Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Side 5
Hjá Nýjabæ í AusturdaJ, þar sem þau Hjálmar og Guðný bjuggu um tíma. Nú sést þar nánast ekkert eftir af túninu og bænum; áin hefur eytt því öllu. Leiði og minnisvarði Hjálmars og Guðnýjar í Miklabæjarkirkjugarði. Hefír mér sýn sú sálu gegnum gengið grimmust, gráti langt ofar, líknarlaust hel þegar lukti saman ástkærrar augu fyrir augum mér. Einnig víkur hannjjar að eigin dauða sem sé skammt undan. I 19,—22. erindi ræðir hann það nokkru frekar að sjáfur muni hann innan tíðar fylgja konu sinni í grðf hennar, sem þá verði hjónasæng þeirra „uppbúin aftur". í 23.-25. erindi lýsir hann þó efa um að þau hjónin eigi eftir að vakna saman aftur, en sá efi hverfur í 26.-36. erindi. Þar lýsir hann því er þau verði köll- uð saman fyrir dóm guðs, þar sem hann minnir Krist á að hann hafí fómað lífi sínu fyrir þau, og þau síðan eytt ævinni í stað- fastri trú á hann. Síðan biður Hjálmar Krist að veita þeim eilíft líf á himnum. í 37.-44. erindi lýsir Hjálmar því að dagur sé runninn og „andvakan breytist / í annir heims." Nú beri sér að þreyja uns hvíldin gefíst og treysta á fögnuð væntanlegra endurfunda. I þessu kvæði hefur Hjálmar sótt sér fyrirmyndir í ýmsar áttir. Eberhard Rumbke bendir á að kvæðið minni á Sólarjóð og Völuspá, sem er rétt að því leyti að öll verk- in eru leiðslukvæði, og til Völuspár er sótt orðalagið „fllverka eiturdalir" í 7. erindi, sbr. „A fellr austan / um eitrdala...“ (36. erindi Konungsbókartexta Völvuspár). Orð- ið „vallbjúgur" í 11. erindi er sótt í Hall- mundarkviðu og vera má að orðalagið „Fögur var hlíðin ...“ í 9. erindi eigi sér fýrirmynd í orðum Gunnars á Hlíðarenda er hann sneri aftur. Hitt er þó merkara að í 9.—12. erindi kvæðisins virðist Hjálmar nokkuð ótvírætt feta í fótspor Jónasar Hallgrímssonar, líklega helst í Ferðalokum sem einmitt birtust í Fjölni 1845. Þar rifjar Hjálmar upp í tregablöndnum söknuði, á líkan hátt og Jónas gerir, liðnar ástarstund- ir þeirra hjónanna með áherslu á fegurðinni í samvistum þeirra. Virðast áhrifin ótvíræð, þótt orðalagstengsl finnist ekki, sbr. t.d. eftirfarandi: Fögur var hlíðin þar fyrst eg leit lilju línklæða sem lamba gætti; heilindis kveðjur og hræringar blóðs inntóku beggja einföld hjörtu. Unnta ég ungri armhringa nift, mær fagurvaxinni mér náskyldri. Kom þar kærleikur og knýtti saman mundir og hjörtu. - Ég man það enn. (Andvaka) Tíndum við á fjalli, tvö vorum saman, blóm í hárri hlíð. Knýtti ég kerfi og í kjöltu þér lagði ljúfar gjafir. Minni Akrar, þar sem Hjálmar bjó eftir að hann var orðinn ekkfumaður. Hlóðstu mér að höfði hringum ilmandi bjartra blágrasa einn af öðrum og að öllu dáðist, og greipst þá aftur af... Greiddi ég þér lokka við Galtará vel og vandlega. Brosa blómvarir, blika sjónstjömur, roðnar heitur hlýr. (Ferðalok) Um byggingu kvæðisins Andvöku er það að segja að fyrri helmingur þess er vel og rökvíslega gerður, þar sem lýsingamar á afskræmingu sorgarinnar, fegurð ástarinn- ar, örvæntingu við ástvinamissinn og til- hlökkuninni til eigin dauða og endurfunda fylgja hver á eftir annarri. í næstu hlutum kvæðisins berst Hjálmar síðan við að lægja sorgar- og örvæntingaröldumar í huga sínum. Má sá þáttur e.t.v. þykja nokkuð langdreginn, en ber þó vott um mikil innri átök og harða baráttu, þar sem Hjálmari tekst fyrir kraft trúar sinnar