Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Síða 13
s Þær höfðu smeygt hálfri smábleikju upp á einn af þríkrókum spónsins, Katrín sagði að það hefði stundum gefíst vel, stórurriðinn er rándýr, andarungar í heilu lagi fundust stundum í maga hans, einu sinni jafnvel hagamús, hvemig sem slíkt gat nú átt sér stað: kannski hafði nú fálki misst músina úr klónum uppi yfír Vatninu — eða veiði- bjalian? Skyndilega tók konan í bátnum viðbragð: — Hann er á! Hann er á! Hættu að róa! Ég sest á þóttuna! Skelfílega tekur hann á! Leyfum honum að draga bátinn! En hann strikaði ekki, eins og svona físk- ar gera oftast, hann reyndi aðeins að kafa sem dýpst og kengbeygði gilda veiðistöngina í sterkum höndum konunnar, tók nokkrar dýfur, en ekki mjög langdregnar, hann virt- ist fljótt eyða þreki sínu og verða slappur. — Róðu út í Bjartey, sagði konan and- stutt, — við skulum draga hann hægt og hægt upp á grynningamar, inn í litlu víkina vestan á Tánni, þar sem við emm vön að lenda, bara rólega, Bára, hann er búinn að eyða kröftunum, fínnst mér. Rétt seinna marraði botnmöl undan kili bátsins, stúlkan lagði upp árar og sté út fýrir borðstokkinn. Konan, sem stöðugt hélt línunni strengdri, rétti Báru stöngina. — Haltu við hann og ekki slaka á eitt andartak, stundi konan, — meðan ég kem mér út úr bátnum. Ég ætla sjálf að landa þessum fiski. Kannski átti hann að sækja mig, en það verður nú öfugt, það er ég sem sæki hann. Þær vom famar að sjá bakugga og sporð urriðans lyftast upp úr lygnum fleti Vatns- ins, en snögglega lagðist hann á hliðina, hann lagðist þegar hann kenndi gmnnsins. Konan greip veiðistöngina úr höndum dóttur sinnar, andlitsdrættir hennar vom strekktir, sjáöldrin þanin, gljáinn á þeim minnti á gler. Hún fetaði sig aftur á bak upp á þurra malareyrina og spólaði línuna jaftit og þétt upp á hjólið, margra faðma langur sökkutaumurinn og línan sjálf dróg- ust samtvinnuð gegnum stállykkjuna á stangaroddinum og vöfðust upp á hjólásinn. Skyndilega kallaði stúlkan: — Þetta er ófreskja, mamma! Sérðu! Krókurinn á neðra skolti er á lengd við mannfingur og stendur upp úr nefinu á honum! Heyrðu, hann hefur kokgleypt spón- inn! Nei, hann hefur ekki kokgleypt, krókamir á spæninum hafa fest sig í báðum skoltunum og komið í veg fyrir að hann gæti hreyft þá. Hann hefur ekki náð andan- um og kafnað. Þetta er hrikalegasti urriði sem ég hef séð. Hann er stærri en skapalon- ið. — Taktu stöngina aftur, sagði konan rám. — Þama er steinn sem ég get rotað hann með. Þetta er minn fiskur en ekki þinn, Rúna, ég ætla sjálf að rota hann. — Já, sannarlega skaltu fá að rota hann sjálf. Sérðu ekki hvað hann er andskoti ljót- ur og stór? Og næstum því svartur! Og belgmikill og þó ekki feitur! Og eins og fjandinn! Hún tók við stönginni og hélt línunni strekktri. — Hann skal ekki fljóta út aftur þó hann fari að busla. Konan var nú búinn að ná í steininn. Hún hélt honum í hægri hendi sér og kraup á bæði hnén hjá fiskinum, beint fyrir framan hann. Hann starði á hana með myrkur og blóð í augum, og hún fór að beija hann í höfuðið. — Þú náðir honum, en mér náðirðu ekki, stundi konan og beit fast saman jöxlunum. Við hvert högg sem hún greiddi urriðanum, titraði hann