Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 13
G L A T K 1 S T U N N 1 Af Saura-Gils Úr handritum Sighvats Borgfírðings Maður er Gils nefndur, hann var einhver hinn mesti ofstopa- og ójafnaðarmaður í héraði, og fáir voru þeir menn er honum þótti sínir jafningjar. Gils var hvorki reglumaður til sálar né líkama því mjög vænt þótti honum Samantekt og formáli eftir Þorstein Antonsson um sjálfan sig, þegar honum auðnaðist að gabba saklausa og einfalda menn til heimskulegra fyrirtækja ellegar að spilla saklausum stúlkum. Breytni Gils kom hon- um líka á kaldan klaka sjálfum því valla hafði hann verið fyrirvinna hjá ekkju einni áður en sveitungar hans klöguðu hann fyrir ósvífni og ýmisleg strákapör. Tvær stúlkur á heimilinu kenndu honum börn, og sóknar- prestur hans setti hann út af sakramentinu fyrir ýmsa óreglu í kirkjunni. Þetta kom til eyma sýslumanninum á Brekku og vildi hann ekki láta ribbalda þennan vaða svona uppi eins og nærri má geta af eins árvökru yfirvaldi og sýslumað- urinn á Brekku var. A næsta manntalsþingi í sveit Gilsa skoraði sýslumaðurinn á prest og bændur, og komu þá margar smærri og stærri klaganir í gegn honum. Prestur klag- ar þá Gils fyrir bameignir og ósiði við kirkjuna. Húsmóðir hans klagar hann fyrir óþægð, sveitarbændur fyrir hrekki nokkra og bamsmæður hans fyrir það að hann hefði rofið heit sín við þær. Gils heyrði nú allar þær umræður er flutt- ar vom þar í þinghúsinu. Sýslumaður bað þá Gils að koma nær sér og mælti: „Mikill fantur ertu, Gils! Og fyrir alla þína ólögmæta breytni dæmi ég þig nú undir eins hér fyrir réttinum í þingvottanna nærveru." „Hvemig er þá dómurinn?" mælti Gils. „Hann er svona," svaraði sýslumaður: „Þú ert skyldur að ekta þá stúlkuna sem þú áttir fyrra bamið með. Fyrir óþægð þína við húsmóður þína áttu að vinna kauplaust hjá henni í eitt ár. Og fyrir óhlýðni þína við prest þinn og hrekkjabrögð við sveitunga þína áttu að gjalda fátækum fjörutíu fiska hér í sveit. — Dómur þessi er rétt út dreg- Til eríhandriti einskonar héraðssaga Skarðstrendinga vestra í ýkjustíl sem greinir frá atburðum við innanverðan Breiða- fjörð á áratugunum um miðbik síðustu aldar;þetta er flókinn vefur frásagna, einkum af árekstrum sveitarmanna við yfirvöld og munu flestar styðjast við atburði sem gerðust þar í sveit á þessu skeiði, — að því er ætla má af skýringum Jóns Borgfirðings aftan við handritið. Og eiga persónurnar samkvæmt þeim sér raun- verulegar fyrirmyndir sem fræðimaðurinn nafngreinir. Handrit sögunnar sjálfrar er eftirrit Sighvats sem einnig kenndi sig við Borgarfjörð, en Helgi Jónsson hét sá sem reit fyrirmynd hans sem nú er glötuð. Ætla sumir að Helgi hafi samið þessar skopsögur sjálfur en hafi þótt hentara að eigna þær ótilgreindum öðrum manni. Helgi þessi fluttist til Vesturheims á efri árum sínum og handrit sitt skrifaði hann um 1870. Frásögnin af Gils Saurahöfðingja er skelmissaga af grófara tagi, óvenjuleg meðal íslenskra síðari tíma sagna fyrir þær sakir hve mjög hún er skrifuð í anda stfórnleysis; dregur síður en svo taum nokkurs hlutaðeigandi né fegrar söguhetjuna. Um hana segir Jón Borgfirðingur að átt sé við Gísla nokkurn Jónsson, kunnan óróa- segg á Saurum í Laxárdal um miðbik 19. aldar. Snemma hafi Gísli orðið kunnur að hrekkjum og varmennsku, nefnir dæmi og þau ekki falleg. Jón ritar: „ Var bær hans sem greni í hól en skartmað- ur var hann