Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 6
menntum, sálminn Um dauðans óvissan tíma, þar sem Hallgrímur Pétursson býður dauðann einnig velkominn á sams konar forsendum í niðurlaginu: Ég lifí í Jesú nafni, í Jesú nafni eg dey, þó heilsa og líf mér hafni hræðist eg dauðann ei. Dauði, eg óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti eg segi: Kom þú sæll þá þú vilt. Það er vissulega alltaf erfitt og var- hugavert að bera skáld saman; þó má virðast sem erindi Hjálmars sé jafnvel talsvert litrík- ara og fyllra en erindi Hallgríms, þótt frægara hafi orðið. Þá er líkingamálið í Vonarhlátri þess trúaða skrautlegt og m.a. notar hann þar sem víðar líkinguna á lífi sínu við siglingu og líkama sínum við skig en dauðanum við landtöku í ríki drottins. í niðurlaginu kemur fram að þetta kvæði er á sama hátt og Andvaka lýsing á nætur- hugsunum höfundarins. Sömuleiðis hefur ýmsum þótt fróðlegt að bera kvæðið saman við kvæði Gísla, þar sem ekki örlar á vonar- glætu í gegnum örvæntinguna. Kvæði Hjálmars má því lita á sem svar hans við bölsýni Gísla; hann heldur fram trúarsann- færingu sinni um sælulíf eftir dauðann sem laun fyrir það ef menn þreyi erfiðleikana héma megin af þolgæði. Er kvæði Hjálmars því enn einn vitnisburðurinn um einlæga trúarsannfæringu hans, sem hvorki bölsýni né þunglyndistilhneigingar af erlendum toga náðu að hrína á. YFIRLIT Það fer ekki á milli mála að á tímabilinu 1829—53 er Hjálmar búinn að ná fullum þroska sem ljóðskáld og hefur þegar ort verk sem skipa honum í röð höfuðskálda. Ef litið er yfir yrkisefni hans frá þessu tíma- bili verður hins vegar ljóst að hann verður að teljast mjög háður umhverfí sínu í tíma og rúmi í vali á viðfangsefnum. Yfírgnæf- andi meirihluti kvæða hans og vísna er tækifæriskveðskapur af einni eða annarri tegund, kallaður fram af ytri aðstæðum hans. Ljóðabréf hans, erfíljóð eftir dýr, brúð- kaupskvæði og erfíljóð hans um nágranna sína eru vafalaust langflest ort eftir beiðni og jafnvel fyrir borgun. Persónulegur vin- áttukveðskapur, verk hans um veðurfar, árstíðir, dýr og náttúruna, gamankvæði hans, trúlega þýðingar og útleggingar, ádeilukveðskapur, trúarkveðskapur; nánast allt er þetta kallað fram af tilefnum sem gáfust umhverfís Hjálmar. Það mætti segja að leiðslukvæði og draumar væru verk þar sem höfundur sýnir eigið frumkvæði, sem og orðaleikir, en í hvorutveggju styðst hann þó við fyrirmyndir eldri skálda. Ættjarðar- kvæðið er sér á parti; þar er að hefjast upp sérstakur þáttur í skáldskap hans sem átti eftir að eiga sér merkilega þróun á síðara skeiði — það er rakið í næsta kafla. Aftur eru kvæðin um sjálfan sig og eigin hagi áhugaverð frá þessu sjónarmiði. Nöturlegar elli- og veikindalýsingar sínar hefur Hjálmar örugglega ekki ort af einhveijum annarleg- um hvötum einum saman, til að láta vorkenna sér og verða sér úti um aðstoð. Við sjáum það af rímum hans meðal annars hvað hann hefur hrifíst af öllu hrikalegu. í eigin ellihrömun hefur hann einmitt fundið slíkan hrikaleika og því dregist að því yrkis- efni, með ágætum árangri. Og svipað er að segja um kvæðin eftir Guðnýju. Ekki skal reynt hér að draga úr því að sorgin eftir hana hafí verið sár. Hjálmar hefur verið það sem stundum er nefnt „einnar konu maður"; hann átti sér aðeins einn lífsförunaut og sæti Guðnýjar gat engin önnur kona fyllt við hlið hans. En hinu verð- ur þó haldið fram hér að einmitt í hrikaleika þessarar eigin sorgar sinnar hafi Hjálmar einnig fundið sér gimilegt yrkisefni. Það sýna öll þau verk sem