Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Blaðsíða 2
A u S T A N U M H E 1 Ð 1 DAGRENNIN G Nýlega sá ég kvikmyndina „Trúboðsstöðina“, en hún hefur sem kunnugt er farið sigurför um lönd. Hér verður ekki fjallað um það lista- verk, sem þama er á ferð, né heldur um sannsögulegar rætur myndarinnar. Greinar- höfundi er ofar í huga sá boðskapur, sem umrædd sýning virðist flytja — ef rétt er skilið. í fáum orðum sagt greinir „Trúboðsstöð- in“ frá skipulegri tilraun öflugrar kristinnar hreyfingar til að koma á fót þjóðfélagi, er byggist á nokkrum grundvallarþáttum trúar og siðgæðis, eins og þeir þættir birtast í Nýja testamenti. Tilraun þessi var raun- verulega gerð meðal indíána í Paraguay á 18. öld. Auðvelt var að afflytja viðleitni kristniboðanna, enda skorti hvorki stór orð af hálfu andmælenda né hörmuleg endaiok þessa fyrirtækis. Kvikmyndin gerir ýmsum hliðum málsins allgóð skil. í leikslok situr áhorfandinn þá öðru fremur uppi með sáran tregann einan: Viðskiptahagsmunir, stór- veldaátök og grímulaust ofbeldi hafa fótumtroðið skammlífa spegilmynd guðsrík- is á jörðu — brotið þá mynd í smátt og tvístrað henni um víðan völl. Skynlaus heift tortímendanna veldur því, að gamalkunn spuming læðist fram á varimar: Hvers vegna reiðast menn alltaf svona skelfilega, þegar kristið fólk í einfeldni sinni reynir alvarlega að framkvæma kristindóminn hér í heimi? Fleiri spumingar vakna andpænis nefndri kvikmynd og sigurgöngu hennar. Ein skal borin fram hér Er það tilviljun, að verk „Þannig lœtur höfundur oklcur ekki eftir meÖ kveinstafinn einan aÖ styÖjast við. Hann boÖar nýja öld, handan þjáninga og ótta. Dagrenningin erhonum tákn nýrrar aldar— dagrenningin, sem cetíÖ er í nánd, eins og guÖsríkiÖ í oröum Jesú Krists. “ EFTIR HEIMI STEINSSON þetta verður til og nýtur vinsælda um þær mundir sem kristnir menn í suðurálfum heims bera fram kröfur þess efnis, að krist- in trú og siðgæði verði framvegis tekið alvarlegar í samskiptum einstaklinga, þjóða og heimshluta en verið hefur um sinn? Svar- ið læt ég lesendum eftir, hveijum um sig. Ljóð Um Óskáldleg Efni Á borði mínu liggur ljóðabók eftir Mala- ysíumann að nafni Cecil Rajendra. Hún hefur verið hér síðan um jól. Eg hef fleygt henni frá mér í fússi, aftur og aftur. Sjálf yfirskriftin þótti mér leiðinleg þegar í byij- un: „Ljóð um óskáldleg efni, svo sem styijöld, skort og flóttamenn." Hér er á ferð einn þeirra mörgu, sem krefjast ein- lægni og hreinskiptinna viðbragða af hálfu kirkjunnar andspænis hungri, kúgun, vígbúnaði og mengun. Maðurinn er hrotta- lega ómyrkur í máli og dregur upp skýrar myndir í svörtu og hvítu. Draumurinn um spegilmynd guðsríkisins á jörðu býr að baki þungum orðum hans. En honum er svo mikið niðri fyrir, að draumurinn kemst sjaldnast að. Cecil Rajendra á annríkt við aið Iýsa afleiðingum þeirra illu verka, sem nú eru framin á jörðinni. Hann teflir þeim afleiðingum fram sem eins konar áskorun til okkar hinna: Vitið ér enn, — eða hvat? — Sjáið þið ekki, að nú verður að snúa við, ef eigi á að fara þann veg, sem spáð er í þessu mínu ljóði? Ég hef gert tilraun til að snara nokkrum þessara ljóða. Eitt þeirra birtist hér, — í injög svo losaralegri þýðingu. Vonandi er innihaldið óbrenglað, þótt orðanna hljóðan sé úr skorðum gengin. Alkirkjuráðið hefur gefið bók Cecils Raj- endra út. Hún birtist í bókafiokki, sem ráðið nefnir „The Risk Book Series" eða „röð áhættubóka". Ugglaust er sú nafngift marg- ræð. Víst er þó, að þeir alkirkjuráðsmenn suður í Genf hafa hrokkið upp við þessi ljóð — á sama hátt og undirritaður — og séð ástæðu til að koma þeim á framfæri. Eftir að Malaysíumaðurinn hefur lokið dómsdagsstefjum sfnum vindur hann ofan af bókinni