Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Side 13
hélt ég því fram að allir væru listamenn á sinn hátt, allir gætu skapað eitthvað — og allir ættu að gera það. Tveim vikum eftir stofnfundinn höfðu 90% af íbúum götunnar gengið í félagið og hélst sú tala í þau 7 ár sem ég rak það. Fullorðnir félagar voru um 200 og bömin um 50. Gatan er í gömlu bæjarhverfi og því margir fullorðnir en fáir ungir sem búa þar. Við sáum um allt sjálf, sömdum dag- skrár, settum upp leiksýningar, héldum hljómleika o.s.frv. Þar sem svo margt fólk var í félaginu, reyndust þar einnig alvöru listamenn. Þeir urðu uppistaðan í starfsem- inni og gerðu mikið til þess að drífa þá áfram sem skorti kjark. Við héldum til dæmis 3 listsýningar í góðum sal í 300 ára gömlum herragarði, sem við fengum alltaf að nota fyrir samkomur okkar. Við seldum talsvert af „listaverkunum" líka og ekki þurftum við að borga neina leigu; borgin á herragarðinn og studdi þetta einkaframtak í menningarmálum með því að leyfa okkur að vera þama endurgjaldslaust. Þrátt fyrir skemmtikvöldin, bátsferðimar, fuglaskoðunarferðimar, bókmenntakvöldin, átveislumar og allt annað sem við fundum uppá, þá var það besta að fólk sem hafði búið við götuna í 20—30 ár og aldrei hafði talast við; ekki einu sinni heilsast þegar það mættist á götunni, kynntist nú hvert öðm. Sumir uppgötvuðu að „kerlingin í næsta húsi“ sem virtist vera svo leiðinleg og merki- leg með sig, var bara bráðskemmtileg og besta manneskja." „Þú veist það ugglaust Unnur, að það er útbreidd skoðun hér, að Svíar séu manna leiðinlegastir, merkikerti og þurradrumbar. Þeir líta víst lítið upp til útlendinga, nema kannski Frakka, svo það verður að teljast merkilegt að þú skyldir fá þessu áorkað. “ „Merkilegt, það veit ég ekkert um. Vissu- iega hafa sumir gert sér ákveðnar hugmynd- ir um útlendinga almennt og einnig um fólk frá tilgreindum löndum. Svíar segja t.d. að Unnur í íslandsheimsókn sl. sumar. Marianne Orlando, sem að mínum dómi var sú besta í landinu. Mig langaði mikið að vita um skoðanir hennar á ákveðnum hlut- verkum, túlkun hennar á þeim og ýmislegt annað sem varðaði starf hennar. Þrátt fyrir að ég leitaði að blaðagreinum um hana og viðtölum við hana, tókst mér ekki að finna neitt slíkt. Ég hringdi þá í ritstjóra Dansara- tímaritsins og spurði hvort hann hefði áhuga á viðtali við hana. Það hafði hann. Því næst hringdi ég til Marianne Orlando og spurði hvort hún vildi veita tímaritinu við- tal. Hún hafði ekkert á móti því. Útkoman varð sú að ég fékk forvitni minni svalað og vinnulaun að auki. Þetta var árið 1971 én það var ekki fyrr en 1984 að ég fór á stjá með pennann aftur. Síðan hef ég skrifað greinar við og við, aðallega um menningar- mál, fyrir Svenska Dagbladet ogt Dagens Nyheter. Auðvitað er ég ekki fastráðin við þessi blöð, heldur í lausamennsku eins og ég hef verið síðan 1971 við hvaðeina sem ég hef unnið að. Fjárhagslega hefur lausa- mennskan ekki borgað sig fyrir mig; ef ég hefði haldið áfram sem dansari í Cramér- flokknum, þá væri ég komin á full eftirlaun núna, já, væri meira að segja búin að njóta þeirra í 6 ár. Kvendansarar í fastri vinnu hjá ríkisleikhúsum í Svíþjóð komast á eftir- laun 41 árs, en karldansarar þegar þeir verða 46. Ég sé þó ekkert eftir því að hafa yfirgefið jötuna, met sjálfstæðið meira en öryggið." FÉKK NÁGRANNA TlL AðTalaSaman „Þetta er líka óvenjulegt í Svíþjóð, þar sem allt gengur út á „sákerhet“. Þú gerðir líka annað sem var óvenjulegt í Svíþjóð — var það ekki einhverskonar menningarfélag í götunni þar sem þú áttir heima?“ „Jú, í byrjun árs 1979 datt mér í hug að stofna félag fyrir íbúa götunnar sem ég bjó við. Þá var ég búin að búa við götuna í 5 ár og fannst ég ekki þekkja nógu marga þama. Venjulega eru félög stofnuð vegna sameiginlegra áhugamála, en mér lék hugur á að vita hvort hægt væri að reka félag án þess að nokkur skapaður hlutur sameinaði félagsmenn. í fjölrituðu bréfi, sem ég stakk í hvem einasta bréfakassa við húsin í göt- unni, tilkynnti ég fyrirhugaða stofnun menningarfélags götunnar. Gatan sem um er að ræða heitir Petterbergsvágen (Péturs- bergsvegurinn) svo nafnið á félaginu varð „Petterbergsvágens kulturförening", btjál- æðislega langt nafn, en ekkert við því að gera. Kjörorðið var að við skyldum umgang- ast á menningarlegan hátt. Frá upphafi Á leiksviði í Svíþjóð: Unnur t.v. í hlutverki konu smiðsins í Bami Sólarinnar eftir Maxim Gorki. Danir séu „glaðir", Norðmenn „vitlausir" og Finnar „fullir", en þeir hafa ekki sett neinn stimpil á Íslendinga. Ætli fólkið í götunni haldi bara ekki að allir íslendingar séu eins og ég?