Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Blaðsíða 17
þess að fullvissa sig um að brenna sú væri lögum samkvæmt. Menn báru virðingu fyr- ir lögum, einkum einn sem í Jónsbók stóðu. Tveir áratugir voru frá Fjallamálum og ólgu hafði lægt. Gamli hreppstjórinn sat nú á friðarstóli og virtur vel. Skógabændur riðu á fund hreppstjóra og sögðu honum tíðindi. Hann reið á strand- stað við tíunda mann. Þar skipaði hann ijögurra manna varðflokk undir forystu Hjörleifs Jónssonar, bónda í Skarðshlíð. Skyldi hann bjarga því undan sjóum sem á land skolaði. Einkum skyldu þeir gæta að líkum sem á land ræki og veita þeim umbún- að. Þann 23. sendi hreppstjóri þá bændur, Guðmund Kjartansson í Ytri-Skógum og Jón Bárðarson í Drangshlíðardal með bréf til lögreglustjóra, Björgvins Vigfússonar á Efra-Hvoli. Hann brá skjótt við og fór að Eystri-Garðsauka, en þar var næsta símstöð, og tilkynnti stjórnvöldum í Reykjavík hvað að höndum hafði borið. SjöHöfðuFarist Næsta dag, föstudag 24., reið lögreglu- stjóri ásamt ritára sínum austur að Drangs- hlíð í fylgd þeirra bænda, Jóns og Guðmundar. Þangað náðu þeir eftir ellefu stunda ferð. í Drangshlíð voru hinir fimm skipbrotsmenn komnir. Lögreglustjóri tók skýrslu af þeim. Sjö menn höfðu farist, all- ir yfirmenn svo og tveir hásetar. Hreppstjóri greindi frá ráðstöfunum sínum sem áður getur. Fjómm líkum hafði skolað á land. Þau hafði hreppstjóri látið færa til næsta kirkjustaðar í Eyvindarhólum. Síðar gafst bátsmanni kostur að bera kennsl á þau. Hann hafði látið senda eftir héraðslækni, Stefáni Gíslasyni í Vík, vegna fótarmeins tveggja skipbrotsmanna, einkum drengs þess sem Skógabændur höfðu fundið einan síns liðs í Jökulsáraurum. (Héraðslæknir linaði þjáningar hins unga manns með því að rjóða eymsli hans spritti. Dró þá úr kvöl- um hans í bili en hófust að nýju skömmu eftir að læknir var farinn. Tók þá hrepp- stjóri skurðhníf og risti á graftarkýli á fæti hans. Hresstist hann svo dag frá degi og reyndist ferðafær 1. mars.) Næsta dag reið lögreglustjóri á strand- stað í fylgd Jóns hreppstjóra, Gissurar Jónssonar og bátsmanns. Áður en lögreglustjóri hyrfi af strandstað lét hann hreppstjóra og Gissur Jónsson Jcveða á um ástand skipsins. Vom þeir eið- svarnir. Álit þeirra hljóðar svo: „Öll yfirbygging er úr skipinu, aptur- mastrið og reykháfurinn alveg brotin af, sömuleiðis er mestur hluti af tréstokknum sjávarmegin úr skipinu og stýrið alveg burtp. Ennfremur ætlum við, að gat sé á stjómborðssíðunni aptantil, því það virðist að sjór hækki og lækki í öptustu lúgunni eptir sjávargangi, en þetta hefur eigi enn verið hægt áð rannsaka til hlítar, því alltaf gengur brimið öðmhveiju yfír skipið. En það er því álit okkar að ekki sé viðlit að ná skipinu út í þessu ástandi og að allar tilraunir í þá átt hljóti að verða árangurs- lausar. Við dæmum því skip þetta algjört strand.“ Undir þessa álitsgjörð skrifa þeir feðgar nöfn sín. HeimildTilAð Selja Skipið Síðan ríður lögreglustjóri vestur fjömr og lítur á það sem á land hafði skolað úr Brema. Var það að sjá mest spýtnamsl, nokkrar körfur, sundbelti og tunnur, tvær með grút, en hinar allar tómar, brot úr reyk- háfnum, og nokkrir frystikassar úr járni. Virtist honum það lítil virði, svo að ekki svaraði kostnaði að láta gæta þess til lengd- ar. Fól hann því hreppstjóra að selja það á uppboði svo fljótt sem unnt yrði. Hins vegar taldi lögreglustjóri sig skorta heimild til þess að selja skipið. Hennar yrði að afla hjá hinum þýska konsúl í Reykjavík. Hann yrði því enn að ríða fram og