Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 7
þeim. Haugamir hennar Elsie voru gráir af þessum gróðri og svo heitir að innan að það var hægt að nota þá við eldamennsku, - en það hlýtur að hafa sparað þó nokkuð af eldsneyti. - Ég tala um „haugana henn- ar Elsie", því eins og nú var ástatt, leit hún á sig sem jarðneskan umboðsmann Dr. Steinpilz; og hinn trúi og tryggi Roland var síst að vefengja það. Hlutimir komust á hættulegt stig meðan á Leifturárásunum stóð. Menn muna líklega eftir því að það vora flutt vagnhlöss af fólki frá Lundúnum til Suður-Devon, en eftir það var þetta fólk alltaf að brottflytja, endur- flytja og endurbrottflytja sjálft sig á hinum ólíklegustu tímum, á hinn óskipulegasta hátt. Elsie og Roland þurftu þó ekki eins og ástatt var að vista nokkuð af þessu ver- gangsfólki þar sem þau höfðu ekkert auka svefnherbergi; en kvöld eitt kvaddi dyra hjá þeim gamali eftirlaunamaður úr sjóhemum og krafðist þess að fá að gista yfir nóttina. Húsið hafði brannið ofan af honum í Pljrmouth og þar var allt í upplausn. Hann hafði reikað um í hálfgerðu dái þangað til hann rakst hingað banhungraður og dauð- þreyttur. Þau gáfu honum að borða og bjuggu um hann I stofusófanum; en þegar Elsie fór niður um morguninn til að raka yflr haugana fann hún hann dauðan af hjartaslagi. Roland rauf þagnarmúrinn sem hafði hlaðist upp á milli okkar með því að koma skömmustulegur til mín og spyija mig ráða. Elsie, sagði hann, hafði komist að þeirri niðurstöðu að það væri fráleitt að blanda lögreglunni í málið; þeir í lögreglunni era að drakkna í störfum þessa dagana og gaml- ingjagreyið hafði sagt þeim að hann ætti ekki sálu að í þessum heimi. Þau höfðu þvf lesið greftranarversið yfír honum og eftir að þau höfðu Qarlægt beltissylgjuna, buxna- hnappana, gleraugnahulstur úr málmi og kippu af lyklum (sem vora óeyðanlegir) lögðu þau hann full lotningar í hauginn. - Sem að öðra leyti innihélt, bætti hann við, vagnhlass af úrgangi frá Eplavínsverksmiðj- unni, kúadellu sem hann hafði varðveitt og nokkrar fötur af afskomum greinum. - Höfðu þau gert nokkuð rangt? „Ef þú meinar með því, hvort ég muni „klaga ykkur fyrir yfírvöldunum", þá er svarið nei“, fullvissaði ég hann um. „Ég leit ekki yfír limgerðið á umræddri stundu og það sem þú hefur sagt mér verður að- eins talið tilhæfulaus orðrómur." Roland hvarf hamingjusamur á brott. Stríðið hélt áfram. Hedgehjónin létu sér ekki nægja að breyta öllum garðinum í Eugen Steinpilz minnisvarða/hauga, tak- andi upp allt lými þar sem hefði verið hægt að rækta þær kartöflur eða gulrætur sem safnhauga-áburðurinn hafði upphaflega verið ætlaður, heldur sópuðu þau líka upp öllum leifunum frá fískmarkaðnum í Brix- ham og björguðu undan öllu innihaldi rasla- tunnunnar fyrir utan skurðstofu Sveita- sjúkrahússins. Ég man að Elsie hafði það fyrir venju á hveiju vori að taka heilu vendina af vorrós- um og skella þeim beint á safnhauginn án þess svo mikið sem lykta af þeim; nýjar vorrósir vora taldar vera í sérstöku uppá- haldi hjá gerlinum öfluga. Hér gæti sagan orðið ýmsum þeim sem vel til þekkja sársaukafull aflestrar, og því mun ég leitast við af fremsta megni að fara eins varlega í sakimar og unnt