Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Qupperneq 5
Töfraflauta. Skorín íbein fyrirum 30.000
árum í Frakklandi. Tónlist Cro-magnon-
manna gegndi veigamiklu hlutverki í
andlegu lífi þeirra.
Spjótkastari. Áhaldið var notað sem
handfang við að kasta vopnum.
„ Venus a la Come. “ Afar breiðar mjaðm-
ir og vöxtuleg bijóst á þessarí 43 sm
smástyttu eru einkenni á höggmyndum
af konum frá ísöld.
Hestur úr fílabeini. Smástytta þessi er 7,5 sm og talið að hún hafí veríð telgd fyrír
um 14.000 árum.
Lampi gerður úr sandsteini. Grunn skál var fyllt með tólg sem Ijósmeti, en rakið
eða kveikurinn var snúið saman úr mosafléttum.
Vegglist. Fyrir um 20.000 árum var þessi kýr máluð á hellisvegg í Frakklandi.
„Venus frá Lespugue.“ Þessi 15 sm
stytta var skorin út í tönn fyrir meira en
250 öldum í Frakklandi.
haldbær vitneskja sé fyrir hendi um að
Neanderthals-menn hafi yfírleitt átt sér
meiri lífslíkur en eitthvað um það bil 45 ár,
þá er hitt þó vitað, að a.m.k. sumir Cro-
magnona hafa náð allt að sjötugsaldri, og
því lifað nægilega lengi til að koma þeirri
uppsöfnuðu vitneskju, sem hinir öldruðu
höfðu aflað sér um ævina, vel og tryggilega
til skiia til nokkurra kynslóða eftirkomenda
sinna.
Náttúrulegt Sambland
Cro-magnon-menn ruddu sér til rúms svo
skyndilega fyrir um það bil 35000 árum á
landsvæðum þeim, er áður höfðu verið
byggð Neanderthals-mönnum, að svo gæti
virzt, að þessi nýja, sigursæla aðvífandi
manngerð — Cro-magnona- hafi hreinlega
geystst inn í Evrópu, og í leiðinni gert útaf
við hina frumstæðari frændur sína, sem
kenndir eru við Neanderthal. Nýlegir, stór-
merkir steingervinga-fundir þylq'a á hinn
bóginn benda eindregið til þess, að ofan-
greind ályktun sé röng. Mannfræðingar telja
sig núna geta rakið rætur Cro-magnon-
manna til suðurhluta Afríku, þar sem fram
komu fyrir um 70 þúsund árum manngerð-
ir, sem að hluta reyndust fyrirrennarar
nútímamannsins, að sumu leyti einungis
vísar að mannverum, er ekki stóðust hinum
snúning á þróunarferlinum og dóu út. Ef
til vill voru hinar nýju manngerðir einfald-
lega afsprengi tilviljunarkenndrar stökk-
breytingar og náttúrulegs vals hinna
hæfustu; þetta eru venjulegar ljósmæður
nýrra tegunda. Mannfræðingurinn Fred
Smith við Tennessee-háskóla í Bandaríkjun-
um grunar á hinn bóginn, að annað afl hafi
í raun og veru verið þama að verki — það
er að segja ný tækni í höndum manna. Ein-
hver uppfínning — ef til vill betri aðferð til
að smíða eggvopn — mundi t.d. hafa gert
stóran, kraftmikinn mannslíkama ónauðsyn-
legan þátt í að lifa af. Þróunarferillinn gat
þá orðið sá að mynda fremur grennri, ekki
eins grimmúðgar manntegundir. Fýrsta
uppfínningin mundi þá einnig hafa örvað
heilastarfsemi uppfinningamannsins og gert
hann enn snjallráðari. Þau þáttaskil höfðu
þar með orðið, að í fyrsta sinn á þróunar-
ferli lífs á jörðu hafði menningin lagt líffræð-
inni lið sem aðaldriffjöður framþróunar hjá
einni tegund, og alveg ný manngerð — afar
lík Cro-magnon-mönnunum — varð smátt
og smátt til.
Hin nýja manngerð kom fyrst fram á
sjónarsviðið í sunnanverðri Afríku fyrir 50
þúsund árum, í norðanverðri Afríku og í
Mið-Asíu fyrir um það bil 40 þúsund árum
og svo í Evrópu nokkrum árþúsundum síðar.
Þetta kann að gefa til kynna reglulega þjóð-
flutnigna eftir endilöngum heimsálfunum
þremur, Afríku, Evrópu og Asíu, en vísinda-
menn nú á dögum draga stórlega í efa, að
frumforfeður okkar hafí verið haldnir því-
líkri flökkunáttúru. Að áliti mannfræðings-
ins Eriks Trinkaus við háskóla New
Mexíkó-fylkis í Bandaríkjunum, hefur það
fremur verið þannig, að nokkrir af nýjustu
manngerðinni hafi í fyrstu blandað blóði við
Neanderthal-nágranna sína. Afkvæmi þess-
arar blóðblöndunar manngerðanna tveggja
hafi síðan haldið sig við sama heygarðs-
homið í makavali sínu og haldið áfram að
blanda blóði við Neanderthals-mennina fyrir
norðan; þannig hafi Cro-magnon-erfðavís-
irinn borizt æ lengra til Asíu og Evrópu.
Mannfræðingar hafa fundið steingervinga í
Asíu og Afríku, sem virðast helzt vera böm
þess konar blóðblöndunar milli áðumefndra
tveggja manngerða frá ísöld.
Evrópubúar Verða Til
Nokkram árþúsundum síðar gæti hinn
framþróaði Cro-magnon-maður sem bezt
verið á gangi á götum Parísar nútímans,
án þess að skera sig á nokkum hátt úr
öðram vegfarendum í útliti, hefði höfuðhár
hans verið klippt að hætti nútímamanns,
andlitið vel rakað, og hann klæddur fötum
eins og þau gerast nú á dögum. Þegar ætt-
bálkar af Cro-magnon-upprana vora teknir
að dreifast um Vestur-Evrópu, reyndist
munurin á þeim og hreinræktuðum Neand-
erthals-mönnum svo mikill, að smám saman
hafa á einhvem hátt orðið algjör umskipti
á íbúum álfunnar Cro-magnon-fólkið átti á
allan hátt auðveldari leik með ráðsnilld sinni
og aðlögunarhæfni í samkeppninni við hina
mun frumstæðari Neanderthals-menn, er
voru vitsmunalega á miklu lægra stigi held-
ur en hinir aðvífandi Cro-magnon-menn.
Þá þegar hefur það sennilega verið orðið
Áfangaskil á langri leið
Fyrir 2 milljónum ára
Fyrir 100 þús. árum
Fyrir 35 þús. árum
Fyrir 32 þús. árum
Fyrir 29 þús. árum
Fyrir 27 þús. árum
Fyrir 23 þús. árum
Fyrir 17 þús. árum
Fyrir 12 þús. árum
Fyrir 7 þús. árum
Homo habilis: Fyrsti verkfærasmiðurinn
Homo sapiens neanderthalensis: Neanderthalmaðurinn
Homo sapiens sapiens: Cro-Magnon maðurinn
• Flautan — fyrsta hljóðfærið sem um er vitað
• Hellamyndirnar
• Smástyttur (Venusar)
• Nálin kemur til sögunnar
• Spjótvarpan
• Bogi og ör
• Isöld endar
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. OKTÓBER 1987 5