Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Blaðsíða 17
13. ÁGÚST 1988 Framandi, áhugaverðir staðir ODDNÝ SV. BJÖRGVINSDÓTTIR skrifar um ferðamál Bjálkagistihúsin í skóginum. í 18 STIGA HTTA, 300 KM NORÐAN VH) HEIMSKAUTSBAUG Þegar rætt er um Lappland sjá flestir fyrir sér gróðursnauð- ar túndrur, mýrafláka og snjóbelti efst í hlíðum. En allir hljóta að undrast að sjá víðáttumikil skógarbelti með háu, beinvöxnu birki, furutrjám og villigróðri, gróskumeiri en sést á íslandi — minnir um margt á gróður i Þórsmörk, nema ríkjandi trjágróð- ur. Hvergi sést snjór né uppblástur — aðeins breiður af vel þroskuðum kræki og bláberjum, beitilyng og bleik blóm lik íslensku blágresi. Hreindýr á beit og hlaupa gjarnan óvænt yfir veginn líkt og islenska sauðféð; ár og vötn full af laxi og silungi. Boðið er upp á siglingar niður árnar; gönguferðir í skóginum; hádegisverð inni i skógarrjóðri við vatnið og jafnvel að freista gæfunnar við gullgröft! Einsog landkönnuðurá ókunnum slóðum Með beinu flugi Flugleiða til Finnlands og hringflugi SAS um Norðurlönd, gefst Islendingum betra tækifæri til að heimsækja Lappabyggðir, en frá Helsinki er daglega flug alla leið til Ivalo, 300 km norðan við heimskauts- baug. — Að fljúga yfir heim- skautsbauginn til finnska Lap- plands er eins og að vera land- könnuður á óþekktum slóðum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.