Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 14
Martinus - andlegt mikilmenni Eg hef haldið fram þeirri skoðun að líklegt sé, að skilyrði til sálræns þroska og andlegra framfara ættu að vera sérstaklega góð á landi okkar. Rök mín fyrir þessu eru fyrst og fremst þau, að landnámsmenn gátu tekið sér bólfestu hér á landi án blóðsúthellinga. Hér voru engir fyrir, nema nokkrir írskir munkar, sem leitað höfðu athvarfs hér norður í Dumbs- hafi í óbyggðu landi til þess að geta þjónað guði sínum í friði án afskipta hins lág- þróaða mannkyns. Þeir hafa orðið að sýna mikið hugrekki til þess að komast hingað norður til þessar- ar afskekktu eyjar. Við höfum ríkar heimild- ir um veru þeirra hér, enda bera ekki svo fáir staðir á landinu nöfn til minningar um þá. Þegar hinir herskáu og stoltu víkingar Noregs töldu sig ekki hafa nægilegt frelsi í heimalandi sínu völdu þeir að ráða sér sjálfir og leysa slík vandamál með því að setjast að á þessari óbyggðu eyju norður í Dumbshafi, sem þeir síðar gáfu nafnið Is- land. Á þeim tímum voru norrænir víkingar meðal hérskáustu manna í Evrópu og vöktu hvarvetna skelfing, þar sem þeir fóru með ránum og gripdeildum. Þegar einmitt slíkir menn tóku að setjast að hér á landi hafa hinir kristnu, trúuðu, írsku munkar talið, að eyja þessi yrði þeim ekki griðland til frambúðar, enda fluttust þeir aftur á brott héðan. En það fara hins vegar engar sögur af því, að víkingarnir, forfeður okkar, hafi orðið að drepa þessa menn til þess að ná hér fótfestu. Til þess voru þessir frumbyggj- ar of fáir. Þeir virðast því hafa farið héðan í friði. En það var einmitt þetta sem reyndist mjög óvenjulegt um töku Islands. Víðast annars staðar fundust frumbyggjar í her- teknum löndum, sem hvítir menn kúguðu og drápu þúsundum saman, eins og sagan ber með sér. Hvernig var til dæmis farið með indíána Norður-Ameríku? Og hvemig fara hvítir, svokallaðir kristnir menn með svarta menn og hörundsdökka í Suður- Afríku? í heimsfræði þeirri, sem hann öðlaðist fulla þekk- ingu á í vitrunum sínum, sýnir hann framá hvern- ig alheimurinn, jafnt hinn efnislegi sem hinn sálræni, myndar í heild ákveðna heimsvitund, sem felur í sér allt líf. EFTIR ÆVAR R. KVARAN HreintSálrænt Andrúmsloft Hvort sem menn gera sér grein fyrir því eða ekki, þá er það svo, að á stöðum þar sem styijaldir hafa verið háðar er löngu eftir að þeim er lokið að finna hugsana- gerfi, sem skapast hafa sökum ótta þess og haturs, sem manndráp vekja. Þótt smá- flokkar hafi að vísu barist hér á landi til dæmis á Sturlungaöld, þá hafa hér aldrei verið háðar slíkar styijaldir, ekki einu sinni þegar landið var numið. Þess vegna eru slík hugsanagerfi ekki hér á landi. Þess vegna er sálrænt andrúmsloft hér hreinna en víðast annars staðar í heimin- um. Hér er um landkosti að ræða, sem fæstir vita nokkuð um. Það er og annað sem styð- ur að þessu, en það er sú staðreynd, að óvíða á hnettinum er að finna óspillta nátt- úru á jafnstórum svæðum og nálægt mannabústöðum og á íslandi. Þetta finnur sálrænt fóik sem hingað kemur greinilega. Hinn innblásni danski spekingur, Martin- us, sem hér verður gerður að umtalsefni, var í þeim efnum engin undantekning. Hann kom hvað eftir annað til íslands til þess að njóta þessara merkilegu landkosta, sem hér að framan hefur verið nokkuð lýst. Við ís- lendingar förum til Suðurlanda til þess að njóta sólar, en Martinus kom til Islands til þess að njóta þeirrar innri sólar, sem allir landsmenn njóta án þess að gera sér grein fyrir því. Ég hygg að annar eins andans maður hafi ekki fæðst á Norðurlöndum síðan Swed- enborg var uppi (d. 1772). Martinus yfirgaf þennan heim fyrir sex árum níræður að aldri í fullu andlegu fjöri. En hann var gjörólíkur hinum mikla Svía Swedenborg, sem var biskupssonur og hlaut alla þá bestu menntun, sem fáanleg var í Evrópu á hans tíma. Hann skrifaðist á við Goethe, Kant og ýmsa aðra af lærðustu mönnum og vitrustu síns tíma. Að fjölhæfni minnti Swedenborg á snillinga endurreisnar- tímabilsins, eins og Leonardo da Vinci, eða hina fornu spekinga Hellena. Enda var hann iðulega kallaður „Aristoteles