Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Blaðsíða 6
Á götu í Varsjá: Varla verður séður munur á þessu fólki og vegfarendum í Vesturlandaborgum. Tískan er sú sama, gallabuxur virðast í hávegum hafðar. Pólveijar þykja skera sig úr austantjaldsþjóðunum og svipar meira til Norður- landabúa. leg“, þegar þeir eiga við það, að hún sé stór og ljót! Af torginu göngum við um hlið á ævafom- um virkisvegg, en innan hans er síki mikið, nú grasi gróið. Nokkrar af vistarverum varð- mannanna fomu standa enn. Við múrana sitja listamenn og mála, en selja líka mynd- ir sínar og tréskurðarverk. Farandsalar og sígaunar falbjóða líka sína vöm og kennir þar margra grasa. A markaðstorginu standa hvítir hestar, sem beitt er fyrir kerrur, sem ferðalanginum er boðið að setjast upp í og aka um borgina. Litadýrðin er ótrúleg. Hóp- ar skrautlegra sígaunakvenna rigsa um og sólin blikar á hringjum þeirra og armbönd- um. Það er misskilningur í leikuppfærslum okkar eða ópemflutningi á íslandi, þegar sígaunakerlingar em hafðar í sauðalitunum og staulast um eins og grasa-guddur. Haldið var upp á afmæli Gunnars í Bazyliczek-veitingahúsinu við Gamlatorg. Spennu tónleikanna var nú af okkur létt. Sest var að dýrlegri máltíð með ljúfum, ungverskum borðvínum. En þegar kom að því að panta kaffí og koníak, sagði Krzys- ztof „moment" rétt einu sinni og stakk upp á því að við drykkjum kaffið heldur á þekkt- asta kaffíhúsi Varsjár. Við gengum um hálfan kílómetra í dýrlegu veðri niður að Regent-hótelinu gamla, þar sem furstadóm- urinn gisti á ámm áður, en hefur nú verið breytt í skrifstofuhúsnæði. Gegnt sögu- frægu hótelinu er lítil og heldur óhrjáleg kaffístofa og þar dmkkum við heimsins besta kaffí, malað á staðnum og fengum okkur meira að segja ijómaköku með! Þegar við komum aftur út á gangstéttina gerðist óvæntur atburður. Við komum auga á tvær ákaflega virðulegar eldri dömur og Krzysztof sagði okkur, að önnur þeirra væri frægasti söngkennari Pólveija. Við gátum ekki stillt okkur um að gefa okkur á tal við konumar og kom þá í ljós, að gamla prímadonnan var að koma frá at- höfn, þar sem henni hafði verið veitt orða fyrir unnin afrek á söngsviðinu. Boð Hjá Riddara Hinnar ÍSLENSKU FÁLKAORÐU | Morguninn eftir skoðuðum við höfuð- stöðvar Vináttufélags íslands og Póllands. Þar er mikið af íslenskum bókum og hafa Pólveijamir gefið út úrval ljóða Davíðs Stef- ánssonar í pólskri þýðingu, sum verk Halldórs Laxness og íslendingabók Ara fróða. I skrifstofu félagsins hanga á veggj- um myndir af Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, og Halldóri Laxness, rithöf- undi. Hádegisverð borðuðum við í boði Zietow- ski-hjónanna. Stefán valdi gluggalaust veitingahús við Gamlatorg og heitir „Hjá steintröppunum“. Þar inni var þægilegt andrúmsloft, kertaljós í silfurstjökum á hveiju borði. Á matseðlinum voru eintómar endur, eldaðar á hundrað vegu. Með anda- steikinni dmkkum við uppáhaldsvín Stalíns, sem er ungverskt, sætt og sérkennilegt á bragðið. Chopin-akademíið í Varsjá Næst lá leiðin í Chopin-akademíið. Vin- kona mín frá Weimar, Agata Visnewska, beið okkar þar og bauð okkur að koma með sér í söngtíma. Var það mjög forvitnilegt fyrir mig og þáði ég þetta boð