Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1988, Blaðsíða 12
til að vinna þau. Fáir hinna „fimm og hálfs tíma“ stúdenta hans lifðu áfram samkvæmt þeirri reglu að tilrauninni lokinni. Hafi menn því ekki mjög gilda ástæðu til að nota þenn- an tíma til einhvers, þá geta menn alveg eins látið sér það lynda, að svefninn, sem þeir taka sér, hvort sem hann sé nauðsynleg- ur eða ekki, sé þó notalegur. „Maður bara nýtur þess að sofa,“ segir Home, sem sjálf- ur er sjö-átta tíma maður. Og það er einnig þetta, sem gerir það svo ánægjulegt að sofa út á sunnudögum. Horne segir: „Þetta er eins og í megrunar- kúr. Menn borða sparlega, en skyndilega gefst þeim tækifæri til að háma í sig. Þeim er engin þörf á því, en þeir njóta þess samt.“ Svipað viðhorf gerir smáblundi ánægju- lega. „Mörgu fólki finnst mjög mikil hvíld að því að fá sér hænublund í 10 mínútur eða svo,“ segir Home. „Það er sálfræðileg hlið á því máli. Aðstæður fyrir svefn virð- ast heppilegar, en í rauninni er engin þörf fyrir hann, það byggist á vana rétt eins og maður fær sér te eða kaffi.“ Þar sem enginn djúpur svefn fæst í venju- legum blundi, er gagnið aðallega sálrænt. En menn mega varast að láta smáblund verða að djúpum svefni. Líkaminn býst þá til hvíldar, og þegar menn em vaktir, em þeir haldnir sljóleika eins og eftir svefn. „Líkaminn telur víst, eftir þann hálftíma, að fullur átta tíma svefn sé á leiðinni," seg- ir Horne. „Það em sömu áhrifin, eins og þegar menn fara að sofa að kvöldi og em vaktir eftir klukkutíma." En líkaminn lagar sig fljótt að því, sem honum er veitt. Smáblundir jafnvel án end- umærandi djúps svefns, geta orðið hluti af svefnmynstri manna. Jafnvel djúpan svefn er hægt að fá á mismunandi tímum. Hið sígilda dæmi um slíkt er „siestan", miðdegis- hvíldin í Miðjarðarhafslöndum. „Ef maður skiptir svefni sínum í tvennt, þarf maður minna af honum. Margt fólk, til dæmis í Grikklandi, sefur tvo tíma síðdeg- is og fjóra og hálfan að nóttu. Þess vegna kemst ekki kyrrð á í Grikklandi fyrr en eftir tvö á næturnar. Þar getur fólk auðveld- lega vakað fjórum tímum lengur vegna miðdegishvíldarinnar." Það myndi taka okkur langan tíma að aðlagast svo ólíkum háttum. Hvort það tækist færi eftir því, hversu syfjuð við yrð- um. „Syfjan er miskunnarlaus mælikvarði á það, hvort við höfum fengið nægan svefn,“ segir Home. Hinir svefnlausu „Mér kom ekki dúr á auga í alla nótt,“ segir fólk stundum mæðulega, en er það þá alveg rétt? Rannsóknir benda til þess, að það sé ekki lengd svefnsins heldur „gæði", sem mestu máli skipta. Svefnleysi á sér margar orsakir. Sumar þeirra kannast allir við, þær sem eru af líkamlegum toga, tannpínu, kláða, melting- artruflanir o.s.frv. Mörg okkar þekkja einn- ig afleiðingar drykkju eða reykinga í óhófij sem geta valdið röskun á eðlilegri starfsemi líkamans, þannig að heilinn sé í fullu fjöri, þótt viðkomandi sé að verða örmagna af þreytu. En hið eiginlega svefnleysi — langvar- andi vandkvæði á að festa svefn eða að njóta óslitins hvíldarsvefns — er miklu sjald- gæfara