aftur út í Hvolhrepp, enda næsta símstöð í Eystri- Garðsauka. Heima í Drangshlíð setti lögreglustjóri rétt. Allir skipbrotsmenn vom þar mættir og lögðu fram skrifaða skýrslu sem þeir höfðu samið að fyrirmælum dómarans um atvik strandsins. Var hún síðan lesin í heyr- anda hljóði á þýsku, en allir strandmenn undirrita hana eigin hendi. Þótt þess sé getið í strandbók að skýrsla þessi verði lát- in fýlgja réttargjörð í frumriti, þá finnst hún ekki meðal réttarskjala í Þjóðskjalasafni. Hreppstjóri mætti og fyrir rétti og var áminntur um sannsögli. Hann lýsti veðri aðfaranótt 21. febrúar svo sem áður getur. Lögreglustjóri fól hreppstjóra umsjón með björgun úr Brema svo sem kostur yrði og ákvað að hafa þijá menn á strandstað til gæslu. Hreppstjóra var falið að annast útför látinna skipbrotsmanna. Gissuri Jónssyni í Drangshlíð var falin umsjón með flutningi strandmanna suður sem talinn var geta hafist þann 28. febrúar. Hann réð sér til aðstoðar Skógabændur, Guðmund og Pál. AUSTURREIÐ MEÐ SÍMSKEYTI Þann 8. mars er lögreglustjóri enn kom- inn í Drangshlíð og nú með símskeyti frá hinum þýska konsúl sem heimilar honum sölu Brema á strandstað án neinna skil- yrða. Austurreið hefur tekið hann tvo daga. Vegna óveðurs og náttmyrkurs varð hann að leita sér gistingar í Holti undir Út-Fjöll- um. Framundan voru Holtsá, Svaðbælisá, Laugará, Bakkakotsá og kvíslar úr Kalda- klifsá. Að nauðsynjalausu lögðu menn ekki í þær í hríðarveðrum en dimmt var af nóttu. Samdægurs ríður lögreglustjóri á strand- stað. Enn gengur brim yfir Brema. Engu að síður ræður hann einn mann til aðstoðar vaktmönnum að þeir freisti að moka sandi úr vélarrúmi og leiti'að líki skipstjóra, en skipbrotsmenn höfðu síðast séð hann berast þangað með brotsjó. Fimmtudag 9. mars er lögreglustjóri staddur á strandstað í síðasta sinn til þess að halda uppboð á Brema, en það hafði verið auglýst með viku fýrirvara, Sjór gekk enn öðru hvetju yfir skipið og engin tök að bjarga meiru. Ekki hafði tekist að moka upp úr vélarrúmi svo að lík skipstjóra fannst ekki. Hreppstjóri og vökumenn leggja fram skrá yfir allt sem bjargað hafði verið. Hófst svo uppboðið. Strandgjörðin er þar með til lykta leidd. Upplesið. Staðfest. Björgvin Vigfússon. Jón Hjörleifsson. Laugardag 11. mars heldur lögreglustjóri heim á leið frá Drangshlíð og telur sig hafa leitt þetta strandmál til lykta. En Brema átti enn eftir að koma við sögu. Undir Út- Fjöllum fréttir hann að lík hafi rekið á Bakkafjöru í Austur-Landeyjum. Hann legg- ur því lykkju á leið sína, ríður suður að Bakka og setur rétt yfir Lofti Þórðarsyni, bónda. Hann skýrir svo frá að 4. mars hafi lík rekið á Bakkafjöru. Það var klæðlaust með öllu, en slitur af blárri peysu um háls þess. Á hægri framhandlegg var bijóstmynd af manni en neðan undir henni „kennibók- stafímir" J.F. með latínuletri. Loftur segist hafa að fyrirlagi hreppstjóra smíðað utan um það og lokað kistunni. Lögreglustjóri telur að allar líkur bendi til að þetta sé hásetinn Johan Fischer sem drukknaði af Brema. Fól hann Lofti bónda að flytja líkið til Eyvindarhólakirkju og skuli leggjast í eina gröf með félögum sínum. Þessi endapunktur Bremamálsins er tákn- rænn fýrir Björgvin Vigfússon, sýslumann, lýsir skýrt mannúð hans og mildi. í stað þess að láta jarða þennan óþekkta sjómann að Krossi, sóknarkirkju Bakka, skal hann fluttur heila þingmannaleið yfir sjálft Mark- arfljót í rysjóttri vetrartíð til þess eins að hljóta hinstu hvíld við hlið félaga sinna í Eyvindarhólum. Yfirvöld Rangæinga Um hálfrar aldar