Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 13
Séra Pétur í kirkjunni sinni. Séra Pétur ásamt greinarh öfún din um í grillveizlunni. dómsfræðslu í skólunum á viku og verða allir aldursflokkar að notfæra sér þá kennslustund. Þá mega prestar hafa eina bamaguðsþjónustu á viku. Ríkið greiðir prestunum laun en þau eru lág og verða því söfnuðimir að leggja þeim lið til að halda uppi starfsemi kirkjunnar, svo sem einnig er í vestrænum löndum. Hópar sjálfboðaliða hjálpa prestum sínum einnig við ýmis störf á prestsetrunum, svo sem við garðvinnu, snyrtingu Ióða og við- hald húsa. í landinu em 13 biskupsdæmi en biskup- ar em aðeins í fjómm þeirra. Ósamkomulag hefur verið um það milli Vatíkansins og yfirvalda í landinu, hvaða presta megi vígja til biskupa. Yfirvöld hafa fram að síðustu áramótum krafist þess að biskupsefni verði valin úr prestasamtökum þeim sem kallast „Pacem in terris" (Friður á jörðu) og era hliðholl stjóminni en Vatíkanið hefur bann- að prestum kirkjunnar að vera í þeim sam- tökum og telur presta sem í þeim em ekki geta komið til greina sem biskupaefni. Á sl. hausti hófust samningaumleitanir milli Vatíkansins og stjómvalda í Tékkóslóv- akíu og leiddu þær til þess að þrem prestum var veitt biskupsvígsla á þessu ári og var enginn þeirra úr hinum bönnuðu prestasam- tökum. Tveir vom vígðir til að vera aðstoðar- biskupar Tomaseks erkibiskups í Prag en einn til biskupsdæmis í Slóvakíu. Aðstoðar- biskupamir vom vígðir laugardaginn eftir að ég kom til landsins og var sagt frá vígslu þeirra í útvarpi og sónvarpi. Einnig birtist frásögn af vígslunni með mynd á forsíðu blaðsins „Lidová demokracíe“ í Bmo. Daginn eftir komu mína ókum við til Jeseník, séra Pétur og ég. Leiðin lá m.a. gegnum skóglendi og sagði séra Pétur mér að þar mætti tína „pylsur". Mér varð skemmt við þessar upplýsingar og sagði ég honum að það hétu sveppir á íslensku, hann hafði tekið í misgripum þýska orðið „Pilzen" og klætt það í islenskan búning. Pylsur væm allt annað. í Jeseník tók móðir séra Péturs á móti okkur af miklum innileika og sinnti hún mér eins og hún ætti mig meðan ég dvald- ist hjá þessu ágæta fólki. Hún talar reip- rennandi þýsku og frönsku og nokkuð í ensku, enda er hún tungumálakennari. Hún er strangtrúuð kona, fer í kirkju á hveijum degi og les hinar styttri tíðabænir kirkjunn- ar. Hún sagðist hafa sterka löngun til að helga síðustu ár ævi sinnar klausturslífi. Jeseník liggur milli skógi vaxinna hæða og er þar víða mikil náttúmfegurð. Foreldr- ar séra Péturs eiga sumarbústað skammt þaðan, í Homí lipová, þar sem skógardýrðin er hvað dýrlegust og rennur suðandi lækur fram hjá bústaðnum. Faðir séra Péturs unir sér þar öllum stöðum betur og bauð hann okkur til grillveislu hjá varðeldi í garðinum eitt kvöldið. Hann er nú kominn á eftirlauna- aldur og fæst við að mála og gerir það vel. Prestur í Jeseník, Julius Zvak að nafni, prófastur á því svæði, var svo vinsamlegur að fara með mig í ökuferð til smábæjar við pólsku landamærin sem heitir Bflá vodá (Hvítavatn). Þar búa 40Ö systur úr 13 klausturreglum, sem safnað var þangað þegar klaustur þeirra vom lögð niður. Sama þær messuklæði og baka hostíur (oblátur) fyrir allt landið svo þetta er mikið fýrir- tæki. Talið er að nú séu kringum 5.000 klaustursystur í landinu, flestar aldraðar, en nú hefur reglunum verið leyft að bæta við 500 yngri systmm til að hjúkra sjúkum og annast aldraða og fatlaða, ekki síst gömlu systumar. Vegurinn til Bílá vodá liggur eftir pólsk- tékknesku landamæranum að hluta