en almennt er talið. Það hefur verið skilgreint þannig, í hálfkæringi, að það sé það, sem sé að mönnum, þegar þeir liggi andvaka alla nóttina í klukkutíma. En engu að síður er það vissulega til. Algengustu orsakirnar eru geðrænar: Kvíði, streita, þunglyndi, ástvinamissir, áhyggjur. Vandinn í þessu sambandi er sá, að orsökum og afleiðingum er ruglað saman eða þær blandast saman. Geðshræringar geta staðið mönnum fyrir svefni, og skortur á svefni getur valdið vaxandi geðshræring- um. í verstu tilfellunum tengist svefnher- bergið, rúmið og háttatíminn svefnleysi, og það veldur spá, sem rætist af sjálfu sér. Tímabundið svefnleysi, sem stafar af skammvinnum áhyggjum svo sem út af búferlaflutningum eða vandamálum í vinnu, hefur sín takmörk og lagast yfirleitt af sjálfsdáðum. En langvarandi erfiðleikar á borð við atvinnuleysi, alvarleg veikindi í fjöl- skyldunni eða miklar geðshræringar, sem ekki er auðvelt að komast yfir, geta valdið svefnleysi, sem verður svo rótgróið, að það heldur áfram að þjaka menn, þó að áhyggju- efnin séu horfin. Frumorsökin að kvíða og áhyggjum viðkomandi er ekki lengur fyrir hendi, en kvíðinn og áhyggjurnar hijá menn áfram — vegna svefnleysisins. Hjá fjölda manns, sem ekki þjást af svefn- leysi í strangast skilningi þess orðs, er þetta vandamál í raun og veru mjög mikið. Svefn- leysi þeirra virðist ólæknandi. Ian Oswald, prófessor í geðlækningum við Royal Edinburgh Hospital, segir, að sjúklingar, sem halda því fram að þeim hafí varla komið dúr á auga í mánuð eða að þeir sofni ekki fýrr en eftir marga klukkutíma, hafí á röngu að standa. Kann- anir með heilaritum hafa sýnt, að þeir sofni yfírleitt innan 20 mínútna og sofi í sex tíma. En hann segir hins vegar, „að þeir séu ekki bara að nöldra". Sérfræðingur getur sagt, hve lengi einhver sefur, en ekki hversu góð- ur svefninn er. „Sjúklingur segir, að eitt- hvað sé ekki eins og það eigi að vera, og sérfræðingurinn getur ekki sagt, að það sé vitleysa,“ sér í lagi þar sem dánartíðni þeirra, sem kvarta undan svefnleysi, sé 1,3 hærri en hin venjulega. Nú á dögum eru þeir fleiri, sem þjást af svefnleysi, en nokkru sinni. Þetta er fyrst og fremst vegna þess, að nú eru fleiri gaml- ir og gamalt fólk þarf minni svefn. Ennfrem- ur veldur ýmislegt, sem fylgir ellinni, eins og liðagigt og lausheldni, sársauka og óþæg- indum, sem koma í veg fyrir vægan svefn. Það getur einmanaleiki gert líka. En í flestum öðrum tilfellum er svefn- leysi einhvers konar ímyndunarveiki — sigur andans yfir dýnunni. „Munurinn á svefni þeirra, sem eru ánægðir eða óánægðir með svefn sinn, varðar fremur skynjun en raun- veruleika," segir einn sérfræðingurinn. En hver sem orsökin hefur verið, þá hafa elixírar og alls kyns mixtúrur eða nútíma hliðstæður þeirra, benzódíazepín eða aðrar svefntöflur, orðið hið fasta svar. Töflumar eru óneitanlega gagnlegar. Pró- fessor Oswald telur þær hættulausar „og vera nútíma þægindi eins og sími og mynd- bandatæki". Og þar sem hægt er að kaupa ýmislegt til að sofna af beint úr búð, og hveijum fullorðnum