skeið höfðu Rangæing- ar búið að misjöfnum yfirvöldum. Sumir sýslumenn reyndust ljúfir, aðrir harðir í horn að taka. Hermann Johnsson sat þeirra lengst í embætti. Hans var lengi minnst vegna ljúfmennsku og umburðarlyndis. Páll Briem tók við embætti eftir Hermann. Hann reyndist harður og óvæginn. Mönnum virt- ist hann láta sér lynda að stórþjófar hengdu smáþjófa, svo að vitnað sé til orða meistara Jóns. Þegar hin illræmdu Fjallamál voru í algleymingi komst þessi kviðlingur á kreik: Hermann reyndist þjófum þjáll þá var erfítt glæp að sanna. Sagt er nú að sverfi Páll að samviskunni Ijallamanna. Magpiús Torfason tók við sýslumanns- embætti af Páli Briem. Mönnum virtist hann mundi fremur feta í fótspor Páls en Her- manns. Á það fékkst þó ekki reynsla, enda hvarf Magnús úr héraði að einu ári liðnu. Þá gerðist Einar Benediktsson sýslumaður Rangæinga. Litlar sögur gengu um embætt- isfærslu hans. Mun hann því ekki hafa þótt sýtingssamur um smámuni. Hins vegar geymdust í minnum glæsileiki hans og fyrir- mennska. Siguijón Guðjónsson, fyrrum prófastur í Saurbæ, minnist þess enn er þau sýslumannshjón riðu í hlað í Vatnsdal, bemskuheimili Sigutjóns, að heldur hélt hann þar fara ævintýrapersónur en mennska menn. Björgvin Vigfússon gerðist sýslumað- ur Rangæinga er Einar Benediktsson lét af því starfi. Björgvin Vigfússon var sýslumaður Rangæinga frá 1908 til 1936 er hann lét af embætti vegna aldurs. Hann reyndist réttsýnt yfirvald. Dómar hans, sem skotið var til æðra dómsstigs, stóðust. Öll var embættisfærsla hans til fyrirmyndar. En Björgvin Vigfússon var ekki einungis farsælt yfirvald, heldur barðist hann fyrir framfaramálum í héraði. Tvö bar hæst: Skóla- og brúarmál. Árum saman ræddi hann og ritaði um lýðskóla sem rísa skyldi austur þar. Til þess að fátækum ungmennum gæfist kostur á skólagöngu vildi hann iáta nemendur vinna fyrir kostnaði. Hugsjón sýslumanns var sú að bók- og verknám héldust í hendur. Ekki hafði sýslumaður erindi sem erfiði. Skóla- mál Rangæinga leystust ekki fyrr en eftir dag Björgvins er Héraðsskólinn í Skógum (nú oft sagt og ritað ranglega að Skógum) reis af grunni 1949 og þá í öðru formi en sýslumaður hafði ætlað. í brúarmálum varð sýslumanni betur ágengt. í miðri heimskreppu tókst honum að safna lánsfé f heimahéraði til þess að búa Markarfljót og hliðarár þess sem þá þvældust hömlulaust í fjórum álum niður Landeyjar. YFIR 9 ÓBRÚAÐAR ÁR Efri-Hvoll og Eystri-Garðsauki eru skammt í frá þar sem nú stendur Hvolsvöll- ur en sinn til hvorrar handar. Leið- milli leirra er því lengri en svo að farin yrði fótgangandi. Sýslumaður hefur því orðið að söðla sér hest er hann brá sér „til næstu símstöðvar í Eystri-Garðsauka“ til þess að tilkynna stjórnvöldum syðra um strand Brema. Frá Efra-Hvoli til Drangshlíðar varð hann að ríða níu óbrúaðar ár, tvær þeirra. Markarfljót og Þverá, stórfljót, en allar við- sjárverðar í klakaböndum. Leið þessa, sem tók sýslumann níu stundir að ríða austur og í annan tíma tvo daga, þjóta menn nú í bíl á tæpum klukkutíma á hlemmivegi með bundnu slitlagi. Ár eru enginn trafali, enda allar brúaðar. Raunar hefur þeim fækkað um tvær, því að vötn Markarfljóts renna nú í einum farvegi. Á túnaslætti barst hreppstjóra bréf frá sjálfum Vilhjálmi Þýskalandskeisara ásamt heiðurspeningi úr gulli fyrir lækningastörf. Sjálfur flíkaði hann þessu lítt og taldi síst til afreka. Um langan aldur hafði hann beitt hnífi sínum við meinum manna og málleys- ingja og hafði enginn býsnast yfir. Hins vegar þótti honum vænt um Dannebrogs- orðu