“ Að Hafa Vit á Ballett „En svo við komum aftur að ballettinum. Stendur það honum ekki fyrir þrifum, að venjulegt fólk á oft ómögulegt með að sjá hvað verið er að reyna að tjá sig um?“ „Menning er neysluvara og dansinn hversdagsmatur. Alla vega finnst mér það eiga að vera þannig. Ég hef gert mikið af því að fínna dansinum stað á meðal almenn- ings. Ég verð brjáluð í hvert einasta skipti sem ég heyri fólk segja: „Ég hef ekert vit á ballett." Ástæðan fyrir því að fólk lætur þetta út úr sér er því miður sú að svo marg- ir danshöfundar semja og setja saman svo mikla þvælu að venjulegt fólk er ekki með á nótunum. Það gera þeir stundum ekki heldur, sem vinna við ballett og ég efast stórlega um að danshöfundamir sjálfir hafi nægilega ljósa hugmynd um hvað þeir em að gera. „Nýju fötin keisarans" eru svo sem til í dansinum eins og í öðmm listgreinum. Ég hef oft samið balletta fyrir þing ýmissa verkalýðsfélaga og ríkisstarfsmanna. Þegar ég gerði ballett fyrir þing jámbrautarstarfs- manna t.d., teiknaði ég leikmyndina þannig, að sviðið leit út eins og jámbrautarstöð. Á stöðinni gat ég svo látið dansarana sýna ýmis atriði sem snertu starf þess fólks sem sat þingið. Mér finnst mikilsvert að geta komið hug- sjónum á framfæri í gegnum dans, eins og þegar Olov Palme sendi mig ásamt tveimur vísnasöngvumm og hljómlistarmanni til Portúgal 1974; við áttum að taka þátt í kosningabaráttu með Mario Soares. Áður en hann hélt ræður sínar fluttum við fjögur hálftíma þátt, þar sem söngvaramir sungu baráttusöngva og ég dansaði nokkra dansa sem sýndu verkafólk í vinnu. Annað dæmi get ég nefnt um það hvemig hægt er að virkja dansinn. Fyrir svona 13 ámm datt mér í hug að semja og sýna dans í messu- gjörð. Ég greindi kaþólska biskupnum hér í Reykjavík frá hugmyndinni og hann var strax með á nótunum. Ég ákvað í samráði við hann að semja dansinn við „Dag heilaga krossins". Mér fannst krossinn upplagður sem módel fyrir líkamshreyfingar. Messan fór fram á latínu og ég hafði kynnt mér aðalatríði texta dagsins til þess að fylgja boðskapnum á sem bestan hátt í dansinum. Orgelhljómlistin var mjög falleg og alveg prýðileg fyrir dans. Biskupinn messaði sjálf- ur og við fimm stelpumar sem dönsuðum þennan sunnudag í kaþólsku kirkjunni gerð- um okkar besta til að auka áhrif messunnar. Daginn áður hafði einn af leikurum Þjóðleik- hússins, sem ég rakst á þar, spurt mig hvort það væri virkilega satt, sem hann hefði heyrt, að ég ætlaði mér að fara að troða upp í kirkjunni hans! Þetta hafði víst borist kaþ- ólska söfnuðinum til eyma og ekki voru allir yfir sig hrifnir af hugmyndinni. Hvað um það, þetta gekk vel og biskupinn sagði mér á eftir að kirkjunni hefði aldrei áskotn- ast eins mikið af peningum í háfinn á einum degi eins og einmitt í þessari messu. Hann var ekki einungis ánægður með það heldur einnig sjálfan dansinn." „Það er sagt að ísland sé sjaldan í frétt- um í Svíþjóð og að mikil fáfræði sé almennt ríkjandi um landið. Þú hefur víst gert eitt- hvað til að bæta úrþessu, t.d. með fyriríestr- um um ísland. Þú heldur líka fyrirlestra um Kína. Hefurðu þá verið í Kína?“ „Ég byijaði að halda fyrirlestra um ísland 1979 og um Grænland nokkmm ámm seinna en 1983 bættist svo Kína við. Það var um haustið 1983 sem ég ferðaðist ein míns liðs í Kína í 6 vikur. Þangað fór ég með Trans-Síberíulestinni frá Moskvu og innanlands í Kína ferðaðist ég einnig með lestum. Ég hef oft verið spurð að því hvort það hafi ekki verið erfitt og ef til vill eitt- hvað hættulegt líka að ferðast um þama eins og ég gerði. Svarið er: Nei, langt frá þvi. Fólkið er alveg sérstaklega vingjamlegt og vill alltaf vera að aðstoða, ef það heldur að eitthvað sé að. Ekki var ég heldur hrædd um að það yrði stolið af mér eða að einhver gerði mér eitthvað illt. Einmitt þetta haust var nefnilega herferð gegn glæpamennsku í gangi í Kína og vom opinberar aftökur afbrotamanna algengar. Væri einn slíkur tekinn höndum á mánu- degi var hann dreginn fyrir dómara á þriðjudagsmorgni og væri hann fundinn sekur um eitthvað alvarlegt, var hann skot- inn síðdegis sama dag. Það var gert á einhveiju torgi þar sem margt manna gat horft á athöfnina. í sumum bæjum sá ég veggspjöld sem sýndu aftökur. Það vom myndir af þeim dæmdu þar sem þeir vom leiddir inn á torgið og myndir sem sýndu þá liggjandi á hnjánum með hendur bundn- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. OKTÓBER 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.