Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1988, Blaðsíða 13
Ííslenzkum frystihúsum erhafin vélvæddpökkun í neytendaumbúðir fyrir Banda-
ríkjamarkað. Uppskrifta bæklingvr fylgir hverri öskju. Selt er undir merki
kaupandans, sem hefur hannað umbúðirnar.
Borð úr gleri og steini eftir David Hertz, arkitekt í Los Angeles.
íslenskur Iistiðnaður / hæsta gæðaflokki, þar sem frábær hönnun
og útfærsla helst í hendur: Munir eftir Sigrúnu Ó. Einarsdóttur
og Sören Larsen, sem standa að verkstæðinu Gler í Bergvík.
málmum og samsetningum ýmiskonar er
slíkt að mðnnum óar við. Allt er til og sam-
keppnisstaða einstakra framleiðenda ræðst
fyrst og fremst af því hve vel þeir þekkja
þarfirnar og vita hvar á að nálgast hentu-
gustu lausnimar til að uppfylla þær. Við
_erum samt ekki á leiðinni á smiðjustigið
aftur; það er ekki farið að framleiða á hand-
verksgrunni það sem áður var' fjöldafram-
leitt. Heldur hefur sú ögun og tækni sem
'fjöldaframleiðslan krefst, náð hærra stigi.
Það sem borgar sig að framleiða í stórum
seríum verður áfram framleitt með þeim
hætti, en það er lítið sem ekkert dýrara að
sérsmíða (innan skynsamlegra marka). Nýja
handverkið er ákveðin útgáfa af fjöldafram-
leiðslu, ekki gamla handiðnin endurvakin.
Upplýsingatæknin hefur á sér aðra hlið.
Pjölmiðlun og upplýsingamiðlun almennt
hefur stóreflst og nú er staðan sú að
reynsluheimur okkar mótast líklega jafn
mikið af þeim upplýsingum og hughrifum
sem við nálgumst í gegnum Qölmiðla og
af samneyti okkar við fjölskyldu, vini, kunn-
ingja og nánustu samstarfsmenn. Þetta er
ný staða sem ekki má vanmeta, eins og
komið verður að síðar.
I rauninni er aðdáunarvert að við þessar
aðstæður skuli vera til fólk sem hefur at-
vinnu af því að skipuleggja neysluvenjur tvö
til fjögur ár fram í tímann. L. Edelkort
er litasérfræðingur og ráðgjafi fyrir fjöl-
mörg fyrirtæki í mörgum greinum. Hún
vinnur m.a. fyrir tískufyrirtækin, snyrti-
</
/
vöruiðnaðinn og bílaiðnaðinn. Edelkort flutti
fyrirlestur sem hún nefndi Identification
and Visualization ofu Trends.
Homsteinninn í aðferðafræði Edelkort
byggist á þrískiptingu þróunarinnar. Hún
líkti þróuriinni við bylgjuhreyfingar sem
væru mis umfangsmiklar og tækju mismun-
andi tíma. Þannig eru til langar bylgjur sem
ná yfir áratug eða þaðan af lengur. Hér er
hún eiginlega að fjalla um tíðarandann og
tók hún dæmi af áherslunni á aukinn frítíma,
heilbrigðara mataræði og tækniþróun. Allir
þessir þættir ná til margra ára, jafnvel ára-
tuga. Þannig er ljóst að fólk heldur áfram
að leggja áherslu á heilbrigði, vinnutíminn
stjrttist (allsstaðar nema á íslandi!) og áhrifa
upplýsingatækninnar gætir æ meir.
Millibylgjur ná til tímabundinna áherslna,
sem þó ná til nokkurra ára. Hún taldi vera
starfsvettvang sinn að sjá nokkur ár fram
í tímann og tók dæmi af litanotkun. Undan-
farin ár hafa verið ríkjandi svartur og
dökkir litir annars vegar og hins vegar
litríki. Nú virðast hvitir litir og fínlegri og
dempaðri litir vera búnir að ná yfirhönd-
inni. Astæðuna taldi hún ekki einungis vera
þörfina fyrir tilbreytingu, heldur tengjast
þeirri bjartsýni, eða tiltrú á framtíðina sem
hefur vaknað, eftir myrkviði samdráttarins.
Að lokum sagði hún að alltaf kæmu til
óvæntar uppákomur, þ.e. hinar eiginlegu
nýjungar, sem þó væri undantekningalítið
innan ramma fyrirnefndra þróunartilhneig-
inga.