svolítið, eins og hrollur færi um hann. Honum tókst að opna ögn ginið, eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en þríkrækjan sat föst ( báðum skoltum, þeir lokuðust á ný og opnuðust ekki aftur. Fisk- urinn var áreiðanlega dauður, en það var eins og konan tryði þvi ekki, eða að hún héldi að hann mundi lifna á ný, og hélt áfram að berja steininum í höfuð hans, aft- ur og aftur náföl í framan. Loksins fleygði hún steininum, krækti fíngrunum inn með lífoddanum, alla leið inn í tálknin, blóð var byijað^ að flæða úr þeim. — Ég næ ekki út úr honum spæninum, hann situr fastur, muldraði Katín. — Komdu með hnífínn, Bára, hann er hjá háfnum frammi í stefni. Ég verð að skera fýrir til þess að losa um krókana. — Ekki skera sundur línuna, mamma, sagði stúlkan, —ekki skemma færið. Og fékk henni útlenda skeiðahnífínn, sem herra Ronný hafði látið eftir sig og enn lumaði á biti, þó að eitt skarð væri komið í eggina og smásprungur sjáanlegar í fílabeinsskeft- inu, fíngerðar eins og þræðir í kóngulóarvef. — Skera línuna? Gerir ekkert til. Eins og megi ekki hnýta spóninn á aftur? Katrín greip hnífínn og skar lífodda urriðans sund- ur, eggin og spónninn sörguðust saman, það var eins og fískurinn gnísti tönnum. En konan lét sem hún heyrði það ekki og hélt áfram verki sínu. Hún risti urriðann á kvið- inn, alla leið aftur í rauf, og reif innvolsið úr fískinum og sleit það laust. — Hvað er þetta? spurði hún sjálfa sig, — er hann með stein í maganum? Hún brá hnifnum á fískmagann og risti hann sundur. — Rúna! Rúna! hrópaði hún allt í einu. — Sjáðu! Guð í himnaríki, hér er hringur úr gulli og eðalsteinum. Sjáðu, Rúna! Sjáðu! — Hringur? spurði stúlkan. — Þú veist að urriðinn gleypir allt sem glitrar. Einhver veiðimaður hefur misst hringinn sinn í Vatn- ið. — Það er merki sem ég þekki á þessum hring, stundi konan. — Hann Ronný var með hann á fingrinum þegar hængurinn stóri kippti honum niður tii sín. Bára hleypti dökkum brúnum, hugsaði sig um: — Kannski þetta sé sami fískurinn. Kannski Leónard Ronný sjálfur, orðinn að físki? Lofðu mér að sjá hringinn. Fáðu mér hann. Konan rétti henni hann þegjandi. Hann glóði og sindraði og var þungur sem blý. Dóttirin horfði á hann litla stund og rétti móður sinni hann sfðan. — Undarlegt! Undarlegt! muldraði hún. — Merkilegri minjagrip er líklega ekki hægt að hugsa sér. Ég held það sé dauðinn sjálf- ur sem sendir þér hann. — Dauðinn? Hvað segirðu bam? — Já, dauðinn er bara norðurhliðin á lífínu, eins og þú ættir að vita. Þetta er ekki tvennt ólíkt, heldur eitt og hið saman. — Hver skilur svona lagað? Ég skil það ekki. En nágrannar hafa löngum hvíslast á um, að ég hafí drepið. Sé það svo að þeir hafí rétt fyrir sér, þá er ég núna búin að drepa tvisvar það sama líf! Jesús minn guð, réttu mér strigapokann sem liggur í bátn- um. Ég get ekki haft þennan gest úr Vatninu fyrir augum. — Hugsýki! Þetta er gamall urriði og hefði bráðum orðið sjálfdauður og orðið urriðasál í Vatninu, allt heldur áfram að lifa í það óendanlega. Hún rétti móður sinni pokann, greip báðum höndum utan um fimadigra styrtlu urriðans, dró hann að bátnum og slengdi honum inn fyrir borð- stokkinn. — Komdu, mamma, skipaði hún, — við