Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Side 12
ÍMYRKUM HEM SMÁSAGA EFTIR STEPHAN HERMLIN EINAR HEIMISSON ÞÝDDI fullorðins aldur,“ segir Rona Field. „Þau búast ekki við öðru og eiga enga von um neitt annað en að vera alla ævi máttvana í reiði sinni.“ En hópar hryðjuverkamanna hafa lífsvið- horf að bjóða, sem bæði túlkar núverandi vonleysistilfínningu og bendir á úrræði. „Þeir útmála yfírstandandi eða yfírvof- andi baráttu milli hinna góðu og illu afla, en þótt hin illu muni hafa yfírhöndina í fyrstu, muni þau að lokum bíða ósigur fyrir hinum góðu,“ segir dr. Ostaw. „Sá sigur mun tákna endalok núverandi tímabils og upphaf nýrra tíma friðar, sáttar og samlynd- is og almenns fagnaðar." Þessar framtíðarsýnir eru að því leyti frábrugðnar svipuðum trúarkenningum, að hryðjuverkamenn verði að láta til sín taka til að hrinda af stað þessu nýja skeiði og að allar athafnir séu réttlætanlegar. Aðgerð- ir hryðjuverkamannanna muni gera gæfumuninn. Það er þetta til dæmis, sem knýr shíta í Líbanon til sjálfsmorðsspreng- inga. Hugmyndafræði Sem Deyð- IR TlLFINNINGAR Sumir sérfræðingar segja, að þegar hryðjuverkamenn fremji grimmdarverk í þágu málstaðar síns, líti þeir svo á, að þeir séu að bjarga heiminum. Og það ásamt heiftinni, sem sannfæring þeirra nærist á, leiði til hinnar tilfínningalausu afstöðu til fómarlamba þeirra, sem þeir skoða sem óvini í hrikalegum hildarleik góðs og ills. Hinn kaldriíjaði maður, sem kemur sprengju fyrir, eða launmorðinginn er ónæmur fyrir þeim hömlum, sem venjulegar tilfínningar leggja á menn, svo sem hlut- tekning eða samúð," segir W. Dember, sálfræðingur við Cincinatti-háskólann. „Hugmyndafræði hans deyðir tilfínningar hans.“ Fyrir mörgum þeirra bama, sem síðar verða hryðjuverkamenn, eru þeir, sem til- heyra hópum hryðjuverkamanna, hinir einu meðal fullorðna fólksins, sem virðast geta ráðið einhveiju um örlög þeirra og gefíð þeim gott fordæmi, segir Rona Fields. Að þessu leyti er hinum nýju liðsmönnum upp- örvun að því að tengjast hópnum. Hópurinn og leiðtogar hans gegna hinu sálfræðilega hlutverki foreldra, sem eru þeim til halds og trausts. „Ofstækismaðurinn þarfnast sterks leið- toga, sem veitir honum þann andlega styrk, sem hann skortir," segir Marvin Zonis, stjómmálafræðingur við Chicago-háskóla. „Með honum öðlast hann tilfínningu fyrir heild og samhengi, sem honum tókst ekki á eigin spýtur. Khomeini skírskotaði til þeirrar tilfínningar fylgismanna sinna, að þeir væru fómarlömb annarra og rótlausir." Það kom einnig fram við þessar rannsókn- ir, að óvenju hátt hlutfall þeirra, sem höfðu framið hryðjuverk, hafði í æsku þjáðst af svo alvarlegum sjúkdómi, að um bráða lífshættu var að ræða. LÍFSHÆTTULEGIR SJÚKDÓMAR „Nær helmingur hinna sakfelldu hryðju- verkamanna, sem við ræddum við, hafði frá lífshættulegum sjúkdómi að segja,“ sagði Louis J. West, geðlæknir við Kalifomíu- háskóla, sem rannsakaði hryðjuverkamenn frá Evrópu og Bandaríkjunum. í þeim hlut- um heims, sagði hann, hefðu aðeins um fimm af hundraði fullorðinna lifað þessi veikindi af. Asamt samstarfsmanni sínum, Jeanne Knudson, vann dr. West úr ítarlegum við- tölum og sálfræðilegum gögnum, er vörðuðu yfír 100 dæmda hryðjuverkamenn. Sálfræðingar hafa fyrir löngu veitt því athygli, að það „að vera svo nærri dauðan- um á unga aldri og vera bundinn við rúmið í langan tíma, sé skelfílegt fyrir bam,“ sagði dr. West. „Þetta verður oft til þess að bamið elst upp til fullorðinsaldurs í skugga Iífshættu. Og þar sem viðkomandi hefur verið svo nærri dauðanum, þarf hann að sanna