Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Qupperneq 12
Hér birtist fyrri hluti 5. kapítula skáldsögunnar„ Vatnsins“ eftir Guðmund Daníelsson. Bókin kemur út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs innan skamms. Höfundurinn segirþetta um bókina: „ Vettvangur sögunnar er Vatnið mikla íÞjóðvallahreppi, vesturströndþess með ógnarlegrigufuorku sinni og væntanlegum aflstöðvabyggingum, eyjan útiívatninu, Bjarteyja, höfuðstaðurinn og lítiðþorp á suðurströndinni. Tími sögunnar eru árin frá 1930 fram yfír 1950, en rætumar liggja aftur til ársins 1914. Þá varðgetnaður úti íBjarteyju, þá varð dauðaslys á Vatninu. Eftirköst þessara atburða verða uppistaða sögunnar. Erfitt eraðskilgreina efniðístuttu máli. Eftil villmættisegja, aðaðalviðfangsefni„ Vatnsins“ væriástin og eignarrétturinn, upphafíð og endalokin, tafl andstæðnanna, þar sem allt er í veði, ekki síst lífíð. Vatniðerhvort tveggja ísenn raunverulegt vatn ogtákn tilverunnar ogsjálfrar forsjónarinnar, sem er óskiljanleg ogofviða sérhverri valdstjóm ogtil alls vís,jafntgóðs sem ills. Þaðsem hún gefurmeð annarri hendinni, það tekurhún iðulega með hinni. “ VATNIÐ Kafli úr nýrri skáldsögu eftir Guðmund Daníelsson, sem út er að koma hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Síðan voraði og leysti ísa, blá- hvítar þekjur frerans urðu að froðu, síðan hjaðnaði hún og varð að öngvu, Vatnið varð aftur Vatn. Ljúflega snerist hjól árstíðanna, ekk- ert truflaði gang þess. En sumt var af öðrum toga spunnið, óvæntum, vandskýrðum: snurða hljóp á grannan, viðkvæman þráð — að afliðnum sólstöðum. Hvað var á ferðinni í Nesodda sumarið sem nú fór í hönd? — Það er svo undarlegt, Bára, sagði Katrín Finnsdóttir við einkabam sitt, — í heila viku hefur mig langað svo út á Vatn- ið með Ronný-færið okkar og renna því á Bjarteyjarsundi, gömul árátta rís upp frá dauðum innra með mér, og hún ágerist. Mig er alltaf öðru hverju að dreyma urriða- hænginn stóra — að hann sé að heimta af mér skapalonið, konuna sína, hann uni sér ekki lengur án hennar. Segðu honum pabba þínum ekki frá þessu þegar hann kemur heim úr suðurferðinni. Súlkan leit rannsakandi á móður sína: Katrín hafði megrast í andliti, augun höfðu stækkað, dimman í þeim dökknað, en þau voru tóm. — Undarlegt! Segir þú mér satt mamma — að þig dreymi þetta? — Ja, ef það eru þá draumar, en ekki eitthvað annað óskiljanlegra: skilaboð frá honum föður þínum? Það var hængurinn sem dró hann til sín — úr höndunum á mér. Nú vill hann kannski ná mér líka. Þessu mætti snúa við. Heyrðu, mig langar að drepa þennan físk, sem er manndrápari. — Eg hef séð þetta á þér. Það er eins og þú vaknir ekki á morgnana, þó að þú vakir, heldur sofír þú vakandi. — Er það svo, Bára, sýnist þér það? — Mér sýnist það. En eins og þú veist, mamma, þá sýnist mér oft annað en öðrum. — Og svo er eitt, sagði konan og hafði lækkað röddina, — ég sé meira og meira eftir því, að ég skyldi ekki skíra þig Rúnu. Mig langaði það þegar þú fæddist, en ég þorði það ekki. Ronný og Rúna eiga saman. Leonída Rúna hefðir þú átt að heita, það langaði mig mest. Hann hét Leonard Ronný. — Kallaðu mig bara Rúnu, ef þig langar það, sagði Bára. — Þú átt ekki að vera hrædd og fela sjálfa þig inni í sjálfri þér. — Þú hefur rétt fýrir þér, Rúna. Annað mál er, hvort ég á annars kost. — Er einhver nýbúinn að koma hingað og skjóta þér skelk í bringu? Hefur einhver komið