Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Blaðsíða 7
Gegnum loftmúrúm, 1984. Múrrista eftír Gunnsteia Gíalason. Tvær nýjar múrristur eftir Gunnsteúi. Þær eru á sýníngu hans á Kjarvalsstöðum. í fullkomnu þyngdarleysi. Hér nær listamað- urinn oft að tjá átök og hamslausa hreyfingu með formum, sem fyrir tilvirkan innri hvata virðast slíta sig laus og myndbreytast á stundum í algerlega óhlutlæga myndgerð. Stóra veggmyndin í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er gott dæmi um slíka formgerð. Fuglsímyndin, sem við getum greint vinstra megin á myndinni, er leyst upp, línur fugls- ins hvarfast saman við línur Íoftstraumsins, himininn og landið í fjaska. Og í öðrum myndum, eins og t.d. verkinu Austanregn frá árinu 1981, þekkir áhorfandinn einstaka smáatriði, sem virka líkt og vísbending og gera honum kleift.að „endurbyggja" mynd- ina. Á þennan hátt er áhorfandinn neyddur til að gerast þátttakandi í sköpunarverkinu og lesa út úr því sína eigin sýn. í þessari formgerð, sem hafnar hinum hefðbundna myndramma, eru það sem fyrr segir fígúrur og umfram allt fuglar megin viðfangsefnið. Fuglsímyndin er gjarnan sett fram sem ferli, samtímis sem hún er leyst upp á myndfletinum. Þannig öðlast myndin oft fleiri en eitt tímaskeið. En hvað er megin- inntak þessara verka? Fyrir hvað standa þessar fígúrur og fuglar? Er einhver dulin merking í fuglsforminu, sem birtist aftur og aftur í verkum listamannsins? Eflaust væri hægt, ef djúpt er rýnt, að fjalla um táknræna merkingu fuglsins í þessum verk- um. En á þessu stigi virðist það nægilegt að beina athygli okkar að sameiginlegum einkennum þessara fígúru- og fuglamynda. Og það fyrsta sem við tökum eftir er að ba?ði þessi fyrirbæri fljúga í verkum lista- mannsins og flugið er í raun forsendan fyrir ærslafullri og hamslausri hreyfingu á mynd- fletinum. Og þar erum við kannski komin að því sem hvað mest einkennir myndefnið í þessari formgerð. Og það er æðið, átökin, baráttan og árásargirndin! En þetta sam- merkta inntak þarf ekki að vera túlkað sem eyðandi eða niðurdrepandi, líkt og Freud skilgreinir þennan mannlega eiginleika, heldur getur það þvert á móti verið skynjað sem jákvætt afl, lífsorka, sem er forsenda allra athafna, upphafið að sérhverju sköpun- arverki. Þetta eru því skapandi átök lista- mannsins við efnið og hvernig hann fullnægir sér í baráttunni. ímyndin, mynd- efnið — fugl/fígúra — eru því f raun átylla, formrænn möguleiki, farvegur fyrir andlega og líkamlega útrás listamannins. Hin raun- verulega merking er því sjálf sköpunin, glfman við efnið, miðilinn, sem í þessu til- viki er lagskipt steypa sem ekki má þorna áður en samskiptum myndar og listamanns- ins lýkur. Þá innsiglar steinninn form og inntak. Steypan er afgerandi f þessarí myndgerð og býður upp á leik með djúpt og rými auk þess sem hún aðlagast auðveldlega sfnu næsta umhverfi. En steinninn er líka ein- kennileg andstæða myndefnisins í þessarí sfðastnefndu formgerð. í raun getum við talað um þversögn milli flugformanna og steypunnar, sem er í eðli sfnu hörð og þung. Eiginleikar sem frysta, stífa og hefta þau átök sem brjótast um á myndfletinum. Og í sfðustu verkum listamannsins gengur hann enn lengra og setur form og lfnur úr stáli inn í formgerðina. Þetta eru oftast geo- metrísk form sem annað hvort virka sem rammi eða eru einfaldlega til þess að binda orkuna í hreyfi- og flugformum myndanna. Og um leið framkalla þessar andstæður og kannski enn frekar en áður átökin sem eiga sér stað á myndfletinum. Ósveigjanlegt stá- lið er gert til að halda kraftinum og hinni hamslausu hreyfingu f skefjum. Víst er að þessar „stálbyggingar" eru opnun fyrír annars lausbeislaða formgerð og ef til vill er þetta leiðin yfir í þrívíddar múrristur, því þegar öllu er á botninn hvolft er múrristan lágmynd og þá er stutt yfir í skúlptúrinn. Þetta er