er fijálst að kaupa flösku af vodka, sér hann enga ástæðu til þess, að ekki ætti á svipaðan hátt að vera hægt að kaupa benzódíazepín, sem virkar skamman tíma. Aðrir sérfræðingar eru ekki á sama máli. Robert Priest, prófessor í geðlækningum í Paddington, segir, að sjúklingar ættu ekki að taka slíkar töflur nema aðra eða þriðju hveija nótt. Margar kannanir hafi sýnt, að þessi lyf geti skapað meiriháttar vandamál, með því að þau séu vanabindandi og geri menn háða þeim bæði líkamlega og and- lega, og að áhrifa þeirra geti gætt í langan HINIR SVEFNLETTU NAPÓLEON. Meðan Frakkland dormaði, stjómaði hann. Napóleon náði fullkominni leikni í þeirri list að taka sér smáblundi að deginum, sem gerði honum kleift að fara á fætur kl. 4 eða 5 að morgni. Ingres málaði af honum þessa mynd á vinnu- stofu sinni, þar sem logar á litlu kerti og klukkan er fjögur. WINSTON CHURCHILL. Gat komizt af með þriggja eða fjögurra stunda svefn á nóttu, en mókti á daginn að vild. Hann fékk sér oft 10 mínútna blund á langdregnum ríkisstjómarfund- VOLTAIRE. Andríkur, fyndinn og hæðinn og þurfti ekki nema þriggja tíma svefn. HARRYS. TRUMAN. 33. forseti Bandaríkjanna fór í námskeið hjá lækni, sem kenndi honum, hvemig hann gæti minnkað svefn sinn í aðeins fjóra tíma á nóttu. MARGARET THATCHER. Henni fínnst fjögurra tíma svefn alveg nóg. Hún tekur á sig náðir kl. 2 eftir miðnætti og fer á fætur tilbúin til vinnu kl. 6. FJODOR DOSTOJEVSKY. Honum féll vel að byija að vinna kl. 3 síðdegis og sat við skriftir til kl. 5 eða 6 að morgni. Snemma á sumrin hélt sólin líka fyrir honum vöku. Þá var bjart í Leningrad til kl. 10 á kvöldin. SVEFNLÆTI Að tala upp úr svefni er algengt fyrirbrigði og merki- legra fýrir áheyrandann en þann, sem sefur. Rannsóknir benda til þess, að það sé almennt og að öðm hveiju séum við flest vís til að mæla eitthvað sofandi, sem getur ver- ið merkingarlaust eða spaklegt og allt þar á milli. Það kemur fyrir, að við vöknum og vitum eða höldum, að við höfum verið að tala. En yfirleitt gemm við það ekki. Tal upp úr svefni getur átt sér stað á öllum stigum svefns, þó að orðin virðist greinilegri, þegar það gerist í draum- svefni. Svefnganga er ekki eins venjuleg, en áhrifameiri. Það er dæmigert, að hún gerist, þegar hinn sofandi er á leið úr djúpum svefni í draumsvefn. Svefngengillinn ber sig venjulega klaufalega að í fyrstu, en síðan smám saman af meira öryggi og getur innt af hendi allflókið verk- efni, áður en hann fer aftur í rúmið. Hann kann að bregð- ast við spumingum eins og í leiðslu, enda þótt hann sé enn í fastasvefni. Það er erfitt að vekja hann og hann man lítið eða ekkert af því, sem hann var að gera. Svefnganga er algengari meðal barna en fullörðinna og virðist henda innan við fimm af hundraði unglinga, sem yfirleitt em yngri en 14 ára. Meðal fullorðinna virð- ist hún vera afleiðing streitu. Það er ekki hættulegt að vekja svefngengla, og það er þeim fyrir beztu, að þeim sé leiðbeint til baka í rúmið til að koma í veg fyrir fall eða önnur óhöpp. Þess em dæmi, að