Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 13
20 milljónir ára 15 milljónir ára G*> G° 1Ö milijónir ára & f 5 milljónir ára 4 milljónir ára Austraiopithecm etbuttmis 3 milljónir ára ir Austmlopithecus africanus Austmlopithecm robmtm Austmlopithecw boisei 2 milljónir ára 1 milljón ára 500 þúsundir ára 100 þúsundir ára 'tens 10 þúsundir ára Fyrir rúmlega hundrað árum fór hrollur um siðaða, guðhrædda borgara, þegar þeim barst til eyrna sá hluti þróunarkenningar brezka vísindamannsins Charles Darwins, að nútímamenn væru sennilega komnir af öpum. Nú liggja fyrir sannan- ir um, aðþessi kenning sé á rökum reist: Menn og mannapar hafa fyrir um 20 milljónum ára átt sér sameiginlegan forföður í frumskógum Afríku. hafa upp á enn eldri mannlegum steingerv- ingum, kröfðust velskipulagðrar samvinnu heilla hópa af færustu sérfræðingum víðs vegar að úr heiminum. Það má eiginlega teljast síðasta stórvirki einherjans Louis Leakeys að vinna með lagni að því að greiða götu fyrsta rannsóknarleið- angurs þessa nýja tímabils til Omo- óshólmanna í Eþíopíu, lengst norður við Turkanavatn. Þáverandi ríkisforseti Keníu, Jomo Keny- atta, hafði boðið Louis Leakey til sín árið 1966, þegar Haile Selassie keisari Eþíopíu kom í opinbera heimsókn til Nairobi. Hans hátign varð mjög hrifinn af frásögnum Lou- is Leakeys um þær menjar um tilvist frummanna, sem fundizt höfðu í Keníu og Tansaníu. Þá spurði Haile Selassie, hvernig á því gæti staðið, að engir steingervingar frummanna skyldu þá finnast í sínu landi. „Það er ekki það, sem er vandinn," svar- aði Leakey. „Erfiðleikamir eru í því fólgnir, að fá leyfi stjómvalda í Eþíopíu til að gera út rannsóknarleiðangur þangað.“ Skömmu síðar var umrætt leyfi veitt. ÚrMikluAðMoða Aðeins nokkrum vikum áður en fundum þeirra Haile Selassies og Louis Leakeys bar saman í forsetahöllinni í Nairobi hafði ung- ur bandarískur fomleifafræðingur, Clark Howell að nafni, brotizt á Landrover-jeppa alla ieið norður til Omo-óshólmasvæðisins í Eþíopíu, og hafði það ferðalag tekið hann marga daga, enda lá leiðin um miklar veg- leysur og auðnir. Óshólmamir við Omo reyndust alsettir aragrúa af uppblásturs- geilum á rúmlega 100 ferkílómetra svæði. Og þar gat sannarlega á að líta: Yfir eitt hundrað mismunandi setlög, sem höfðu að geyma ógrynni af steingervingum frá einni til fjögurra milljóna ára tímabili, höfðu hlað- ist þama upp í allt að 600 metra hæð. Inn á milli setlaganna vom gosöskulög, sem auðvelt var að tímasetja með mikilli ná- kvæmni. Þrír hópar vísindamanna frá Frakklandi, Bandaríkjunum og Keníu áttu að rannsaka þetta svæði, hver í sínu lagi. Þar sem Lou- is Leakey gat ekki komið því við, bæði á þeim tilsetta tíma og eins af heilsufars- ástæðum, að stjórna keníska rannsóknar- leiðangrinum á afar torfæm og afskekktu landsvæði í Eþíopíu, í um 800 km fjarlægð frá Nairobi, fékk hann syni sínum Richard í hendur yfirstjórn leiðangursins. Richard Leakey var raunar á þeim tíma ekki beinlínis efnilegur ungur fomleifa- mannfræðingur. Hann vissi að vísu orðið heilmikið um steingervinga frá árdögum mannkynsins frá foreldmm sínum, en eigin- lega var hann annars orðinn hundleiður á þessu beinamsli öllu saman. Hann hafði aldrei verið við nám í háskóla og hafði mun meiri áhuga á safari-fyrirtæki sínu, sem gekk ágætlega undir stjórn þessa tuttugu °g þriggja ára gamla atvinnurekanda. En það var þó tvennt, sem hreif hann reglulega mikið í sambandi við fyrirhugaðan rann- sóknarleiðangur Keníumanna til Eþíopíu. í fyrsta lagi var það ævintýraljóminn af því, að einmitt hann, sá yngsti af öllum þátttak- endum í