Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Blaðsíða 9
GUÐMUNDUR DANÍELSSON
Endalok
Hvað getur orðið skáldi skelfilegra
en skilja ekki að það er hætt að lifa
og þjóðin veit, að það er loksins dautt?
Sjá má þó ennþá skugga þess að skrifa,
skrjáfar penni á blaði, en húsið autt
og yfirgefið, hrörlegt, snjáð og snautt.
Afvelta liggur út við rúðu fluga
í andaslitrum, fætur krepptir tifa.
Umferðarljósið týrir rökkur-rautt.
Það græna er löngu slokknað
og kviknar ekki framar.
I regnið starir blint og kalt og blautt.
Höfundurinn er þjóðkunnur rithöfundur og býr
á Selfossi.
JÓHANN ÁRELÍUZ
Samhljómur
tíðarandans
— brot —
/
mig knýr þörf og þrá
að brenna ljóð
á tungu þjóðarinnar,
slá samhljóm tíðarandans: streng
í hörpu Islands
og jarðar gervallrar,
flasða grænum angandi tónum
um augu og eyru samlandans:
ó lífsins blóm og brum!
II
ég
hold og blóð
flugfiskur
gangandi andi
sem deyr aldrei
blóð mitt bijálað og heitt
heilinn sviflétt eyja
á svölu vatni heilabúsins
ég
III
jökulkaldur var febrúar
og blár á ís
fiskur á disk
ís-Iand
og vertíð minninganna ...
ég tendra tón öldunnar
án fískimiða
óralangt inni
í grænni skelinni
langferðir strandir og djúp
IV
hér er dagur fagur
og blágrár tónn
inni í mér klukka
feit og gul
samhljómur tíðarandans
hjartað æðasláttur
blóð mitt bijálað
og heitt...
Höfundurinn er frá Akureyri en býr í Svíþjóð.
Ljóðið er úr nýrri Ijóöabók hans, Söngleik fyrir
fiska, en áður gaf hann út Ijóðabók 1983.
myndafræðilegu oki konseptsins — enda eru
myndlistarmenn litlir hugmyndafræðingar
— og fögnuðu nýfengnu frelsi með ærslum
og kátínu. Hvergi birtist það betur en í lista-
hátíðinni Gullströndin andar árið 1983.
Kristján og fleiri ungar listaspírur höfðu
fengið sér vinnustofur í Jötunshúsinu við
hlið JL-hússins og hugmyndin kviknaði í
samræðum þeirra. Gullströndin andaði svo
sannarlega fersku og heilnæmu lofti inn í
listalíf höfuðborgarinnar þá viku sem hátíð-
in stóð og alla vega listamenn tróðu upp.
Ekki löngu eftir að henni lauk þótti Krist-
jáni svo kominn tími til að taka saman
pjönkur sínar í Jötunshúsinu og halda utan
til frekara náms.
„Ég valdi að fara til Þýskalands aðallega
vegna þess að þar var þetta „nýja málverk"
f hvað mestum blóma og reyndar má segja
að það hafí verið upprunnið þar — og
kannski á Ítalíu. í Hamborg bauðst mér
mjög góður prófessor, Bernd Koberling, en
honum hafði ég kynnst á íslandi; hann hef-
ur komið oft hingað til lands og mikið
fengist við íslenska náttúru í verkum sínum.
Námið í Hamborg fólst, eins og oftast er
um myndlistamám á háskólastigi, einkum
í því að ég fékk vinnuaðstöðu, uppörvun og
félagsskap en hafði svo algert frelsi til að
mála það sem mér sýndist. Koberling kom
reglulega frá Berlín, þar sem hann er búsett-
ur, og við ræddum um verk mín; hann setti
fram sína skoðun og ég sagði honum hvað
ég væri að reyna að gera. Þetta var allt
saman mjög gagnlegt en skólinn kenndi
mér kannski ekki sfst að listin er vinna.
Hin svokallaða náðargáfa eða snilld felst
aðallega í vinnunni sem skapast þegar sam-
an koma þörf og þekking og skóli getur
aldrei alið af sér skapandi list, það liggur
f hlutarins eðli. Ég vona hins vegar að mér
hafi tekist að bijóta til mergjar það sem
skólinn hafði upp á að bjóða, þannig að
eftir sitji einhver þekking. Frelsi til 'sköpun-
ar öðlast sá einn sem kann að hrista hana
saman við innri þörf sína, eins og ég var
að segja, en lætur menntunina ekki verða
sér hurðarás um öxl. Ég veit að skólaganga
hentar ekki öllum en ég var mjög ánægður
með dvölina í Hamborg og held að hún
hafi nýst mér vel. Hamborg er líka mjög
þægileg borg og þar var afskaplega gott
að vera."
Landslag Hefði ÞÓTT
lítils Virði í Nýlistadeild
— Tóku verkin þfn á námsárunum mikl-
um breytingum frá því sem þú hafðir verið
að fást við hér heima?