svefngenglar hafí dottið út um glugga, farið að sjóða mat í eldhúsinu og jafnvel reikað inn á næstu krá. Að gnísta tönnum. Þeir, sem gera það oft, gnísta tönnum í svo sem eina mínútu á hverri klukkustund. Eins og um svefngöngu er þetta algengara hjá börnum en fullorðnum, þó að þetta komi fyrir einn af hveijum 20 fullorðnum að því að ætlað er. Þó að talið sé, að gnístranin orsakist af streitu, vaknar sá, sem gnístrar, aldrei, en nýjar rannsóknir benda til þess, að slík gnístran tanna kunni að valda mígreni. Skyndimók getur þyrmt yfir sumt fólk, sem þjáist af „narcolepsy". Það getur sofnað skyndilega við nær hvaða aðstæður sem er — í miðri máltíð, við stýrið á bíl og við samfarir. Vera má, að hið síðastnefnda sé ekki svo undar- legt, því að miklar geðshræringar virðast hrinda af stað slíku svefnkasti, þótt líkur séu á því, að eggjahvíturík fæða eigi nokkum hlut að máli. Þeir sem sofa eðlilega líða yfirleitt á milli létts og þungs svefns, áður en þeir svífa inn í fyrsta skeið draum- svefnsins (REM). En sá, sem fellur í skyndisvefn, sefur þegar í stað draumsvefni og getur þannig ruglað saman veruleika og draumi. Hrotur eru til mikilla leiðinda. En þaer geta einnig verið hættulegar. Orsök þeirra er einföld. Þegar við sofum djúpum svefni eða draumsvefni, slaknar á flestum vöðvum líkamans, og það virðist stuðla að hvíld og endumæringu hans. Vöðvamir, sem halda öndunarveginum opnum, slaka einn- ig á, og hljóðið, sem heyrist í hrotunum, kémur af þrengslum ofan til í öndunarfærunum. Margar ástæður geta verið fyrir þessum þrengslum. í einstaka tilfellum geta þau orðið slík, að þau loka öndunarveginum, og við áreynsluna af því að reyna að anda gegnum þessa hindr- un getur blóðþrýstingur þess, sem hrýtur, hækkað ískyggilega og jafnvel lífshættulega, sérstaklega ef hann þjáist af hjarta- eða æðasjúkdómum. Áfengi og of mikil líkamsþyngd auka hættuna af og á hrotum. Þeir sem sofa á bakinu hijóta oft. En þrátt fyrir öll nútímalyf og gömul ráð gengur því miður illa að beijast gegn hrotum. Að því tilskyldu, að hrotur maka eða félaga séu ekki svo hættulegar, að þær stöðvi öndunina, em þær bara eins og svo margt annað, sem við verðum að læra að Jiúa við. Sv. Ásg. þýddi úr Observer. Menn geta látið á margan hátt í svefni sem getur orðið nærstöddum til leiðinda, skemmtunar og j afn vel skelfingar. Dr. Horne við mælitækin Sveinn Ásgeirsson þýddi úr OBSERVER tíma, valdið eftirköstum á morgnana, hæglæti á daginn, skertu minni og þverrandi mætti til einbeitingar. Verst er þó ef til vill, að þau geta haft áhrif á svefninn til hins verra. En góðu heili eru til mörg önnur ráð, sem eru æskilegri að minnsta kosti í fyrstu. Þau hrífa ef til vill ekki eins fljótt og lyfin, en eru miklu áhrifameiri, þegar til lengdar lætur. Hér skulu rakin nokkur ráð til þeirra, sem eiga við svefnleysi að stríða. Þau eru einföld, en duga oftar en ekki: „Farðu í rúmið á reglubundnum tima og stilltu vekjaraklukkuna. Láttu ekki eftir þér að sofa fram eftir um helgar. Reyndu slökunar- æfíngar eða snögga gönguferð, klukkutíma eða svo áður en þú ferð að hátta. Gættu að því, hvað þú borðar og drekkur, áður en þú ferð í rúmið. Forðastu þungan mat, te, kaffí og áfengi. Mjólkurglas getur verið ágætt. Vertu viss um, að hvorki sé of heitt eða of kalt í svefn- herberginu. Tæmdu þvagblöðruna. Gakktu úr skugga um að ekki hrikti í dyrum eða gluggum. Vertu ekki að bylta þér lengi, heldur rístu upp úr rúminu og farðu að gera eitthvað í öðru herbergi.