Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 10
að greina nokkur sérstök og skýr áhrif frá evrópskri núlist. Þannig virðist hún jafnvel enn þroskaðri í óhlutstæðum mjmdum í hin- um opna, frjálsa og lífræna Kandinsky-stíl en ætla mætti, þar sem hún vann þetta á fyrstu tugum aldarinnar. Allt frá byijun birtist hjá henni sérstök næmi í túlkun línunnar, sem breytti verkum hennar í huglægar myndir, þetta sést í verk- um hennar, hvort sem viðmiðunin var skýjakljúfar New York-borgar, geysistórar stækkanir á smáhlutum blóma, hvítar kýr- hauskúpur, hlöður frá vesturhluta Banda- ríkjanna eða sólþurrkaðar kirkjur. Þama koma ef til vill fram áhrif ljósmyndalistar, svo sem hún birtist hjá Stieglitz — í skörp- um fókus og nálægð smáatriða. Georgía var enn afkastamikil á áttunda áratugnum, og sem fyrr skynjaði hún alltaf nýja strauma og tók mið af þeim á sinn sérstaka og stór- brotna hátt. — Georgía hóf listnám við listastofnunina í Chicago árið 1905 og var þar í eitt ár, en hélt svo til New York og nam við Art Students League veturinn 1907—8. Enda þótt henni gengi vel og hún fengi verðlaun fyrir kyrralífsmynd í skólanum, hætti hún og vann ekkert í málverkinu frá 1908—12, en sneri sér að auglýsingahönnun. Persónu- leiki hennar vakti athygli og nemendur í andlitsmálunardeild reyndu oft að fá „bros- andi Patsy", eins og hún var nefnd, til að sitja fyrir. Hún var þó treg til þess, en lét þó stundum tilleiðast, því hún þarfnaðist peninganna. Eitt sinn á leið hennar í kvennabekkinn sat umsjónarmaður málunardeildar fyrir henni, stöðvaði hana og vamaði henni vegar — hótaði að hleypa henni ekki áfram fyrr en hún samþykkti að sitja fyrir hjá honum. Sagði þá setningu, sem Georgía gleymdi aldrei: „Það skiptir litlu máli, hvað þú sjálf gerir, ég á eftir að verða mikill málari, en þú munt sennilega enda sem myndmennta- kennari f stúlknaskóla." Er hún gat losað sig um sfðir og komst til beklgar síns, þótti henni fyrirsæta dags- ins svo léleg að hún breytti um skoðun, sneri aftur o& féllst á að vera fyrirsæta piltsins. Hin fullgerða andlitsmynd færði honum 50 dollara verðlaun og fyrstu formlegu við- urkenningu sem andlitsmálara og var birt í ársriti skóians næsta ár ásamt nokkrum fleiri myndum nemenda, er þóttu skara framúr. Myndin af Georgíu hangir nú uppi á vegg í herbergi styrktarmeðlima skólans í egg- laga ramma — er máski það afrek Eugene Speicher, en svo hét höfundurinn, sem helst verður minnst I framtfðinni, en til hans þekki ég ekkert. Námsferillinn Rofinn Nám Georgiu f Art Students League var- aði ekki lengur en þetta eina ár vegna óvæntra og mjög óverðskuldaðra fjárhags- erfíðleika, sem hin dugmikla fjölskylda lenti f eftir breytingar á Qölskylduhögum og flutninga í þéttbýli. Áframhald var útilokað, og má það hafa verið henni mikið áfall. Hún þagði um hina raunverulegu erfiðleika, en svo sem einn bekkjarfélagi hennar sagði, þá var hún með andlit „sem sagði sögu“. Reyndar hafði hún þá skýringu á takteinum seinna, að hún hefði hafnað algildu raunsæi — ef menn geta einungis eftirapað náttúruna og jafnað- arlega lakara en myndeftiið, hví þá að verða málari? — eða þá stæla aðra. Hún vildi miklu frekar gefa upp málverkið en verða ósjálfstæður eftirapari. En í raun og veru álykta menn nú, að það hafí haft góð áhrif á hana að hætta að svo komnu og taka upp þráðinn fjórum árum seinna. — Áhugi hennar vaknaði aft- ur, er hún sótti sumamámskeið við háskól- ann í Virginiu 1912, þar sem hún varð fyrir miklum áhrifum frá hendi Arthur Wesley Dow, sem var áhrifaríkur ritstjóri listtíma- rits. Næstu tvö árin er hún umsjónarmaður listdeildar almenns skóla í Texas. Árið 1914 innritar hún sig í kennaradeild Kólumbíuhá- skóla í New York, þar sem hún nemur hjá sjálfum áðumefndum Dow. Hann hafði m.a. numið með Gauguin og var umburðarlynd- ari gagnvart sjálfstæðum tilraunum nemenda en kennaramir við Art