sína og lét taka af sér ljósmynd með hana á bijósti. Á þessum tímum þótti mik- ill vegsauki að orðu þessari. Ritari Strand- bókar lét heldur aldrei undir höfuð leggjast að skrifa framan við nafn hreppstjóra dbr., en þannig er Dannebrogs-maður skamm- stafað. Anna, dóttir Jóns Hjörleifssonar, erfði pening Vilhjálms keisara. Eftir lát hennar gáfu synir hennar Byggðasafninu í Skógum hann og er hann nú þar ásamt öðrum grip- um. Steinar J. Lúðvíksson minnist á Brema- strandið í riti sínu, Þrautgóðir á raunastund. Þar segir: „Sjö af fimmtán manna áhöfn (rétt væri tólf) dmkknuðu er freistað var að komast á björgunarbát skipsins .. Þessi frásögn um björgunarbát fær ekki staðist. Hans er og hvergi getið í Strandbók. Ef undan eru skilin stórgrýtisurð vestan Maríuhliðs við' Jökulsárósa á Sólheima- sandi, Dyrhólaey, Reynisfjall og Ingólfshöfði er endilöng strandlengja Islands frá Þjórsár- hrauni til Eystra-Homs einn samfelldur ægisandur. Skip sem þar stranda berast upp í fjöru og því engin róðrarleið fram undan. Skipbrotsmönnum var best borgið gætu þeir haldist um borð uns sand hafði borið að skipi þeirra. Mátti þá oftast ganga þurr- um fótum í land. Þegar Brema strandaði var haugabrim sem hélst óslitið fram til 9. mars að minnsta kosti. Tíu eða ellefu manns hefur skolað fyrir borð. Fimm björguðust en hinir hafa dmkknað. Sem fýrr segir sást skipstjóri steypast ofan í vélarrúm. Þar hefur hann grafist sandi og fannst aldrei. Við samantekt þessa hef ég stuðst við Strandbók Rangárvallasýslu. Páll Valdason, verkstjóri, hefur veitt mér viðbótampplýs- ingar um björgunarþátt Skógabænda. Sjálfur var hann ellefu ára drengur í Skóg- um 1911. Páll er ern með trútt minni þrátt fyrir háan aldur. Ég var samtímis Brema-mönnum í Drangshlíð á aðra viku. Ekki minnist ég atburðarásar, enda þá einungis fimm ára. Þijú atriði standa mér þó skýr fyrir hug- skotssjónum: Leikur strandmanna við okkur bræður í djúpum snjó, skurðaðgerð afa míns og þau kynstur af grepti, sem út vall, og í upphafi suðurreiðar er Skógabændur gengu að einum strandmanni á fætur öðram og hysjuðu þá á bak. Slíkri hestamennsku hafði ég aldrei kynnst. Höfundurinn er fyrrverandi skólastjóri. HRAFN GUNNLAUGSSON In Memoriam (Ellen Sveinsson f. 1888 — d. 1974) kornunga brúður ég bið þér hvíldar í örmum unnusta þíns hér hefur hann sofið undir sænginni hvítu og sverðinum sem grænkar á vorin þegar hjörtun ærast af ástríðum og syngja í trjánum haglélið fer hamförum um garðinn gamla leiðið hans opið hann opnar þér faðminn í fæðingu dauðans ó hversu gott er að hitta hann aftur ungan og sterkan eftir öll þessi ár laus við langnættið kalda og lúið hold liggja í örmum hans mold af mold Elskandi elskandi Tveir fuglar nauðlentu á skipi skjálfti í rá og reiða og rjúkandi öldur nóttin ruggaði úti á reginhafi undir fisléttri sæhg sjórinn og eilífur beljandi og skipið ruggandi og í atlogum hrynjandi og ég hvfslandi og þú hlægjandi, ekki heyrandi að ég var hvíslandi og næstum því hvískrandi: að ég væri ástfanginn elskandi og þú alltaf hlægjandi og úti beljandi beljandi... Höfundur er kvikmyndaleikstjóri. LEÓ ÁRNASON FRÁ VÍKUM Helgreip Hnígur hnattstaða hljóð, að haustsins svæflum. Blundar þögl íbergs- ogfossanið. Hljóðnar harpa lífs, stíga englar drottins dans. Fetar almættið sjálft, fram á bergsyllu.. Titrar hjarta þess, undan ægi þunga lífs. Höfundurinn er frá Vfkum á Skaga og þekkt- ur sem Ljón Norðursins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JANÚAR 1988 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.