Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Qupperneq 2
Magnaður ungur maður Eftir ÆVAR R. KVARAN Um Matthew Manning sem gæddur er svo Qölþættum, sálrænum hæfileikum, að undravert má kalla Matthew Manning. ann heitir Matthew Manning, er enskur og á fáa eða énga sína líka. „Hann sameinar í einni persónu hina öflugustu hæfileika og óvenjulega hrífandi hreinskilni, sem gerir honum kleift að sjá sjálfan sig á hlutlausan hátt og með kímni. Greind hans er svo aug- ljós, að ég hygg að hann eigi eftir að kenna okkur heilmikið um sjálf okkur." Með þess- um orðum lýsti dr. Lyall Watson þessum unga manni, sem allt frá ellefu ára aldri hefur reynt margs konar sálræn fyrirbæri. Allt frá ofsalegum og ógnvekjandi árásum ærslanda og til hinna óskiljanlegu hæfileika til að gera teikningar, sem virðast vera eft- ir látna snillinga, svo sem Picasso, Paul Klee, Durer og ýmsa aðra. Um þetta merki- lega líf skrifaði Matthew Manning svo bók, sem hann nefndi The Link, en sá sem þetta skrifar sneri á íslensku og gaf nafnið Tveggja heima tengsl og kom út 1977. Þegar Matthew Manning lauk þessari bók 1974 var hann jafngamall Halldóri Lax- ness, þegar fyrsta bók hans kom út: Átján ára. Hins vegar er ekki líklegt að Matthew verði frægur skáldsagnahöfundur, eins og Halldór. Nei, hann er miklu líklegri til þess að skrifa fleiri sönn ævintýri, þar sem hann sjálfur er söguhetjan, og aðrir skáldsagna- höfundar eiga áreiðanlega eftir að skrifa um hann, þ.e. vfsindamenn þeir, sem fást við rannsóknir sálrænna afla í manninum. Fyrr á Öldum Hefði Hann Verið Brenndur Matthew Manning er nefnilega gæddur fjölþættum, sálrænum hæfileikum i svo rfkum mæli, að afar sjaldgæft hlýtur að teljast. Undur þau sem hafa gerst í sam- bandi við hann eru furðulegri en nokkur skáldsaga. Á miðöldum hefði slíkur maður vafalaust endað á bálkestinum sem magnað- ur galdramaður. I návist Matthews Manning hafa ýmiss konar hlutir farið á kreik með óskiljanlegum hætti, flust til innan og milli herbergja. Aðrir hafa birst að því er virðist úr lausu lofti í vitna viðurvist, án þess að nokkur vissi hvaðan þeir væru komnir. Margs kon- ar áletranir hafa birst á veggjum og jafnvel í lofti í herbergjum Matthews og á heimili foreldra hans. Mannanöfn með ártölum, sem oftast reyndust vera dánardægur viðkom- andi manna og sumir þeirra reyndust hafa verið eigendur hins gamla húss, sem fjöl- skylda Matthews bjó í. Matthew stundaði nám í heimavistarskóla á þessum árum og þar tóku einnig að ger- ast margs konar undur. Stór og þung tveggja manna stálrúm fluttust til með pilt- um í svefnskála þeirra og margs konar hlutir birtust úr lausu lofti, jafnvel hnífar, sem flugxi gegnum loftið og enginn vissi hvaðan komnir væru. Skýrir Matthew frá því hvemig þessi ókyrrð var næstum orðin því valdandi að hann væri rekinn úr skóla, þótt hann hefði vitanlega enga stjóm á þessum fyrirbærum. Þessari ókyrrð linnti ekki fyrr en Matthew tók að skrifa ósjálfr- átt, en þá virðist sá kraftur í honum, sem nauðsynlegur var til þess að hreyfing hlut- anna gæti átt sér stað, hafa farið í að framkvæma hina ósjálffáðu skrift, því þá komst kyrrð á í kringum hann. Ósjálfráða skriftin hafði þann stórkost- lega kost í för með sér fyrir Matthew, að með henni náði hann valdi á hreyfíngarfyrir- bæmnum og gat nú komið í veg fyrir þau margvíslegu vandræði, sem af þeim höfðu stafað fyrir hann. Skilaboð Frá látnu Fólki Og ekki dró það úr undrun manna, þegar hann fór að skrifa ósjálfrátt, því þá tóku að birtast á blöðum hans margs konar boð, að því er virtist frá látnu fólki. Boð þessi voru ákaflega margvísleg og mismunandi