Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1987, Blaðsíða 14
B 1 L A R 300 KÍLÓMETRA HRAÐIOG ÞAR YFIR Ef miðað er við þann mesta hraða sem þekkist í dag, þ.e. hraða ljóssins, er þijúhundruð kíló- metra hraði á klukkustund smámunir, sem ekki tekur að tala um. Miðað við 300.000 km/sek., eða rúmlega milljarð kílómetra á klukkustund, eru 300 km/klst. náttúrulega því næst sem ekki neitt, ekki einu sinni sambærilegt við hraða snigilsins. Samt sem áður hefur það tekið þau rúm hundrað ár sem af eru í sögu bílaiðnaðar að búa „venju- lega“ bíla, bfla, sem útbúnir eru í samræmi við þá góðu reglugerð um gerð og búnað ökutækja, þannig að þeir nái 300 km/klst. markinu. 300 km/klst. fyrir bfla er hins vegar eng- in nýlunda. í mars árið 1927, rétt fyrir rúmum 60 árum, tókst Bretanum Henry O’Neal de Hane Segrave að verða fyrstur til að koma bfl hraðar en 300 km/klst. Ekkert annað en ströndin í Daytona í Florida dugði fyrir þessa glæfralegu tilraun á þeirra tíma mælikvarða. Þar náði Segrave 327,9 km/klst. hraða á 1000 hestafla Sunbeam bfl sínum. En nú er öldin önnur, nú er sem sagt hægt að fá þtjár tegundir „venjulegra" bíla, sem reyndar hefur svolítið verið fíktað við, á frjálsum markaði. Þessum bflum má koma í þijúhundruð km/klst., hafi maður nógu langan, nógu beinan og nógu umferðarlítinn veg framundan. En til þess að eignast svona bfl þarf líka cið vera nógu mikið undir kodd- anum, verð þessara bfla er 4—5 milljónir fsl. króna frá framleiðanda. ir að etja — hreina eðlisfræði. Hún segir okkur til dæmis að mótstöðukraftur vindsins aukist ekki í réttu hlutfalli við hraðann, heldur í öðru veldi, og að nauðsynleg af- köst til þess að yfirstíga þennan mótstöðu- kraft aukist í þriðja veldi með hraðanum. Það þýðir með öðrum orðum að við að auka hraðann úr 150 km/klst. í 300 km/klst. tvöfaldast vindmótstaðan ekki aðeins, held- ur fjórfaldast. Og afköstin, sem nauðsynleg eru til þessarar hraðaaukningar, eða hestöfl- in, svo notað sé kunnuglegra orð yfir þetta hugtak, áttfaldast. Því er það meira en að segja það að auka hraðann frá t.d. 200 km/klst. upp í 300 km/klst. Andhverfa þessa dæmis er ekki síður áhugaverð. Hún er einnig háð eðlisfræðileg- um lögmálum, sem eru e.t.v. enn meira afgerandi fyrir þá erfiðleika sem bundnir eru við að ferðast með bfl á þessum hraða. ágætt er að sé líka fyrir hendi, helst áður en nægilegt vélarfl er lokkað fram úr mót- omum. Aðrir einfaldir útreikningar með aðstoð vasareiknivélarinnar sýna okkur að fleiri vandkvæðum er bundið að aka bfl á 300 km hraða en það sem hér á undan hefur verið nefnt. Á 300 km hraða á klukkstund leggur maður 1 kílómetra að baki á 12 sek- úndum, en það þýðir að á einni sekúndu ferðast maður 83,33 metra. Til þess að skipta um akrein með góðu móti á þessum hraða þarf u.þ.b. 200 metra og við að líta snöggt á hraðamælinn til þess að sjá nálina gæla við þessa töfratölu 300 eru heilir 50 metrar famir hjá. Og svo síðast en ekki síst, ef eitthvað ber út af eða kemur óvænt uppá á þessum hraða og það em engir 500 metrar lengur „auðir og hindmnarlausir" framundan, þá er leikurinn búinn. Nú er hægt að fá þrjár tegundir bíla, sem ná yfir 300 km hraða þar sem aðstæður leyfa. Þetta eru sérstakar gerðir af Mercedes Benz, Ferrari og Porsche. Að ná 300 km hraða er vitaskuld mikið í munni og kostar einhver ósköp, en