hingað frá Vatnsvík eða Skjólbakka? Konan leit agndofa á dóttur sína. — Hvers vegna dettur þér það í hug? spurði hún. — Af því fólk af þeim bæjum hefur illar fylgjur. Þær laumast snuðrandi inn í draum- ana okkar, og reyndar ekki síður inn í hugsun manns í vökunni. Jú, ég skal koma með þér út á Vatnið og vita hvort við verð- um varar. — Við skulum þá fara í nótt. Það er bjart alla nóttina núna, og pabbi þinn kemur ekki heim úr lestarferðinni fyrr en hinn daginn. — Heyrðu — já, hann fór til höfuðstaðar- ins núna og verslar hjá Friðjóni við Torgið. Stundum hefur hann farið niðrá Grundir. Fælir það pabba frá Verslunarfélaginu þetta sem kom fyrir í vetur, þegar ég hjálpaði strákunum að sælqa sér matbjörgina? — Þarftu að spyija að því, bam? Álfur {Nesodda fer ekki framar ótilneyddur þang- að sem dóttir hans hefur verið þjófkennd, rekin úr skóla og sett út af sakramentinu. En svo ég segi þér eins og er, þá kom hér um daginn maður, sem átti heima í Vatnsvík bæði áður og eftir að þú fæddist. Karvel heitir hann Klængsson, og með honum Jón Ketilsson í Vatnsvík. Þeir hafa lengi haft Nesoddafjölskylduna milli tannanna og sáð illgresi í okkar garð. Þú og pabbi þinn vor- uð að smala fénu til rúnings þennan dag, og ég hef ekki minnst á þá heimsókn fyrr en núna. Nei, frá Skjólbakka kom enginn, það voru þeir Jón og Karvel sem komu. — Hvað voru þeir að vilja? spurði dóttirin. — Ég veit það ekki. Þeir voru að lúsast hér upp um hverasvæðið og meðfram Vatn- inu, ríðandi. Þeir sögðust ætla upp að Þjóðvöllum og hitta prestinn. — Eru þetta ekki þeir sömu menn, sem báru út söguna um að þú hefðir sjálf ráðið Ronný af dögum, af því að þú hefðir verið orðin ólétt eftir hann, ög af því að þá hefði hann allt í einu verið kallaður til herþjón- ustu á_ vígvöllunum úti í löndum? — Ég veit það ekki fyrir víst og vil ekki vita það, sagði konan, — orðrómur er eins og líkamslaus vofa, hönd verður ekki fest á honum. — Það er ekki einleikið hvað mér hefur alltaf verið lítið um Vatnsvíkurfólkið gefíð og þennan Karvel Klængs, sem ég hef þó aldrei séð, bara heyrt frá honum sagt, sagði Bára. — Ég þekki hann, sagði Katrín. — Það var mikil ófýrirleitni í þeim pilti, og er enn, að ég held. Þeir í Vatnsvík stunduðu mis- kunnarlaust veiðiþjófnað fyrir Nesodda- landi. Ronný átti veiðiréttinn yfír hásumarið og hafði borgað pabba fyrir hann, og borg- að honum fyrir mig sem aðstoðarmann sinn við urriðaveiðina. Við sáum strákana oft héma út undir Bjarteyju að dorga. Einu sinni bað Ronný mig að róa út til þeirra, hann ætlaði að stefna þeim fyrir veiðiþjófn- að og hræða þá til að hætta. Þegar við komum í nánd við þá, leysti annar þeirra buxumar niðrum sig og settist á skutinn með beran rassinn út fyrir, en hinn opnaði buxnaklaufina og sprændi í áttina til okk- ar. Þegar Ronný sá þetta, þá ofbauð honum svo, að hann skipaði mér að snúa undan og róa heim, svona pilta þýddi ekki að mæla máli, þeir gerðu ekki annað en for- herðast við hótanir. Seinna, þegar Ronný datt út úr bátnum og drukknaði, þá voru Vatnsvíkurpiltamir ekki langt undan, enda voru þeir kallaðir sem vitni, þegar ensk yfírvöld báðu sýslumanninn að afhenda skýrslu um slysið, þó að reyndar væri ég aðalvitnið. — Og nú var þessi Karvel aftur á ferð með Jóni í Vatnsvík? Hvar hefur hann alið manninn síðan hann var strákur? spurði stúlkan. — Hvað ætli ég viti það, sagði Katín. — Heimili hans var fyrir sunnan, þó