Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 16
£8 ■ f í i r set snjöAas (iAJa DSIOI VKFLIST Úr lundabyggð. Olíumálverk eftir Steinþór Marinó Gunnarsson. OGMALVERK á sýningu feðgina í Listasafni ASI Um sýningu Sigrúnar Steinþórsdóttur og Steinþórs Marinós Gunnarssonar, sem hefst í dag og lýkur 5. apríl. EFTIR JÓN ÓSKAR Sigrún Steinþórsdóttir Eggen og faðir hennar, Steinþór Marinó Gunnarsson, halda nú í þriðja sinn sameiginlega myndlistarsýningu hér í Reykjavík. Áður hafa þau haldið sýningar saman 1980 og 1982 í Reykjavík og víðar um land. Haf og land nefndist málverkasýning, sem Steinþór hafði á Akranesi fyrir tveimur árum, og gæti það verið heiti á allri list hans, svo bundinn er hann náttúrunni og samskiptum fólks við haf og !and. Ef til vill gæti það einnig verið samnefni fyrir list þeirra beggja, hans og dóttur hans. Steinþór er fæddur á ísafirði 18. júlí 1925, en ólst upp á Suðureyri við Súganda- fjörð og síðan á Ákranesi. Það er því ekki að furða þó fjaran og hafið séu ásækin í Steinþór Marinó Gunnarsson. myndum hans, en hann á sér líka sýn til fjalla og heiða, enda byijaði hann myndiðk- un sína, þegar hann sat hjá fé drengur í dal vestra og dró upp myndir með blýanti og lit meðan ærnar hugðu ekki á flakk. Steinþór er málarameistari að iðn og hefur stundað húsamálun til framfærslu sér og fjölskyldu sinni, en myndlistin hefur lengst af verið tómstundastarf. Hann er alþýðulistamaður í þeim skilningi, að hann hefur ekki átt kost á skólagöngu í mynd- list, en hann hefur aflað sér þekkingar með náms- og kynnisferðum til margra landa á meginlandi Evrópu, m.a. Hollands, Vestur- Þýskalands og Frakklands, og hann hefur einnig ferðast til Norður-Ameríku í sama skyni. Fyrst sýndi Steinþór Marinó á samsýn- ingu Félags íslenskra frístundamálara í Reykjavík 1947. Mörgum árum seinna átti hann myndir á samsýningu Félags íslenskra myndlistarmanna (FÍM), en síðan hefur hann haldið ijölda einkasýninga hér á ís- landi og í Noregi og hlotið sívaxandi viðurkenningu. Frægt er orðið, að í einum systkinahópi hér á landi skulu fimm bræður hafa fengist við myndlist, synir Gunnars Halldórssonar, sem kvað hafa átt ætt sína að rekja til myndlistarmannsins og prestsins Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði (d. 1754), en fyrir utan Steinþór eru í þessum bræðra- hópi Benedikt, Elí, Guðbjartur og Veturliði. Og listgáfan heldur áfram að segja til sín í afkomendunum. Sigrún veflistarkona, sem hér sýnir með föður sínum, er eitt dæmið um það. Sigrún Steinþórsdóttir Eggen er fædd í Reykjavík 1. júlí 1947 og kynntist myndlist þegar í bemsku á heimili sínu. Hún lærði myndvefnað í Noregi (í Vestfold fylkes hus- flidskole í Larvík 1975—1977) og hefur farið námsferðir víða um Evrópu. Hún hefur hald- ið margar einkasýningar í Noregi og á Islandi, en auk þess tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Hún hefur fengið mikið lof fyrir list sína og verk hennar eru mjög eftirsótt í Noregi, þar sem hún fékk nýlega það verk- efni að skreyta stóra veggi í sjúkrahúsi (Vestfold sentralsykehus) í Túnsbergi og þykir hafa tekist með ágætum. Einnig má nefna stór veggteppi fyrir Vestfold spare- bank og Hotel Wassilioff í Stavem. Um sýningu þeirra Steinþórs og Sigrúnar í Reykjavík 1980 viðhafði Bragi Asgeirsson listgagnrýnandi m.a. þessi orð í Morgun- blaðinu: „Heiðríkja eldfjallalands og hraun- form blasa við áhorfandanum í myndum föðurins, en íslensk ull í margbreytilegu formi í myndum dótturinnar og allt borið fram af djúpri tilfínningu fyrir þessum hlut- um og atriðum í þá vem að báðum er sómi að.“ Við þessi orð Braga þarf engu að bæta. Sigrún hefur eins og faðir hennar hrifist af náttúmnni og þegar ég virði fyrir mér litmyndir af hluta af veggskreytingu hennar í sjúkrahúsi í Noregi finnst mér ég sjá þar haf og himin í íslenskum bláma. Jón Óskar Höfundurinn er skáld í Reýkjavík. Sigrún hefur búið íNoregi oggetið sér gott orð þar fyrir veflist sína. Hér er hún í vefstofu sinni með nýofið teppi. Sigrún Steinþórsdóttir við vefstólinn. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.