Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 20
huret, sem er kallaður ráðuneytis- stjóri mannréttinda, heldur óformlegan blaðamannafund í anddyrinu. Hann er með strítt yfirvaraskegg og talar íjálglega um það, hve opið og umburðarlynt hið franska þjóðfélag sé. Evrópa á að vera í fararbroddi í barát- tunni gegn hinum ósæmilegu að- ferðum, sem pyntingar séu, segir hann. En Anita Gradin segir mér, að mörg hinna landanna hafi gagn- rýnt Frakka harkalega fyrir kröfu Frakka um vegabréfsáritanir ferðamanna frá öllum löndum nema þeim, sem eru í Evrópu- bandalaginu auk Sviss. Því var jafnvel hótað að neita að koma til næsta fundar Evrópuráðsins, sem yrði hið alvarlegasta mál, sögðu mér nokkrir starfsmenn á göngunum í dag, þar sem Spánar- konungi er boðið á fundinn. Æðsti embættismaður Evróp- uráðsins er aðalritarinn, Marcel- ino Oreja Aquirre, fyrrum utanrík- isráðherra Spánar. Ég hitti hann að máli í hinni stóru skrifstofu hans á þriðju hæð með góðu út- sýni og stórum málverkum. Jákvæð áhrif — Það sem máli skiptir, segir Oreja Aquirre, er ekki aðeins sjálf samþykktin um mannréttindi, heldur að við getum fundið leiðir og aðferðir til að tryggja þau í framkvæmd. — Við viljum koma í veg fyrir brot, kanna mál og semja skýrslur til að geta síðan á grundvelli þeirra snúið okkur til ríkisstjóm- anna, krafízt svars og vakið al- menna athygli á málunum. Oreja Aquirre vill gjama færa út svið mannréttinda í sáttmálan- um og nefnir í því sambandi fé- lagsleg mál og efnahagsleg. — Lýðræði hefur færzt inn á æ fleiri svið í Evrópu á síðari ámm, segir hann. Hann ítrekar þetta og telur, að Evrópuráðið hafí m.a. haft áhrif á Tyrkland, þann aðilann, sem mest hefur verið delit um og oft hefur sætt harðri gagnrýni hér í Strasborg. — Mannréttindi mega aldrei vera hreint innanríkismál. Hér er um algild réttindi að ræða, „alls- heijar lögsögu". — Evrópuráðið hefur verið Spáni mikils virði, segir Oreja Aquirre, þegar ég spyr um hans eigið land. Hann á við það, hve merkilega fljótt var hægt að koma á lýðræði á Spáni eftir einræðist- ímann þar. En „Evrópa" ætti einnig að ná yfir Austur-Evrópu, sem á sér svipaða menningu og erfðavenjur. Oreja hefur verið í heimsókn í Ungveijalandi, ætlar einnig til Póllands og tekur bráðlega á móti sovézkri sendinefíid. En hann hefur ekki haft samband við lýðræðissinnaðar andófshreyfíng- ar í Austur-Evrópu. Strasborg er miðstöð háþróaðra vísindarannsókna, m.a. í líftækni og fjarskiptum. Ég legg gjama leið mína hingað í nóvember á hveiju ári, þegar fulltrúar rann- sóknarráða og vísindaakademía halda fundi í Evrópuhöllinni. Síðast vom margvísleg efni til umræðu svo sem tryggingarmál, fólksflutningar, heilsuvemd, af- brotafræði, lyfjarannsóknir og „uppmni nútíma ríkis“. Þeir sem áttu frumkvæði að því, að hið síðastnefnda var tekið fyrir, em þeirrar skoðunar, að ríkið í nútíma merkingu hafí orðið til hér í miðri Evrópu um það bil við lok miðalda. Það síðasta, sem ég geri í Strasborg að þessu sinni, er að borða hádegisverð á „Au Guten- berg“. Maturinn í Strasborg, seg- ir tíður gestur hér, er sambland af frönskum gæðum og þýzku magni. Ég fer frá Strasborg með hægfara lest um Baden-Baden og Karlsmhe til Frankfurt, og það er ekkert landamæraeftirlit. Höf.: Gunnar Fredriksson. Úr „Mánadsjournalen". Sv. Ásg. þýddi. Réttar tölur á réttum tíma Réttar tölur í lottói eru milljóna virði. Nýr milljónamæringur. bætist í hópinn nánast á hverju laugardagskvöldi. Hafðu þínar tölur á hreinu næsta laugardags- kvöld. Þeir sem hafa fjórar tölur réttar og bónus- Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 20 VIS/ueisnupfcjJB6u!uuAM

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.