“ 'Við svefnleysi, sem er mjög erfitt viðureignar, eru einnig til mörg ráð, sem geta borið góðan árangur og eru utan lyíjafræðinnar. Nálarstungumenn telja nálar sínar duga vel gegn öllum sjúkleika, sem er í senn sálfræðilegur og líkamlegur. Og dálækningar geta kom- ið að góðu haldi við svefnleysi. Þá hefur „biofeedback" („endursvör- un“) gefið góða raun, en það er tækni til að fylgjast með ósjálfræðri Iíkamsstarfsemi (t.d. með aðstoð rafeindatækja) og auka meðvitund um hana með það fyrir augum að læra að stjórna henni og jafnframt þeim geðbrigðum, sem henni eru tengd. Síðan er sjúklingnum kennt, hvemig eigi að spenna alla helztu vöðvana og slaka á þeim og leið- beint um æfingar á borð við djúpa öndun og það að gera sér í hugar- lund rólegan vettvang. Enn ein lækningaraðferð gegn svefnleysi er kennd við áreitisstjórn (stimulus control therapy). Það er aðferð til að kenna mönnum að ijúfa tengslin milli rúms og svefnleysis. Sjúklingunum er sagt að fara á fætur á sama tíma á hveijum morgni, án tillits til þess hvernig þeim líði, fá sér aldrei blund á daginn, fara aldrei í rúmið nema syfjað- ir, gera ekkert í svefnherberginu, svo sem að horfa á sjónvarp eða borða, og fara úr rúminu um stund, ef bið verður á svefninum. Kynlíf er talið heppilegt. Löngu fyrir byltinguna í lyfjafræði voru til lyf við svefnleysi. En þar sem orsakir svefnleysis eru margvíslegar, er ekki til neitt alls- heijarmeðal. Bæði grasalæknar og hómópatar leggja áherslu á, að mikilvægt sé að meðhöndla „manninn í heild“, en ekki aðeins hin augljósu sjúkdómseinkenni. Umfram allt beri að sækjast eftir eðlilegum svefni. Hver og einn verði áð finna mataræði við sitt hæfi, þjálfun, slökun og hugsanir, sem stuðli að góðum nætursvefni. Á meðal lyfja hómópata eða smáskammtalækna eru efni úr jurtun- um venusvagni (freyjublómi), sólarblómi og kamillu. Eiturlyfin bella- donna og ópíum kunna að hljóma háskalega, en séu þau gefin í örlitl- um skömmtum undir eftirliti sérfræð- ings, eru þau hættulaus og geta gefið góða raun. Grasate, sem gert er úr sítrónu- Meðan sjálfboða- ávöxtum og víða er fáanlegt, hefur liðarnir sofa er mild slökunaráhrif, sem geta stuðlað svefninn mældur að heilnæmari svefni. Ef meltingar- truflanir eiga hlut að svefnleysi, mæla grasalæknar með kamillutei vegna hinna róandi eiginleika þess. Einn flokkur „svefnleysingja" hefur ekki verið nefndur, þar sem eru hvítvoðungar og smáböm, sem annað- hvort þjást af svefntruflunum eða em svo ofvirk, að þau sofa ekki eins lengi og mörgum foreldrum finnst þau „eiga“ að gera. Það er mikilvægt að minnast þess, að það er engin föst regla í