Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 7
sólskini og annars konar hagstæðum skil- yrðum. Nauðsyn sáningar, ræktunar og Uppskeru á réttum tíma leiddi til furðu ítar- legra rannsókna á gangi himintungla, nákvæms tímatals og stærðfræðiafreka. Mayamir höfðu myndað hugtakið núll til hagræðis við stærðfræðiiðkanir, löngu áður en Evrópubúar hófu að nota það. Sömuleið- is var tímatal eldra og betur útreiknað en það júlíanska sem var notað í Evrópu á tímum landvinninganna í Mexíkó. Borgin Sem Skógurinn Geymdi Það var heitt og rakt í rútubflnum á leið frá San Cristobal en eftir rúmlega tveggja tíma akstur var keyrt inn á afleggjara sem var merktur Palenque. Borgin dularfulla sem Spánverjar höfðu heyrt svo mikið um en fundu ekki fyrr en 1773 hafði átt sitt blómaskeið milli 300 og 900 e.Kr. Hún var voldug og rík og talið er að konungar Maya hafi setið þar. Það var ekki fyrr en seint á 19. öld að skipulagðar rannsóknir fóru fram á rústunum en það var ekki fyrr en á þeirri tuttugustu að hreinsað var almenniiega utan af þessari stórkostlegu borg. Það var þó ekki fyrr en 1952 að mexí- kanski fomleifafræðingurinn Alberto Ruz fann inngang niður í aðalmusterið á staðn- um. Þar lágu þröngar tröppur niður og á botninum fannst gröf eins af konungum svæðisins. ElNN MERKILEGASTIFORN- LEIFAFUNDUR í MEXÍKÓ Það sem fannst í gröfinni vakti heimsat- hygli. Steinninn yfir gröfinni var fagurlega skreyttur og þegar hann var fjarlægður komu í ljós jarðneskar leifar konungsins. En það sem mesta athygli vakti var stórkost- leg mósaíkandlitsgríma. Því miður þá var þessi gríma eitt af þeim verkum sem stolið var úr Mannfræðisafninu í Mexíkóborg fyr- ir tveimur áram í frægu ráni. Einungis hluti Palenqueborgar hefur ver- ið grafinn upp því mjög kostnaðarsamt er að halda gróðrinum, sem vex mjög hratt, í skefjum. Talið er að um 10.000 ókannaðir staðir séu enn í Mexíkó en stjómvöld hafa hreinlega ekki efni á að grafa meira. Annað mannvirki sem vekur athygli í borginni er stjömuskoðunartuminn. Hann þykir e.t.v. ekki stór á nútímamælikvarða en lýsir samt vel hve langt Mayamir höfðu náð í stjömu- fræðinni. Eftir að hafa dvalið góðan hluta af degin- um í Palenque var gist á hóteli í nágrenninu. Það sem vakti athygli greinarhöfundar var hinn mikli fjöldi Frakka sem hann hitti á þessari hringferð sinni. Hinsvegar vora mjög fáir Bandaríkjamenn á ferðinni og gat eng- inn gefið mér viðunandi skýringu af hveiju þetta væri. Næsta dag hélt síðan rúta full af Frökkum og einum fslendingi til Uxmal. Nafnið þýðir þrisvar sinnum á Mayamáli og er það talið benda til að borgin hafi verið byggð upp þrisvar sinnum. Það er fomleifafræðingum enn mikil ráðgáta hvað olli eyðingu borgarinnar. Fundist hafa leifar mikilla mannvirlq'a sem eyðilögð hafa verið af mannavöldum löngu fyrir tíma Spán- veija. Meðal tilgáta um þessa eyðileggingu era: innrás annarra ættbálka, náttúraham- farir eða hreinlega að íbúamir sjálfir hafi eyðilagt borgina. Það sem gerir allar rannsóknir erfiðar er hin skipulagða eyðilegging sem Spán- vejjar stóðu fyrir eftir að þeir höfðu lagt undir sig Mexíkó. Það verður líklegast aldr- ei fullvíst, á hve hátt stig menningin komst í landinu. Spánveijar eyðilögðu kerfísbundið allar byggingar, borgir, listaverk og mynda- letursáletranir og yfirleitt allt, sem gaf vísbendingu um það menningarstig sem þessir fomu Ameríkumenn höfðu náð. Af svo miklum ákafa reyndu þeir að undiroka og kristna Nýja heiminn. Það sem vitað er um Mexíkó tilfoma, hefur verið ráðið af brotum og rústum mustera og borga (mik- ill hluti Mexíkóborgar er byggður á rústum frá Aztekum), sorpi, sem fleygt hefur