„Að vissu leyti, já. Þegar ég kom út til
Þýskalands hafði þessi ný-expressjónismi
verið við lýði þar í tæpan áratug og þýskir
málarar voru að verða búnir að nýta flest-
alla möguleika hans, að minnsta kosti eins
og þeir birtust í þröngum skilningi. Þótt ég
hafi alltaf verið opinn fyrir áhrifum úr öllum
áttum er ég lítið gefinn fyrir að apa hugsun-
arlaust eftir öðrum og þess vegna fannst
mér ég verða að byija að vissu leyti upp á
nýtt; ég varð að fínna mér minn eigin far-
veg innan listarinnar. Meðal annars í þeim
tilgangi fór ég að mála landslag sem hefði
líklega þótt alveg botninn f nýlistadeildinni
á sínum tíma! En náttúran hefur alltaf ver-
ið mér ofarlega f huga og landslagið kom
Sókn, 1987. 200xl40cm.
í kjölfarið, með misjöfnum árangri. Myndim-
ar vom iðandi af fjöri og krafti; þróttmiklar,
tjáningaríkar og oft grófar baeði að gerð
og innihaldi; stundum abstrakt og fígúratíf-
ar í senn; umfram allt expressjónískar enda
hefur þessi bylgja verið nefiid ný-ex-
pressjónismi. Hún var engin ný uppfinning
á íslandi; sama hafði gerst nokkrum árum
áður bæði í Evrópu og Ameríku og alls stað-
ar var svipað upp á teningnum; menn voru
dauðfegnir að varpa af sér þrúgandi hug-
Vökudraumur, 1985. Illxl24cm.
Ástarbrall, 1986. 250xl45cm.
mér að góðu gagni á þessum tíma. Það
má minna á að ég var alls ekki einn um
það af myndlistarmönnum af minni kynslóð
sem fór að mála landslag — sama gerðu
ýmsir fleiri. Ég hugsa að landslagsverkin
okkar hafí verið öllu expressjóniskari en
fyrri landslagsmálverk, vegna okkar fortíð-
ar, en ætli hafí samt ekki eitthvað svipað
vakað fyrir bestu landslagsmálurum hér
áður fyrr og okkur ungu mönnunum. Reynd-
ar stóð þessi landslagsperíóða hjá mér ekki
mjög lengi í þetta sinn, ég sýndi aðallega
landslagsverk á samsýningunni á Kjarvals-
stöðum ’84 en sfðan sneri ég mér að öðrum
hlutum. Ég er hins vegar viss um að ég á
eftir að fara aftur út í landslagið með einum
eða öðrum hætti seinna meir.“
Landslagið sem Krisfján málaði voru aðal-
lega svört drungaleg fjöll, jökulhellar og
klakahröngl; hann fór meðal annars upp í
Kverkfjöll til að leita sér að innblæstri. En
svo sneri hann sem sé við blaðinu; alls kon-
ar fígúrur og tákn og minni skutu upp
kollinum í myndunum; bakgrunnurinn var
í fyrstu kannski ólögulegt vélahrúgald en
varð síðan æ óhlutbundnari.
„Ég heyri því oft fleygt," segir hann, „að
allt sé leyfílegt í listum á okkar tfmum.
Vissulega eru möguleikamir fleiri nú en oft
áður en frelsið er vandmeðfarið. Að skapa
list er jafn vandasamt og endranær því við
erum sífellt að bæta við þekkingu okkar og
gildismatið breytist þar af leiðandi líka.
Aukin þekking endumýjar þörfína fyrir nýj-
ar hugmyndir og nýja list. Annars myndu
gömlu meistaramir duga okkur enn þann
dag í dag. Því þurfa listamenn stöðugt að
vera að endurskoða sig og endurmeta stöðu
sína og þetta á reyndar við um alla sem
fást við listir, þar með talda gagmýnendur.
Ella er hætta á að menn séu alltaf að heim-
færa sömu gömlu tugguna upp á allt og
alla. Að vfsu er ekkert nýtt undir sólinni
en það er þó mismunandi skýjafar."
Að Klæða Af Sér Kuldann
— Og hvemig er veðrið núna?
„Það er norðangarri! í myndunum mínum
er ég að reyna að klæða af mér kuldann.
Þessar myndir em með ýmsum hætti tengd-
ar íslensku þjóðlífí, sér f lagi eins og það
var áður fyrr þegar sjómennskan var allsráð-
andi. Ég nota mikið ýmis minni úr sjó-
mennsku og raða þeim saman á alla þá
vegu sem mér fínnst henta en vil taka það
fram að ég er alls ekki að segja sögur í
þessum myndum. Sumir hafa þóst sjá áhrif
frá súrrealisma f myndunum mínum en
undir það get ég ómögulega tekið þótt ég
geri mér að vísu grein fyrir því af hveiju
menn láta sér detta það í hug. Annars ætla
ég ekki að reyna að skilgreina sjálfan mig;
það er hlutverk annarra. Eg held bara þessa
sýningu og vona að fólk hafí eitthvað upp
úr því að glfma við verkin. Hún er ákveðin
niðurstaða og um leið uppgjör við tiltekið
tímabil í lífi mínu. Ég hef árum saman leit-
að lausna á sjónrænum vandamálum og
verið að byggja mig upp til frekari átaka;
ég ætla ekki að reyna að halda því fram
að hún lýsi einhveijum voðalegum þroska —
það væri óheiðarleiki — en hún sýnir þó
þroskaferil minn síðustu þijú árin eða svo.
Ég er rétt að byija!"
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. OKTÓBER 1987 9