Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 12
sem gerðist samtfmis, gömul, löngu liðin minning sem sótti á hugann og leitaði útrás- ar. Ungi maðurinn hélt áfram: Ég endurtók við ömmu sem hlaut að vita eitthvað meira um hann: Segðu mér allt sem hún vissi. Og amma svaraði enn: Mamma þín sagði, áður en hún dó, að hún vissi alls ekkert meira um hann, ekki hvað hann hét og ekki heldur hvaðan hann væri. Hún vissi aðeins það að hann hefði komið til sín um nóttina og verið ákaflega góður við hana. Og undir lokin hafði hún sagt: Ég veit ekki hver hann var en ég hef ekki gleymt hon- um. Það skaltu segja drengnum þegar hann er orðinn stór. Hann hélt enn áfram: Amma mín dó skömmu seinna. EFtir það hef ég ekki átt neinn ættingja á lífi svo að ég viti um. Þar er aðeins ein stór eyða. En það er eins og ég hafí alltaf verið að leita. Éf ég hef kynnst eldri mönnum sem mér hefur þótt eitthvað varið í hugsaði ég oft: Ef til vill ert þú faðir minn? Furðulegt, eða finnst þér það ekki? Mér datt það sama í hug þegar ég hitti þig. Þá braust þessi gamla minning ailt í einu ljóslifandi fram úr fylgsnum hugans þar sem hún hafði blundað svo lengi. Eg leit rólega í blá augu unga mannsins hinum megin við borðið og sagði: Þú hefur sagt mér óvenjulega sögu. Nú skal ég bæta við hana því sem í hana vant- ar. En fyrst ætla ég að spyija þig nokkurra spuminga. Haltu áfram sagði hann furðu lostinn. Höfðuð þið, amma þín systir þín og þú, höfðuð þið alltaf búið í húsinu niðri við ströndina? Nei, það höfðum við einmitt ekki gert. Bjugguð þið kannski áður á afskekktum bæ upp til fjalla? Já, við bjuggum einmitt þar. I litlum dal með miklum og fögrum lauf- skógi? Unaðsleg sumarfegurð? Já, svaraði hann ákafur. Við bjuggum þar þangað til amma dó. Ég hef farið aftur þangað og... Eg hélt áfram: Þetta var lítill sveitabær, aðeins ein gömul bjálkastofa, en við hana var nýlegri bygging töluvert stærri, tvö herbergi sitt hvorum megin við alllangan gang með svefnlofti yfir sem gengið var inní að utan upp háar steintröppur. Það stendur alveg heima, sagði hann. En Guð minn góður? Og rétt hjá bænum rann lítil á. Þar hafði verið gerður mylluhylur og úr honum rann ofurlítill foss. A hlýjum dögum var hress- andi að fá sér þar steypibað. Úr glugganum sást fossinn ekki, og... Ert þú þá kannski faðir minn? spurði hann lágt. Nei, ég er ekki faðir þinn. Því miður, var næstum komið fram á varir mínar. En nú er mér ljóst að ég þekkti hann og að við vorum eitt sinn góðir kunningjar. Hann mælti og það var gráthreimur í röddinni: í hamingjubænum, haltu áfram, maður. Já, það skal ég strax gera. Aðeins eina spumingu fyrst: Hefurðu nokkum tíma séð hring sem er eins og tvær samanfléttaðar hendur? Hann horfði á mig lengi. Því næst leysti hann af sér bindið, losaði um hálsmál skyrt- unnar og tók af sér festi sem hann hafði um hálsinn. Þar hékk hringur úr rauðu gulli, mótaður eins og tvær samanfléttaðar hendur. Haltu áfrarn, sagði hann aftur. Það eru um það bil tuttugu ár síðan þetta gerðist. Ég lá þá á Landspítalanum og þurfti að ganga undir uppskurð. Á sömu sjúkrastofu og í rúmi við hliðina á mér lá maður í sömu erindum og ég. Við lágum þar í þijár vikur og biðum eftir að komast að, og á þeim tíma urðum við góðir kunningj- ar. Já, ég get með sanni sagt að við urðum góðir vinir. Smám saman kom í ljós að sjúkdómstil- felli hans var alvarlegra en mitt. Þeir fundu að iokum æxli sem erfitt var að komast að, ekki stórt enn sem komið var, en illkynjað. Hann gat valið um að fá að lifa einhvem tíma, kannski eitt ár, eða ganga strax und- ir uppskurð sem fylgdi mikil áhætta, en einnig von um fullan bata. Hann athugaði málið vandlega og valdi uppskurðinn. Hann var rólegur og öruggur alla dagana áður en hann var skorinn upp. Hann lét senda eftir lögfræðingi og ráðstaf- aði öllu í öryggisskyni ef svo skyldi fara að honum yrði ekki