Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Qupperneq 16
Ierlendum tímaritum um myndlist
og arkitektúr eru yfirleitt engar
fréttir frá Austurblokkinni, sem
stundum er nefnd svo: Sovétríkj-
unum og Jámtjaldsiöndum Austur
Evrópu. Þegar svo ber við, er það
næstum alltaf eitthvað frá Pól-
landi, sem sýnist hafa sérstöðu
handan járntjaldsins í þá veru, að ekki hef-
ur tekizt að kúga myndlistina undir miðstýr-
ingu alræðiskerfisins; pólsk grafík er til
dætnis meðal þess bezta í heiminum. Pólveij-
ar virðast einnig eiga góða arkitekta, þótt
ekki hafí þeir fengið að njóta sín við upp-
bygginguna eftir stríðið, þar sem Varsjá og
fleiri borgir vom að hluta byggðar upp
í sínum fyrri 19. aldar búningi en að öðru
leyti í sálarlausum moderne-stíl eins og
hann verður verstur í Skandinavíu — og á
íslandi.
Ftjálsræði pólskra arkitekta fær hvergi
að njóta sín nema í í kirkjubyggingum, sem
kemur á óvart þegar hugur kommúnískra
alræðisstjórna til kristinnar trúar er tekinn
með í reikninginn. En það er á almennu
vitorði, að trúin á gífurleg ítök í Pólveijum,
svo mikil að það hefur hreinlega ekki verið
hægt að beija hana niður. Það var reynt,
m.a. með því að ekki var leyft að byggja
nýjar kirkjur lengi vel. En þegar flokkurinn
sá eftir tvo áratugi, að hann gat ekki unnið
stríðið við trúna, var blaðinu snúið við og
heimilað að byggja hvorki meira né minna
en 1000 nýjar kirkjur. Síðan sú tilskipun
gekk út em nokkur ár iiðin, en eftir því
sem bandaríska tímaritið Architecture
greindi frá nýlega, er iokið byggingu einnar
kirkju í bænum Tychy-Zwaków og hefur
hún vakið athygli langt út fyrir landamærí
Póllands. Kirkjan er kennd við Heilagan
anda og fékk nú síðast hin árlegu verðlaun
pólska arkitektafélagsins. Arkitektinn heitir
Stanislaw Niemczyk og trúlega em ekki
inargir hér, sem hafa heyrt hann nefndan.
Enda þótt leyfi ríkisvaldsins þurfi til þess
að hefja kirkjubyggingu, tekur ríkið ekki
þátt í kostnaðinum. Það er söfnuðurinn, sem
stendur straum af því eftir því sem fyrr-
greint tímarit upplýsir.
Það sem einkennir kirkjuna hið ytra er
þakið öðm fremur, sem fljótt á litið lítur
út eins og pýramídi, en á sniðteikningunni
sést, að halli þess er mun meiri öðmm
megin. Gömlum helgitáknum úr austurevr-
ópskri kirkjulist er komið fyrir eins og
skúlptúr ofaná kirkjunni og krossmörkum
ofan á turninum, sem stendur sér.
Að innan er einkum tvennt, sem telja
má sérkennilegt. Annað er byggt á gamalli
pólskri siðvenju: það er „sobota" eða gang-
vegur utan með veggjunum og hefur þessi
gangvegur oft komið sér ve! í hinu
stríðshijáða Póllandi, þegar þurfti að hýsa
flóttafóík. Hitt er kirkjulistin, myndskreyt-
ingin á lofti kirkjunnar, sem listamaðurinn
Jerzy Nowosielski er skrifaður fyrir. Hér
hefur átt sér stað árangursrík samvinna
arkitekts og myndlistarmanns og er ærinn
munur á eða hér á landi, þar sem svo virð-
ist sem arkitektar forðist yfirleitt að gera
ráð fyrir þeim möguleika að myndlist komi
til skjalanna.
Því miður er myndin of dökk til þess að
smáatriði komi vel í ljós, en þó má sjá
svarta helgimynd, sem trónir yfir altarinu
og mun þar komin hin Svarta madonna, sem
er fræg í pólskri kirkjulist. Af öðru má ráða,
að hér koma fram býzantísk áhrif, sem
ennþá lifa í rússneskri íkonalist til dæmis
og virðist þessi stíll ákaflega lífseigur í sam-
bandi við trúariðkanir fólks í Tiinum slav-
neska heimi.
GS.
Kirkjan í
Tychy-Zwaków. A
sneiðmyndinni sést, að
þakgluggi veitirbirtu
beint niður á altarið.
Inngangurinn erfrá
turninum.
Kirkja í
Póllandi
Kirkjan að innan. Helgimyndir eru málaðar á loftið; þar ber mest á Svörtu madonnu yfir altarinu.