þessu efni. Þó að þriggja mán- aða gömul börn kunni að sofa að jafn- aði 18 tíma á sólarhring, getur sumum nægt helmingi minni svefn. „Foreldrum finnst oft nauðsynlegt að láta svo sem „rétti háttatíminn fyrir flögurra ára börn“ sé kl. 7 á kvöldin. En sannleikurinn er sá, að þetta er „rétti tíminn" fyrir hina full- orðnu, svo að þeir geti haft næði það sem eftir er kvöldsins,“ segir dr. Pene- lope Leach í bók sinni um heilsufar bama. Frá frumbernsku er mikilvægt, að rúmið sé notalegt og vistlegt. Svefn- herbergi ættu ekki aðeins að vera til að sofa í, heldur staður, þar sem margt skemmtilegt gerist. Og umfram allt má rúmið aldrei vera staður, sem bamið er sent til í refsingarskyni. Svefnleysi hjá mörgum bömum stafar af slæmum draumum eða öðr- um næturhrellingum. Það er oft hægt að róa bam í væran svefn aftur mjög fljótt með ástúðlegum orðum og blíðu. Ef bam hefur orðið mjög hrætt og glaðvaknað, ætti það að jafna sig fljótt og sofa eftir að hafa fengið að drekka, farið í baðherbergið og lagt sig til svefns á ný eins og á venjuleg- um háttatíma. Það getur flýtt fyrir værum svefni að breiða vel og nota- lega ofan á barnið. í raun og veru er svefnleysi alls ekki fyrirbæri, sem á upptök sín í bemsku. Svefnwtruflanir, svo sem að vakna um miðja nótt eða eldsnemma, tala upp úr svefni eða ganga í svefni er eðlilegt í uppvextinum. Sé þeim tekið með skilningi og heilbrigðri skynsemi, læknast þeir af .sjálfu sér. Hrotur fretji gcrt mönnum og konum lífið leitt — og í einstaka tilfellum verió hættulegar. fíagnstætt þvísem almennl hefur verið talið er það góðverk að vekja svefngengil. ANDVÖKUMENN FRANZ KAFKA. Stundum var hann svefn- laus fjórar nætur í röð. Svefnleysi hans kemur æ ofan í æ fyrir í dagbókum hans. Harmakvein frá 1911: „Undir morgun stundi ég ofan í kodd- ann.“ RUDYARD KIPLING. Kipling þjáðist fírst af svefnleysi 12 ára gamall í leiguherbergi. _ Seinna skrifaði hann: „Ég vissi það ekki þá, að slík and- vaka yrði á mig lögð alla mína ævi.“ ROSEBERY, LÁVARÐUR. Hann neyddist til að segja af sér sem forsætis- ráðherra vegna svefn- leysis síns. „Eg get ekki gleymt árinu 1895,“ skrifaði hann. „Að liggja andvaka nótt eftir nótt og stara út í loftið. . .“ MAGDI YACOUB. Þegar hann er ekki á skurðstofunni þessi fær- asti hjartaskurðlæknir Breta, er hann sjaldnast í rúminu. Á nóttunni sést hann oft á göngunum 5 Harefield-sjúkrahúsinu. ALEXANDER PÚSHKIN. Mesta skáld Rússa þjáð- ist af svefnleysi alla ævi. Hann orti kvæðaflokka, sem hann kallaði „Svefn- leysi“. Það minnir okkur á ljóðasöfn Stephans G. Stephanssonar, sem hann nefndi „Andvökur". MARCEL PROUST. í endurminningum sínum ræðir hann um hina hold- legu nautn svefnsins, sem hann fór svo oft á mis við. Hann þjáðist af svefnleysi alla ævi. ANTHONY BURGESS. Fjölfræðingur og HÖF- undur bókarinnar „Að fara í rúmið". „Svefnleysi mitt er ellimerki. Það er verra í Mónako, þar sem er umferð allan sólar- hringinn." 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. ÁGÚST 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.