er. Það gerðist einn morguninn að lögregluþjónn kvaddi dyra hjá þeim Hedgehjónum til þess að stefna þeim niður á lögreglustöð, og það vildi svo til að ég sá Roland gægjast kvíða- fullan útum svefnherbergisgluggann en síðan hvarf hann inn aftur í miklum flýti. Lögregluþjónninn hringdi dyrabjöllunni, bankaði og beið, síðan reyndi hann bak- dymar, að lokum hélt hann á brott. Morgun- inn eftir kvaddi hann dyra á ný og þegar enginn svaraði, spennti hann upp lásinn á bakdyranum. Þau fundust látin í rúminu, eftir að hafa tekið of stóran skammt af svefntöflum. Á miða sem lá ofan á rúmá- breiðunni stóð: „Vilduð þið gera svo vel að leggja lík okkar á hauginn sem stendur við svína- stíuna. Blóm vinsamlegast þegin. Leggið nokkuð af þeim ofan á líkin ásamt dálitlu af eldhúsúrgangi og rakið síðan mold var- lega yfír. E.H.; R.H.“ George Irks, nýi leigjandinn stakk upp á því að rækta kartöflur og grafa þangað til sigur ynnist. Hann leigði vagn og byijaði að henda safnhaugnum út í ána, - „honum líkaði ekki útlitið á bévuðum sveppnum," útskýrði hann síðar meir. Þær fimm fallega hrein- suðu beinagrindur, sem vora grafnar upp í framhaldi jaf þvi, biðu þess enn að borin væru á þær kennsl þegar stríðinu lauk. Að selja himininn Aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt og í dag að huga að móður jörð, sem stynur undan mengun og eyðileggihgu okkar mannanna. Skógamir, — lunga jarðarinnar, eyðast með ógnarhraða, ósonlagið er í hættu og ýmis önnur hættumerki má sjá ef að er gáð. Án móður jarðar fær mannkyn ekki lifað. Þetta vissu (og vita) ýmsir svokallaðir „frumstæðir" þjóðflokkar og væra betur ef hvíti maðurinn hefði hlustað betur á sann- indi þeirra. Raunar er ekki ennþá of seint að hlusta. Allir þurfa að finna, að þeir eru eitt með jörðinni eins og svokallaðar frumstæðar þjóðir virðast skilja betur og fram kemur t.d. í frægu bréfi indíánahöfðingja til stjómarinnar í Washington. KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Nýlega barst mér bók í hendur sem heit- ir „The Power of Myth“. I henni ræðir bandarískur sjónvarpsmaður að nafni Bill Moyers við landa sinn, Joseph Campbell, sem var mikill trúarbragðafrseðingur. Þeir era að tala um það hvemig goðsagnir hafi hjálpað fólki í samfélagshópum og þjóð- flokkum að finna sinn stað í tilveranni, og að goðsögn framtíðarinnar þurfí að ná til allrar plánetunnar, svo ailir fínni að þeir era hluti af henni, „séu eitt með jörðinni“. Og þeir rifja upp bréf sem indíánahöfðingi að nafni Seattle skrifaði til stjómarinnar f Washington í kringum 1852, þegar stjómin vildi kaupa land af indíánum til handa inn- flytjendum, land sem þeim hafði nýlega verið úthlutað. Þetta bréf sýnir sömu hugmyndafræði og virðingu fyrir landinu sem Samar hafa lifað eftir, og það á ekkert síður erindi til mannsins í dag, hvar á hnettinum sem hann býr, — heldur en þegar það var skrifað._ „Forsetinn í Washington sendir þau boð að hann vilji kaupa land okkar. En hvemig er hægt að kaupa eða selja himininn? Hug- myndin er undarleg í okkar augum. Ef við eigum ekki ferskleika loftsins eða glitrandi vatnið hvemig getið þið þá keypt það? Sérhver hluti þessarar jarðar er fólki mínu heilagur. Sérhver gljáandi