Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1987, Blaðsíða 9
ilÍSfSí bein, 1943. Olíulitír á Iéreft. Dautt tré i Nýju Mexíkó, 1943. Olíulitir & léreft. „Og af hveiju þótti engum ég falleg," þótti henni ástæða til að spyija sig löngu seinna, „og ég, sem var bara eins árs .. „Fjölskyldutengslin voru aldrei náin,“ sagði hin níutíu og tveggja ára systir henn- ar, Catherine Clenert, eftir lát Gíeorgíu og hin eina eftirlifandi þeirra systkina. Og annar aðalerfíngi hennar, bróðurdóttirin, June O’Keeffe Sebring, kvaðst aðeins hafa hitt listakonuna tvisvar. Einfaldir Strangir Siðir — Þetta fólk ræktaði með sér einfalda og stranga siði, sem voru í nánum tengslum við náttúruna, og þessi einfaidleiki ein- kenndi list Georgíu frá fyrstu tíð til hins siðasta. Chaterine, amma hennar, fléttaði venju- lega hár sitt og vafði fléttunum um höfuðið; hún klæddist bláu heima fyrir, en svörtu, þegar hún fór í heimsókn. Sú venja hins þroskaða listamanns að klæðast svörtu með hvítum kraga eða annars konar einlitum klæðnaði, með silfrað hárið fléttað eða fest með pijóni í hnakkagrófína, teinrétta stöðu, skýran talanda og með samsafn „ósnertan- legs“ skrauts úr ríki náttúrunnar — allt eru þetta trúlega meðvituð eða ómeðvituð áhrif frá ömmunum tveim. Prá fýrstu tíð hafði Georgía ánægju af að vinna með höndunum, sem voru einstak- lega fagrar, og sú árátta hennar að sauma fín föt á brúður sínar kom óefað frá ömm- unni Catherinu, sem saumaði allt á sig yst sem innst. Georgia saumaði einnig ýmislegt af fötum sínum sjálf, og er hún var orðin þekktur listamaður, pantaði hún föt sérstak- lega, sem hæfðu hennar eigin mótaða stíl. Af framanskráðu er ljóst, að Georgía var af sterkum, dugmiklum og framagjömum ættum og þess má geta, að langafí hennar átti nafnkennda hótelkeðju í miðri New York-borg. En þessi fjölskylda hefur um margt verið óvenjuleg, sem marka má af því, að þótt allir meðlimir hennar að heimil- iskennurunum meðtöldum snæddu saman og byggju í hinu stóra húsi, þá fóru þau hvellt og snöggt: „Þú mátt ekki gera þetta a-ftur“ (You must no do it a-gain). ÍRSK í FÖÐURÆTT En þrátt fyrir allt þá kaus hún heldur að halla sér að hinu glæsilega nafni hinnar ömmunnar, Mary Catherine O’Keeffe. Föð- urættin O’Keeffe fluttist fyrst 1848 frá Kilkenny á írlandi til Ameríku. Tók sig upp þaðan, vegna þess að ullarfyrirtæki fjöl- skyldunnar varð gjaldþrota. Fór með skipi frá Liverpool til New York, og þaðan var haldið til vatnanna miklu og svo með uxa- kerru til Winsconsin, þar sem hún festi sér Kjúkl- ingur við sólar- upprás, 1917. Vatnslit- ir. Rauðar plómur og bláar, 1920. Olíulitir á léreft. land þijár og hálfa mflu frá Sun Prairie og tólf mflur frá Madison. Ræktuðu kartöflur, kom og næpur og reistu fyrsta grindahúsið þar um slóðir. Að sjálfsögðu var fólkið kaþ- óiskt og gerði sér langar ferðir uppábúið í guðshús. Georgia var einfari, þótt systkinin væru sjö, og ólst upp á stórum búgarði með mik- il umsvif. Foreldrar hennar höfðu alist upp í nágrannabúgarðinum, sem sameinaðist við giftingu þeirra. Móðir hennar, Ida Ten Eyck Totto, var tvítug, þegar hún átti Francis O’Keeffe í Madison, Winconsin, 19. febrúar árið 1884. Ein af fyrstu minningum Georgíu úr frumbemsku tengist árstíðaskiptum, er snjórinn var á burt og grasið farið að spretta. Hún var borin út í ilmandi vorið og lögð á heimasaumað bútateppi á gras- flötinni. Minningin af nýsprottnu grænu og angandi grasinu, sterku sólarljósi, sem bar við mjúkt rósótt og litfagurt teppið, fylgdi henni alla tíð. Einkum fyrir það, að aðdáun viðstaddra beindist öll að eldri bróður henn- ar og frumburði foreldranna ásamt öðm bami. Og þar sem Georgia litla skreið um, fannst henni hún vera sárlega afskipt og prflaði út fyrir teppið, en var skjótlega föng- uð og borin á það aftur. sínar eigin leiðir og heimilisfaðirinn var í burtu frá því árla morguns til kvölds við hina umfangsmiklu búsýslu. Allt þetta er rétt að gaumgæfa varðandi hinn sérstæða stíl, sem Georgía þróaði með sér snemma á ferli sínum, kristalstæran og einfaldan, sem vó salt milli kerfísbundins natúralisma og óhlutstæðs málverks (ab- straktsjónar). Lengi hef ég velt því fyrir mér um dag- ana, hvaðan þessi sláandi einfaldleiki væri ættaður, sem einkennir list Georgíu O’Keeffe, óaðfínnanlegt handbragð, birta og dularfullt yfírbragð. Og nú sé ég ekki betur, en að svarið fínnist í persónu henn- ar, ættarmóti, umhverfí og uppeldi. Það er líkast því, sem margt af því helsta, sem einkennir íra og Ungveija, sé samankomið í svipsterku andliti hennar og fagurlega mótuðu höndum með hollenzka drætti í bland. VarlaNokkur Evrópuáhrif Georgia O’Keeffe skilur sig að því leyti frá flestum öðrum frumkvöðlum núlistar í Ameríku, að menntun hennar var algjörlega af innlendum toga spunnin, og það er erfitt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. NÓVEMBER 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.