Norðurlanda". Hann var doktor í heimspeki, stærðfræðing- ur, eðlisfræðingur, stjömufræðingur, steina- fræðingur, líffærafræðingur og líffræðing- ur, svo eitthvað sé nefnt. SVOKALLAÐUR ÓMENNTAÐUR Maður Erfitt er að hugsa sér ólíkari mann þess- um snillingi en Martinus hinn danska. Hann mátti heita óskólagenginn með öllu, svokall- aður ómenntaður maður og óþekktur öllum til þrítugs aldurs. En þá tóku að gerast undarleg atvik. Það bar til með þeim hætti, að dag nokk- urn kom Martinus, algjörlega ólesinn og fávís þrítugur maður, inn til manns, sem hann þekkti ekki neitt, til þess að fá að láni bók um guðspekileg efni. Þannig var mál með vexti, að Martinus vann á skrif- stofu, og einn starfsbræðra hans þar bendi honum á þennan mann, því hann var einnig sjálfur að lesa guðspekibækur hans. Þessi starfsbróðir Martinusar hafði vakið athygli hans á þessum bókmentum. En einmitt um þetta leyti var vöknuð í Martinusi mjög sterk þrá eftir andlegri þekkingu, ásamt knýjandi þörf til þess að geta framkvæmt eitthvað meira en það eitt að skrifa tölustafí (sem var atvinna hans). Hann hafði því fengið áhuga á þessum bók- menntum og svo var starfsbróður hans að þakka, að hann fékk vinsamleg heimboð frá áðumefndum manni. Martinus — óskólagenginn spekingur. Eftir stundarumræður fór Martinus svo frá þessum manni með bók um guðspeki undir arminn og hljóminn af kveðjuorðum mannsins í eyrum: „Þér skuluð sjá, að þér verðið bráðum kennari minn!“ Og spádómur þessa manns rættist. En hvað Martinus snerti las hann alls ekki alla bókina. Hann man frá þessum tíma aðeins það eitt, að það sem hann las kom honum til að hugsa til Guðs. Og kvöld eitt, þegar hann reyndi þetta varð hann fyrir reynslu, sem af hreinlega sálrænum ástæðum gerði honum algjörlega ókleift að halda áfram lestri bókarinnar. Enda var vitund hans þá sjálf orðin ótæmandi andlega uppspretta, svo lestur hvers konar bókmennta varð þarflaus með öllu. í þessu breytta ástandi fór Martinus aft- ur til hins víðlesna vinar síns til þess að skila honum bókinni. Þannig varð sá maður einnig vitni að þessu breytta ástandi, svo og félagar Martinusar í skrifstofunni og allir aðrir nánir kunningjar þá og síðar. Þessi með öllu ómenntaði danski skrif- stofumaður varð þannig lifandi vitnisburður um það, að maður getur öðlast þekkingu eftir öðrum leiðum en hinum venjulegu ytri og sýnilegu, sem öllum öðrum eru þó óhjákvæmilega nauðsynlegar. Hér varð m.ö.o. ljóst, að undramáttur upplýsingarinnar megnar að yfirskyggja til fulls fávísan mann og veita honum yfirburði í visku, þekkingu og sann- reyndum lifsins, algjörlega án bóklegrar fræðslu eða þekkingar og rannsókna annarra. Það má því segja, að fólk varð með þessu á tuttugustu öld vitni að tilvist heilags anda. Því hlotnaðist að sjá opin- beranir fortíðarinnar endurtakast í núlifandi holdi og blóði. Ljós Frá Kristsmynd Það var eitt kvöldið, þegar Martinus var að íhuga hugtakið „Guð“ eftir leiðbeiningum bókarinnar, sem hann hafði að láni, að hnn komst allt i einu í mjög undarlegt ástand. Það lýsti sér í því, að honum þótti hann vera staddur frammi fyrir einhveiju ólýsan- lega háleitu. Örsmár ljósdepill birtist í fjarska. Svo hvarf hann sem snöggvast, en á næstu sekúndu kom hann aftur í ljós, en nú miklu nær. Sá Martinus þá, að ljósið stafaði af Kristsmynd í skínandi björtu ljósi með bláu ívafí. Þá varð hlé á sýninni og þótti Martinusi þá sem hann væri í myrkri en svo lýsti sama myndin upp umhverfið á ný. Þessu lýsir Martinus í bókinni Upphaf köllunar minnar með þessum orðum: „Ég horfði beint inní eldlega Kristsmynd, sem skein eins og sól og kom beint til mín með útréttum örmum, _eins og hún ætlaði að faðma mig að sér. Ég var gjörsamlega lamaður. Án þess að geta hreyft mig hið minnsta starði ég á hina geislandi veru, sem nam rétt við augu mín. Myndin var nú kom- in fast að mér, en hún hélt áfram og á næsta andartaki gekk hún beint inn í hold mitt og blóð. Undursamlega háleit tilfínning gagntók mig. Lömunin var horfin. Hið guð- dómlega ljós, sem þannig hafði tekið sér bólfestu í mér, veitti mér hæfíleika til þess að sjá útyfir heiminn. Og sjá meginlönd, fjöll