Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 5
Það má með sanni segja, að í Póllandi ríki gömul sveitasæla. Þótt dráttarvélar séu til nota Pólverjar enn hestakerrur og plægja með uxum, upp á gamla móðinn. Mjög er snyrtilegt í kringum þessi litlu býli. Amma stendur á tröppunum með hvíta skuplu og svuntu. Búsmalinn á beit í hlaðvarpanum. Gæsir, endur og hænsni mátulega móðguð við köttinn, sem hefur gát á öllu, lygnandi lymskufullum augunum. Snati gamli gerir málamyndatilraunir til þess að ná stöku fugli, en auðvitað mistakast þær. Kartöflur, kál og rófur liggja í stórum haugum, svo að það leynir sér ekki, að landið er gjöfult. Eitt vekur furðu í þessu landi. Flestar byggingar eru mjög formfagrar. Allt frá höllum og stórum mannvirkjum niður í bið- skýli við þjóðveginn. Krzysztof segir, að það sé metnaðarmál hvers þorps að hafa sem fallegast biðskýli og hafði því verið efnt til samkeppni um tillögur. Kastalinn í Bytow Og MORGUNHEIMSÓKN Ég hafði ekki komið inn í kastala áður. Við fengum fallegt herbergi á tveimur pöll- um, eins og leiksvið, gluggar djúpir og þröngir, en útsýni óviðjafnanlegt. A tónleik- unum síðdegis var húsfyllir og heilmikil athöfn eftir konsertinn, þar sem stúlkur og drengir á þjóðbúningum færðu okkur blóm með ræðuhöldum og seremoníum. Morguninn eftir lögðum við af stað að heimsækja systur Krzystofs. Hún heitir Barbara og er arkítekt, fráskilin, þrátt fyrir kaþólskuna, en býr með dóttur sinni, sem er 18 ára. Húsið stendur á skógartjóðri, lengst inni í skógi. Næsti nágranni hennar er skógarvörðurinn. Það var ógleymanlegt að koma í þykkan, pólskan skóg, þar sem hérar, hirtir og dádýr spranga um allt í kring. Okkur brá þægilega í brún, þegar við ókum í hlað hjá Barböru. Húsið er einbýlis- hús í gömlum stíl, ein hæð og dálítið ris. Þegar inn kom blöstu við gestinum margir, gamlir húsmunir. Logaði glatt á arni. Okkur var boðið að setjast við langt furuborð. Aringlóðin dró að sér augu okkar. En þrír, litlir kjölturakkar trufluðu stemmninguna með miklum ærslum. Kötturinn lét sem hann vissi ekki af þeim, heldur sat og þvoði sér makindalega í ylnum frá arninum. Mat- ur var á borð borinn. Fyrst var heimabakað brauð, með heimagerðum pylsum, sem hanga kyrfilega á rá í eldhúsinu. Ostar voru þarna af mörgum tegundum. Pólveijar kljúfa soðin egg eftir endilöngu, brytja hvítuna og rauðuna í smátt og blanda þetta ýmsu fíniríi. Loks er eggmatnum, svona auknum, komið fyrir í skurninni aftur! Þetta er mesta augnayndi og smakkast prýðilega. Þá voru á borðum þijár eða fjórar tegundir ætisveppa, sem lagðir höfðu verið í mismun- andi kryddlög. Næst kom Stroganoff-buff að hætti Pólverja og hinar rómuðu, pólsku kartöflur með. Síðast var drukkið te og borðuð súkkulaðiterta, sem var út af fyrir sig eitt dýrindis ævintýri. Að þessari máltíð lokinni langaði mig mest til þess að leggjast út af í sófanum, eins og kötturinn. Við höfðum fært þeim mæðgum eitthvert smáræði að heiman. Og nú kom Barbara og setti um háls mér for- kunnarfagra hálsfesti úr rafi, auk þess sem hún gaf mér handbródéraðan dúk. Krzysztof minnti á, að nú yrðum við að fara að haska okkur. Við vorum boðin að sjá „My Fair Lady“ í Gdynia um kvöldið. Af Fél