Löngu bylgjurnar ná þá til þess sem við
Hugmyndafluginu gefinn laus taumur-
inn: StóII úr margskonar efniviði eftir
Bandaríkjamanninn Jack Larimore.
Það má segja, að þessi gripur sé frem-
ur til að horfa á en hægindi tilað sitja í.
teljum nánast sjálfgefið. Þær styttri eru til-
komnar vegna þeirrar áherslu sem lögð er
á breytingar í iðnaðarsamfélaginu og stutt-
bylgjurnar verða til fyrir óvænt innsæi, eða
óvenjulega samsetningu þróunartilhneig-
inga sem „liggja í loftinu".
Edelkort blandaði saman hlutlægri grein-
ingu, lestri á umhverfínu og hugflæði. Hún
studdist við tölulegar upplýsingar og þekk-
ingu á þróuninni sem orðið hefur, rétt eins
og allir gera: Svo og svo margir kaupa þetta
eða hitt, þessir litir hafa verið í tísku o.s.frv.
Raunar vinnur hún í byijun nákvæmlega á
sama hátt og markaðsmenn gera. Nóg er
af upplýsingunum. Síðan vinnur hún úr
þeim boðum sem hægt er að lesa úr um-
hverfinu. Hvað er vinsælt, um hvað er
skrifað í blöðunum, hvaða bíómyndir eru
vinsælar og hvernig hagar fólk sér yfírleitt.
Hún safnar þessum upplýsingum saman,
síðan hefst vinnan við að setja saman og
þá tekur hugflæðið við. Eins og áður sagði
eru margar stefnur í gangi samtímis; heim-
urinn er samsettur úr mörgum heimum sem
oft eru ólíkir. Galdurinn er að finna „straum-
ana“ og setja þá saman á nýstárlegan hátt,
þó þannig að nýjungamar byggi á „hefð“
eða raunverulegum þörfum.
Edelkort tók dæmi af því hvernig hún
vann: Borgarskæruliðar voru aftur orðnir
að fréttaefni og kvikmyndir um einrænu
hetjuna með alvæpni höfðuðu til stórs hóps.
Þar var fyrstur í flokki Syslvester Stallone
og hetja hans Rambó. Á sama tíma tók hún
eftir því að rómantíkin var aftur í uppsigl-
ingu, blúndur og kvenleiki eða eins og hún
sagði: „Að vera rikur hvort sem maður hef-
ur efni á því eða ekki.“ Það sem meira var
hetjudýrkuninni og rómantíkinni fylgdi
ákveðið öiyggisleysi sem m.a. kom fram f
því að gælubangsar voru vinsælir. Þegar
síðan myndin Out of Africa sló aðsóknar-
met sá hún sameiningarflöt á þessum
hugrenningum sínum. Með því að leggja
áherslu á herfatnað, en þó herfatnað sem
fremur tekur mið af veiðimennsku á fjarlæg-
um slóðum en manndrápi í Víetnam, þá gat
hún sameinað hetjudýrkunina og þær flótta-
tilhneigingar sem. einkenna rómantíkina.
Hún lagði því til ljósa liti, kakí og kvenleg-
an „veiðifatnað" sem grundvöll að tískunni.
Þetta gerði hún fyrir tveimur árum og í vor
og sumar voru þetta einkenni ráðandi tísku.
Það sem skipti máli hér er að hún las sig inn
í tíðarandann og skapaði eitthvað sem var
í senn til staðar, en um leið nýtt.
Líklega er erfitt að fella þær aðferðir sem
Edelkort beitir undir skipulega aðferða-
fræði, sem hægt væri að kenna í kennslu-
bókum, hér er fremur um ákveðinn
þankagang að ræða. Hún hefur þjálfað hjá
sér næmni til að átta sig á þróunartilhneig-
ingum og við slíka iðju er ekki ónýtt að búa
í París eins og hún!
Svona rétt til mótvægis: Raymond Le
Gué, grafískur hönnuður, sem hefur farið
út í að hanna hönnunarstöðvar í samvinnu
við tæknimenn, flaug öllu hærra en Edel-
kort í fyrirlestri sínum Redesigning
Humanity.il ann taldi að hlutverk hönnuðar-
ins myndi breytast verulega á næstu árum
og áratug. Hlutverk hans yrði ekki lengur
að hanna hluti, heldur myndi samruni tölvu-
tækni og líftækni skapa algerlega nýja
IESBÓK MORGUNBLAÐStNS 16. JANÚAR 198g 13