Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Blaðsíða 19
LESBOE
M O R G U N B L A Ð S I N S
8. JANÚAR 1988
Oddný Björgvinsdóttir
tók saman
Að þessu sinni verður
fjallað aðeins um stöðu
skiðaíþróttarinnar i
heiminum — hraðstig-
ar framfarir í skiðabúnaði —
iðnað og ferðaþjónustu i tengsl-
um við iþróttina og — vinsældir
hennar fyrr og nú. FERÐA-
BLAÐIÐ er að byija að blaða í
gegnum skíðabældinga frá
ferðaskrifstofum og lítur núna
á staði sem Flugleiðir, Útsýn og
Ferðaskrifstofa Guðmundar
Jónassonar bjóða upp á. Ferða-
skrifstofur okkar virðast
keppast við að bjóða fram og
sérhæfa sig í áhugaverðum
skíðasvæðum.
Skíðaiðnaður og ferðaþjónusta
Úrval af skíðaferðum hefur
aldrei verið meira og allir ættu
,að geta fundið ferðir við sitt hæfi
— jafnvel þeir sem aldrei hafa
stigið á skíði. Skíðaferð á skipu-
lögðu skíðasvæði getur verið
stórkostleg heilsubót og skemmti-
legur frítími, ef að öllu er farið
með gát — verið með góðan bún-
að og ferðin valin í réttu hlutfalli
við pyngju og getu.
Skíðafólk er létt á brún þessa
dagana því snjórinn er kominn og
allar líkur benda til að hann hald-
ist næstu dægrin. Það má fara
að taka skíðin fram og athuga
hvort allt sé í lagi. — Munið að
smyija bindingar og stilla rétta
þyngd. — Er stafa- eða skíðalengd
rétt — hefur ekki tognað úr henni
eða honum? Alpa-snjórinn hefur
hingað til verið af skomum
skammti. Kannski á snjórinn á
íslandi eftir að draga ferðamenn
hingað frá snjólitlu meginlandi.
VINSÆLDIR SKÍÐANNA
Skíðaíþróttin hefur náð miklum
vinsældum á örfáum árum. Mið-
depill hennar eru hin skörðóttu
fellingafjöll — Alparnir — enda
er talað um alpagreinar þegar
rætt er um hin ýmsu stig íþróttar-
innar. Alpamir teygja sig yfir
Austurríki og Sviss, inn í austur-
hluta Frakklands og norðurhluta
Ítalíu. Þessar þjóðir búa yfir bestu
skíðasvæðunum í Evrópu. Litlar
45 milljónir manna í heiminum
stíga á skíði. íþróttin náði mestum
vinsældum á árabilinu 1960-1980.
Árleg aukning nam þá 10-15 pró-
sentum. En frá 1980 hefur vöxtur
hennar hægt á sér og hún er tal-
in bæta við sig um 2-3 prósentum
árlega. Kostnaður er talinn vera
aðalorsök þessarar stöðnunar.
Skíðaíþróttin gefur kost á
víðtækari iðnaði og ferðaþjónustu
en nokkur önnur íþróttagrein.
Samanburður við aðrar íþrótta-
greinar sýnir þetta ljóslega.
Flestar íþróttagreinar krefjast
sérhæfðs fatnaðar og þeir sem
stíga eitthvað á skíði virðast ekki
geta sýnt sig í brekkunum nema
í tískuklæðum og allir vita að
tískan breytist ár frá ári sem
reyna að eltast við hana. Ef fatn-
aður er undanskilinn og litið á
annan útbúnað íþróttamanna,
sjáum við að knattspymumaður-
inn þarf fótbolta og knattspymu-
völl; golfleikarinn golfkúlur,
kylfur og golfvöll; tennisleikarinn
kúlur, tennisspaða og tennisvöll.
En skíðamaðurinn þarf skíði með
sérstökum bindingum, stafí,
skíðaskó sem virðast alltaf vera
að breytast og batna með hveiju
ári, lyftur til að komast upp á
hæðarbrún — svo ekki sé talað
um allt andlitskremið, varasalv-
ann og í flestum tilfellum gistingu
og uppihald í nálægð skíðasvæð-
anna ef á að stunda íþróttina að
einhveiju ráði.
Það undrar engan sem lítur á
allan útbúnaðinn að skíðaíþróttin
er ábatasöm fyrir þjónustugreinar
sem byggjast á henni, en líka
nokkuð kostnaðarsöm fyrir þá
sem stunda hana. Engin leið virð-
ist vera til að lækka kostnaðinn.
Þeir sem byggja afkomu sína á
þjónustu í kringum skíðafólk em
hræddir við að ótryggur verð-
bréfamarkaður komi til með að
hafa þau áhrif að færri ferðamenn
Markaðurinn stjórnar hraðanum
Skíðaiðkendur*
sem hlutfall af íbúafjölda, 1987
0 % 10 20 30 40 50
i i r i i i
Sviss (|jf)
| ......... " [ | Austurriki ’• ?
j|||||||:|j Frakkland
JJapan
<5o)
Miniónir*-Cíöo)
skiðaiftkenda^^^1
j V-Þýskaland
Ítalía
J N-Amerika
Q Bretland
* Skiöaiökandi er sá
sem fer i þaó minnsta
4smnumáskiöiáári.
*
Heimild: Rossignol, Salomon