mikill í klæðaburði og barst mjög á. Var hann gildur vexti og meðalmaður á hæð, eður fullt það, með dökkt hár og skegg, svipmikill og vel á fót kominn og gildur til karlmennsku. Söngmaður var hann með afbrigðum og var rómurinn bæði mikill og fagur, örlátur var hann snauðum mönnum og margt var honum vel gefið það er honum var ósjálfrátt_“ Gísli var fjölskyldumað- ur. Og það er Gils einnig látinn vera. Hann kemur víðar fyrir í bókinni en í þeim þætti sem hér birtist að hluta. Þ.A. inn úr „aukasakartrekki" hinna konunglegu Fororðninga og er undir aðför að lögum.“ „Ég gegni ekki þessum dómi,“ sagði Gils, „og hlýði engu því sem í honum stendur.“ „Respekt fyrir réttinum," svarar sýslu- maður. „Ég virði þinn rétt að engu,“ sagði Gils. „Ut með meinvættið," svaraði sýslumað- ur. „Dómurinn skal standa." „Ég fer hvergi," sagði Gils. „Ég veit ekki hver okkar á meira með þinghúsið." „Bindið hans hendur og fætur,“ skipar sýslumaður. „Það er hvorki þér né öðrum of gott,“ mælti Gils. „En mundu samt eftir því að hann Laga-Eysteinn er kominn undir græna torfu því fyrir löngu síðan værir þú sviptur æm og embætti, konu, bömum, húsi, heim- ili og öllu því er þú trúir á, sem sé honum vini þínum sinjór Mammon, já, meira að segja, þú værir flengdur, hengdur, deyddur og grafinn, hefði nokkur af sýslubúum þínum haft hundsvit og hann Laga-Eysteinn hefði ekki haldið upp úr á þér hausnum. Eru nú ekki þetta vissuleg sannindi?" „Hreppstjóri Jón,“ mælti sýslumaður, „hvílík dæmi finnast ekki á meðal ólmustu villidýra eður hvenær eru dæmi til þess að ólærður fantur hafi þorað að mæla þvílík orð við konunglegt yfírvald? Takið þið und- ir eins reipi og bindið hans hendur og fætur. Meinvætti þetta er dauðans sekur." „Ég vitna þessi orð sýslumannsins undir allan þingheiminn," sagði Gils. „Reipin prestsins héma skulu nú bráðum minnast þín,“ sagði sýslumaður. „Þótt að við bindum hann,“ sagði hrepp- stjóri, „þá vantar dyblissuna til að leggja hann í.“ „Það er kirkjan," svaraði sýslumaður. „Ég þakka nú hjartanlega fyrir tóbakið," mælti prestur, „því losni Gils í kirkjunni þá sýpur hann allt messuvínið sem er í altar- inu. Og þar að auki drekkur hann þetta litla af hinu sem ég á þar úti.“ „Hér gilda nú engar afsakanir,“ svaraði sýslumaður. „Ég fyrirbýð kirkjuna," segir prestur. „Það hjálpar ekkert að hugsa um Pétur postula þegar svona mikið liggur við,“ svar- aði sýslumaður. „Og eftir lagabálksins 10. grein hefi ég sem konunglegt yfirvald fullan rétt á að nota kirkjuna sem annað „arrest hús“ og þótt að minni nauðsyn væri en hér er.“ „Þetta eru vissuleg sannindi sem sýslu- maðurinn segir," mæltu bæði þingvitnin. Ekki leist Gils á að bíða lengur þar á þingi, og ríður hann hið hvatasta heim að bæ sínum. Sýslumaðurinn á Brekku var svo reiður að hann í sama vetfangi og Gils er horfinn sagði þinginu slitið og reið heimleið- is. Þegar sýslumaðurinn var heim kominn unir hann afar illa hag sínum og kvað sig hafa hlotið hina mestu smán af viðskiptum þeirra Gils Saurhöfðingja. Tekur þá sýslu- maður það ráð að rita háyfírvaldinu svo látandi bréf: Sökum þess að yðar hávelborinheitum hefir bestöndugt þóknast að vera í mínu interessi síðan að ég hafði þá ánægju og æru að skipta við yður bekendtskap an- moda ég yður um að skipa mér sjálfum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. NÓVEMBER 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.