leiðangrinum, skyldi fá að stjóma hópnum á leið hans um afar torfært og ótryggt óshólmasvæði, þar sem allt moraði líka af krókodílum. I öðm lagi greip hann fegins hendi þetta tækifæri til að geta unn- ið með öllu sjálfstætt en þurfa ekki alltaf að standa álengdar í skugga hins heims- fræga foður síns. FORNLEIFAFUNDIR Við Turkanavatn Rannsóknarleiðangur Keníumanna til Omo-óshólmasvæðisins í Eþíopíu undir stjóm Richards Leakeys hafði sáralítið markvert upp úr krafsinu. Það kom brátt í ljós, að keníski hópurinn hafði fengið í sinn hlut til rannsókna það landsvæði, þar sem hvað minnst var af steingervingum og öðr- um minjum um tilvist manna í árdaga. Fullur óþolinmæði og vonbrigða sá Richard Leakey nú fram á, að framaferill hans sem fomleifafræðingur yrði að engu, áður en hann hefði náð sér almennilega á strik. Þegar Richard snéri eitt sinn aftur til Omo-svæðisins með flutningaflugvél frá Nairobi, þar sem hann hafði verið að útvega meiri vistir og ýmsan búnað handa rann- sóknarhópi sínum, varð vélin að taka á sig nokkum krók vegna mikils storms og flaug því lágt yfir austurbakka Turkanavatnsins. Það sem Richard sá úr vélinni á þessum slóðum gerði hann öldungis agndofa. Þegar vélin var lent á áfangastað, nálægt Omo- svæðinu, tók Richard þegar á leigu þyrlu þá sem bandaríski rannsóknarhópurinn hafði til yfírráða og lét fljúga með sig í könnunarleiðangur til Turkanavatns. „Eg stökk út úr þyrlunni," segir Richard Leakey í lýsingu sinni á þessari fyrstu för. „Og samstundis fann ég nokkra steingervinga og verkfæri gerð af frumstæðum mönnum. Við lentum síðar á ýmsum fleiri stöðum og alls staðar gat að líta þessi steingerðu bein á víð og dreif.“ Það varð að ráði, að keníski rannsóknarleiðangurinn flutti sig um set og sló upp tjaldbúðum sínum í N-Keníu á aust- urbökkum Turkanavatns. Nokkrir nýir þátttakendur frá Keniu bættust í hópinn, en aðrir, sem verið höfðu með í leiðangrinum á Omo-óshólmasvæðinu, hurfu aftur heim til Nairobí. Nú var hópnum skipt í minni einingar, sem dreifðust um svæðið í stein- gervingaleit. Keníumaðurinn Kamoya Kimeu stjómaði einni leitareiningunni og fundu þeir brátt hvem staðinn á fætur öðr- um með hinum merkustu steingerðu menjum um tilvist frummanna við Turkana- vatn. HauskúpanHans Bernardsngeneo Árið 1972 hafði keníski rannsóknarleið- angurinn komið sér upp föstum aðseturs- búðum á odda einum, Koobi Fora, sem gekk út í Turkanavatn. Það ár fann Bemard Ngeneo þá hauskúpu, sem frægust varð meðal sérfræðinga af öllum þeim hauskúp- um, sem fundust á austurbakka Turkana- vatns. Þetta var sem sagt hauskúpa af frummanni, homo habilis „1470“ og fannst hún undir KBS-gosöskulaginu svokallaða (nefnt svo eftir bandarísku jarðfræðivísinda- konunni Kay Behrensmayer). Homo-haus- kúpan, sem Bemard Ngeneo hafðu fundið þama, var aldursgreind á að giska 2,9 millj- óna ára gömul — og var því elsta homo- höfuðkúpa, sem fundist hafði í heiminum fram til þessa. Þar með var fengin viss sönn- un á þeirri kenningu Leakey-fjölskyldunnar, að /lomo-þróunin væri mun fomari en mann- fræðingar og fomleifafræðingar höfðu álitið fram að því. Fornleifa- og mannfræðisöfnuð- urinn um víða veröld átti því talsvert erfítt með að kyngja þeirri nýju vitneskju um ald- ur úomo-hauskúpunnar frá Turkana-svæð- inu, því að vart nokkur fræðimaður hafði gert ráð fyrir, að svo fornar steingerðar menjar um homo ættu eftir að finnast. Á Circum-Rudolf-ráðstefnunni í Nairobi árið 1973 var homi habilis „1470“ eiginlega miðpunkturinn; helsta umræðuefnið og und- runarefnið um leið. Samt komu þar einnig fram fyrstu efasemdaraddimar: „Það er