Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 8
Ofar skýjum, 1963. Þetta er rísastór mynd, um 20 metrar & breidd. Olíulitir á léreft. Barn sólgresjunnar Máninn og mjaðmargrindin. Úr myndröð um Asíðasta ári, nánar tiltekið 7. marz, lést í Santa Fe í Nýju Mexíkó málarinn Georgia O’Keeffe á nítugasta og níunda aldursári. Með henni hvarf af sjónarsviðinu einn svipmesti og dular- fyllsti persónuleiki amerískrar myndlistar og einn sérstæðasti málari þeirra á þessari öld — sá mesti í röðum kvenna eftir Mary Cass- att (1845-1926). Um líf og list Georgíu O’Keeffe sem lézt á nítugasta og níunda aldursári í fyrra. Fyrsti hluti af þremur. EftirBRAGA ÁSGEIRSSON Georgia O’Keeffe var löngu orðin þjóð- saga í lifanda lífi og einkum var eftir því tekið, að hin mikla listakona hélt starfskröft- um til hins síðasta. Það er og einnig draumur annarrar heimsþekktrar listakonu, mynd- höggvarans og New York-búans Louise Nevelson, sem komin er fast að níræðu, að verða hundrað ára og heldur starfskröftum líkt og O’Keeffe! Helst spóka sig á Times Square á af- mælisdaginn. Þetta kemur fram í grein, sem ég ritaði um Nevelson og birtist í Lesbók snemma á þessu ári. Og þegar Georgia O’Keeffe náði þeim tímamótum að verða níræð, vildi hún gjam- an verða 125 ára og var alveg vissa um að verða minnst hundrað. Þó að þetta færi ekki eftir, þá var tíundi áratugurinn tíma- bil mikilla umsvifa og frægðarsól hennar reis hærra en nokkru sinni fyrr. Engin bók hafði verið skrifuð um þessa listakonu fyrr en á síðasta áratug og einkum vaknaði áhugi fólks á henni, þegar Metro- politan-safnið hafði sýningu á ljósmyndum, sem eiginmaður hennar, hinn nafntogaði ljósmyndari og menningarfrömuður Alfred Stieglitz (1864—1946), tók af henni á sam- býlisárum þeirra. Gríðarlega stór brúnlitaður borði hékk á forhlið safnsins veturinn 1978—79 og kynnti sýninguna. Á honum stóð: GEORGIA O’KEEFFE - A PORTRAIT BY ALFRED STIEGLITZ. Ljósmyndarinn Stieglitz tók ótal myndir af vinkonu sinni og seinna eiginkonu í hinum margvíslegustu stellingum, og einkum eru það hendur hennar og andlit sem skipa þar stóran sess, en einnig tók hann margar frægar nektarmyndir af henni og allt þetta var með á sýningunni. Á síðasta áratug hafa nokkrar veglegar bækur verið gefnar út um líf og list hinnar hlédrægu og dularfullu listakonu, og eru sumar þeirra ófáanlegar. Þannig pantaði ég til öryggis allar, sem mér var kunnugt um, er ég hugðist skrifa um hana og beið í þrjá mánuði, þar til ein birtist, og það var Bleik fjöll og græn, 1917, Vatnslitir. einmitt bókin, sem var gefin út af Metro- politan-safninu í tilefni fyrmefndrar sýning- ar. Með opinskáum texta eftir Georgiu O’Keeffe. Átti ég von á flestu öðru en að fá aðeins eina bók, og einungis ljósmyndir af listakon- unni sjálfri og þar á meðal margar hispurs- lausar nektarmyndir! Önnur bók fylgdi svo að vísu en fyrst sjö mánuðum eftir pöntun- ina. Þessi fáskipta og þögla kona, sem bann- aði jafnvel sínum nánustu vinum að skrifa um sig lengi vel, hafði svo mikinn skilning á ljósmyndafaginu sem listgrein, að hún hafði ekkert á móti því, að Stieglitz mynd- aði hana nakta og héldi jafnvel sýningu á myndunum, og að þær rötuðu í bækur — og sennilega hefur hún verið mjög stolt af því, er stærsta listasafn í heimi sýndi þær ásamt öðru. AfinnVar Ungverskur Greifi Kannski var hin mikla listakona orðin ögn hégómlegri komin á tíræðisaldurinn, því að nú leyfði hún loks útgáfu bóka m.a. einnar ævisögu og á þessu tímaskeiði voru myndir hennar famar að seijast á milljón dollara stykkið, er best lét, sem var þá hæsta verð, sem greitt var fyrir verk lifandi málara í Ameríku. Fullt nafn hennar var Georgia Totto O’Keeffe, fædd 15. nóvember 1887, í Sun Prairie (Sólargresjunni) í Wisconsin. Hið undarlega millinafn, Totto, sem hún raunar notaði aldrei, kom frá afa hennar, sem var ungverskur greifi frá Búdapest og aðstoðarforingi Lajosar Kossuth, hinnar miklu frelsishetju Ungveija. Kona hans og amma Georgiu var af hollensku og ung- versku hreintrúarfólki. Komin í móðurætt í níunda lið beint frá Edvard Fuller, sem undirritaði samninginn um flutning fyrsta hóps enskra hreintrúarmanna (púrítana) á því fræga skipi Mayflower frá Plymouth til Norður-Ameríku árið 1620, en í föðurætt frá Coneradt Ten Eyck, sem flutti frá Hol- landi um 1650 og gerðist stofnandi Hol- lenzku siðbótarkirkjunnar í nýja heiminum. Amman Totto var mjög sérstæður per- sónuleiki með óvenjulegan og hljómfagran talanda og mikið og fagurt grátt hár, sem hún greiddi á frumlegan hátt. Ein af bemskuminningum Georgiu var, að amma bannaði bömunum að snerta skrautgripina í stássstofunni, en hún freist- aðist til að óhlýðnast því, einvörðungu til að njóta þess að heyra ömmuna hrópa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.