merkileg. Sumt vom skilaboð til eftirlifandi ættingja og þar á meðal má nefna boð frá afa Matthews sjálfs, sem lýsa í einstökum atriðum hvemig andlát hans hafí borið að höndum og hvað hafi gerst eftir að hann yfírgaf lfkamann. Langflest þessara boða vom þó frá fólki, sem Matthews hafði áður aldrei heyrt getið um og þekkti ekkert til og á ýmsum mismunandi tungumálum, jafn- vel tungumálum, sem Matthew hafði aldrei lært og botnaði því ekkert í. Þau varð því að J)ýða. 011 vom boðin skrifuð með allt annarri rithönd en Matthews, og í þeim tilfellum,’ sem hægt var að ganga úr skugga um það, hvort rithöndin hefði í rauninni tilheyrt við- komandi sendanda (eins og f tilfellinu með afa Matthews) þá kom í ljós að þetta var rithönd hins látna. Eins og að framan getur vom flestar undirskriftir boðsendara nöfn fólk, sem Matthew hafði aldrei heyrt getið um, en þó vom nokkur boð frá alkunnum persónum, eins og til dæmis breska ráðherranum, Sir Staffords Cripps, sem í sínum boðum kveðst hafa látist í Sviss þann 21. apríl 1952. Það reyndist rétt, að Matthew hafði að vísu sök- um æsku sinnar aldrei heyrt hans getið. Þá má nefna heimspekinginn Bertrand Russel, sem alltaf hélt þvf fram meðan hann lifðí, að ekkert líf væri að þessu loknu, en hafði nú snúist hugur, og Frederick Myers, hinn fræga sálarrannsóknamann, sem var einnn af stofnendum Breska sálarrann- sóknafélagsins, 1882. Það sem ekki vakti minnsta athygli á þvf sem Matthew skrifaði ósjálfrátt vom boð hans og handrit á arabísku. Þessi handrit vom send til athugunar arabfska prófessom- um Suheil Bushmi við bandaríska háskólann í Beirút. Þótti honum þau svo athyglisverð, að hann kom til Lundúna ti! þess að ræða þau við útgefendur bókar Matthews. Hann kvað handritin vera frá mjög ólíkum persón- um. Allt frá krafsi ómenntaðs manns til hinnar listrænustu skriftar hámenntaðra kennara. Það var skoðun Bushruis prófess- ors, að með öllu væri útilokað að þessi handrit hefðu verið skrifuð eftir minni. En meðal þessara boða var að fínna frásögn, sem ef til vili er eitt hið dularfyllsta í öllum þessum boðum, sem Matthew tók við í ósjálfráðri skrift, en það er frásögn ensks arkitekts, sem kvaðst heita George Laing og hafa verið myrtur í Suður-Arabíu. ÓSJÁLFRÁÐ TEIKNING í þessari bók em margar teikningar og myndir, sem sýna enn einn hæfíleikann hjá þessum undarlega óffeska, unga manni, sem skrifaði þessa bók. Hann hefur sem sagt einnig tekið við listaverkum frá látnum dráttlistamönnum með ósjálfráðri teikningu. Sumir þessara listamanna em heimsfrægir menn. Gagnvart þeim lesendum, sem ekki hafa gert sér grein fyrir þeim ótrúlegu fyrirbær- um, sem gerst hafa f návist sálræns fólks, er það þessari fyrmefndu bók Matthews Manning mikill styrkur að snemma var leit- að aðstoðar og ráða manns, sem tekið er mark á. Það er dr. George Owen. Hann er hámenntaður vísindamaður, sem auk þess að vera líffræðingur, stærðfræðingur og erfðafræðingur er talinn vera sérfræðingur í fyrirbæmm, sem kennd em við þýska orð- ið poltergeist. Þetta þýska orð er myndað af orðinu polter, sem táknar háreisti, læti, gauragang og orðinu geist, sem þýðir andi. Orðið táknar því anda, sem hefur tmflan- ir í för með sér. Þær lýsa sér í ýmiss konar hávaða, svo sem höggum, sem heyrast í borðum og veggjum, flutningi á húsgögnum og fleiru þess háttar. Það sem oft einkenn- ir þessi fyrirbæri er viss hrekkvísi, sem fram kemur stundum í þeim, eins og til dæmis þegar rúm em reist á rönd eða þungir skáp- ar færðir fyrir dyr og þess háttar. Stundum kemur fram viss kímnigáfa, eins og þegar hnífapör sem vandlega hafa verið borin á