hann væri stundum hér eystra. Ég hef heyrt hann hafi verið í Kanada og Skotlandi að læra jarðfræði. Ég hef líka heyrt hann hafí stund- að verslunarbrask, og eitt var víst: hann leigði útlendingum veiðiár á íslandi. eins og pabbi hans hafði gert áður. Helst kysi ég að vita alls ekkert um hann. — Já, best væri áreiðanlega að vita alls ekkert um þann mann, sem þjónar því illa í sjálfum sér með gleði. Best væri líklega að vita sem minnst um innræti annarra. Ailt fer í flækju ef maður veit of margt. Um sjálfa mig er það að segja, að ég veit ekkert um innræti mitt, nema það að ég kæri mig ekkert um annað en það sem ég þarf. Svoleiðis eru líka dýrin og fuglamir. Komu þessir karlar hingað daginn sem við pabbi vorum að smala? — Það gerðu þeir reyndar, og þeir komu alla leið inn í baðstofu því að þeir sögðust þurfa að líta á skapalonið. Mér varð hverft við og ég hefði helst viljað stöðva þá, en mér fataðist alveg og þeir stikuðu framhjá mér þar sem ég stóð við eldamaskínuna. Ég elti þá og hallaði mér upp að dyrastafn- um og horfði á þá. Þeir voru eins og ódæðismenn, og fann ég allt í einu að bær- inn titraði og ég heyrði hvemig skapalonið glamraði við þilið. Það lét í eyrum mínum eins og þurr lágvær hlátur. — Heyrirðu, Karvel? spurði Jón með hróðugu glotti á vör, eins og hann væri búinn að fletta ofan af sökudólgi, — var ég ekki búinn að segja þér þetta? Ég greip fram í fyrir þeim: — Segja honum hvað? spurði ég miður mín. — Að dauðir hlutir em ekki alveg dauð- ir, sagði Jón í Vatnsvík, — líf leynist með þeim. — Loksins náði ég mér og sagði: — Ætli við megum ekki þakka fyrir það, Jón, meðan jarðhræringamar í þessari sveit hrista okkur ekki meira en þetta? Og er ekki best, að þeir dauðu fái að hvíla í friði? — Vafalaust, Katrín, sagði Jón. — Afsal:- aðu ónæðið. Þar með stmnsuðu þeir út. Ég held þeir hafí kastað á mig kveðju um leið og þeir fóm, það man ég þó ekki fyrir víst, ég var í uppnámi. En það var eins og þeir teldu mig meðal þeirra dauðu og að Jón bæði mig dauða afsökunar á að hafa raskað ró minni. — Heyrðu, mamma, hver var tilgangur þessara manna með heimsókninni? spurði stúlkan. — Að hrella mig, held ég, sagði Katrín. — Þeir eða einhveijir aðrir vilja koma okkur burt héðan. Friðjón við Torgið, sem kom hér í vetur daginn sem þú varst að leita að kollóttu Golsu, sagði að hann vildi kaupa Nesoddann, og ég veit að pabba þinn lang- ar mest til að komast héðan og flytja suður. Eitthvert samsæri er í gangi, því er stefnt að mér. — Láttu þá ekki hræða þig, mamma, sagði Bára, — ég stend með þér, og engin hræðsla hvarflar að mér. Já, við skulum fara út á Vatnið í nótt og reyna við þann stóra í djúpinu. — Þakka þér fyrir, Rúna, við gerum þetta. Jón í Vatnsvík og Karri Klængs mega sannarlega sjá, að við ráðum sjálfar okkar gerðum. Sól hvarf sem snöggvast bak við Engla- fjöll, en kom aftur í ljós út undan Helgrind- um. Mæðgurnar í bátnum fylgdust með þessu ósjálfrátt, en hugur þeirra og atferli beindist niður á við. Vatnið varpaði til þeirra því sem gerðist á himnum, það gerðist samtímis í djúpinu. Katrín stóð í skutnum með færið úti, Bára sat undir árum og stýrði norðaustur eftir stefnu neðanvatns- gjánna, framhjá tá Bjarteyjar, sem skagaði í útnorður, reyndi að forðast sjálft hyldýpið, en halda bátnum uppi yfír bröttum höllun- um, þar sem fískurinn var vanur að liggja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.