því myndgerð sem virðist búa yfir óþrjótandi möguleikum, bæði í útfærsíu og stærðum, og rímar eink- ar vel við fyrirbærið arkitektúr! Höfundurinn er listfræðingur og forstöðumaður Ásmundarsafns. HJLVJLAJLÐJ [VJLAJLRJlSJLlJiy aIIðI [T|[e1[s1Ia1? Alþýðustökur og heimslist EFTIR JÓN ÚR VÖR Þeir sem kynnst hafa hinum stuttorðu ljóð- um Austurlanda — sem nú eru til í þýð- ingum allra menning- arþjóða hvar sem er í heiminum meira að segja í allríkum mæli hér hjá okkur íslendingum — og hafa bestu fslensku ferskeytlurnar og tæki- færisvisurnar til samanburðar hljóta oft að taka eftir því, hve lík sum þessara verka eru að gerð. í örfáum orðum er hægt að segja sögu, sem líka væri hægt að tjá í margra binda skáldverki. En ef við gerum okkur grein fyrir þessu hlýtur okkur um leið að verða ijóst, að hið frábæra í skáldskap, eins og raunar í allri list, er fágætt dýrmæti og getur aðeins komið þar fram, sem jarðvegurinn er undirbúinn. — En annað þurfum við Ifka að hafa í huga, að þótt tvö góð skáldverk séu í rauninni einstæð og aldrei fyllilega sambærileg, verður hið snjalla því aðeins metið — og borið saman á tveimur óskildum tungum — að sá sem dæmir kunni nógu vel bæði málin, sem verkin birtast á, og hafi ótvír- ætt gióðan smekk. Hjá bókaútgáfu Helgafells kom út rétt fyrir jólin 1975 ljóðakver eftir aldr- aða ekkju og móður, sem ung hafði misst manninn sinn eftir skamma sambúð. Hún var bóndadóttir og síðan húsfreyja aust- ur í Fljótshlíð. Seinna hafði hún flutt með börnin sín til Reykjavíkur. Alla ævi hafði hún unnað ljóðuin og ort sjálf. Hún fékk að lifa það, að sjá prófarkir litlu bókarinnar sinnar, sem börn hennar kostuðu til útgáfu. En á útgáfudegi bók- arinnar var komin í gröf sína, enda svo gömul að börnin hennar voru líka komin á efrí ár og fallandi fót. Ég hef einu sinni áður minnst á vísur þessar opin- berlega, en ég man ekki, hvort bókin vakti annars nokkra athygli. Heiti hennar er Kvæði, 52 blaðsíður. Höfundurinn hét Halla Lovísa Lofts- dóttir, fædd 1886, dó 1975. Hér koma sýnishorn: Draumur Viltu koma stutta stund stigu forna kanna heim í bjartan helgilund huldu minninganna? Þar er allt sem áður var ei þótt greini sögur, blómin okkar bíða þar björt og hrein og fögur. Sitja skulum hlið við hlið, hlusta svo í næði á fuglasöng og sumarklið, sem við elskum bæði. Þann að heyra unaðsóð oft var fyrrum gaman. Fagur söngur, lög og Ijóð leiddi okkur saman. Hljótt í runnum hvíslað var, heitin brunnu á tungu. Himins sunna hneig í mar, hörpur unnar sungu. Blómin smá til himins heim horfðu á dáinn bjarma, út í bláan, bjartan geim breiddi þráin arma. Himins boga á bláum dúk blikaði Ijósafjöldinn, hjúpuðu foldu mild og mjúk mánans silkitjöldin. Út í heiðin ljðs og Iðng lofts um viðan bláinn lyftist okkar sál í söng, söm var beggja þráin. Svo skal tveggja sálna þrá söngs í hljóma beygja. Víst er gott að þekkja þá þó þeir verði að deyja. Ég vil vekja athygli á því, að þótt þessar vísur séu allar settar undir sömu fyrirsögn væri eins hægt að taka marg- ar þeirra út úr, láta þær vera stakar, eins og stuttu Austuríandaljóðin mörg eru. Einnig mætti velja saman tvær og tvær og gera úr sjálfstætt kvæði. Tökum þar sem dæmi tvær fyrstu og tvær síðustu vísurnar. Höfundur nefnir í raun- inni hvergi berum orðum hinn látna ástvin sinn, er hún missti eftir svo stutta samveru og tregar langa ævi. En þó að maður viti ekki meira um ævi skáld- konunnar en það litla, sem sagt er í þessari stuttu grein, er það nóg til þess að bera kvæði hinnar óþekktu íslensku konu við miklar heimsbókmenntir frá liðnum öldum, án þess að manni komi f hug stæling. _ Síðasta vísan í bókinni er svonæ Út á veginn óljós þrá augna bendir steinum. En að hverju er ég að gá sem ekki á von á neinum? LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MAÍ 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.