Students League. Dow hafði þó ekki mikil bein né djúp áhrif á Georgíu, en hugmyndir hans um að fylla út rýmið á fagran hátt virðast hafa kveikt í ímyndunarafli hennar. Árið 1915 gerir Georgia röð vatnslita- mynda og teikninga í sjálfsprottnum, óhlutstæðum stíl — athyglisverðar myndir, sem voru ólíkar öllu því, sem henni hafði verið kennt að gera og sýndu sjálfstæðar tilhneigingar. Það má vera ljóst, að hún ætlaði sér ekki lítinn hlut í málverkinu, legði hún það á annað borð fyrir sig, og uppeldi hennar Ljósmyadarinn Alfred StiegUtz. Portret frá 1915 eftir Edward T. J. Steichen. hafði einkennst af því, að konur ættu að standa jafnfætis karlmönnum. Svo ríkt var þetta í eðli hennar, að eitt sinn í æsku lenti hún í deilum við eldri bróður sinn um Guð — hún hélt því fram, að hann væri kven- kyns! Þau lögðu svo málið fyrir móður sína, sem reyndi að útskýra fyrir Georgíu litlu, að Guð væri andi, sem ekki væri hægt að kyngreina. En allt kom fyrir ekki, því að sú litla hélt því staðfastlega fram, að Guð væri kvenkyns. Georgía reyndist líka einstaklega vakandi og eftirtektarsöm í skóla og um leið mjög sjálfsgagnrýnin. Hún var óánægð með þau verk sem hún hafði gert til þessa, og eitt sinn læsti hún að sér og fór yfír allt, sem hún hafði áður gert best. Hún tók þá eftir því, hvemig sumar myndimar vom málaðar til að þóknast þessum og hinum kennumn- um og aðrar málaðar undir sterkum áhrifum frá öðmm listamönnum. NÝTT UPPHAF Hún sat lengi og horfði á myndimar, sem hún hafði fest upp á vegg, og hugsaði djúpt og mikið. Þá flaug henni í hug, að það vom abstraktform í huga hennar og ómissandi fyrir ímyndunarafl hennar og öðmvísi öllu því sem henni hafði verið kennt. „Þessir hlutir, sem em okkar eigin, em svo nálæg- ir okkur, að við áttum okkur ekki alltaf á tilvist þeirra," sagði hún seinna. Nú rann ótal margt upp fyrir henni, sem hún hafði ekki gert sér grein fyrir, og þessar hugleið- ingar og sjálfsrýni fæddu af sér áðumefnda myndaröð. Einnig segir hún: „Ég tók út ágætan þroska, en einn góðan veðurdag vöknuðu hjá mér ýmsar spumingar, og ég sagði við sjálfa mig. Ég get ekki lifað þar, sem ég óska. — Ég get ekki farið þangað, sem mig Georgia O 'Keeffe, 1918. Ljósmynd eft- ir Alfred StiegUtz. langar. — Ég get ekki gert það, sem mig langar til. — Ég get jafnvel ekki sagt það, sem mig langar til. Skólar og atriði, sem málarar hafa kennt mér, halda mér frá því að mála eins og mig langar til. Ég álykt- aði, að ég væri heimskt flón að mála að minnsta kosti ekki það, sem mig langaði til og segja það, sem mig langaði til, þegar ég málaði, þannig að það liti út fyrir að vera hið eina, sem ég gæti og kæmi engum við nema sjálfri mér — væri engra hagur nema rninn." Nú vék hún öllu því til hliðar, sem hún hafði áður gert, vék jafnvel vatnslitunum til hliðar, því henni fannst litir trufla sig á þessu stigi. Nú byrjaði hún upp á nýtt og vann einungis í svart-hvítu og með teikni- koli. „Það var lfkast þvf að læra að ganga upp á ný,“ sagði hún seinna. Hún sendi vinkonu sinni og skólasystur, Anitu Pollitzer, nokkrar þessara mynda í papparúllu með ströngum fyrirmælum um að sýna þær engum. Teikningamar voru í sjálfsprottnum, óhlutstæðum stíl og ólíkar öllu því, sem henni hafði verið kennt að gera. Anita, sem var mjög næm á nýjungar f myndlist, varð sem þrumu lostin er hún sá myndimar og virti ekki tilmæli Georgíu, en hélt rakleiðis til brautryðjenda nýrra hug- mynda, Alfred Stieglitz, og sýndi honum. Afred, sem var ekki óvanur því, að fólk kæmi með myndir til sín og var svo gagnrýn- inn og óþægilegur í orðum, að menn veigruðu sér við að sýna honum verk sín, varð upptendraður, er hann leit myndir þessa metnaðarfulla afkvæmi sólargresj- unnar, að úr munni hans á að hafa hrotið: „Loksins er komin kona á pappír í Ameríku." Annar hluti greinarinnnar birtist i nœstu Lesbók LU R L E N D A Rl B Æ K U R John Dos