verið í námunda við eldgamla mannabústaði, eða höggmyndum og skartgripum sem stundum finnast í gröfum eða hafa verið hulin ryki eða framskógargróðri. Heildarmyndin er átakanlega ófullkomin og undirorpin stöð- ugri endurskoðun og leiðréttingu eftir því Chac-mol stytta í musterí vigamannanna í Chichen-Itza. Séð yfir rústirnar í Palenque. Stförnuskoðunartuminn stendur enn aðmestu leyti. Musterið í Palenque þar sem gröf konungsins með öilum fjársjóðunum fannsk sem uppgötvun fomleifastöðva fjölgar og uppgröfiir leiðir í ljós. VlNSÆLT KVIKMYNDAEFNI Þessar dularfullu Mayaborgir hafa verið vinsælt efni fyrir kvikmyndaframleiðendur frá Hollywood. Þar má t.d. nefna að mynd- in „Against All Odds“ þar sem Phil Collins söng titillag myndarinnar, var tekin að hluta í Uxmal. Það er því auðvelt að lygna aftur augunum og láta sem maður sé Jeff Bridges í eigin persónu því andrúmsloftið leyfir hug- myndafluginu að fara á fulla ferð. En höldum okkur nú við staðreyndir. í Uxmal sem og hinum borgunum er það hin stórkostlega bygginarlist sem hefur vakið undran og aðdáun bæði fræði- og leik- manna. Fomleifafræðingurinn Peter D. Harrison frá Háskólanum í Nýju-Mexfkó skrifar: „Hvergi er leyndardómur Mayanna betur varðveittur en í byggingarlist þeirra. Ef aðeins veggimir gætu talað þá myndum við geta opnað örlítinn glugga milli menn- ingar þeirra og okkar." Annar þekktur fomleifafræðingur, Jer- emy Sabloff frá sama háskóla, telur að menning Maya sé mun eldri en áður var talið. Vitað er nú að þeir byggðu stór stein- musteri 300 fyrir Krist og það þýðir að menningin átti sér blómaskeið á sama tíma og hellenska menningin var upp á sitt besta í Grikklandi. Kannanir hafa rennt stoðum undir þær kenningar að Mayaborgimar hafí ekki einungis verið bústaður presta og þar með helgistaðir, heldur og íverustaður Qölda fólks. Aður var talið að flestar borgir Maya hefðu einungis verið staður guðanna og útsendara þeirra þ.e. prestanna. Smám saman hafa þeir kennimenn sem haldið hafa því fram að hin stórkostlega menning Mesoameríku hafi komið annars staðar frá, orðið að lúta í lægra haldi. Með- al þessara kenninga hafa t.d. verið að menningin hafi borist frá borginni týndu, Atlas, eða jafnvel utan úr geimnum, saman- ber fáránlegar en skemmtilegar kenningar Svisslendingsins Erich von Danikens. Amerí- skir kennimenn, sérstaklega þá mexíkan- skir, telja það móðgun að þessi menning hefði ekki getað þróast sjálfstætt í þessari heimsálfu. Þetta sannast einna best á bygg- ingarlist Mayanna en hún á lítið sem ekkert sameiginlegt með þeirri evrópsku eða egypsku. Allt Eyðilagt Eftir HvertTímabil? Timatal Mayanna komst I fréttir hér á íslandi vegna samkomu Þrídrangs á Snæ- fellsnesi í sumar og sjónvarpsþáttar um þann atburð. Tímatal Mayanna var byggt upp af vissum tímaskeiðum, venjulega 52 áram. Við höfum þegar minnst á að forn- leifafræðingar hafa rekist á fomar borgir sem hafa verið gereyðilagðar. Ein kenning- in er sú, að Mayarnir hafi sjálfir eyðilagt þessa bústaði eftir hvert tímabil til að byija upp á nýtt. Þetta er erfitt að sanna eins og annað í mann- og fomleifafræði en vitað er að Mayar byggðu nýjar byggingar ofan á gömlum granni. Eitt af aðaleinkennum byggingarlistar Maya var stirðleiki — þeir kunnu nefnilega ekki að búa til boga. Þetta gerði að verkum að allir inngangar urðu að vera ferkantaðir og þetta takmarkaði mikið stærð herbergja. Byggíngamar virðast því margar mjög klossaðar en þeir bættu þetta upp með stór- koslegum veggskreytingum. Hreinum Meyjum Var Fórn- AÐ í LlNDINA En nóg um byggingarlist Mayanna því nú liggur leið okkar til stærstu og líklega ækktustu borgar þeirra, Chichen