greninál, sérhver sandströnd, hulan í dimmum skógin- um, sérhvert engi, sérhver suðandi fluga. Allt þetta er heilagt í huga og reynslu þjóð- ar minnar. Við þekkjum næringarsafann sem streymir gegnum trén, eins og við þekkjum blóðið sem rennur um æðar okkar. Við eram hluti jarðarinnar og hún er hluti af okkur. Liljumar ilmandi era systur okkar. Bjöm- inn, dádýrið, öminn mikli, þetta era bræður okkar. Klettatindurinn, frjósemi engisins, lífskraftur folaldsins og maðurinn tilheyra öll sömu fjölskyldunni. Glampandi vatnið sem rennur í lækjum og ám er ekki aðeins vatn, heldur blóð for- feðra okkar. Ef við seljum ykkur landið okkar, þá verðið þið að muna það er heil- agt. Sérhvert endurskin í tæra stöðuvatninu segir frá atburðum og minningum úr lífi fólksins míns. Hvíslið í vatninu er rödd afa míns. Ámar era systur okkar. Þær svala þorsta okkar. Þær bera bátana okkar og fæða bömin okkar. Svo þú verður að gefa læknum sömu hlýju og þú gæfír systur þinni. Ef við seljum ykkur landið okkar, munið þá að loftið er okkur dýrmætt, að loftið leggur anda sinn af mörkum til alls lífs sem það stendur undir. Vihdurinn sem gaf afa okkar sinn fyrsta andardrátt, tók líka við þeim síðasta. Vind- urinn gefur einnig bömum okkar lífsand- ann. Svo ef við seljum ykkur landið okkar, þá verðið þið að halda það heilagt, hafa það sem stað þar sem maðurinn getur andað að sér sætum ilmi engjablómanna. Viljið þið kenna ykkar bömum það sem við höfum kennt okkar bömum? Það að jörðin er móðir okkar? Það sem verður um jörðina snertir alla syni hennar. Við vitum að jörðin tilheyrir ekki mönnun- um, það er maðurinn sem tilheyrir jörðinni. Allir hlutir snertast eins og blóðið sem sam- einar okkur öll. Maðurinn óf ekki lífsins vef, hann er bara ofínn í hann. Allt sem hann gerir vefnum gerir hann sjálfum sér. Eitt vitum við, okkar Guð er líka ykkar Guð. Jörðin er honum dýrmæt og að særa hana, er sama og særa skapara hennar. Örlög ykkar er okkur hulin. Hvað gerist þegar öllum vísundum hefur verið slátrað? Allir villtir hestar tamdir? Hvað gerist þegar engan gripstað er lengur að fínna í skógin- um? Hvar verður skógarþykknið þá? Horfið? Hvar verður öminn? Farinn? Og hvaða þýð- ingu hefur það að vera án hraða hestsins eða án veiðinnar? Það þýðir að við hættum að lifa en föram að „komast af“. Þegar síðasti rauði maðurinn hefur horfíð með óbyggðum sínum, og minningin um hann verður aðeins skugginn af skýi sem hreyfíst yfír sléttuna, munu þá þessar strendur og skógar enn vera hér? Verður eitthvað eftir af anda fólksins míns hér? Við elskum þessa jörð og reifabam elskar hjartslátt móður sinnar. Svo ef við seljum ykkur land okkar þá elskið það eins og við höfum gert. Annist það eins og við höfum gert. Geymið í huga ykkar mynd af landinu eins og það var þegar þið tókuð við því. Eins og við eram hluti af Iandinu erað þið einnig hluti af landinu. Þessi jörð er okkur dýrmæt, hún er einnig ykkur dýr- mæt. Eitt vitum við: Það er aðeins einn guð til. Enginn maður, hvort sem hann er rauð- ur eða hvítur, er óháður. Við eram bræður eftir allt.“ Höfundur er arkitekt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.0KTÓBER 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.