Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Blaðsíða 4
Light Nighta var sýnt í New York árið 1974 á vegum American Scandinavian Foundation. Leikendur Halldór Krist- insson, Kristín og Garðar Cortes Ur raimvenileikanum yfir í ævintýrið DDjákninn á Myrká læsir framliðnum krumlum um áhorfendur þegar hann þeytist upp á svið til að heimta Garúnu sína. Hann ætlar að fá hana með sér í annan heim. Álfar birtast og bjóða gull og græna skóga í sínum heimi, Rætt við KRISTÍNU MAGNÚS leikkonu um íslenzka menningarkynningu hennar, Light Nights, álfa, tröll, gömul hús, leikhús og ímyndunarafl. Eftir ELISABETU J ÖKULSDÓTTUR og tröllin í fjöllunum gægjast á glugga og kveðast á uns sólin rís. Heimur tröllanna er vitskertur. Útburðarvælið smýgur gegn- um merg og bein og stúlkan í kvíunum, sem komst ekki á dansleikinn, verður viti sínu fjær. Fólkið sem þekkir allt með nafni, náttúr- una og aðra heima, situr í baðstofunni, spinnur á rokk eða hnýtir reipi, og býr til nöfn á það sem leynist í myrkrinu. Eða leyn- ist það í huganum? Það veit enginn. Því morguninn eftir að stúlka kvaðst á við tröllið, og gætti þess að líta aldrei aftur, fannst stór steinn á hlað- inu. Steinn á stærð við tröll. Og við förum enn aftur í tímann þar sem glæsibúnir víkingar leika við langelda og undir feldinum liggur Þorgeir Ljósvetningagoði og hamast við að hugsa. Svo er leikið á langspil, þessi íslensku þjóðlög, sem koma frá svo djúpu myrkri, að þú verður að ferðast lengi tilað komast þangað. Kristín Magnús er komin heim, eitt sum- arið enn, með foruneyti sitt og sýninguna Light Nights. Það er dagskrá sem hún hef- ur samið sjálf. Sýningin er byggð upp fyrir ferðamenn, til að lofa þeim að kynnast þjóð- sögum og fomri menningu þjóðarinnar. Það er mikill fjársjóður og við hljótum alltaf að vera ríkari, ef skoðað er í þá kistu. Þetta er 19. sumarið sem Light Nights starfar og eins og flestir vita, höfum við aðsetur Ijamarbíói við Tjömina í Reykjavík. „Sýningin er byggð á nokkrum þáttum. Við leikum þær sögur sem hægt er að leika, notum litskyggnur og teikningar, leikatriðin eru tengd saman með sögum, þar sem ég segi t.d. frá íslenska langspilinu og fím- mundar-söngvum, frá landnámi íslands, íslenskum húmor, Sæmundi ffóða, kvöld- vökunum og daglegu lífi," segir Kristín Magnús. — Baðstofa, sem birtir sýn inní gamla tímann, er öðrumegin á sviðinu. Kistlar, rokkur, strokkur, sauðskinnsskór og alls- konar dularfullir hlutir sem ég kann ekki að nefna, prýða baðstofuna. Altént veit ég að undir baðstofunni er fjósið. Hinumegin á sviðinu er langskáli frá vfkingaöld, öllu reisulegri, súlur og há- borð ogskildir og vopn á veggjum. Lang- eldur eftir miðju gólfi. Egill Skalla- Grímsson situr þar sjálfur. „Á íslandi á miðöldum var bannað að dansa,“ segir Kristín áhorfendum, sem eru komnir alla leið frá Puerto Rico, Suður- Afríku, Ameríku, Skandinavíu og Asíu. En nú er öldin önnur, nú getum við dansað dag og nótt. Áhorfendur eru strax með á nótun- um og þegar þeir heyra söguna um íslenskt lauslæti; af piltinum, sem ætlaði að kvæn- ast kaupmannsdótturinni, því hann elskaði hana svo heitt, og til að fá málinu fram- gengt segir hann karli föður sínum frá öllu saman. Þá kemur babb í bátinn, og faðir hans segir honum að stúlkan sé reyndar hálfsystir hans. Pilturihn leggst í þunglyndi og þegar móðir hans gengur á hann, segir hann frá öllu saman. Hún hugsar sig um en segist síðan ætla að segja honum leyndar- mál: Þetta sé eiginlega allt í lagi, vegna þess að pabbi hans sé ekki raunverulegur faðir hans. Það er hlegið dátt í salnum.. „Ég reyni að nota húmorinn og við verðum að geta gert grín að okkur sjálfum. Annars er það svo merkilegt að útlendingar vilja helst þungt efni. Enda eru þetta mjög upp- Kristín í hlutverki Anítru í Pétri Gaut í Þjóðleikhúsinu 1963 Árið 1978 var Ferðaleikhúsinu boðið í aunað sinn að sýna Light Nights víðsveg- ar um Bandaríkin. í leikför þessa fóru Sverrir Guðjónsson, Kristín G. Magnús, Halldór Snorrason og Þóroddur Þóroddsson, sem hér sjást hlaðin gjöfum i ferða- lok runalegar tilfínningar sem t.d. þessi þungu þjóðlög eru byggð á, — flestar okkar þjóð- sögur og ævintýri eru mjög dramatískar og virka sterkt myndrænt. Ég reyni að skipta um efni öðru hveiju, og þetta er fyrsta suma- rið sem við gerum kristintökunni skil. En áhorfendur eru yfírleitt mjög skapandi á þann hátt að þeir veita okkur sterka svör- un. Enda er það ef til vill mest heillandi við leikhús, samspilið á milli leikara og áhorfenda." — En koma íslendingar á sýningar? „ Mér fínnst við íslendingar oft afneita þessari veröld, sem við áttum. Það er nauð- synlegt að kynnast fortíðinni, ekki að hengja sig í hana, en þekkja hana til að þekkja sjálfan sig. íslendingar hafa sterka tilhneig- ingu til að afneita uppruna sínum, þessum uppruna, sem sjálfstæðisbaráttan var byggð á. Það er dæmigert að þegar erlendum blaðamönnum var boðið í Höfða, í tilefni leiðtogafundarins, þá höfðu þeir veður af því, að hér tryði fólk á álfa og drauga. Þegar þeir fóru að spyijast fyrir og sýna áhuga, var gert grín að öllu saman og blaða- mennimir teymdir uppí Hollywood. Útlend- ingar vilja sjá ísland þegar þeir koma hing- að, en ekki eftirlíkingu af Ámeríku. Og ég 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.