að sjálf- sögðu. Byggingin er afar stór og rúmgóð, kennslustofur óteljandi og flygill í hveiju herbergi, auk þess margir salir til kammer- tónlistarflutnings og hljómsveitarleiks. Veitingastofa er í skólanum, opin allan sól- arhringinn!! Hinu sama tókum við eftir í Tónlistarháskólanum í Gdansk. Síðar um dagin ók Agata okkur aftur á hótelið í pólska Fíatnum sínum. Þar sátum við lengi dags og ræddum um söng og söngkennslu. Um kvöldið varð okkur litið út um hótel- gluggann, þaðan sem víð útsýn yfír borgina mætti auganu. Rauður bjarmi lýsti himin- hvolfíð, svo að borgin var eins og skugga- mynd til að sjá. Bæði hugsuðum við hið sama: Hingað væri gaman að koma aftur. Vinur okkar í Veimar, dr. Muhe, skrifstofu- stjóri Tónlistarháskólans í Weimar, sem kenndur er við Franz Liszt, lét einhveiju sinni svo um mælt, að Varsjá væri fegurst borga. Seiðmögnuð er hún og býr yfír miklu aðdráttarafli. Hún var sprengd í loft upp í síðustu heimsstyijöld, svo að ekki stóð steinn yfír steini. En hún hefur risið úr rústum, trúlega fegurri en nokkru sinni fyrr. Höfundurinn er söngkona og prestsfrú í Reykjavík. GUÐRÚN P. HELGADÓTTIR Sigrún Sig- urdardóttir á Hofstöðum Hefur þú séð þústirnar samgrónar landinu sem mynda torfveggi í hallandi brekku og nefndar eru sel, Vífilsstaðasel? Síðasta heimasætan á torfbænum á Vífilsstöðum við túnfótinn hjá læknum hét Sigrún og hafði svo mikið og þykkt hár að það náði henni í hnésbætur. Enginn veit nú hvort Sigrún gætti fjár í selinu eða forfeður hennar, en lækurinn streymir áfram lygn úr vatninu og flytur náttúrunni söngva sína. Sigrún giftist bónda á næsta bæ á Hofstöðum, og átti fimm dætur. Hún þekkti öll kennileiti nálægt Vífilsstöðum og var annt um, þar lágu hennar spor, og fræddi dætur sínar um þau. Þegar lyft var hleranum upp á svefnloftið lágu rúmin undir súð báðum megin og er gengið var fram blasti við mynd af Hallgrími sálmaskáldi og Maríu mey með ör í gegnum hjartað, svo að blæddi úr. En Sigrún bjó vel að sínu. Hún klæddi telpur sínar úr skólafötunum þegar þær komu úr barnaskóla að Vífilsstöðum. Hún sendi mjólkurbrúsa til frændfólks í Reykjavík svo að dætur hennar fengju að njóta menntunar í kvennaskóla. Einstaka sinnum á vorin setti hún á sig sparisjalið og fór í heimsókn til grannkvenna sinna að Vífilsstöðum. A heimleiðinni gekk hún svolítið hraðar og herti sjalið að öxlum sér skyldustörfin biðu heima. Þegar kveikt var á olíulampanum hópuðust allir við borðið reiknuðu og lásu skröfuðu og skrifuðu hennar börn og annarra og rökkrið færðist hljóðlátt yfir. Þótt Sigrún væri hvergi nálægt var hún hluti alls þess sem gerðist. Sigrún bjó yfir ! þeirri reisn sem fylgdi samtíð hennar allt fjas var henni víðs fjarri maðurinn var hann sjálfur og það var honum nóg. Hvort Sigrún hin hárprúða kembdi hár sitt í selinu er mönnum hulin ráðgáta, en skapgerð hennar var eins traust og þúfurnar í landslaginu og skorningarnir í brekkunni sem voru eins og hluti landsins samofnir hennar eðli. Þegar þú samferðarmaður tyllir þér á rústunum af selinu sem varla sjást, er þér vert að hugleiða að saga hennar er saga þín. Höfundurínn er fyrrum skólastjórí Kvennaskólans í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.