Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 2
 K w 0 R L A N G H 0 L T S K 1 R K J U Gefur út geisladisk með flutnmgi sínum á Jóhannesarpassíunni Kór Langholtskirkju er um þessar mundir að senda frá sér hljómplötu þar sem hann flytur Jóhannesarpassíu Bachs ásamt kammersveit. Er þetta fyrsta geislaplatan eða öllu heldur fyrsti geisladiskurinn sem gefinn er út hérlendis með klassískri tónlist þar sem öll vinnsla fer fram með stafræn- um hætti, digital. Geisladiskamir ryðja sér nú mjög hratt til rúms og taka dóttir, Solveig M. Björling, Michael Goldthorpe, Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson og úr hópi kórfélaga þau Harpa Harðardóttir, Halldór Torfason og Bjami Gunnarsson. Konsertmeistari Kammersveit- ar Langholtskirkju er Júlíana Elín Kjartans- dóttir og ásamt henni léku einleik þau Rósa Hrund Guðmundsdóttir, Bemard S. Wilkin- son, Kristján Þ. Stephensen, Daði Kolbeins- son, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Carmil Russel, Snorri Öm Snorrason og Gústaf Jóhannesson. Verkið er flutt á þýsku en í bæklingnum er textinn einnig prentaður á íslensku. Hef- ur þýðing á textum öðram en biblíutextum verið endurskoðuð af sr. Kristjáni Val In- gólfssyni." EinMilljón — En er þetta ekki viðamikið verkefni og fjárfrekt? „Vissulega er þetta mikið átak og er kostnaðurinn kringum ein milljón. Við gef- um út tvo diska, tvær plötur og ákváðum að taka í fyrstunni þúsund eintök. Geisla- diskar era nokkra dýrari en venjulegar hljómplötur og verðið á okkar diski verður kringum þrjú þúsund krónur. Við þurfum að selja yfir 600 eintök til að standa á sléttu. Það er kannski bjartsýni en við höf- um trú á því að flestir unnendur fagurrar tónlistar kaupi verkið. Þetta er líka söguleg útgáfa." þar við af hinum hefðbundnu hljómplötum enda era menn sammála um að gæði þeirra séu ólíkt meiri. Jón Stefánsson stjómandi kórsins hefur undirbúið þessa útgáfu ásamt stjóm kórsins og greinir hann fyrst frá til- drögum útgáfunnar: „Hugmyndin um að gefa út geisladisk kviknaði strax eftir tónleika kórsins síðast- liðið vor þar sem við fluttum Jóhannesarp- assíuna. Þessum tónleikum var útvarpað beint og strax að þeim loknum komu upp- tökumennimir til okkar og sögðu að við yrðum bara að setja þennan flutning á disk. Okkur þótti þetta nú bjartsýni fyrst en eft- ir nokkra athugun sáum við að þetta var ekki alveg óraunhæft. Það er aðeins til ein upptaka af tónleikun- um og ég hlustaði á hana fram og aftur og taldi að hún yrði okkur ekki til skamm- ar! Ég er líka þeirrar skoðunar að tónlist sem tekin er upp á tónleikum sé miklu skemmtilegri áheymar en sú tónlist sem unnin er beint á hljómplötu. Með lifandi flutningi næst ákveðin stemmning sem skil- ar sér að miklu leyti á plötu. Við eram komin út í öfgar í þessari „niðursoðnu" tónlist þar sem ekki heyrist blettur eða hrakka og hlustendur fá oft falska mynd af flytjendum og halda að þeir séu óskeikulir." HröðÞróun — Var útgáfan þar með ákveðin? „Þetta geijaðist með okkur í sumar og þar sem þróunin í þessum plötuiðnaði hefur verið hröð fannst okkur spennandi að nota þetta tækifæri sem gafst og í haust settum við al|t á fulla ferð. Það tekur ekki svo mjög langan tíma að fá diskana fullbúna Jón Stefánsson situr hér & fundi með stjórn kórsins þar sem útgáfumAlin voru til umræðu. eftir að búið er að ganga frá svokölluðu master-bandi en það gerðum við Bjami Rúnar Bjamason tónmeistari Ríkisútvarps- ins í London fyrir fáum vikum. Um leið fóra af stað ýmsar nefndir kórfé- Iaga sem séð hafa um annan undirbúning. Það þarf að prenta plötuumslag sem er öllu minna um sig en fyrir veryulega hljómplötu og við prentum einnig bækling sem fylgir diskunum þar sem era almennar upplýsing- ar um verkið, höfund og flytjendur á íslensku, ensku og þýsku. Sem fyrr segir stjómaði Jón Stefánsson flutningi verksins. Auk kórsins eru flytjend- ur einsöngvaramir ólöf Kolbrún Harðar- Þessa mynd tók ólafur Hauksson af kór og kammersveit A tónleikunum i Langholtskirkju í vor. — Era geislaspilarar að taka við af hefð- bundnum plötuspiluram? „Við höfum ekki fengið nákvæmar tölur um fy'ölda þeirra en það er Ijóst að þeim flölgar hratt um þessar mundir. Sumir halda jafnvel að framundan séu jól geislaspilar- anna! Þetta eru ekki mjög dýr tæki og víða erlendis hafa umskiptin átt sér stað á örf- áum vikum. Hljómplötuverslanir leggja æ meiri áherslu á geisladiskana og útgáfufyr- irtækin senda nú frá sér mikið af eldri útgáfum á diskum." Betri Huómgæði — Er mikill munur á geisladiski og ver\ju- legri plötu? „Já, það er mikill munur. Hljómgæðin era allt önnur og betri. Hljómplatan er viðkvæm og það er alltaf hætt við að í hana komi rispur og óhreinindi sem skemma hana og allt slíkt heyrist að sjálfsögðu þegar platan er spiluð. Auðvitað þarf að fara vel með geisladisk líka en þar era ekki fyrir hendi þessi aukahljóð, suð eða annað aem heyrist á plötu. Á geisladisknum era engin slík aukahljóð. Ég ímynda mér að munurinn þama á milli sé svipaður og stökkið frá 78 snúninga hljómplötu yfír í steríóplötur. Síðan er mun þægilegra að nota geisladi- skinn. Ef menn vilja til dæmis spila ákveðið lag eða verk þarf að beita lagni til að hitta nákvæmlega á það á hljómplötu og hætt er við að nálin hoppi en með geislaspilara era notaðir hnappar, menn velja lagið eftir númeri og spilarinn kemur með það um leið. Það er líka hægt að stimpla inn lögin í annarri röð en þau era á diskinum og búa til sína eigin röð. Annars skulum við ekki hætta okkur mikið út í þessi tæknimál — þetta er hlutur sem hver og einn verður að prófa sjálfur." MikiðEfniTil — Áttu von á að þið gefíð meira út á þessu formi? „Við eigum mikið efni og aðrir sem hér hafa haldið tónleika eiga sitt efni sem tekið hefur verið upp á stafrænan hátt eins og kallað er. Allt þetta efni er hægt að gefa út á geisladiskum en reynslan verður bara að sýna hvers við eram megnug og hvað er hægt að gera.“ 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.