er þó vandkvæðum bundið, þar sem í reynd þarf um 500 metra hemlunarlengd á þessum hraða. EFTIR JÓN B. ÞORB J ÖRNSSON Þessir bílar sem frægir em orðnir fyrir að yfirvinna 300 km markið em Mercedes Benz 300E, breyttur og bættur af AMG, Ferrari 328 sem Koenig-fyrirtækið hefur hresst lítillega uppá og Porsche 911 Carr- era, sem fyrirtækið Ruf Automobile hefur farið höndum um. Nú skyldi maður ætla að ekki þyrfti svo ýkja mikið til þess að koma þessum ágætu gripum upp í þtjú- hundmð km/klst., þeir em hvort eð er þekktir fyrir að vera allt annað en latir að eðlisfari. Með hraðfara þróun í minnkun vindmótstöðu og aukinni kunnáttu í vél- asmíði á síðustu ámm ætti að vera þokka- lega auðvelt að bæta við þeim tiltölulega fáu kílómetmm sem fjöldaframleiddar út- gáfur þessara bfla vantar uppá til að ná 300 km/klst. Það er lika svo langt síðan að vandalaust varð fyrir margar tegundir bíla að komast yfir 200 km/klst. markið, og nú bjóða flestir evrópskir bflaframleiðendur uppá a.m.k. eina gerð sem ræður nokkuð auðveldlega við þann hraða. En viðgleymum því í einfaldaðri uppsetningu þessa dæmis að hér eigum við við náttúmleg öfl og stærð- Það er nefnilega ekki síður vandkvæðum bundið að minnka hraða bíls úr 300 km/ klst. í 200 km/klst. Annað eðlisfræðilegt lögmál segir okkur að orkan, sem fólgin er í hlutum á hreyfingu, hreyfiorkan, aukist einnig í öðm veidi með hraðanum. Það ger- ir að verkum að hemlunarvegalengdin frá 300 km/klst. í 200 km/klst. er álíka löng og frá 200 km/klst. til kyrrstöðu, eða um 175 m við fræðilega bestu aðstæður. Við þessar aðstæður, sem ólíklegt er að séu nokkum tíma fyrir hendi, líða að minnsta kosti 8,5 sekúndur frá því að bíll nauð- hemlar á 300 km hraða þar til hann staðnæmist með 350 metra hemlaför fyrir aftan sig. í flestum tilfellum þyrfti í reynd 500 metra — hálfs kílómetra — hemlunar- vegalengd. Það þýðir að ef þú kæmir á 300 km hraða niður Ártúnsbrekkuna og byijað- ir að hemla við gatnamótin Réttarholtsveg- ur/Miklabraut myndi bíllinn stöðvast rétt austan við Grensásveg. Vélaraflið eitt er því ekki nóg. Hemlunargetan er annað sem Því er nokkuð víst að bílar með þessa ofurgetu á hraðasviðinu eiga ekki eftir að ráða ferðinni í framtíðinni, ekki einu sinni á hinum hraðatakmarkalausu hraðbrautum V-Þýskalands. Eins er rekstrarkostnaðurinn af því að ferðast með bfl á þessum hraða mjög mikill. Það er nú eitt sinn þetta með loftmótstöðuna í öðru veldi miðað við hrað- ann. Svo má ekki gleyma mannlega þættinum. Einhvem tíma heyrði ég að þegar arabar ferðast með „ómanneskjulega miklum hraða", að þeirra mati, t.d. með flugvélum, þá dvelji þeir gjaman eins og sólarhring á þeim stað sem þeir millilenda á. Til þess að bíða eftir tímanum, til þess að tíminn — kannski sálin — nái þeim á ný. Þegar ferð- ast er með 300 km hraða á klukkustund er jafnvel orðin ástæða til að doka svolítið við eftir tímanum að hætti araba þegar komið er á ákvörðunarstað. Og þá er ávinn- ingurinn og tímasparnaðurinn af því að ferðast svo hratt orðinn lítill. Ekki áhætt- unnar virði. Stuðst við grein úr „Auto, motor und sport“. — jb. Höfundurinn er bílaverkfræðingur Hér eru gæðingarnir, sem ná 300 km hraða á klst á hraðbrautunum. Efst: Porsche 911 Carrera, ímiðju: Mercedes Benz 300 E og neðst: Ferrari Koenig. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.