skulum ýta á flot og róa heim. Hugsun þín er komin í ógöngur. Konan starði á hana spyijandi, en virtist engin orð hafa á takteinum. — Ég sé þú skilur þetta ekki, sagði dóttir- in. — Þú hefur flækt þig í einhveiju og villst inn í ranghala, manst ekki einu sinni hvað ég heiti og kallar mig Leonídu og Rúnu hvað eftir annað. Komdu upp í bátinn. — Konan hlýddi henni þegjandi, allar hreyfíngar hennar voru hægar og seinar, eins og hún hefði gleymt sér og gengi um í draumi. A fjöllunum skalf tær morgunn í sólskini. Skugginn af Bjarteyju teygðist langt út á Vatnið. Mæðgumar sátu í bátn- um, Bára reri ein, Katrín húkti hnípin í skut. Lengi fór ekkert orð milli þeirra, það var eins og þær vissu ekki lengur hvor af annarri. Þangað til dóttirin sagði glaðlegum rómi: — Já, mamma, þú nefndir mig einlægt Leonídu eða Rúnu í þessari veiðiferð. Það gerir mér ekkert til, þú mátt halda því áfram, ef þessi nöfn búa í hugsun þinni. Eftir sem áður lætur Bára betur í mínum eyram. Báran á Bjarteyjarsundi, það er ég. Mamma, við biðjum ekki um annað en það sem við höfum þörf fyrir. Ekki halda að ég sé þér andvíg. — Þig hef ég aldrei þurft að óttast, sagði konan. — Inni í sjálfri mér býr óvinur minn og — og — nei, ég kem ekki orðum að því. Þær lentu sunnan við Túnbergið og drógu bátinn í hrófíð, bundu hann við stóran stein. Það var öngrar stundar verk. Konan hélt tómhent af stað heim að bænum. Dóttirin kallaði á eftir henni: — Hvað ætlarðu að gera við fískinn, mamma? kallaði hún, — hann liggur í bátn- um. Hvað ætlarðu að gera við hann? — Láttu hann liggja þar sem hann er, ég vitja hans á eftir, sagði konan, og hélt áfram heim túnið og hvarf inn í bæjardym- ar. — Mamma hefur bilast, ég fínn það á mér og heyri það, og ég sé það á henni. Það endar með því ég verð hér ein eftir í Nesodda. Hún háttaði sig og gekk til náða. Kon- unni dvaldist enn frammi, hún máðist úr huga stúlkunnar. Bára sofnaði samstundis. Það var rétt í þann mund sem rauðleitir eldar sólarupprás- ar Iæstu sig í þilið fyrir ofan hana gegnt austurglugga. Én þessi svefnstund var of stutt til þess að vitjunartími hvfldar og draums rúmaðist í henni, í þetta sinn líktist svefnstundin hennar mest sársaukalausu rothöggi, með þremur snöggum eldglæring- um í svörtu myrkri. Eftir á skynjaði hún það svoleiðis, þegar hún fann sterka greip móður sinnar á vinstri öxl sér og heyrði espa rödd hennar kalla: — Vaknaðu, Rúna, og klæddu þig strax, á augabragði, allt er tilbúið núna: færið, blýlóðið, skapalonið, hængurinn, hringurinn, snærið. Ég ætla að skila þessu aftur, þang- að sem það var, klæddu þig strax, bam, og hjálpaðu mér. Ég get það ekki ein, það sérðu þó, Bára Leonída, mitt hjarta er sprungið og allt blóðið stígur mér til höfuðs- ins. Orðin runnu upp úr henni í stríðum sam- felldum straumi, og nú loksins kom stúlkan fyrir sig eigin hugsun, en hugsunin var gegnskotin illum beyg: — Mamma er sturluð og ætlar aftur út á Vatnið. Stúlkan svipti sér fram úr rúminu og greip kjólinn. — Sestu, mamma, meðan ég klæði mig, og vertu róleg, þú veist ég er sterkari en þú, auðvitað hjálpa ég þér. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. NÓVEMBER 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.