með „Vonarljóði" er hann nefnir svo. í síðasta erindi þess ljóðs kveðst hann vilja minna lesendur á að örvænta ekki. Þrátt fyrir hörmungar aldarinnar sé hins nefnilega að minnast, að á hverri andrá renni dagur yfír jörðina í einhveijum stað, nýr dagur, dýrðlegur og bjartur morgunn. Þannig lætur höfundur okkur ekki eftir með kveinstafinn einan að styðjast við. Hann boðar nýja öld, handan þjáninga og ótta. Dagrenningin er honum tákn nýrrar aldar — dagrenningin, sem ætíð er í nánd, eins og guðsríkið í orðum Jesú Krists. Hvert Stefnum Við? Líklega mun mörgum þykja þau efni, er hér hafa verið orðfærð, framandi við íslenzk- ar aðstæður. Tilraunir í anda „Trúboðs- stöðvarinnar" séu tæpast á dagskrá okkar á meðal. Draumórar þeldökkra manna í suðurheimi um frelsun úr sýnilegum eða ósýnilegum viðjum komi okkur næsta lítið við. Sízt séum við nokkru bættari, þótt við hengjum haus yfir harmatölum þeim og angistarýlfri, sem Alkirkjuráðið lætur sér sæma að hafa eftir einhveijum dúðadurtum hinum megin á hnettinum. Okkur sé nær að hyggja að eigin arfleifð og ágætum bún- aði, enda gæti hver maður unað glaður við sitt á íslandi og innan kirkju íslands, ef ekki ráði ferðinni annarlegar aðsóknir og sendingar úr fjarskyldum afkimum veraldar. Svo er þó engan veginn að skilja — og það vitum við öll, ef við ekki lokum augum og eyrum. Vábrestir vígbúnaðar eru ekki fjær okkur en öðrum. Mengunin sveimar umhverfís íslands haf, eins og vofa, þótt ekki læsi hún klónum um hjartarætur okkar enn. Hungur, kúgun og misrétti koma okk- ur við, þótt ekki séu þær hrellingar innan seilingar. Við höfum reyndar sýnt það þrá- sinnis á liðnum árum, íslendingar, að við látum okkur slík ósköp skipta — einnig er við höfum af þeim spumir í fjarlægum heimshlutum. Við fáum ekki fremur en aðrir vikizt undan kalli nýs tíma. Það berst okkur þetta kall — sem hversdagsgæfum íslenzkum borgurum — og einnig sem kristnum mönn- um. Þó aldrei nema við unum vel amstri okkar og ánægjustundum á eyjunni hvítu í yzta hafi erum við meðlimir í samfélagi þjóða, höfum enda ekki gert okkur líkleg til að skerast úr þeim leik. Allt bendir til, að senn þarfnist veröldin nýrra úrræða í svo til ölium efnum. Hefð- bundnar lausnir hrökkva ekki í þeim vanda, sem 20. öldin hefur yfir sig leitt. Við hljót- um að biðja um dagrenningu, þar sem sveppamyndað ský kjamorkusprengjunnar ekki breiðir út sér við sjónarrönd, misréttið er afiiumið, kúgunin og skorturinn eru úr sögunni. Vel má vera, að lyklar þeirra dyra, sem þá verður lokið upp, liggi í hendi manna er taka alvarlega hinn einfalda boðskap Jesú Krists um réttlætið og miskunnsemina, trúfestina og kærleikann. Vel má vera, að kirkju hans sé ætlað það hlutverk að kasta ellibelg og hrista af sér Ijötra mikillar arf- leifðar, margslunginna hagsmuna og ókristilegrar tillitssemi við höfðingja þessa heims. Þrautalaus verður sú endurfæðing ekki. En ýmsir telja hana einu von mann- kynsins. Ekki má minna vera en menn leggi við hlustir, þegar þeirri von er flíkað. Tæp- ast er um svo auðugan garð að gresja í vonarlandi nútímans, að nokkur hafi efni á að vfsa dagrenningunni á bug að óreyndu. Höfundurinn er prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann hefur einnig þýtt Ijóðið sem hér fer á eftir. Að lokum Að loknu orðasukki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að loknum fyrírlestrum fjögurra stjömu hershöfðingja að Ioknum einræðum eldvörpu og fallstykkis að lokinni álitsgjörð napalms og nifteindasprengju ganga hrægammar og rándýr öll á rökstóla. Að lokinni svallveizlu sveppanna birtist sveimur flugna. Þær munu landið erfa. Cecil Rajendra Vitið ér enn - eða hvat? 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.