Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 2
V I Ð YSTU SJONARROND Um Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði EFTIR DR. ÞORSTEIN L SIGFÚSSON Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 1986 voru veitt þremur eðlisfræðingum, sem í orðsins fyllstu merkingu hafa víkkað sjóndeildarhring þekk- ingar á náttúrunni. Verðlaunin voru veitt þeim Ernst Ruska, Gerd Binnig og Heinrich Rohrer fyrir þróun rafeindasmásjárinnar og hinnar svokölluðu smugsjár. Elsti Nóbelsverðlaunahafinn, Ernst Ruska, er fæddur í Heidelberg 1906. Hann var framúrskarandi stúdent, einkum í til- raunaeðlisfræði. Aðeins tuttugu og þriggja ára vann Ruska að þróun rafeindasmásjár í sérverkefni (Studienarbeit) við Tæknihá- skólann í Berlín. Hann sýndi fram á, að rafspólu án kjama mátti nota til þess að framkalla „rafeindamynd" af vel skilgreind- um hlut. Brennivídd og stækkun mátti mæla nákvæmlega og spólan hegðaði sér á nær allan hátt eins og sjóngler í ljósfræði. Athuganir Ruska voru sprottnar af þekking- arleit og ekki síður þeirri staðreynd, að menn gerðu sér grein fyrir að smásjár, sem byggðu á notkun sýnilegs ljóss, voru tak- markaðar m.a. vegna bylgjulengdar ljóssins. Eðlisfræðingar litu til annarra miðla en ljóssins í leit sinni að aðferðum til smásærr- ar greiningar. Eftir að Ruska hafði lokið fyrrihlutaprófí blasti við honum atvinnuleysi; Þýskaland upplifði lognið á undan stormi fjórða áratug- arins og fjölmargir háskólar skáru niður umsvif sín og fækkuðu starfsfólki. Ruska sýndi mikla einurð og ákveðni þegar hann fékk leyfí til að halda áfram tilraunum við tækniháskólann án þess að hljóta laun fyrir og algjörleg á eigin spýtur. Hann spurði sjálfan sig, hvort rafeindamyndina, sem spólan framkallaði, mætti stækka með því t.d. að nota aðra spólu og varpa myndinni á flúrskjá. Eftir þrotlausa vinnu þann 7. apríl 1931 var ljósmynduð hin fyrsta „raf- eindamynd" þá aðeins stækkuð um sextán- falt. Samfélag vísindamanna var einhvem veginn tregt til að viðurkenna að fullu þessa uppgötvun, enda mátti segja að tilraunimar hafí verið á undan fræðilegum útleiðslum og athugunum. Menn hafa spurt sig þeirrar spumingar, hvers vegna Ruska þurfti að bíða í hálfa öld eftir Nóbelsverðlaununum. Svarið við því er ekki einfalt en snertir Fyrsta smugsjár- myndin af kísilyfir- borði (svokaUað 7x7,Si(Ul).Efri myndin er útskrift tækisins; neðri myndin hefur vcrið tölvumeðhöndluð ogsýnir enn betur atómbygginguna. Ernst Ruska. Heinrich Rohrer til vinstri og Gerd Binnig. líklega þá staðreynd, að hér var á ferðinni uppgötvun, sem ekki varð auðveldlega skýrð með mannlegu innsæi. Árið 1932 hélt Ruska áfram tilraunum sínum og hafði nú fengið leyfí til að vinna að doktorsverkefni(I) sem fjallaði um frek- ari þróun rafeindasmásjár, sem skara skyldi fram úr venjulegum ljóssmásjám, hvað varð- ar stækkun og upplausn. Þróun þessarar smásjár varð fyrirmynd næstu kynslóða af rafeindasmásjám. Ruska náði um tólf þús- undfaldri stækkun í spólukerfí sínu. Meginbreytingin frá fyrstu gerð var sú að notaðar vom svokallaðar Jámkjamalinsur", sem Ruska og félagi hans höfðu fengið einkaleyfí fyrir árið 1932. Ifyrsta smásjár- myndin, sem tekin var í hinni fullkomnu rafeindasmásjá, var af bómullartreijum sem stækkaðar vom um 8.000 sinnum og höfðu upplausn sem nam um 50 milljarðahlutum úr metra. Þróun rafeindasmásjárinnar fór fram næstum samtfmis því að skammtafræðin, hin byltingarkennda grein nútímaeðlisfræði, var í mótun. Skammtafræðin viðurkenndi ákveðið tvíeðli náttúmnnar, sem venjulega er kennt við bylgju-agna-hugtakið. Með skammtafræðinni var unnt að líta á rafeind- ir jöfnum höndum sem bylgjur og agnir. Að skima hluti með rafeindum í rafeind- asmásjá Ruska krafðist þess að