borð, finnast á gólfínu í nákvæmlega sömu röð og reglu. Því er svo farið um móðurmál okkar, íslenskuna, að það getur farið illa á því að taka inn í málið erlend orð óbreytt, eins og t.d. poltergeist, sem ýmsar þjóðir hafa tek- ið upp óbreytt í mál sitt úr þýskunni. Ég hef því leyft mér að þýða þýska orðið poltergeist með íslenska orðinu ærslandi (samandregið úr ærsla-andi), sem verður víst að teljast nýyrði í þessari merking. Ærslanda-Fyrirbæri í skýrslu þeirri, sem birt er í bók Mann- ings virðist Owen ekki vera í neinum vafa um það, að fyrirbærin, sem gerðust kringum Matthew Manning séu ærslanda-fyrirbæri. Hann bendir á það, að undanfarin tvö hundr- uð ár a.m.k. hafi verið skráðar frásagnir, mjög vel vottfestar, af slíkum fyrirbærum og hann kveðst ekki vera í vafa um það að þau hafi verið sönn, þ.e. að þau hafi í raun og veru gerst, en hafí hvorki stafað af ofsýnum né fjöldasefjun. Hvað snerti þann hávaða eða hljóð þau, sem stundum komi fram, þá kunni fólki að detta í hug, að slíkt gæti stafað af eðlilegum ástæðum, svo sem þenslu eða samdrætti í viðum gam- alla húsa, vatni í leiðslum o.þ.h. En doktor- inn segir, að í mörgum tilfellum sé hávaðinn með þeim hætti að slíkt komi alls ekki til greina. Hins vegar flýtir hann sér að bæta við, ið það sé engan veginn ljóst að þetta stafí frá öndum. (Það er skýring sem vísindamað- ur verður umfram allt að forðast!) Eftir því að dæma er orðið poltergeist, sem hann sjálfur notar, satt að segja ekki sem heppi- legast. Samkvæmt skýrslu dr. Owens er eina skýring hans sú, að fyrirbærin stafí af einhvetju dularfullu afli, sem enginn veit hvers eðlis er. Þetta er þó vissulega enginn smákraftur, því þegar tvö hundruð punda þungu rúmi er lyft þarf a.m.k. til þess tvö hundruð punda kraft. Hann telur að þessi kraftur eigi með einhverjum hætti rætur sínar að rekja til einhverrar persónu (sem oft er unglingur), sem þannig valdi fyrirbær- inu algjörlega án vitundar sinnar. Þótt dr. Owen að vísu telji sig skorta hæfni til þess að dæma um ýmsa þætti þeirra fyrirbæra, sem gerðust í kringum Matthew Manning, sökum þess, að þau liggi utan þess sviðs, sem hann er sérfræðingur á, þá vill hann nú samt forða lesendum frá þeirri villu eða misskilningi, að nokkrir and- ar geti verið að verki í ærslanda-fyrirbærun- um, og hann rökstyður það með þessum hætti: Margar Sannanir Um arabísku handritin segir hannm, að það liggi í augum uppi, að þau geti Matt- hew sjálfur ekki hafa skrifað. Enda þurfti nú tæpast sérfræðing til að komast að þeirri niðurstöðu. Þetta mál hlýtur að hafa valdið dr. Owen miklum vonbrigðum, því hér fer allt úr skorðum, sem hann hefur sett slíkum fyrirbærum. Þó að vísu enginn félli í „trans", þá rignir niður boðum frá látnum, sem iðu- lega sanna sig með þeim hætti, að engar aðrar skýringar eru til, nema þær að þetta fólk sé það sem það segist vera, framliðnir menn. Það er því ekki furða þótt doktorinn fari vægast sagt fljótt yfír sögu hvað þau fyrirbæri varðar, því eins og kunnugt er hafa vísindin enn ekki viðurkennt að líf sé að þessu loknu. Sannleikurinn er engu að síður sá, að það er óvenjulegt að ffarn komi í einni bók jafn- margar og ítarlegar sannanir fyrir lífí eftir dauðann og í þessari bók. Árið 1973 kom hinn frægi Uri Geller til Bretlands og sýndi í sjónvarpi hvemig hann getur beygt málmhluti með hugarorku einni saman. Áfrek Gellers á þessu sviði og öðram sviðum hugarorku vakti gífurlega athygli um allt Bretland. Vora menn sammála um það, að honum hafí tekist að sannfæra millj- ónir Breta um það, að hæfíleikar hans vora ósviknir með öllu, þótt ótrúlegt væri. Ári síðar