8.000 hest-
burði af töðu.
9 Gunnar Gunnarsson talinn líkleg-
ur til að fá bókmenntaverðlaun
Nóbels, en það var ameríski rit-
höfundurinn Sinclair Lewis, sem
hreppti hnossið.
9 Elliheimilið Grund vígt.
9 íslandsbanka lokað vegna hættu
á stórfelldum sparifjárflótta.
Stofnaður Utvegsbanki Islands
og íslandsbanki látinn renna inn
í hann.
9 Amarhvoll, skrifstofubygging
ríkisins, tekinn í notkun.
9 Kvikmyndahúsin í Reykjavík
hefja sýníngar talmynda.
9 Hörð átök milli lögreglu og verk-
fallsmanna við Gamastöðina.
9 Tíu þingmenn dæmdir þingvíti
fyrir að vanrækja að koma á fund.
Þingvíti er kaupmissir þann dag.
9 Ný brú yfir Skjálfandafljót vígð.
9 Ríkisútvarpið tekur til starfa.
BALDUR PÁLMASON
Bláfjallalitir
Heiðríkja yfir Bláfföllum!
Fönnin hvít allt um kring
ídalbotnum, undirhlíðum, brekkunum efra
og alvegá brúnir upp,
en dökkir hnjótar hér ogþar
eins og krækiber í berjaskyri
— roknastór ber írisastóru trogi.
Sólskinið vefur sig um allt lifandi og dautt
— en ernokkuð dautt?
MjöIIin verður iðandi af lífi
þegarskin ogskuggar vegast á íslakka oghalli
og skíðafólkið sveiflar sér frá einum rinda á annan.
Hrafnahjón fljúga með brúnum
ogkrunka vinsamlega ígóðviðrinu,
ekki virðistþeim vera ínöp við aðkomufólkið,
þetta innrásarlið ífjallríki kyrrðarinnar,
en aftur á móti styggist flikróttur fugl,
tekur sig upp og flýgur viðjörð í h varf
með hræðslulegum vængjaslætti,
— ijúpa,
sem elur uggíbrjósti, ógnarbeyg viðfálkann frækna,
en hann er ekki hér að sjá.
Heiðríkt er yfir Bláfjöllum.
Lítum þangað!
Þarna rennir sér stúlka fleygiferð niður hlíð,
hefur víst verið ofar brúnum,
kannski allar götur suður á Heiðinni há,
stúlka ígrænnipeysu, meðgulan trefil,
írauðum sokkum, meðrauða húfu,
sem hylurekki háriðljósa allt,
svo að lokkar þyrlast fyrir þéttingsvindi.
Hún horfir um öxl ogherðirþó förina ofan.
ínæstu andrá birtist á brúninnipiltur,
er steypir sér framafí stúlkunnar slóð.
Peysan hans er gul og pijónahúfan græn,
ogvindurinn togar í trefilinn
svo að úr verður hlykkjótt strik,
langt, rautt, blaktandi band.
Einarður þeysir hann á eftir stúlkunni
ogsýnist draga á hana dijúgum.
Æ hvað er atarna?
Hún missir jafnvægið allt íeinu
og felluríhvíta fönnina, sem rýkur upp kringum hana.
I sama bili berhann að, skíðapiltinn frækna,
ogþegarmjallrokan dvínar
sést hann lúta yfir stúlkuna um stund
svo að litirnir: rautt, gult og grænt
renna saman ístóran skrautlegan hnykil.
En svo raknar aftur úr. Afram halda þau tvö
oghaldast nú íhendur.
Peysan græn og peysan gul,
trefillinn gulur og trefillinn rauður,
húfan rauðoghúfan græn.
Undir er fannhvítur snjór,
yfir er himinblár himinn.
Ogþarna koma hrafnahjónin til baka.
Höfundurinn er fyrrum varadágskrárstjóri Ríkisút-
varpsins.