Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Side 7
Þeir settu svip & bæinn: Kristinn Reyr, skáld, Hafsteinn Guðmundsson, formaður ungmennafélagsins, Valtýr Guðjónsson, bæjarstfóri. Ungir tónlistarmenn spruttu upp í bænum. Hér er Þórir Bald■ ursson að leika & hljóðfærið. Georgsson, tenórsaxafónleikari. Þeir léku af fingrum fram og báðir svo flinkir að fyrir okkur óharðnaða unglingana sem hlu- stuðum var þetta nœstum opinberun. Þannig höfðum við aldrei áður heyrt leikið enda var þetta ekkert annað en jazz. Uppnefni voru Algeng í Keflavík var annar hver maður upp- nefndur. Á sjötta áratugnum lifðu þar ýmsir kynlegir kvistir og minnisstseðir sem flestir erum nú löngu látnir. „Siggi á mínútunni" var einn þeirra. Hann var verkamaður, starf- aði hjá bænum lengst af. Þegar ég man eftir honum var hann kominn yfir sextugt og gekk yfírleitt alltaf í bláum samfestingi, alla daga, virka sem hátíðisdaga. Hann var einfari sem blandaði ekki geði við annað fólk og var eitthvað á skjön við samtíðina. Hann átti forláta vasaúr og oft vorum við krakkamir að spyrja hann hvað klukkan væri. Eitt sinn man ég að hann var ofan í skurði með skóflu að moka undan fieyg þegar við komum nokkrir félagar að skurð- barminum og spurðum í mesta sakleysi: — Hvað er klukkan? Sigurður leit upp úr skurðinum, sagði svo allt í einu hátt og skýrt. — Klukkuna vantar átján og hálfa sek- úndu í þijú. Svo hélt hann áfram að moka þar til einn æskufélagi minn spurði. — Hvað sagðirðu aftur að klukkan væri? Þá varð „Siggi á mínútunni" hálftrylltur. Hann fleygði frá sér skóflunni, stökk upp úr skurðinum með gijóthnullung í hendi og við æskufélagamir á harðahlaupum undan tröllinu. Hann var hávaxinn og þrekinn og í stórum gúmmístígvélum og komst lítið úr sporunum og því auðvelt fyrir okkur strák- ana að hlaupa í felur. Þær systur, Helga Geirs og Dóra Hjörs, vom með einhvem búskap inni í miðjum bænum, við Aðaigöt- una eða þar í nágrenni. Þær vom enn með nitjándu öldina í farangrinum. Þegar ég man eftir þeim á sjötta áratugnum vom þær báðar nokkuð við aldur og mótaðar af striti daganna. Þá vom þeir bræður, „Kobbi ( skólanum", og „Addi Putti" og „Kristján konungur tíundi", minnisstæðir eða „Kalli Söring". Þeir vom allir hirðmenn Bakkusar, góðir drengir sem helst fundu hamingjuna í vimunni. Knattspyrna Og SKÁK Keflavík var í ömm vexti allan sjötta áratuginn. Á örfáum ámm breyttist byggð- Rúnar Júlíusson með gítarinn. in úr fámennu þorpi í myndarlegan bæ sem hlaut kaupstaðarréttindi einhvem tfma snemma á sjötta áratugnum. Alfreð Gísla- son, Ragnar Guðleifsson, Valtýr Guðjónsson og Eggert Jónsson gegndu stöðu bæjar- stjóra á þeim ámm þegar ég var þar að alast upp. Séra Bjöm Jónsson var þá sóknar- prestur í Keflavík og fékkst jafnframt við kennslu. Vinsæll maður og undir hans hand- leiðslu dafnaði trúarlif bæjarbúa. Knatt- spyman og skákin vom helstu áhugamá! fjölmargra Keflvíkinga. Hafsteinn Guð- mundsson kom til Keflavikur upp úr 1950. Hann var fyrsti formaður ÍBK og leikmaður í meistaraflokki félagsins fyrstu ár þess í fyrstu deild íslensku knattspymunnar. Sá maður sem öðmm fremur átti þátt í upp- byggingu knattspymunnar í Keflavík. Þeir léku saman i liði IBK, Hafsteinn Guðmunds- son og Páll G. Jónsson, núverandi Spari- sjóðsstjóri. Faðir Páls, Jón G. Pálsson, lét sig þá aldrei vanta á völlinn. Stóð framar- lega í stúku og hvatti sína menn óspart, lifði sig inn í leikinn. Meðalmaður á hæð, þéttvaxinn og reykti stóra vindla. Friðrik Ólafsson vann hvem sigurinn af öðmm á skákmótum víða um heim á sjötta áratugnum og í Keflavik sem annars staðar á landinu greip um sig mikill skákáhugi. Skákfélag Keflavíkur stóð fyrir skákmótum og þar komu fram ungir og efnilegir menn. Helgi Ólafsson, sem nú er formaður Verka- lýðsfélagsins á Hólmavik, varð Suðumesja- meistari, sextán eða sautján ára, og síðan íslandsmeistari tvítugur. Hætti þvf miður þátttöku í opinbemm mótum, þar var mikið efni á ferð. Af öðrum minnisstæðum skák- mönnum ( Keflavík nefrti ég sérstaklega Borgþór Jónsson, veðurfræðing, og Pál G. Jónsson, forstjóra stjómarformann gos- drykkjaverksmiðjunnar Sanitas. Þá vom þeir Haukur Angantýsson og