til, þannig að Pólland er hægra megin og Tékkóslóvíka vinstra megin. Engin Ianda- mæragirðing er þar en pólskir varðmenn ganga meðfram landamæmnum nokkmm sinnum á dag til eftirlits. Ekki er heimilt að fara út af veginum, inn í Pólland, nema hafa til þess leyfí yfirvalda. Ég var þama í hinum minnistæðu Súdeta- hémðum sem vom að nokkm byggð Þjóð- veijum fyrir strið, enda vom þau sem Hitl- er krafðist fyrst, áður en þýski herinn hélt inn í Tékkóslóvakíu. Ég sótti kirkju á hveijum degi meðan ég dvaldist í Tékkóslóvakíu og var kirkjusókn alls staðar mikil. Kirkjumar era flestar gamlar og feiknalega fallegar, mjög margar í barokkstíl. Messan er lesin á tékknesku og flytur prestur ræðu í hverri messu, sýkna daga sem helga. Altarisgestir taka á móti altarissakramentinu á tunguna, eins og ávallt var gert fyrir Vatíkanþingið (1963—65) og enn er gert í evangeliskum kirkjum. Éngum kæmi til hugar eða liðist að rétta fram lófann eftir því eins og nú er alsiða í kaþólskum kirkjum Vesturlanda. Fleiri gamlir guðræknissiðir, sem nú hefur verið varpað fyrir róða á Vesturlöndum, lifa þar góðu lífi og sagði mér prestur einn að nýjungagimi og hringl með gamla og góða siði gerðu ekki annað en mgla fólk í ríminu. Innst inni var ég honum sammála. Ef farið er að losa um steina í hleðslunni og kasta þeim, er hætt við að losni um fleiri en ætl- að var og allur veggurinn verði því óstöð- ugri en fyrr og fari að hrynja skörð í hann. Það hefur óneitanlega skeð í kirkjunni á Vesturlöndum. Eftir fimm daga dvöl á þessum slóðum fór ég með móður séra Péturs til Bmo sem áður hét Brúnn. Annar sonur hennar, Páll (Pavel) er prestur í Slapanice sem er útborg frá Bmo. I kirkjusókn Páls em um 7.000 manns og telur hann að um 1.100 manns sæki kirkju á hveijum sunnudegi og all- margir einnig virka daga. Á sunnudögum er messað fjómm sinnum í kirkjunni í Slap- anice. Meðal frægra staða þar í nágrenninu er Austerlitz þar sem Napóleon vann sinn fræga sigur 1805. Við ókum upp á hæðina þar sem hann stóð og stjómaði her sínum en ef hann hefði þá haft jafn slæmt skyggni og við nú af mistri og regni er alls ekki víst að hann hefði unnið þann sigur. Séra Pétur hafði haldið heim til safnaðar síns í Stará Bélá frá Jeseník og héldum við þangað líka eftir tvo daga, frú Dokládalova og ég, og þar dvaldi ég síðan til 19. júní, er ég hélt heimleiðis. Séra Pétur las messu á tékknesku og íslensku í kirkju sinni degi eftir að við komum, og ég las ritningarlest- urinn, að sjálfsögðu á íslensku. Fólkinu hafði verði sagt að þessi óvenjulega messa væri í vændum og var kirkjan þéttsetin. Ég hitti margt fólk að máli eftir messuna, þar á meðal gamlan prest sem hitt hafði Nonna (Jón Sveinsson) og átti eina af- bók- um hans með áritun höfundar. Taldi hann þá bók meðal gersema sinna. Stúlka ein spurði eftir Karmelsystmnum pólsku í Hafn- arfirði. Hún hafði verð við söngnám í Kraká í Póllandi og þá kynnst einni eða tveim þehra. í stuttu máli sagt var mér tekið með kostum og kynjum hjá safnaðarfólki þeirra bræðra, séra Péturs og séra Páls, og hafði ég ekki við að þiggja heimboð og ökuferðir um hið undurfagra land. Við ókum skógi vaxna dali, upp á skógivaxin fjöll og em sumstaðar vötn í dölunum. Á stöku stað hefur þó skógur verið höggvinn úr fjallahlíð- unum til sölu enda kaupa Austurríkismenn mikið af tijáviði frá Tékkóslóvakíu. Uppi á einu fjallinu er pflagrímastaðurinn Hostýn, stór kirkja og fagurlega skreytt, helguð heilagri Guðsmóður. Um 250 tröppur liggja frá kirkjunni niður í hlíðina en þar sprettur