rafeindimar hegðuðu sér eins og bylgjur. í dag er byglju- hugtak skammtafræðinnar kennsluefni unglinga í menntaskólum og eitt mikilvæg- asta tæki nútímaeðlisfræði. Rafeindasmásjár eins og þær gerast full- komnastar í dag em einhver notadrýgstu rannsóknartæki vísindanna. Þær koma við sögu í nær öllum greinum tilraunavísinda og em afar fullkomnar. FVá Ruska til Binnigs og Rohrer er hálfrar aldar þróun. Uppgötvanir þeirra Binnigs og Rohrers, sem deildu Nóbelsverð- laununum með Ruska, em engu síður mikilvægar. Hins vegar minnir sögusvið þeirra, nútíminn, harla lítt á umhverfí það sem áður er lýst. Binnig, sem fæddist í Þýskalandi árið 1947, hóf störf hjá Rann- sóknastofnun IBM í Zurich árið 1978. Rohrer er fæddur í Sviss árið 1933 og hef- ur starfíð hjá IBM í nær aldarfjórðung. Báðir em þéttefnisfræðingar og hafa eink- um fengist við eðlisfræði ofurleiðninnar. Tölvustórfyrirtækið IBM hefur lagt mikið kapp á gmndvallarrannsóknir. Rannsóknar- stofúr þess njóta mikillar virðingar og em einkar vel búnar tækjum. Forsaga uppgötvunnar þeirra Binnigs og Rohrers hófst með vinnu National Bureau of Standards í New York snemma á áttunda áratugnum. Russel Young og starfshópur hans unnu þá að smíði sérstakrar gerðar rafeindasmásjár, sem krafðist gífurlegrar tæknikunnáttu vegna áhrifa titrings frá umhverfínu. Tækið, sem þróa átti, byggðist á því að nál (t.d. úr málminum tungsten) var látin ferðast án snertingar í örlítilli fjar- lægð frá jrfirborði efnis sem skoða átti. I Sviss hófu þeir Binnig og Rohrer tilraun- ir með smíði svipaðs tækis en út frá nokkuð öðmm forsendum. Skammtafræðin gerir ráð fyrir því, að ef endi nálarinnar væri aðeins um eitt atóm að breidd og hægt yrði að lta hann staðnæmast í aðeins nokkurra tóma fjarlægð frá yfírborði þess, sem skoða á, kæmu fram sérleg hrif sem kölluð em smug. Smug felur í sér, að rafeindir geta „smog- ið“ yfír örmjótt gap milli tveggja hluta, jafnvel þótt þær hafí ekki næga orku til að brjóta sig úr viðjum yfírborðsins samkvæmt kenningum sígildrar eðlisfræði. Straumur rafeinda, sem smjúga milli málmhluta, er sterklega háður fjarlægðinni milli skaut- anna. Þannig getur straumstyrkurinn orðið nákvæmur mælikvarði á ijarlægðina. Fyrsta opinbera yfírlýsingin um vel heppnað „smug" í tæki þeirra Binnigs og Rohrers var birt 1981. Hin nær óyfírstígan- legu vandamál titrings nálarinnar við yfírborðið vom leyst með beitingu ofurleið- aratækni: Með því að festa nálina við litla jámsegla, sem látnir vom „fljóta" á ofurleið- ara, fékkst fram réttur „púði“ til þess að dempa titringinn. Mikilar vonir em bundnar við smugsjána og hún hefur þegar leyst margar gátur um innri gerð efnisins. Þannig hafa fengist myndir af einstaka atómi í yfírborði efna, af efnahvörfum við yfírborð og af DNA- sameindinni, svo eitthvað sé nefnt. Upp- lausnarhæfni smugsjárinnar er allt að einum á móti hundrað milljörðum úr metra. Nú er unnið að því að sambyggja smugsjá og ákveðnar gerðir rafeindasmásjáa til þess að mynda enn öflugri smásjá en áður hefur þekkst. Það fer ekki milli mála að bakgmnnur Nóbelsverðlaunanna er óvenjulega marg- brotin og hvetjandi saga eðlisfræði okkar aldar. Hinir ötulu vísindamenn, sem í hlut eiga, hafa fært þekkinguna á náttúmnni að yztu sjónarrönd, þar sem ný lönd bíða könnunar. Höfundurinn er doktor í eölisfræöi. Heimildin Ruaka E. 1980 „The Early Development of Ele- ctron Lenses and Electron Microscopy", Hirzel, Stuttgart 1980. Mulvey T. „Designing electron microscopes", Phys. Bull. 38, 1987. Binnig G., Rohrer H., Gerber C. og Weibel E. „Surface studies by scanning tunneling microscopy", Phys. Rev. Lett. 49, 1982. Baratoff a. „Europhysics News“, 11/12, 1986.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.