Pálmar Breið- Qörð snemma efnilegir og komust báðir ( röð fremstu skákmanna. Hafnargatan Var Miðpunktur Hafnargatan var eins konar Austurstræti i þá daga sem ég var að alast upp i Kefiavfk. Þar vom allar helstu verslanimar, kvik- myndahúsið, samkomuhúsið, þar var Víkin með djúkboxið í gangi og popptónlistin á fullu, þar var reiðhjólaverkstaeði Margeirs Jónssonar þar sem aígengt var að menn litu inn til að heyra nýjustu tíðindi í bæjarlífínu og að spjalla við þann ágæta mann Henning Kjartansson sem þar starfaði. Við Hafnar- götuna vom sjoppumar og verslun Danivals Danivalssonar og þar bjó æskufélagi minn, Ólafur Bergsteinn Ólafsson, „óli Laugu", eins og hann var kallaður í þá daga og kannski enn. Það var hann sem fyrstur kynnti fyrir mér poppmúsíkina. Átti plötur með öllum helstu stjömunum og spilaði daginn út og daginn inn og var svo vel að sér i tónlist Presley, Cliff Richard og ann- arra stjama á þeim ámm að hann flutti stundum heilu fyrirlestrana um helstu áhrifavalda unga fólksins. Einar Júliusson var þá á táningsaldri og hafði þegar slegið í gegn. Man ég sérstaklega eftir hópferð sem farin var að sunnan til Reykjavíkur eitt sinn á hljómleika í Austurbæjarbfói er bám heitið „Með ungu fólki". Þar komu fram helstu átrúnaðargoð æskunnar í þá daga og klapplið á staðnum til stuðnings Einari Júliussyni. Ég var þar hlédrægt og feimið ungmenni, gat varla yrt á nokkum mann, en í Austurbæjarbíói í október-nóv- ember 1959 hefði maður næstum verið tilbúinn til að fara upp á sviðið og ef til vill taka lagið af tómri hrifningu yfir því að eiga söngvara eins og Einar Júlfusson. Fyrr en varði var ég orðinn unglingur í Keflavík, bamæskan að baki, táningaaldur- inn kominn til sögunnar og frá því tfmabili er margs að minnast. Það ríkti alltaf viss stemmning þegar von var á skólabróður okkar úr Gagnfræðaskóla, Halldóri Jens- syni, núverandi lögregluvarðstjóra, með Gullfossi frá Kaupmannahöfn. Hann var messagutti um borð f skipinu nokkur sumur og kom alltaf færandi hendi f land. Ýmist með makkintos-sælgæti, nýjar hljómplötur eða myndablöð með léttklseddu kvenfólki. Dýrlegir Dagar Við komum þá saman nokkrir skólafélag- ar þegar Halldór var f landi. Fómm f hvftar skyrtur og settum upp svört bindi, kveiktum í stórum vindlum, flettum blöðum fram og til baka og hlustuðum á Presley syngja „Are you lonesome tonight?" eða „Óne night with you“. Kynþroskaaldurinn kominn og skeggrót að myndast og áhugi fyrir kven- fólki að vakna. Það vom dýrlegir dagar. Og þá kviknaði fyrst áhuginn fyrir ritstörf- um þegar við nokkrir skólabræður f Gagnfræðaskóla Keflavfkur gáfum út blaðið Pósistann og fengu til þess lánaða fjölritun- arvél frá Helga S. Jónssyni sem var áhugasamur um útgáfuna þar sem ungling- amir vom að þeir töldu að blása í glæður útkulnaðrar þjóðemishyggju. Það hafði að vísu komið til tals að kaupa ritvél S verslun- inni Kyndli sem Jósafat Amgrimsson, öðm nafni Joe Grímsson, rak en ekkert varð úr þvf þegar Helgi S. var svo vinsamlegur að Íána fjölritunarvél. Pólitískur áhugi var þó ekki almennur meðal unglinga í Keflavík á sjötta áratugnum. Það var helst að borin væri virðing fyrir mikilsvirtum stjómmála- mönnum eins og Ólafí Thors, Hermanni Jónassyni og Bjama Benediktssyni. Fyrir utan skákina var sundið eina íþróttin sem ég tók eitthvað þátt í og eitt sinn slysaðist ég til að vinna verðlaun f -fímmtfu metra bringusundi sveina þegar ég varð fimmti af tólf keppendum. Hefði líklega orðið þriðji ef ég hefði ekki misst niður um mig sund- skýluna i miðju sundi og farið að svipast um eftir henni og loks fundið eftir nokkra leit. Þegar ég lít til baka, til sjötta áratugar- ins, þá var Keflavík í mótun, og mannlffíð að mörgu leyti ákafiega flölbreytilegt. Að alast upp í Keflavík á þeim ámm var mikið ævintýri og bærinn í dag að flestu leyti óþekkjanlegur, hefúr vaxið og dafnað og byggðin ekki lengur einungis við Hafíiargöt- una og næsta nágrenni. Nokkurra þúsunda manna byggð erlendra hermanna f næsta nágrenni eiginlega umtumaði öllu... Höfundurinn er rithöfundur ( Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. OKTÓBER 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.