fyrir sjálfum sér, að líf hans sé ekki í hættu. An þess að hann geri sér grein fyrir því, getur þetta leitt til þess, að hann setji sig í bráða hættu, eins og til dæmis við flugvél- arrán, til að sýna fram á, að hann muni komast af,“ sagði dr. West. Þó að biturt og dapurlegt viðhorf sé dæmigert fyrir þá, sem alast upp við kúg- un, eru miklu fleiri svipaðs sinnis án þess að ganga nokkm sinni til liðs við hryðju- verkamenn. Það sem munar hjá þeim, sem gera það, sagði Rona Fields, er alvarlegt atvik, sem knýr viðkomandi til að stíga það skref. Hjá mörgum þeirra, sem Rona Fields ræddi fyrst við sem böm og síðar gengu í hóp hryðjuverkamanna, gerðist það, sem úrslitum réði, þegar þeir vom handteknir við víðtækar lögregluaðgerðir og voru pynt- aðir eða beittir harðýðgi í fangelsi. I öðmm tilvikum beindist harðneskjan að einhveijum nákomnum þeim. Sambland Af Sekt OgHefndarhug „Hvað pilta varðar, vom hótanir um geld- ingu og kynfærapyntingar nær alltaf inni- faldar í meðferðinni á þeim í fangelsi," sagði Rona Fields. „Slík reynsla er skelfílegt áfall fyrir þá sem karlmenn, og er ein af ástæðun- um fyrir því, að þeir gjalda rauðan belg fyrir gráan og ganga til liðs við hryðjuverka- menn.“ Hjá öðmm virðist hin beina ástæða til þessa hafa verið sambland af sekt og hefnd- arhug. Rona Fields rannsakaði böm, sem lifðu af fjöldamorð kristinna þjóðvarðliða 1982 í flóttamannabúðunum í Sabra og Shattila í Líbanon, mánuði eftir þann at- burð. Þegar hún hafði rætt við stráka þar fyrir fjöldamorðin, vom þeir gramir vegna herþjálfunarinnar, sem þeir vom neyddir til frá átta ára aldri, og þeir vom sérstaklega andsnúnir félögunum úr Frelsissamtökum Palestínumanna (PLO) sem veittu þeim þjálfunina. „Eftir fjöldamorðin vom strákamir fullir iðmnar og sektarkenndar vegna fyrri af- stöðu sinnar og gremju út í þjálfarana," sagði Rona Fields. „Þeim fannst þeir vera á einhvem hátt ábyrgir fyrir því sem gerzt hafði, og að eina leiðin til að bæta fyrir það væri að taka við af þeim, sem höfðu verið drepnir. Það greip þá sjúklegur hefndar- þorsti." Hún sagði, að margir þeirra hefðu siðan gengið í sveitir hryðjuverkamanna innan PLO. Það er ekki tekið við öllum, sem sækjast eftir því að verða hryðjuverkamenn, sagði Fields. Heiftarhugur er nauðsynlegur, en jafnframt verður hryðjuverkamaður að vera fær um að hafa hemil á sér fram að réttu augnabliki. „Foringjar í sveitum hryðjuverkamanna kæra sig ekki um bráðlynda og uppstökka menn,“ sagði dr. West. „Hryðjuverkamaður verður að hafa stjóm á sér.“ Sellur Með Fjölskyldubönd Dr. West sagði, að þeir sem þjálfuðu hryðjuverkamenn leituðu nýrra liðsmanna, sem væru staðfastari og stöðuglyndari en þeir, sem fyrir væru í hópnum, og væru reiðubúnir að fylgja settum reglum og gætu bundizt félögum sínum traustum böndum. Undír því álagi, sem fylgir athöfnum hryðju- verkamanna, eru þessi bönd innan lítils hóps mikilvægari en hin upprunalega holl- usta við hugsjónir hreyfíngarinnar. Það er þess vegna sem sveitum hryðju- verkamanna er gjaman skipt niður í sellur, þar sem eru 8 til 12 félagar, sem tengjast eins konar „íjölskylduböndum". Áður en hópurinn fer í leiðangur til að vinna ákveðn- ið hryðjuverk, umgangast félagamir enga utan hópsins. Þeir eru einangraðir frá öllum öðrum og þá sérstaklega frá fjölskyldum sínum, svo að þeir geti einbeitt sér að öllu leyti að verkefninu, að því er dr. West sagði. Hópar hryðjuverkamanna tileinka sér oft aðferðir og tækni, sem tíðkast í venjulegri herþjálfun. „Þjálfunin fyrir þessa leiðangra reynir feikilega á taugamar, og á það er