og sannfæring- ar um líf eftir dauðann, þar sem þeirra hjónanna bíði nýir endurfundir, að sætta sig við harm sinn. Loks kemur svo niðurlag- ið, rökrétt niðurstaða og ítrekun þess sem á undan er gengið. Trúarafstaða Hjálmars er vitaskuld sótt í rétttrúnað íslensku þjóð- kirkjunnar á hans dögum og í fullu samræmi við hann. Að því er varðar viðhorf Hjálmars til guðs síns og trú hans á líf eftir dauðann er því fátt nýtt hér á ferðinni. En á hinn bóginn gengur Hjálmar hvergi lengra í því að lýsa persónulegum sorgum sínum en í þessu kvæði og opnar huga sinn hvergi sem hér. Hann beitir smekklegri og áhrífamikilli myndbyggingu til að túlka sárbeitta sorg sína; á þann hátt sýnir hann lesendum ljós- lega hversu hann berst við harm sinn og tekst að lokum að sætta sig við hann. Með því móti sjáum við líka í skýrri mynd hvem- ig skáldlistin hefur hér orðið Hjálmari sú undankomuleið á erfíðri stundu sem dugði. Af þessum sökum mun líka óhætt að telja kvæðið Andvöku átakamesta verk Hjálmars frá öllu því tímabili sem hér um ræðir. Hvort menn vilja dást að hinni kristnu und- ankomuleið skáldsins er svo einkamál hvers og eins lesanda — hitt er þó víst að prestar og aðrir bardagamenn á vígvelli kristilegs trúarboðskapar geta sótt málstað sínum góðan stuðning í þetta kvæði. Loks er að geta um Vonarhlátur þess trúaða. Það er ort fyrir innblástur frá kvæði Gísla Brynjúlfssonar, Grátur Jakobs yfír Rakel (Hvert er farin hin fagra og blíða ...) sem birtist í Norðurfara 1848 og Hjálmari hefur þótt falla að harmi sínum. Er það þunglyndislegt og bölsýnt harmljóð um Biblíuefni, nánar til tekið harm Jakobs eftir Rakel konu sína látna (I. Mós. 35), greini- lega ort undir áhrifum frá ljóðagerð Byrons lávarðar. í þessu kvæði er feþgist við það viðfangsefni að lýsa biturri sorg Jakobs þegar endir hefur verið höggvinn á ástar- sælu hans með konu sinni og hann situr einn eftir með harm sinn. Athygli vekur að þar er síður en svo leitast við að fínna hugg- un í von um endurfundi hinumegin; skáldið beinlínis veltir sér upp úr sorginni sem slíkri, eða eins og segir t.d. í næstsíðasta erindi: Aleinn, aleinn, í alheimnum víða, öllu sviptur og voninni með. A ég lengi enn hér að bíða? Eg hef fegurð bliknaða séð. Lát mig gráta það eftir er ára yfir visnuðum blómum á grund, mér banna ei svölun brennandi tára - býr í moldu hið fölnaða sprund. Þetta hefur höfðað til Hjálmars, jafnframt því að honum hefur mislfkað vonleysið þarna. Vonarhlátur þess trúaða sýnist því vera yngst þeirra kvæði sem hann orti eftir Guðnýju, og það er viðhafnarmikið verk, þar sem lýst er einmanaleika ástvinasnauðs og syndugs manns, en síðan birtir yfír fyrir kraft og fögnuð trúarinnar. Seint í kvæðinu nær Hjálmar síðan svo langt (í 11. erindi) að hann getur fagnandi og óhræddur boðið dauðann velkominn í afdráttarlausu trausti sínu á Kristi: Kom þú nú, dauði, því Kristur er fenginn, ég kvíði þér ekki, hann braut vopnin þín; skelfandi mynd þín skal ógna mér engin, eilífur sigur á hjálmi hans skín; þú skalt mér nauðugur þéna til lífsins þvert móti eðli og flytja mig heim fiá ólgandi stórsjóum útlegðar kífsins, eiga svo duft mitt - þann foreyðslu seim. Er þetta raunar á sinn hátt sambærilegt við annað frægt verk úr íslenskum bók- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 NÓVEMBER 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.