agi Pólskra Músíkprófessora Gamalla Eftir góða og verðskuldaða hvíld vöknuð- um við snemma sunnudagsmorguninn 12. október. Þann dag skyldu haldnir tónleikar fyrir félagsskap fyrrverandi músíkprófess- ora. Tónleikasalurinn var kaffihús beint á móti gamla ráðhúsinu í Gdansk. í gamla ráðhúsinu héldum við svo tónleika síðar um daginn. Gamlir og virðulegir prófessoramir voru komnir tímanlega. Þetta voru bæði karlar og konur, mjög góðir og þakklátir áheyrend- ur. Fullir af áhuga á íslenskri tónlist. Það er gott að syngja og leika fyrir fólk, sem veit sjálft nákvæmlega, hvað um er að ræða, hefur upplifað sálarháskann sjálft og minnist þess, að í hvert skipti sem þú kem- ur fram reynirðu að gefa það, sem þú átt til. Vladimir Ashkenazy segir á einum stað í æviminningum sínum, að sá geti varla kennt tónlist, sem ekki hafi sjálfur staðið sig vel á sviðinu. Formaður samtakanna, fyrrum píanókennari, hélt vandlega undir- búna ræðu og afhenti okkur skjal til minningar um konsertinn. Gamla Ráðhúsið í Gdansk Um miðaftansbil þessa sama dags héldum við tónleika í glæsilegum sal gamla ráð- hússins í Gdansk. Hann er dýrlega skreyttur útskornu flúri og renndum súlum með þeim hætti, sem frægur er og einkennandi fyrir Gdansk. Gríðarlegir ljónshausar skima frán- um augum til beggja hliða. Alltaf er von á óvinum, bæði úr austri og vestri. A vegg í salnum hangir risastórt veggteppi úr silki og skartar hinum fjölmörgu borgarmerkjum Gdansk, borgarinnar, sem hefur sífellt verið bitbein Þjóðveija og Pólveija. Þarna var kominn hinn mjög svo vandláti gagnrýnandi Kvöldblaðsins í Gdansk, víst sá eini, sem skrifar um klassíska tónlist þar í borg. Það er víst ekki hveijum sem er treyst til svo viðurhlutamikils verkefnis! Anna og Krzys- ztof hræddu okkur mikið með þessum manni, sem við hittum reyndar aldrei. En svo skrifaði hann mjög lofsamlega grein um tónleikana og birtist kafli úr henni í Morgun- blaðinu í desember síðastliðnum. Var varla á betra kosið í landi, þar sem söngur og hljóðfæraleikur er á mjög háu plani. Eg get ekki neitað mér um að lofa Önnu Prabucku-. Firlej enn og aftur. Stórkostlegt er að starfa með svo hæfum píanista. Pólst tunga er fagurt mál, en erfitt. Beyg- ingar nafnorða eru með þeim hætti, að jafnvel íslendingi ofbýður næstum því. Það var gaman að heyra Krzysztof, okkar frjöl- hæfa og flínka umboðsmann og leiðsögu- mann, tilkynna atriðin á konsertunum. Þrátt fyrir vandaða og vel útbúna efnisskrá tók Krzysztof einlægt til máls á öllum tónleikun- um. Hann talaði um Jana Síbelíusa, Jana Brahmsa, Jana Sebastíana Bacha og Ed- varda Griega! Og tilkynnti, að verk dr. Hallgríms Helgasonar væri tileinkað Gunn- ara Bjömsonowy! TilVarsjár Nú var heimsókn okkar til Póllands hálfn- uð. Að morgni 12. október lögðum við af stað til Varsjár. Margir telja hana eina feg- urstu borg heims. Byggingar eru þar óvenju fagrar. Þær voru eyðilagðar í heimsstyijöld- inni síðari, en hafa verið endurbyggðar af gífurlegri nákvæmni og vandvirkni. Um þetta mætti skrifa langt mál og er sjón sögu ríkari. Við fómm á fætur klukkan 5 þennan morgun. Tókum saman föggur okkar og skunduðum í strætisvagninn, sem ekur frá blokkinni hennar Önnu og á járnbrautar- stöðina. Lech