Itza. Nafnið þýðir „Við Lindina" og vísar til mikil- vægis þessa staðar fyrir íbúana. Borgin var sú fyrsta sem grafin var upp enda er hún einungis í 150 km fjarlægð frá Merida, höfuðborg Yucatan-fylkis. Lándin, eða cenoten eins og þetta náttúra- fyrirbæri er nefnt á spænsku, er geysistór náttúraleg uppspretta gerð úr kalksteini. Hún er um 100 m í þvermál og á brúninni byggðu Mayamir steinpall þannig _að um 20 m era niður að vatnsbrúninni. Á flötu og þurra landi vora þessar lindir næstum eina vatnsuppsprettan fyrir fólkið, en á Yucatanskaganum era milli 20 og 30 svona lindir. Ldndin við Chichen Itza er sú stærsta og frægasta því hún var ekki einungis vatns- uppspretta heldur og fómarstaður. Frá steinbrúninni var fómað; bæði mönnum og ýmsum dýrgripum fleygt í vatnið. Sagan segir að ofast hafi verið fómað hreinum meyjum og hafi verið bundnir steinar við fætur þeirra til þess að þeim tækist ekki að skríða upp úr vatninu. Árið 1920 slæddi ungur Bandaríkjamað- ur, Edward Thomson, botn lindarinnar og var það bæði erfítt verk og tímafrekt. En erfíðið borgaði sig því eftir nákvæma slæð- ingu komu upp á yfirborðið margir dýrmætir hlutin gullkönnur, gulldiskar, útskomir hlutir úr jaði og mikið af mannabeinum hinna ólánsömu fómarlamba. Sumar gullkrakkumar vora enn fullar af reykelsi eða mirra. Margir þessara hluta era upp- rannir frá öðram hlutum Mexíkó og einn diskurinn er talinn frá Kólumblu. Þetta sýn- ir þá helgi sem þessi staður hefur haft I hugum hinna fomu indíána. Hjörtun Rifin Úr Mönnum Margt annað vekur furðu ferðalagnsins í Chichen Itza. Þar má fyrst nefna mjög heillegar styttur af hinum svokallaða „Chac-Mol“. Þessi stytta finnst um alla Mexíkó í svipuðu formi: liggjandi mannvera með krepptar lappir og krepptan efri hluta líkamans með skál á maganum. Margar kenningar hafa verið uppi um tilgang þess- arar styttu og helst hafa menn hallast að því að hjörtu fómarlamba hafí verið sett í þessar skálar eftir að þau vora rifin úr þeim. Þessi siður að rífa hjörtun úr fómarlömbun- um var algengur meðal indíánaættbálka í Mexíkó og tengdist baráttu hins góða og hins illa í goðafræði þeirra. Það er eitthvert dularfullt seiðmagn sem fylgir þessum voldugu rústum og það er þvl viðeigandi að enda þennan pistil á frá- sögn af afdrifum bandaríska fomleifafræð- ingsins dr. Dennis Puleston. Hann hafði nýlokið doktorsprófí sínu frá háskólanum í Minnesota og var kominn til að kanna hve mikið væri hæft í frásögnum indtána um kraft hinna fomu guða. Dennis fann nokkra steinsívalninga, h\jög veðraða í annan end- ann og tjáði ferðafélögum stnum að þetta væra senditæki til að ná til Pau Ah Tun, vindguðsins. Pauh myndi síðan koma skila- boðum til Chac, guðs þruma og eldinga en Chac þessi var einmitt sá sem fómimar í lindinni vora ætlaðar. Dennis bytjaði nú að beija taktfast á steinsívalningana og brátt fór að hvessa. Dennis hóf þá að kltfa aðal- musteri t Chichen Itza en hann hafði vart náð toppnum er himnamir opnuðust og eld- ingu laust niður í musterið. Af musterínu skall eldinginum á fomleifafræðingnum, sem þegar lét lífið. Dr. Dennis Puleston er nú grafínn t litlum kirkjugarði nálægt borg- inni Merida. Þessa sögu segja allir leiðsögumenn á svæðinu og ekki er ólíklegt að eitthvað sé hún stflfærð. En staðreyndin er sú að dr. Dennis lést þama árið 1978 af völdum eld- ingar á meðan hann var að gera rannsóknir á svæðinu. Af þessu sést að það borgar sig ekki leika sér með eldinn eða að vanmeta þann mátt sem býr t náttúraöflunum og hinum fomu guðum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS i NÓVEMBER 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.