treyst, að á örlagastundu, jafnvel þótt trúin á málstaðinn dugi þeim ekki, muni tryggðin við félagana ekki bregðast. Þá væri svo komið, að þeim fyndist þeir ekki geta lifað, ef þeir brygðust félögum sínum,“ sagði dr. West. Skipulag hópa hryðjuverkamanna er mjög mismunandi, allt frá því að jaðra við stjóm- leysi til þess að vera þaulhugsað og nákvæmt, að sögn dr. Fields. Þeim mun reyndari sem hópurinn er og forustan ver- aldarvanari, þeim mun meiri áherzla er lög á vandlegan undirbúning og vel valin verk- efni, svo sem oft var raunin hjá Viet Cong. Hinir ungu hryðjuverkamenn í Suður- Afríku, í þorpum og hverfum blökkumanna þar, sýna pólitíska einfeldni á lægsta stigi, að dómi sumra sérfræðinga. Hryðjuverka- mennimir þar tilheyra ekki neinum heildar- samtökum, heldur taka vinir og kunningjar sig saman, og það er reiðin, sem ræður ferðinni, en engin fastmótuð áætlun. „Þeir hafa bamalegar skoðanir á stjóm- málum, hallast nánast að stjómleysi og líta á vald og ofbeldi sem eitt og hið sama,“ sagði Rona Fields. „Ef þeir bæru meira skyn á stjómmál, myndu þeir sjá, að þeir ættu annarra kosta völ, sem kynnu að bera meiri árangur." Sv. Asg. þýddi úr „New York Times". Eg kynntist Hermanni R. sumarið 1933. Maðurinn sem hafði leitt okkur saman var nýhorfínn á braut. Enn var bjart úti og vindgnauð smó inn um opinn glugann. Við höfð- um tyllt okkur, hvor með sitt bjórglasið. Úr útvarpstæki sem stóð á borðinu hljómuðu hergöngulög. Það vom engir aðrir gestir í knæpunni litlu. Þjónn skolaði glös sín þyngslalega inn- an við barborð. Á milli okkar og hans var hljómveggur tónlistarinnar úr útvarpinu. Fólk, sem ég hvorki þekkti né vissi hvar var niðurkomið, hafði sent Hermann R. til mín og leynihópsins sem ég stjómaði. Hann var nýi skipuleggjandinn. Síðan hittumst við oft, þvi nær í hverri viku. Stundum hvarf Hermann í nokkum tíma. Ég taldi víst að hann væri við erfíð og hættuleg störf. Óþolinmóður beið ég eft- ir póstkortum frá honum. Þau vom á dulmáli, og af þeim las ég hvar hann vildi hitta mig næst — í dýragarðinum, í Pots- damstræti eða á Alexanderstorgi. Einu sinni eða tvisvar nefndi hann Amsterdam og París í samtölum okkar, staði sem ég þekkti ekki þá og vom draumkenndir í huga mér. Ég spurði hann einskis, það var venja. Engra spuminga sem vörðuðu hann sjálfan, verk- efni hans eða ferðir. Væri eitthvað óljóst mér, hugsaði hann sig um eitt andartak. Á meðan hann hallaði undir flatt fögm dökk- hærðu höfði virtist hann vera annars hugar. Það var hann þó aðeins þegar hann ein- beitti sér að einhverju furðulegu, einhveiju fjarlægu, sem hann einn vildi íhuga. Hann skýrði fyrir mér áætlanir sínar lágri hikandi röddu. Óbrigðular, rökréttar. Þær tengdu mig flókinni keðju atburða sem ég þekkti ekki. Ég dáði Hermann R. sem var nokkmm ámm eldri en ég og þroskaðri, djarfari og vitrari sem þeim nam. Oftast stóð fundur okkar einungis nokkr- ar mínútur. Hreyfingin átti sér starfsreglur og Hermann hafði ávallt nauman tíma. „Jæja, gangi þér vel,“ sagði hann, pírði dökk augun á glettinn hátt og hvarf svo á brott á hjóli sínu. Stundum hinkmðum við aðeins andartak. Það var þegar Hermann færði mér upplýsingar handa hópnum sem ég stjómaði: flugrit eða fréttablöð sem prentuð vom á næfurþunnan pappír, ellegar önnur rit sem ekki máttu sjást. Einu sinni var það ný bók eftir Heinrich Mann, gefín út erlendis, sem hann færði mér. Við hittumst alltaf nákvæmlega á þeirri mínútu sem við höfðum ákveðið, í einhveij- um skemmtigarði eða á bekk í dýragarðin- um. Við vomm báðir á hjóli og höfðum litla skjalatösku