fram vatn sem talið er hafa lækningamátt. Þessa kirkju sækja oft tugir þúsunda manna á Maríuhátíðum. Eftir tveggja vikna dvöl hjá þessu frá- bæra fólki hélt ég heimleiðis, um Prag, Berlín og Kaupmannahöfn. Fólkið hafði gert allt sem í þess valdi stóð til að gera mér dvölina sem ánægjulegasta. Að sjálf- sögðu er íslendingur nærri því jafn sjaldséð- ur þama og ísbjöm á bökkum Viktoríuvatns og því aufúsugestur, en þegar ég veik að ágæti og gestrisni fólksins við annan þeirra manna sem greiddu götu mína í Prag, sagði hann að ég mætti ekki gleyma þvi að hefði verið á meðal hins besta fólks í Tékkóslóv- akíu og væra ekki allir landsmenn jafn.góð- ir og gestrisnir og það. Auk þess væm vin- ir prestsins jafnframt vinir safnaðarfólksins. Þegar við séra Pétur kvöddumst sagði ég honum að ég mundi stefna að því að bjóða honum til Islands á næsta ári. Hann kvaðst hlakka ósegjanlega mikið til þeirrar heimsóknar, hún yrði uppfylling óska sinna frá bamæsku sem síður en svo hefðu dofn- að með ámnum og þá gæfist honum ómetan- legt tækifæri til að endurbæta íslensku- kunnáttu sína. Sagði ég honum að okkur yrði það ekki síður ánægja en honum að fagna honum hér, þessum eldheita íslands- vini sem hefur lagt svo hart að sér upp á eigin spýtur til að nema hina erfiðu tungu okkar. Þegar ég afhenti tékkneska vegabréfið mitt í vegabréfaskoðuninni á flugvellinum í Prag, spurði afgreiðslukonan mig hvers vegna ég hefði ekki gefið mig fram við tékknesku lögregluna innan 48 stunda frá komu minni til landsins eins og mér hefði verið skylt. Ég sagðist ekki hafa haft hug- mynd um þá skyldu en hinsvegar vissi ég að presturinn sem ég gisti hjá hefði tilkynnt lögreglunni komu mína strax. Konan benti mér á klausu í vegabréfinu þar sem þetta stóð skýmm stöfúm. Auðvitað hefði ég séð þetta þegar ég tók við vegabréfinu en strax gleymt því og nú setti ég upp fáráðlings- svip og bar við heimsku minni og eili. Spurði ég konuna hvort ég yrði þá að dúsa í landinu þangað til lögreglunni þóknaðist að sleppa mér, en þá brosti þessi sómakona vingjamlega, stimplaði á vegabréfíð, skrif- aði eitthvað á það og sagði svo: „En þú verður að muna eftir þessu þegar þú kemur næst.“ Ég hefði helst viljað kyssa hana fyr- ir vinsemdina en lúgan á glerinu fýrir fram- an hana var of lítil til þess svo ég lét mér nægja að senda henni heillandi bros í kveðju- skyni. Fyrstu heimsókn minni til þessa fagra lands og ágæta fólks var þar með lokið. SVEINBJÖRN BEINTEINSSON BRAGA- ÞING Vaki varðliðar á vegamótum kallað verður brátt að kvæðaþingi gefíð róm röddum í rómhelgi og stuðlastað stefjaflokki. Kom ég þar með degi, sem kvað yfir landi lið máttugt að morgunlagi. Hugði ég að háttum og hljómfalli orðum sem gripu við athygli minni. Þá var brágur á bjargi reistur vel umhorfínn háttaprýði og valin orð til vísu hverrar mál máttug til manna komin. Fór goðmálug úr Glaðsheimi drótt sú djarfhuguð um draumavelli, flutti feginsljóð fullum rómi mjög var sú kveðandi kynngi blandin. Koma Ijóðdísir að leita fræða svásra sanninda sigurmála. Vex þar af litlu Ijómandi viður skartar skrautkrónu skýrra lita. Opnast orðadul, ef aðgát vakir, sér um sólheima söngvamaður, fómar þögn sinni, þiggur á móti gyðjugjöf góðrar hyggju. Vekjum söngráðinn seiðkunnan brag, styrkjum hann orðum og ómi hreinum, magni jarðar og máli hugstæðu, anda upphimins til afls knýjum. Höfundur er bóndi og allsherjargoði á Drag hálsi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.0KTÓBER 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.