Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Blaðsíða 19
er kvatt með trega. Margt sem
minnir á baráttu okkar við nátt-
úruöflin, en margt er mjög ólíkt,
til dæmis er veðráttan miklu
stöðugri, með ríkjandi megin-
landsloftslag. Finnar sækja hing-
að mikið á haustin til að njóta
haustlitanna og til að tína ber.
En ferðaþjónusta er mest stun-
duð hér að vetrarlagi, þó undar-
legt sé. En upp úr áramótum er
vinsælt að koma hingað á göngu-
og svigskíði — einnig er hægt
að þjóta eftir snjóbreiðunni bæði
á hreindýra- og vélsleðum.
Til Lapplands er rúmlega
tveggja tíma þotuflug frá
Helsinki. Flugferðin með
morgunverði og gistingu í
bjálkahúsi eina nótt kostar um
13.000 krónur á mann. Hver
aukanótt um 1.500 krónur.
Ferðimar ém seldar í gegnum
Finnair, en ef til vill setja Flug-
leiðir eða íslenskar ferðaskrif-
stofur upp pakkaferðir þang-
að á næstunni. Til dæmis gætu
skipulagðar veiðiferðir hingað
verið mjög áhugaverðar. En
rétt er að vara við Moskitó-
flugum, sem geta verið tölu-
vert algengar hér í júní og
fram í júlí, en í ríkjandi þurr-
viðri er minna af þeim.
Vænir silungar úr vatninu
Lagst að bryggju í skóginum.
eldað við hlóðir — grillaðar pylsur
framreiddar á tréflísum — drukk-
ið úr bollum, tálguðum úr tijábol-
um og te og kaffí borið fram í
grýtupottum. Á eftir má veiða í
vatninu eða ganga eftir skóg-
arstígum upp að Ravada-fossi.
Hér er auðvelt að gleyma allri
streitu og pappírsflóði skrifborðs-
ins — sökkva sér ofan í safaríkan
gróður, sem lækur og foss hjala
við sumaróð. Núna fagnar öll
náttúran sumri, en er bundin í
ísijötra meira en helming ársins.
Hreinleiki náttúrunnar blasir
hvarvetna við og minnir á hroll-
vekju ógnvekjandi nálægrar and-
stæðu, sem hefði getað lagt allt
í rúst — Chemobyl-slysið! En frá
þessum slóðum er aðeins um
tveggja tíma akstur að Mur-
mansk og að margnefndum Kóla-
skaga, en samskipti lítil sem eng-
in. En kannski var það merki um
„glasnost", að bandarískur ferða-
skrifstofumaður var þama að
skipuleggja hópferðir Banda-
ríkjamanna um Murmansk til
fínnska Lapplands.
Lappasafnið við Inari
Mjög áhugavert er að skoða
Lappasafnið, sem minnir um
margt á Árbæjarsafn, en þangað
hafa verið flutt gömul hús alls
staðar að frá Lapplandi. Lappar
hafa þurrkað hey sitt uppi á
grindum til að hreindýrin næðu
ekki í það; geymt matinn í forða-
búrum, reistum á súlum h'kt og
Norðmenn. í dómhúsinu em
lappneskir dómar ristir í bjálka-
veggi. Veiðigildrur minna um
margt á pyntingartæki, en nátt-
úran er hér hörð og menn og
skepnur þurfa að beijast fyrir
lífí sínu. Safnið er svo fellt inn í
nærliggjandi þjóðgarð, að í göml-
um hreindýrakofa hafa hreindýr
leitað sér skjóls undan 18 stiga
hita dagsins.
Flestir ferðamenn hér
áveturna
Hreindýr í Lapplandi em jafn-
mörg og mannfólkið, en árlega
er slátrað hér um 150.000 hrein-
dýmm. Ennþá hefur ekki þurft
að setja kvóta á hreindýrakjöt!
Sagt er að Lappar hafí gengið
beint inn í flugvélamenninguna
af hreindýrasleðunum, en nú er
algengara að ríkir Lappabændur
elti hjarðimar í þyrlum. Lappland
Skálað í léttu finnsku öli fyrir
kvöldverð.
Eldað við hlóðaeld í skóginum.
Leitað að gulli.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. ÁGÚST 1988 19