var öðram þætti sjónvarpað um þetta efni. Bar hann nafnið: Uri Geller: Er að sjá að trúa? Þetta gerðist í janúar- mánuði 1974. Eins og vant er, þegar ótrúlegir, sálrænir hæfíleikar era sýndir opinberlega stóð ekki á ýmsum gagnrýnend- um, sem neituðu að trúa eigin augum, þótt ekki tækist þeim að sýna framá það hvem- ig Uri Geller færi að því að beita brögðum undir Argusaraugum ýmissa sérfræðinga, sem vitanlega töldu heiður sinn í veði, ef þeir létu blekkjast. Æstastir allra þessara gagnrýnenda vora þeir, sem hafa atvinnu af sjónhverfíngum. En þeir töldu, að Uri Geller væri ekkert annað en einn af þeim, þ.e.a.s. venjulegur töfrabragðameistari. Enginn bauðst þó til að leika þetta eftir honum í sjónvarpi við sömu skilyrði og hann varð að hlíta. Þó spunnust um þetta miklar deilur í blöðunum, þannig að tvær grímur tóku að renna á suma sjónvarpsáhorfendur. _ Eins og aðrir fylgdist Matthew Manning spenntur með þessum sjónvarpsþáttum og deilunum um þá í blöðunum. Hann segir svo frá þessu í bók sinni: „Foreldrar mínir horfðu á þennan þátt með mér. Og þegar honum var lokið, þá var það móðir mín sem bað mig að reyna hvort ég gæti beygt málmhluti með þessum hætti. Eg sagði henni að mér myndi ekki takast það, en tók samt upp ryðfría stál- skeið til þess að gera tilraun á, og það frekar til þess að gera henni til geðs. Ég strauk skeiðina mjúklega og einbeitti huganum að því að hún bognaði. Eftir tíu mínútna tilraun var skeiðin enn í sinni upp- haflegu mynd og var bersýnilegt að særing- ar mínar höfðu ekki áhrif á hana. Þegar aðrar tíu mínútur vora liðnar kom faðir minn inn í stofuna og ég sýndi honum skeið- ina og sagði honum að ekkert hefði gerst. Innkoma hans í stofuna traflaði einbeit- ingu mína, sem beindist frá skeiðinni, þegar ég fór að tala við hann. En einmitt á því andartaki fann ég að eitthvað hafði kom- ið fyrir handfang skeiðarinnar. Það virtist ekki eins beint, eins og það hafði verið. Við nánari athugun kom í ljós, að ekki var um að villast, handfangið hafði bognað á einum stað. Og það var ekki nóg með það, nú hélt það áfram að bogna hratt, þangað til það var orðið í laginu eins og hámál." ÁN NOKKURRA BRAGÐA Síðan lýsir Matthew því hve illa honum gekk að trúa því að hann gæti gert þetta. En áframhaldandi tilraunir tóku af allan vafa. Hann veit þess vegna að þetta er hægt án nokkurra bragða, hvort sem Uri Geller beitir þeim eða ekki. Þessi hæfileiki náði hámarki, þegar hann beygði handjám, sem sérstaklega höfðu verið smíðuð fyrir bresku leyniþjónustuna og eðilisfræðingar höfðu fullyrt, að ekki væri hægt að beygja. Rannsóknarstofnun Lundúnalögreglunnar skoðaði hin beygðu handjám og lýsti því yfir að rannsókn lo- kinni að engum efnislegum krafti hefði verið beitt á þessi handjám, því þótt þau hefðu verið beygð með venjulegu afli um ekki nema þijár gráður, þá hefði það haft í för með sér breytingu á uppbyggingu sameind- anna en slíkt hefði ekki átt sér stað. Með öðram orðum: Þetta var óskiljanleg. Hinn háttsetti foringi í leyniþjónustunni, sem hafði lánað handjárnin til þess eins að fletta ofanaf Matthew Manning sem svik- ara, varð æfur, en fékk auðvitað ekki að gert. Eins og eðlilegt er hefur Matthew Mann- ing síðan þetta gerðist verið til rannsókna hjá ýmsum vísindastofnunum í dulsálar- fræðum beggja megin Atlantshafsins. Hann hefur hvarvetna hlotið lof rannsóknarmanná fyrir ágætan og hiklausan samstarfsvilja. Má vænta þess að einhveijar niðurstöður þessara rannsókna taki brátt að birtast í vfsindaritum um þessi efni. Höfundurinn er leikari og rithöfundur t Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.