eitt- hvað meira en lítið bogið við aldursgreiningu KBS-gosöskulagsins,“ andæfði Bandaríkja- maðurinn Loring Brace. Landi hans, mannfræðingurinn Don Johanson, tók í sama streng og benti á, að þeir steingerving- ar af dýrum, sem fundist hefðu á Koobi Fora, mæltu mjög gegn því, að aldurs- ákvörðun KBS-gosöskulagsins væri rétt. Ákafar deilur hlutaðeigandi vísindamanna um raunvemlegan aldur/iomo habilis „1470“ stóðu allt fram til ársins 1980. Þá höfðu ýmsir hópar vísindamanna reiknað út hinn raunverulega aldur KBS-gosöskulagsins á nýjan leik með margvíslegum, nýstárlegum aðferðum: Öllum þessum vísindamönnum bar nú saman um, að aldur umrædds gos- öskulags gæti naumast verið meiri en eitthvað um 1,8 milljóna ára. Má segja, að í augum allra þeirra, sem ekki gátu fylgt . Leakey-fornleifa-mannfræði kenningunni að málum, væri heimurinn þar með aftur kominn í réttar skorður. Margir vörpuðu öndinni léttar, því að allir fornleifafundir á Koobi Fora í Keníu voru þá komnir í rétt aldurs-samræmi við fomleifafundina í Olduvai-gjánni í Tansaníu. Lucy - Þriggja Milljóna ára Gömul Stúlka Draumur Leakey-fjölskyldunnar um að hafa fært sönnur á kenningu sína um þriggja milljóna ára gamla homo-þróun var þar með á enda. En fjölskyldan hafði samt sem áður af mjög miklu að státa: Þau vom búin að fínna rúmlega 200 steingervinga af frummennskum tegundum eins ogaustra- lopithecus boisei, homo habilis og homo erectus. Það var og greinilegt af nákvæmum rannsóknum á verkfærum frummanna og steingerðum dýrabeinum á dvalarstöðum þeirra, að fyrstu verkfærasmiðimir höfðu notað tilhöggnar steinflísar bæði til að skafa kjötið af dýrabeinum og til að bijóta þau til mergjar. Og þeir reyndust, þegar fyrir tveimur milljónum ára, hafa kosið að beita hægri höndinni meira við vinnu, alveg eins og nútímamaðurinn. Apar nota aftur á móti ýmist vinstri höndina meira eða eru jafnvígir á báðar. Það kom í hlut banda- ríska mannfræðingsins, Dons Johanson, að gera næstu stórmerku uppgötvunina. Um morguninn hrnn 30. nóvember 1974 rakst hann fyrir hreina tilviljun á handleggs-stein- gerving, sem stóð upp úr jörðinni, örskammt frá búðum rannsóknarleiðangursins í Had- ar, en sá staður er í u.þ.b. 160 km fjarlægð norð-austur frá Addis Abeba, höfuðborg Eþíopíu. Á þeim satð, þar sem handleggur- inn fannst, reyndust vera tugir annarra steingerðra mennskra beina, og þegar Don Johanson, Tom Gray, Tim White og fleiri aðstoðarmenn höfðu safnað saman öllum steingervingunum, sem áttu saman, og rað- að þeim upp, lá fyrir framan þá næstum því hálf beinagrind úr 25 ára gamalli konu, 110 sm á hæð og hafði hún að líkindum vegið um 30 kg; það var öruggt, að hún hafði gengið upprétt. Þeir gáfu henni nafn- ið Lucy eftir vinsælu Bítla-lagi, sem oft hljómaði í búðum leiðangursins. Lucy reynd- ist vera meira en þriggja milljóna ára gömul. Lucy var ekki af tegundinni homo; hún notaði engin verkfæri og heilabú henn- ar var mjög lítið; hún hlaut tegundaheitið australopithecus afarensis og er vafalítið ein af frumformæðrum hinna síðari mennsku tegunda af homo. ÓMAR SIGURÐSSON Gríman Kyrrlát er þessi stund þó erhinn kröftugi vindsveipur ekki víðsfjarri. Straumarhins liðna brotna á mér en f/ara síðan út. Og aftur verður kyrrt. Hin harða gríma mín fellur ekki svo auðveldlega af. En, það ereins ogmérfinnist koma íhana brestir. íþá bresti fylli ég vandlega. Þvíþað ermun auðveldara að vera sá sem aðrirhalda en sá sem maður er. Höfundurinn er þritugur húsasmiður i Reykjavik. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. MARZ 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.