Passos: Manhattan Transfer. Með inngangi eftir Jay Mclnerney. Penguin Books 1986. Manhattan Transfer hefur fengið það vafa- sama orð á sig að vera stílæfing. Má það vel vera. Engu að síður er hún þess verð að vera lesin, jafnt af þeim sem ekki hafa lesið neitt eftir Dos Passos og hinum. Þeir síðamefndu munu þekkja ávöxtinn í stórvirkinu USA. Manhattan Transfer Qallar um lífið og dauðann og svo sem allt þar á milli því sögu- sviðið er New York á fyrstu áratugum þessarar aldar. Sögupersónur og svið eru mörg og er það leikur höfundar að rjúfa þráð- inn og viðhafa fyrirvaralausar skiptingar í tíma og rúmi. Við þetta fær verkið á sig svip margklipptrar kvikmyndar. John Dos Passos var félagslega þenkjandi maður og treysti á sósíalismann en honum snerist hugur er fram liðu stundir. Það var einmitt áræði hans að skýra frá skuggahliðum ríkustu þjóðar heims sem gerði hann frægan. Manhattan Transfer er frá því skeiði ævi hans. Barbara Leaming: Orson Welles. A Biography. Penguin Books 1987. Það er sagt og má vera satt, að varasamt sé að hæla bömum um of og að það gangi glæpi næst að telja bömum trú um að þau séu betrungar annarra baraa, að þau hafí eitthvað til brunns að bera sem heitið geti snilligáfa. Böm sem hafa verið alin upp við slíkt hafa jafnan orðið ónytjungar eða glæpa- menn. Strax í æsku fékk Orson Welles að heyra það óþvegið að hann væri snillingur. í rás tímans sannaði hann það en sagði jafn- framt sjálfur að hann hefði byijað á toppnum og síðan hafí hann verið að hrapa þetta nið- ur. Það var í hálfkæringi sagt en þó skal þess getið að aldrei hefur verið gerð jafn góð kvikmynd í Ameríku og frumraun hans á því sviðinu, Citizen Kane, sem hann vann að um það leyti sem hann var tuttugu og fímm ára. Áður en hann fór að stjóma kvikmyndum hafði hann getið sér gott orð sem leikstjóri og leikari. Orson Welles var mikilmenni og þessi bók um hann er verðugt minnismerki um hann. Bob Geldof og Paul Valley: Is that it? Penguin Books 1986. Það er ekki langt á milli Dyflinnar og Rómar. Undan pönkarabúningnum gægist allajafna hom af vörumerktum rykfrakka og milli mánudaganna gerast mörg undur. Bob Geldof þekkir sig í höfuðstað írlands og er eitthvað kunnugur Rómaborg. Hann hefur skrýðst margskonar gervi, haldið eyr- um, augum og munni opnum og furðað mannskepnuna á sjálfri sér. Það er allt gott um Geldof að segja, það verður enginn til þess að fullyrða að hann hafí verið eða sé vondur strákur. Hann óist upp eins og böm gera og kaus ungur það frelsi sem þá var boðið upp á og lá í hippamennsku, var á flakki, braut af sér og gerðist pönkari með árunum. Þau árin runnu svo hægt og bítandi af honum og núorðið er hann oftséður gestur í speglum tímanna með frægu fólki. Hann var fánaberi í fylkingunni gegn hungri í heim- inum og það vita allir. Hvað bókina varðar er efni hennar svo sem nokkurt en öll er hún yfirborðsleg og truflandi á stundum. Martin Gilbert: SHCHARANSKY Hero of Our Time. Penguin Books 1987 í júlí 1978 , var Anatoly Shcharansky dæmdur í þriggja ára fangelsi og tíu ára þrælkun fyrir njósnir. Hann og aðrir full- yrða að hann hafi aldrei njósnað fyrir neina, heldur hafi glæpur hans verið sá að vilja flytjast búferlum til ísrael. Hann var sovésk- ur þegn og þar i landi var slíkum óskum ekki tekið með neinum fögnuði af yfirvöld- um. Shcharansky er gyðingur og hefur margt mátt þola vegna þess. Hann er nú sloppinn vestur yfír, býr í Jerúsalem og er ólatur við að benda Vesturlandabúum á það misrétti sem andófsmenn í Sovétríkjunum mega þola. Þessi bók er hrífandi og þjónar tilgangi sínum vel. Það er ætlun höfundar að opna augu þeirra sem fijálsir geta talist sam- kvæmt mati okkar Vesturlandabúa, fyrir afturhaldssemi Kremlveija. Listakonan 95 ára áríð 1982 ásamt skúlptúr sem hún gerði 92 ára og er í Nútíma- listasafninu i San Fransisco.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.