Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 11
ERTÞU FAÐIRMENN? Smásaga eftir Knut Hauge Sigurður Gunnarsson þýddi Mynd; Sigrún Eldjám Ferðafélagi minn, sem hafði komið sér fyrir í efri koj- unni, var óvenju skraf- hreyfínn. Hann var ekki af sömu manngerð og arki- tektinn sem ég hafði ferðast með fyrr, hann hafði teiknað mörg glæsi- leg gistihús, bæði við sæ og í sveit, og gefið eigendum góð og hagkvæm ráð varðandi allan rekstur þeirra. Nei, þetta var yngri maður, einn af nýju kynslóðinni. Hann kvaðst vera verkfræðing- ur og á leið norður í land til þess að taka þar við nýju, vellaunuðu starfi ef sér litist á allar aðstæður og aðbúnað. Hann sætti sig ekki við annað en vandaða og góða íbúð því að hann ætti konu og þijá drengi, þijá hrausta og spræka stráka sem hann kvaðst vona að yrðu vel liðtækir þegar þeir yxu upp. Hann sýndi mér hreykinn mynd af þeim öllum. Þeir litu einkar vel út eins og hann sjálfur. Við vorum fljótir að kynnast og spjölluð- um saman sitt af hveiju þangað til við komum norður að Hamri. Þar fengum við okkur kaffisopa á gömlu, geðþekku veit- ingastofunni sem var skreytt með mörgum fallegum málverkum. Þetta var nokkru áður en ríkisjámbrautimar lögðu niður flesta við- komustaði sína á norðurleiðinni. Við komum aftur til klefa okkar léttir í lund eins og við væmm í fjallaferð. Það kom í ljós að við áttum samleið alla leið til Bodö. Allt í einu gerði ég mér grein fyrir að þessi ferðafélagi minn minnti mig á ein- hvern sem ég kannaðist við, einhvem sem ég hlaut að hafa kynnst fyrir löngu. Hver skyldi það eiginlega hafa verið? Morguninn eftir skiptum við um og tókum Norðurlandslestina. Allan þann dag var raunar versta veður, stormur og stórhríð fyrri partinn en síðan rigning og rok með stuttum sólarglennum sem einkenna þennan landshluta. Við undum alltaf vel saman þótt aldursmunur okkar væri mikill. En hver gat það eiginlega verið sem hann minnti mig á? Við gistum á sama hótelinu í Bodö. Hann ætlaði að nema þar staðar. Ég ætlaði áfram morguninn eftir. Að loknum kvöldverði er við sátum og dmkkum kaffisopa í litlum hliðarsal sagði hann fyrr en varði: Ég ætla að segja þér frá æsku minni. Annars er ég ekki vanur að tala um hana við aðra. Hann sat þögull stundarkom og horfði fram fyrir sig áður en hann tók til máls: Frá því að ég man fyrst eftir mér hef ég átt í sífelldu sálarstríði vegna föður míns. Það á þó ekkert skylt við þetta geðveikis- mgl sem skráð er á bækur. Það er af allt öðmm toga. Ég þekkti föður minn aldrei og hef því raunar aldrei saknað hans mikið. Hann kvaðst heldur tæpast muna eftir móður sinni. Hann hefði alist upp hjá ömmu sinni gamalli. Þau bjuggu við þröng kjör en hann hlaut að hafa átt hamingjusama æsku. Þau bjuggu þar þijú saman. Hann hafði átt systur sem var nokkram ámm eldri en hann, en hún dó snemma. Allir þeir sem vom eitthvað tengdir honum höfðu dáið áður en hann varð fullorðinn. Líklega er það vegna þess að mér þykir svo vænt um konuna mína og drengina okkar. Ég hlýt að vera bundinn þeim á næstum óeðlilegan hátt. Slíkt er trúlega sjaldgæft á okkar tímum. Þau em það eina sem ég á í þessum heimi. Ef til vill finnst þér það furðulegt, en í mínum huga er að- eins til nútíð og framtíð. Þar sem fortíðin hefði átt að vera er aðeins autt rúm. Það skýtur mér stundum skelk í bringu. Finnst þér kannski að ég tali á nokkuð sérstæðan hátt? Já, mér finnst það raunar. En segðu mér meira frá æsku þinni. Hann játti því og hélt áfram: Amma mín bjó í litlu húsi niðri við ströndina rétt ofan við íjömborðið. Systir mín og ég ólumst þar upp og okkur leið vel. Eins og nærri má geta var þar enginn auður í búi en við höfð- um samt alltaf nóg að borða. Ámma var smávaxin, hljóðlát og einkar kærleiksrík kona sem nær enga skólagöngu hafði hlot- ið. Við nutum því alltaf mikils ástríkis hjá henni enda hafði hún ekki um aðra að hugsa en okkur. Hún var ógift en hafði eignast eina dóttur, móður okkar. Hún dó þegar ég var tveggja ára gamall. Ég man aðeins eft- ir því hve vel mér leið í faðmi hennar. Ég þykist óljóst muna að ég lá við bijóst henn- ar en líklega getur það tæpast verið raunvemleiki. Hins vegar man ég vel að hún hafði brún augu en mín em blá eins ogjiú sérð. Ég vil gjama að þú vitir að við lékum okkur mikið saman, systir