hann orti eftir Guðnýju — og kannski fyrst og fremst hversu leitandi hann er í þessum kveðskap. Fyrir þá sem lesið hafa Egils sögu er kannski ekki út í loftið að minna á Sonatorrek í þessu sambandi. Þar berst Egill við sorg sína og gremju út í Óðin, en nær loks að yfirvinna hvortveggja út á það að Óðinn hafí þó gefíð sér skáldgáfuna og þá eigin- leika sem gerðu illmenni að óvinum hans. Svipað og Egill berst Hjálmar hér við sorg- ina — hann er að vísu ekki reiður út í Guð þama — en hann er í sárum. Og á sambæri- legan hátt og Egill áður nær hann að sættast við guð sinn í krafti kirkjuboðskaparins um væntanlega endurfundi í sæluríkinu hinu megin. Með þessu náðist tvenns konar árangur Hjálmar róaðist og við hin fengum Andvöku, stórbrotið listaverk. Höfundurinn er bókmenntafræöingur og starfar nú sem blaðamaöur viö Tímann. 4 Musterið í Chichen-Itza, þar sem bandaríski prófessorinn mætti örlögum sínum. EIGISKAL EGNAGOÐIN Sagan segir — og svipað hefur verið sagt um önnur lönd, þótt það hafi sjaldan átt eins vel við — að fljótt eftir að Mexíkó var unnið á 16. öld hafi Spánarkon- ungur sem var gagntekinn af öllum þeim auðæfum, sem bárust honum í hendur frá hinu dularfulla landi í vestri, látið kalla fyrir sig mann, nýkominn frá Nýja-Spáni. Ferðafrásögn frá Yucatanskaga í Mexíkó Eftir ANDRÉS PÉTURSSON „Segið mér frá hinu nýja ríki voru,“ bauð hann. „Hvemig er þar umhorfs?" Komumaður reyndi að koma orðum að lýsingu sinni, og er það mistókst, greip hann pappírsörk, sem lá þar á borði. Hann vöðlaði örkina saman, kramdi hana og kreisti þar til hún var orðin að samanvöðl- aðri kúlu, sem var alsett alls konar mishæðum, gjám, tindum og lægðum. „Þama, yðar hátign," sagði hann, „hafíð þér kort af Nýja-Spáni.“ Tvö Menningarsvæði Þótt Iandslagið væri stórkostlegt um landið allt þá var það einkum á tveimur stöðum í Mexíkó sem mynduðust voldug menningarsvæði. Það var í Mexíkódalnum þar sem Mexíkóborg stendur nú en þar bjuggu m.a. hinir frægu Aztekar. Hitt svæð- ið var á Yucatan-skaganum í suðvestur Mexíkó en þar byggðu Mayar upp hina stór- kostlegu menningu sína. En það er einmitt það svæði sem er umræðuefni þessarar greinar. Yucatan er ólíkt flestum öðram hlutum Mexíkó að því leyti að þar er mjög flatt og láglent. En á móti kemur að þar er mjög heitt og rakt og því vex regnskógurinn mjög hratt á þessu svæði. Fyrir ferðalang frá Dumbshafi er eins og að koma í annan heim að ferðast í gegnum skógarþykknið. Ferð okkar hefst í bænum San Cristobal í Chiapas héraði en það er skammt frá landa- mærum Mexíkó og Guatemala. Ferðinni er heitið til einnar af fegurstu og voldugustu borgum Mayanna, Palenque. Þaðan er síðan ætlunin að halda til tveggja annarra borga, Uxmal og Chichén-Itza, ofar á Yucatan skaganum. Palenque: Nafnið hefur einhvem töfrablæ yfír sér. Og það var ekki laust við að örlít- ill kvíði læddist að ferðalangnum hvort hinir fomu guðir Mayanna hefðu öragglega yfír- gefíð staðinn. Að manni læddust sögusagnir um grimmilegar fómir og harðneskjulegar frásagnir um afdrif fanga hjá hinum fomu indíánaættbálkum Mexíkó. Annars hafa þær sögur verið ýktar af seinni tíma mönnum Hér sést gröf konungsins í musterinu í Palenque. Ef myndin prentast vel, þá sjást hinar Iistilegu, skornu sögur á steinhellunni. og kvikmyndagerðarmönnum. Undirstaða menningar á þessu svæði var ræktun gróð- urs, þá sérstaklega maís. Skipulögð ræktun maís gaf af sér háttbundin trúarbrögð, sem viðhöfðu bænir og helgiathafnir fyrir regni, 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.