lífs auðið. Hann var við öllu búinn. Eiginkona hans var í borginni þessa viku og kom til hans oft á dag. Ég hygg að hjónaband þeirra hafi verið gott, en þeim hafði ekki orðið bama auðið. Kvöldið áður en hann var skorinn upp ræddum við lengi saman. Og það var ein- mitt þá sem hann sagði mér það sem ég ætla nú að segja þér. Eg held ég muni það allt næstum því orðrétt. Það hlýtur að hafa verið geymt einhvers staðar á góðum stað. Hann hélt áfram: Ég var nokkur ár vöm- bílstjóri þar sem verið var að byggja stóra rafveitustöð. Það var nokkm áður en ég gifti mig. Ég var mikill útilífsmaður þegar á þeim ámm. Sumar það sem hér um ræð- ir var ég þijár vikur af fríi mínu upp til fjalla með einum félaga mínum. Þetta sum- ar var svo hlýtt og gott að það var næsta fágætt. Við sváfum undir bemm himni, veiddum fugl og físk til matar, urðum brúnni, frískari og fjömgri en nokkm sinni, sáum varla nokkum mann. Þessi útilega okkar var á allan hátt undursamleg. Eg minnist ekki að hafa nokkm sinni lifað slíkt sumar hvorki fyrr né síðar. Ef ég ætti kost á að lifa upp aftur einhvem hluta ævi minnar, mundi ég hiklaust velja þessar vik- ur. Og hann hélt áfram: Kvöld eitt í lok júlí komum við að afskekktum bóndabæ langt uppi í afdal nokkmm. Aldrei þessu vant fór þá allt í einu að rigna og við spurðum hvort við mættum fá að sofa í hlöðunni um nótt- ina. Okkur var góðfúslega leyft það. Heima á bænum vom þá aðeins tvær fullorðnar persónur, ung og gömul kona. Sú gamla sagði þeim að heimilisfaðirinn ungi, sonur hennar, hefði látist óvænt af slysfömm árið áður og nú væm þær hér einar. Og hann hélt enn áfram: Þegar nokkuð leið á nótt vaknaði ég og gekk út. Rökkur júlínæturinnar breiddist yfir láð og lög. Það var hætt að rigna og fersk og unaðsleg angan af gróðri þessa afskekkta dals barst að yitum mér. Ég var í þann veginn að fara aftur inn í hlöðuna og fá mér blund að nýju þegar ég varð þess var að unga konan stóð úti á steinþrepunum. Ég gekk til hennar og lét nokkuð orð falla um það hve þessi dalur væri fagur- grænn og gróskumikill, og hve gott væri að sofa hér við niðinn frá ánni. Hún svaraði því litlu en sagði síðan eftir sundarkom: Komdu snöggvast með mér. Ég ætla að sýna þér dálítið. Ég gekk með henni inn í þröngan gang og síðan upp stiga sem brakaði hátt í. Hún hló og sagði: Það gerir ekkert til. Tengda- móðir mín sefur í Gömlu-stofu. Við komum inn í rúmgott svefnloft þar sem tvö hvítmáluð rúm stóðu hlið við hlið. Annað var óbælt með kodda og teppi. Unga konan benti mér að ganga með sér að lítilli vöggu þar sem smábam svaf, hringað sam- an eins og kettlingur. Hún sagði lágt, nánast hvíslaði: Það er telpa. Vindgustur blés gluggatjaldi inn í her- bergið, og með honum barst angan af birki og blómum. Ég lét einhver orð falla um það að lífíð gæti stundum verið óskiljanlegt og miskunn- arlaust, og var ákveðinn í að fara sem fyrst aftur út. Þá var sem ég heyrði eins konar neyð- aróp að baki mér: Nei, vertu héma kyrr hjá mér í nótt. Sofðu í rúminu hans þótt ekki gerist neitt annað. Þú veist ekki hve erfítt það er að vera ein. Og hann hélt áfram: í dögun dró ég hring af fíngri mínum og sagði að hún skyldi eiga hann til minningar um þessa nótt. Það var fallegur og sérstæður hringur sem ég keypti í Rómaborg þegar ég, vor eitt, ók þangað með hóp ferðamanna. Félagi minn svaf vært í heyinu eins og fyrr. Um morguninn rökuðum við okkur við ána og fengum okkur steypu úr fossinum sem kom úr mylluhylnum. Við sáumst það- an ekki frá bænum. Gamla konan bauð okkur inn í ágætt morgunkaffi sem við þáðum með þökkum. Þær stóðu báðar á steinþrepunum þegar við fórum. Unga konan hélt á stelpunni sinni litlu í fangi sér. Nokkru seinna sagði félagi minn: Hefurðu týnt hringnum þínum? Ég sá hann ekki leng- ur a fingrinum? Ég svaraði: Hann hlýtur að hafa runnið af mér í steypunni undir fossinum. Hann sagði: Þú verður