undir hendinni. Mín taska var tóm. Við skiptumst á töskum, svo að lítið bar á, og héldum svo hvor í sína átt. Stöku sinnum virtist Hermanni ekki liggja neitt á. Þá fómm við í langar gönguferðir um Berlín næturinnar. Við leiddum hjól okkar. Við röltum eftir stígum og strætum, gegnum skemmtigarðinn og inn í norður- hluta Berlínar. Við ræddum margt. Við létum móðan mása. Það hafði engin áhrif á mig, að ég vissi ekkert um Hermann, ekkert um fortíð hans, ekki hvar hann átti heima. Ég vissi ekki einu sinni þegar ég ávarpaði hann með nafni, hvort það var raunvemlegt nafn hans. Um stríðsundirbún- ing nasista, febrúarátökin í París og Vín, um handtökumar, um byltinguna sem ein- hvemtíma yrði. Við ræddum um bækur, tónleika, sýningar, hnefaleika. Stundum töluðum við um kvenfólk. Her- mann þekkti vinkonu mína. Hún starfaði í hópnum. Ég vissi ekki hvort hann átti sjálf- ur nokkra unnustu. Hann talaði feimnislaust um konur, en án raupsemi. Tvisvar eða þrisvar nefndi hann yngri systur sína með bamslegri aðdáun í röddinni. „Það er sko stúlka!" sagði hann og hnyklaði brúnimar. Einu sinni leit hann útundan sér á mig og sagði í gamansömum tóni: „Eiginlega fæmð þið býsna vel saman . ..“ Ég varð vandræða- legur, því að rödd hans hafði hljómað eins og honum væri alvara. „Emð þið lík?“ spurði ég til að segja eitthvað. „Ég veit það ekki, ég held það...,“ svaraði hann. En við fundum fljótlega annað umræðuefni. Við vomm undir. Heyrðum til ungu fólki sem leit heiminn af meiri alvöru en flestir jafnaldrar þess. Ungu fólki sem vildi breyta, sem elskaði, sem vissi ekki hvað það átti síðar í vændum: Firringu nístandi sárs- auka, vonbrigði og dauða. Við börðumst eins og við gátum, en gegn hveiju við börð- umst í raun og vem vissum við ekki fyrr en síðar. Ég frétti af handtöku Hermanns síðla hausts 1935, hálfu ári áður en ég yfírgaf Þýskaland. Enginn vissi neitt um tildrög handtökunnar. Augljóslega hafði leynilög- reglan verið þar að verki. Ekki var nákvæm- lega vitað hvar Hermann var í haldi; ef til vill var hann í Albertsstræti. Engir aðrir vom handteknir úr okkar hópi. Hermann hafði ekki nefnt nein nöfn, það var ömggt. Við höfðum ekki heldur átt von á öðm. Næstu ár heyrði ég rödd hans stundum í draumi. Hann var ýmist óðamála eða hik- andi. Stundum sá ég hann fyrir mér í ókunnum löndum, ókunnum borgum, í sprengjuregni, í fangabúðum. Andlit hans varð stöðugt ógreinilegra, en samt þekkti ég það ávallt. Éftir styijöldina sneri ég að nýju til Berlínar. Skömmu eftir komu mína þangað skoðaði ég sýningu á skjöium og myndum úr baráttu andspymuhreyfíngarinnar. Á ein- um veggnum sá ég skyndilega mynd af Hermanni R. í stuttum texta undir mynd- inni var frá því sagt að hann hefði verið skotinn árið 1940 í gijótnámu í Buchen- wald. Það greyptist þegar í huga mér að ég yrði að skrifa eitthvað um hann. Ég yrði að koma í veg fyrir að brosið á máðri myndinni gleymdist. Hversu margir þeirra sem þekktu hann voru enn lifandi... Hversu margir þeirra mundu enn eftir hon- um. . . Ég hafði aðeins þekkt hann skamman tíma, en samt var það skylda mín að rita um líf hans. Ég vissi hins vegar ekki hvemig ég ætti að fara að því. Þegar ég var að grennslast fyrir um örlög annarra vina minna hafði ég líka reynt að fínna eitt- hvað um Hermann en árangurslítið. Ég talaði við tvo eða þijá menn, sem höfðu lif- að af vistina í Buchenwald, og þekktu Hermann, en frásögn þeirra var þokukennd. Verkefnið tók að sækja meira á mig þeg- ar ég hóf, nokkmm árum síðar, að skrifa 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.