mín og ég. Og oftast vomm við ein. Fleiri fátæk böm áttu ekki heima þama niðri við ströndina, og hin léku sér annars staðar. Við lékum okk- ur mest í fjömnni, og sjórinn var heimur okkar. Hann var okkar mikla ævintýri. Sumarið sem ég var átta ára dmkknaði systir mín þama í sjónum framan við bú- stað okkar. Það gerðist snemma morguns áður en ég var kominn á fætur. Frá þeirri stundu var ég ekki bam lengur að ég held. Og sjórinn var ekki heldur lengur heimur minn. Líklega var það um þetta leyti sem ég fór að hugsa sitt af hveiju. Að minnsta kosti sagði amma að þá hafi ég fyrst farið að spyija um margt. Að sjálfsögðu dundu spumingamar fyrst og fremst á vesalings ömmu minni sem þótti víst oft nóg um. Og oft mun ég hafa spurt um mömmu og pabba. Amma sagði mér allt sem hún vissi um UM HÖFUNDINN Knut Hauge er fæddur 31. maí 1911 í Valdres í Noregi. Hann erbóndasonurog var sjálfur bóndi á ættaróðalinu frá 1938 til 1967. Sonurhans tókþá við bú- stjórninni og eftirþað gat hann að mestu helgað sig ritstörf- um. Knut Hauge erlöngu þjóð- kunnur og einkar vinsæll rithöfundur. Hann hefur einnig vakið athygli meðal margra annarra þjóða ogýmsarbæk- urhans verið þýddará aðrar tungur. Fyrsta skáldsaga hans kom út 1948 og alls urðu þærekki færri en þrettán. Auk þeirra hefurhann sent frá sér tvær smásagnabækur, eins þjóð- kunna barnabók, fimm leikrit og sitthvað fleira. Á íslensku hefur aðeins ver- ið þýdd ein afkunnustu skáldsögum hans, Saga um ástina og dauðann, sem fékk Aschehoug-verðlaunin 1976. Undirritaður þýddi hana og las í ríkisútvarpið 1978. Barnabók hans, Sumaráfjöllum, þýddi sá sami nokkru fyrr og las einnig í útvarp. Þærvöktu báðarverðskuldaða athygli. Þrjár smásögur hans hafa einnig verið þýddar og er sú sem hér birtist ein af þeim. Skáldsagan og smásögurn- arsýna að höfundurer bráðsnjall á hvortveggju þessi listform. Vonandi koma fleiri verk Knut Hauge fljótlega fram á okkartungu. Sigurður Gunnarsson þau bæði. Þau vom alin upp í sömu sveit og höfðu þekkst frá því að þau vom böm. Þau giftu sig ung og vom hamingjusöm þó að þau byggju við þröng kjör. En faðir okk- ar dó af slysfömm áður en ég fæddist. Hvemig ég komst yfír kirkjubækumar? Ég man það ekki glöggt lengur, en það var ekki fyrr en löngu seinna. Gmnur minn var þá vaknaður um að allt var ekki eins og það átti að vera. Ég hafði sennilega heyrt eitthvað sem mér var ekki ætlað að veita athygli. Ég fann nöfn foreldra okkar í kirkjubók- inni og mánaðardaginn sem þau giftu sig. Ég fann einnig þá daga þegar þau dóu. En það var eitt stórt atriði sem ekki kom þar heim og saman. Ég athugaði dagsetn- ingamar vandlega, reiknaði og lagði saman. Já, það stóð þama svart á hvítu: Faðir minn dó átján mánuðum áður en ég fædaist. Ég leitaði meira í kirkjubókinni. Ég fann þar mitt eigið nafn og nafn móður minnar einu sinni enn. En þar sem nafn föður míns hefði átt að vera stóð aðeins: Faðir óþekktur. Þetta grópaði sár í sinni mitt, sár sem hefur verið opið og ógróið allt til þessa. Amma mín lifði enn þegar þetta gerðist. Aldur hennar var ekki mjög hár en hún var örþreytt og útslitin af miklu erfiði. Hún var aðeins skuggi, en skuggi sem bar ljómandi birtu. Hún svaraði' þegar ég spurði: Vissulega hefði ég átt að segja þér það en ég gat það ekki. Þá sagði ég og var víst eitthvað vanstillt- ur: En segðu mér þá eitthvað frá honum núna. En amma svaraði því sama: Ég veit ekk- ert um hann, vinur minn. En ég hélt enn æstur áfram: Þú verður að segja mér hver hann var. Mamma hlýtur að hafa þekkt hann, hún hlýtur að hafa sagt þér eitthvað frá honum. Þá svaraði hún: Ég held að mamma þín hafi ekki heldur vitað neitt um hver hann var. Það eina sem ég veit, og hún sagði mér það sjálf, er það, að annað sumarið eftir að pabbi þinn, eftir að maðurinn henn- ar var hrifsaður frá okkur, þá komu hér eitt sinn tveir ungir menn að kveldi, þegar regnið dundi á þakinu, og fengu lejrfí til að sofa í hlöðunni um nóttina. Hún sagði að það hefði verið annar þeirra. Ég man að strandferðaskipið flautaði rétt í þessu og var að leggjast að hafnar- garðinum. En satt best að segja veitti ég því tæpast athygli. Það var nokkuð annað LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. NÓVEMBER 1987 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.