að reyna að finna hann. Ég svaraði: Ég ætla heldur að skrifa þeim og biðja þær að senda mér hann ef þær finna hann. Þetta sagði hann mér kvöldið áður en hann var skormn upp. Því næst bætti hann við undrandi: Ég skil raunar alls ekki hvers vegna ég fór að segja þér frá þessu sér- stæða atviki í lífsreynslu minni. Ég hef aldrei fyrr minnst á það við nokkum mann. Uppskurðurinn tókst vel. Læknamir héldu að allt mundi ganga að óskum. Konan hans fékk að heimsækja hann strax daginn eftir. En seint næsta kvöld kom hjúkmnar- kona í flýti inn á sjúkrastofuna þar sem ég lá og sagði: Hann er að fara frá okkur og á ekki langt eftir. Hann langar til að tala við þig. Komdu með mér strax. Hann gat ekkert talað þegar ég kom, en hann greip fljótt í hönd mína. Hann reyndi að brosa og það sáust engin merki um ótta eða óróleika í svip hans, aðeins undmn og spum. Þannig dó faðir þinn. Ákafi sá og eftirvænting sem verið hafði svo áberandi í fasi og framkomu unga mannsins hinum megin við borðið vom nú horfin. Og hann sagði með þeirri undran og spurn í svipmóti sem minnti mig mjög á föður hans: Þannig dó faðir minn. Og hann endurtók eins og ósjálfrátt síðustu orðin: Faðir minn. Við sátum helming næturinnar í þessum litla sal. Ég varð að segja honum bókstaf- lega allt sem ég vissi um föður hans. Hann spurði um svo margt að ég var satt best að segja orðinn sárþreyttur. Við skildum á hafnargarðinum í Bodö daginn eftir, dmngalegan, stormasaman morgun. Það yrði vist engin skemmtisigling yfir Vesturfjörðinn að þessu sinni. Það var sem hann ætlaði aldrei að geta sleppt hendi minni. Hann sagði: Nútíðin er mín. Framtíðina ætla ég að skapa sjálfur. En þú hefur gefið mér aftur fortíðina. Því mun ég aldrei gleyma. Þýðing: Sigurður Gunnarsson, fyrrum skólastjóri. ÞORGEIR IBSEN Bjarkarás- gjörningur Hvað bindur mig svo í báða skó við Bjarkarás þennan? Angan úr runna, fegurð og ró: — hin rómaða þrennan? Hver veit? En eitt hefur auðnast mér, er ásinn kveð þennan, — að horfin úr kroppnum alveg er öll streitan og spennan. Bjarkarás kæri, ég þakka þér þinn gjörning þennan. Lýðhvöt — Brot — Spólur mál-spjallanna spila þeir fyrir múginn, — ósóma upp hranna; — allt er að fara í súginn. Tunga móður minnar, mjög er að þér sorfið. Er gengi giftu þinnar gjörsamlega horfið? Þeim, sem á þér níðast, þeim, sem reynast illa, — má ei lengur líðast lindum þínum að spilla. Þínar Ijóða-Iindir löngum hertu stálið; Þú gafst oss glæstar myndir, goðumborna málið. Útvarps-mál er mengað og margt er þar á reiki; tel lýðum lítinn feng að lontum þar á kreiki, sem firra feðratungu framburði sínum réttum og eitra fyrir þá ungu útlendum með slettum. Mál er að látum linni; lýtin ber að varast, sem verða á vegferð þinni, ef viltu eigi farast. Lát ógnir aldarinnar eigi á þér hrína. Gæt tignar tungu þinnar af trú við æru þína. Höfundurinn er fyrrverandi skólastjóri i Hnarfirði. ÞORRI JÓHANNSSON VORNÓTT í KIRKJUGARÐI Sólgrá vomótt í votum kirkjugarði. Rök lauf lykta af eyðingu vorsins. Ómerkt gröf. Vera með mosavaxið andlit. Greypt í stein. Minning háð andvörpum annarra. Fyrír framan hvössdöpur augun er gróðursett tré. Umlykur andlitsbeinin. Það líða skúrir gegnum birtuna. Blíðhlý molla sest á blautan mosann. Skapar óvart líf með dauða. LOGANDI VIT Ég var vakinn til að sjá dauðann fyrir lífið, lífið fyrir dauðann. Tilveran er hópsefjun, veruleikinn er máttur hugans í göldrum kraftaverkanna. Grá borgin er fráhrindandi lífvera og skolpræsin æðarnar. Uppreisnarengillinn lýsir upp gráu hræsnina. Þeir Ijúga að hann sé illur í nafni siðgæðiseinvalds, guðs síns. Lygi árþúsundanna er veruleiki í sameiginlegri ímyndun hjarðarinnar sem streymir um borgina uppfull af dauðahræðslu og helvitishótunum. Hún hlýðir í tilbeiðsluóttanum, annars brennur hún í efa vitsins. Höfundurinn er ungt skáld í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.