Valesa var ekki í vagninum þennan morgun, mót venju, svo að líklega hefur hann sofíð yfir sig, blessaður karlinn! Varsjár-lestin mjakaðist af stað klukkan 7. Hún er hraðlest og er ekki nema þijár og hálfa klukkustund í áfangstað. Klefarnir eru prýðilegir og við náðum að hvílast vel á leiðinni. Krzysztof bauð upp á morgunmat í matarvagninum; pylsur, kartöflustöppu og te. Mikil lipurmenni eru Pólveijarnir! Sama, hve þröngt er á þingi, það er ekkert um árekstra, troðning eða stympingar. Landið líður hjá, döggvott og grænt í morgunsárið. Kl. 10.30 komum við til Varsjár á bökkum Vislu. Þar tekur á móti okkur á brautarstöð- inni formaður íslendingafélagsins í Varsjá, riddari af íslensku fálkaorðunni, Stefán Ziet- owski. Nei, þið mislasuð ekki: Islendingafé- lagið, Vináttufélag íslands og Póllands telur hvorki meira né minna en 300 meðlimi enn- an vébanda sinna. Það eru allt saman Pólveijar. Bækistöðvar félagsins eru við torg Stanislavs Agústusar, síðasta konungs Póllands. Þar hefur félagið skrifstofur, bókasafn og eldhús á 4. hæð í stórhýsi einu. Stefán Zietowski er að sínu leyti Pólveiji, sem fæddist í Þýskalandi á öðrum áratug þessarar aldar og bjó lengi og starfaði í Berlín. Eins og Þjóðveija er siður hafði hann undirbúið komu okkar mjög vandlega. Já, móttökumar voru með þeim ágætum, að okkur rak í rogastans, þótt góðu væmm vön frá Gdansk. Stefán ók okkur á Kennara- hótelið í Varsjá, en hélt að því búnu með okkur í skoðunarferð um miðborgina. Ég slapp þó við hluta þessarar ferðar, því að ég þurfti að fara á hárgreiðslustofu. Eftir skoðunarferðina héldum við, með Önnu og Krzysztof, upp á Gamlatorg, sem er fjarska skemmtilegur staður, umgirtur á alla vegu af ævafornum, en nýuppgerðum byggingum. Við settumst inn í Bláa sal Bazilychek-veitingahússins, sem er elsta og merkasta vertshús Varsjárborgar. Nú var tekið hraustlega til matar síns. Á borðum var sérlega gómsæt súrdeigssúpa, sem Gunnar átti eftir að panta sér aftur síðar. Svo fengum við villigæs, sem mat- reidd var á gamla, pólska vísu. Pólveijar eru flínkir matargerðarmenn, að eigin sögn helsti lystugir, þótt líklega standist þeir ekki Ungveijum snúning á því sviði. Nú var ekki til setunnar boðið. Við skipt- um um föt á hótelinu, því að nú skyldu tónleikar hefjast klukkan 5 síðdegis. Þá vorum við búin að vera á róli í 12 tíma! Um það bil tvær og hálf milljón manna búa í Varsjá. Veðrið var yndislegt þann tíma, sem við dvöldum þar. Okkur fannst við verða vör nokkurrar mengunar, sem er ekki að undra. Hvorki Krzysztof og Anna né Stefán Zietowski höfðu yfir bifreið að ráða, svo að við þurftum að taka strætisvagninn og skipta um vagn og hlaupa svo á járnbrautar- stöðina. En eftir heilmiklar þönur komumst við á áfangastað, sem var Sumarhöll Pól- landskonungs frá gamalli tíð og stendur í miðjum tijágarði, stórum. Þarna er leikhús gott og einn salurinn heitir Stara Oran- gerada. Þetta mun elsta leikhús í Evrópu, en stendur nú sem minnismerki, utan þessi eini salur, þar sem við héldum tónleikana. Hann var fullur af höggmyndum, sem ljá honum mjög sérstæðan svip. Stefán Ziet- owski sagði okkur, að við mættum vera mjög hreykin af því að koma fram hér, því að hér hefðu