og dalir böðuðust í ljósi frá mér sjálf- um! I hinu hvíta ljósi breyttist jörðin í „guðsríki"; lýsti og ljómaði stöðugt í heila mínum og taugum." GULLNA ELDSKÍRNIN í þessari sömu bók lýsir Martinus svo hámarki þessara skynjana sinna í því, sem hann kallar Gullnu eldskírnina. Það er afarfögur lýsing og athyglisverð. Ég sé fyrir mér greinda lærdómsmenn, sem bundnir eru af efnishyggjusjónarmið- um, hrista kollinn, eins og þeir vildu segja: „Já, þetta er nú ekkert nýtt. Það er til fólk um víða veröld, sem þykist sjá merkilegar sýnir. En þetta er ekkert annað en ofskynj- un, sem stafar af taugaveiklun, eða jafnvel notkun vitundarbreytandi eiturefna." Slíkt er vafalaust rétt í ýmsum tilfellum. En hvemig er þá hægt að átta sig á því hvort um raunverulegar sýnir er að ræða eða ofskynjanir? Það sem ekki skiptir minnstu máli í þeim efnum er að ganga úr skugga um hvort viðkomandi tekur ein- hveijum verulegum breytingum í lífsháttum sínum í samræmi við þær háleitu skynjanir, sem hann þykist hafa orðið fyrir eða ekki. Martinus skipti það alls engu máli hvort menn tryðu frásögnum hans af þessum stór- kostlegu skynjunum eða ekki. Hann losnaði nefnilega þegar við allt, sem kalla mætti metnað, og sóttist enn síður eftir persónu- legri frægð. En vegna þeirra, sem kynnu að velta fyrir sér sannleiksgildi þessara frá- sagna hans, skal þetta tekið fram: Þessum vitrunum Martinusar fylgdu svo stórkostlegar breytingar á þessum fávísa og ómenntaða manni, að með eindæmum má telja. Hann breyttist á svipstundu í stór- vitran speking, sem ekki þarf á neinum heimildum eða upplýsingum að halda. Hann hefur öðlst djúpstæða þekkingu á gjörvallri tilveru mannsins, dýranna og náttúrunnar; samhenginu í lífí þessara vera og tilgangi lífsins. SÍSKRIFANDI TlL DAUÐADAGS Allt til dauðadags var Martinus sískrif- andi eftir þessa undursamlegu uppljóman. Hann hélt einnig fjölda fyrirlestra, m.a. hér á íslandi, þar sem hann á marga aðdáend- ur. Eftir hann liggur fjöldi merkisrita. En meginverk sitt skrifaði hann þó á árunum 1932—1960. Það ber nafnið Bók lífsins og er í sjö bindum. í heimsfræði þeirri, sem hann öðlaðist fulla þekkingu á í vitrunum sínum, sýnir hann fram á hvemig alheimurinn, jafnt hinn efnislegi sem hinn sálræni, myndar í heild ákveðna heimsvitund, sem felur í sér allt líf. Og hvemig þessi alltumlykjandi og lif- andi alheimur byggist á ákveðnum og óbifanlegum lögmálum. Sitt af hveiju úr ritverkum Martinusar hefur verið þýtt á íslensku, en það gerði Þorsteinn heitinn Halldórsson prentari for- kunnarvel. Af því má nefna Heimsmyndin eilífa, í tveim bindum, sem sennilega sam- svarar fyrsta bindinu í Bók lífsins og Leiðsögn til lífshamingju í tveim bindum, sem innihalda 40 fyrirlestra Martinusar um lífíð og tilveruna. Ég hygg að útgáfufyrir- tækið Leiftur hafi gefið út allt, sem enn hefur birst eftir Martinus á íslensku, og á fyrirtækið þakkir skildar fyrir það framtak. Bókin, sem hér var áður minnst á, Upp- haf köllunar minnar, eftir Martinus, var prentuð af Leiftri eftir ósk og á kostnað Ingibjargar Þorgeirsdóttur, ekkju Þorsteins prentara, sem eins og hann var mjög hrifin af kenningum Martinusar. Ég færi henni þakkir fyrir það framtak. Eh þessa bók var Þorsteinn einnig búinn að þýða áður en hann skipti um heimkynni. Ég er ekki í minnsta vafa um það, að þegar farið verður að birta verk Martinusar að ráði á ensku verður hann heimsfrægur. Einn af þeim fullhugum, sem venjulega eru nefndir geimfarar og hætt hafa lífí sínu til þess að kanna tunglið og fleiri hnetti, er Bandaríkjamaðurinn Edgar D. Mitchell, sem fór með geimfarinu Apollo 14. Þessi för gjörbreytti hugsunarhætti þessa unga manns, svo hann kom allur annar maður úr þeirri för. Hann hefur mikið skrifað síðan og hefur það jafnan vakið athygli. Ein af niðurstöðum hans er þessi: „Það eru ekki til nein óeðlileg eða yfirnáttúrleg fyrir- bæri, heldur einungis miklar eyður í þekkingu á því, hvað er náttúrlegt_____ Við ættum að leggja kapp á að fylla í þessar eyður sem stafa af vanþekkingu." Höfundur er leikari og rithöfundur í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.