margir frægir listamenn hald- ið konserta. Flygillinn var ágætur og hljómburður í salnum góður. Stefán hafði auglýst konsert okkar ákaflega vel, sent hundruð bréfa til kynningar á okkur og efnisskránni. Sú mikla vinna bar líka tilætl- aðan árangur, því að þarna var húsfyllir rétt eina ferðina, og tók þó salurinn hátt á þriðja hundrað manns. Margir urðu að láta sér nægja stæði. En ekki nóg með það. Stefán hafði líka kvatt á staðinn starfsfólk útvarps og sjónvarps. Hluti tónleikanna var tekinn upp fyrir sjónvarp og útvarpið hafði við okkur viðtal eftir konsertinn. Kannski áttum við þetta góða gengi að þakka leið- togafundinum fræga í Reykjavík. Um það er ekki gott að segja. En nokkuð var það, að okkur var sagt, að þetta væri í fyrsta skipti, sem íslenskir tónlistarmenn kæmu fram í Varsjá. Eftir konsertinn þyrptist að okkur fólk til að láta í ljósi ánægju sína. Þegar heim kom á hótelið héldu Krzysztof og Ana dá- litla veislu. Fyrrverandi nemandi Krzysztofs í sellóleik kom með hluta veislufanganna heiman að frá sér. Nú var gott að hvílast eftir erfiða tónleikaferð. Á Fæðingarstað Chopins Eftir morgunkaffið daginn eftir var kom- inn stór og virðulegur límúnsín á vegum Stefáns Zietowski, sem hafði mælt svo fyr- ir, að okkur skyldi ekið til fæðingarstaðar pólska tónskáldsins mikla, Frederiks Chopin og heitir Zelazowa Wola, hundrað kílómetra fyrir utan Varsjá. Við ókum gegnum enda- laus tijágöng. Loks blasti við okkur fallegt hús umgirt miklum garði og liðaðist dálítil á gegnum hann. Á móti okkur hljómaði sorgarmars Chop- ins, leikin af hljómbandi. í júlí ár hvert eru haldnir þarna tónleikar. Áheyrendur sitja úti í garðinum, en píanóleikarinn inni í stofu og leikur músík Chopins á flygil hans. Mikla lotningu bera Pólveijar fyrir Chopin, sem ekki er að undra. Og yfirleitt er miklum íjármunum varið til varðveislu og endurnýj- unar gamalla minja. Ateneum-leikhúsið í Varsjá Við sáum um kvöldið „Balkoni“ eftir franska leikskáldið Jean Genet í Ateneum- leikhúsinu í Varsjá. Húsið minnir á Iðnó í Reykjavík, en okkur var sagt, að þarna störfuðu flestir fremstu leikarar Pólveija er einnig kæmu mjög fram í kvikmyndum og sjónvarpi. Við sátum þarna agndofa af hrifningu í þijá klukkutíma, þótt við skildum auðvitað ekki eitt einasta orð. En raddbeit- ing og leiktækni flytjenda var framúrskar- andi góð, sviðsetning snjöll og búningar hugvitssamlegir. Varsjá Skoðuð Betur 15. október átti Gunnar afmæli. Anna og Krzysztof byijuðu á því að sýna okkur elsta hluta Varsjár. Leiðin liggur upp á við, maður fetar sig áfram upp mörg hundruð þrep uns komið er á torg Stanislavs Ágúst- usar, þar sem stytta hans stendur fyrir framan konungshöllina, sem er mjög stílhrein, óbrotin bygging. Öðru máli gegnir um „rússnesku ijómatertuna", ráðhúsið, sem Pólveijar nefna svo og Rússar byggðu. Hún gnæfir í mikilli stærð yfir alla borgina og segja Pólveijar, að hún sé „lítil, en lag- Frá vinstri: Ágústa ræðir viðgamla söngkonu, Barböru Iglikowsku, sem Pólveijar voru að heiðra. Til hægri: Séra Gunnar Bjömsson og undurblíttpólskt skóga- og vatnalandslag. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.MARZ 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.