Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 5
IVSTRFENINGINN 19 LYSTRÆNINGINN frá sér fyrsta bindi íslensks ljóðasaftis í glæsilegri útgáfu. Þá voru Kórónafötin í tísku og ekki óalgengt að í dagblöðum birt- ust stórar auglýsingar í lit frá Herrahúsinu, Aðalstræti 4, og Herrabúðinni við Lækjar- torg. Klúbbur 32 gekkst fyrir blúskvöldum í Tjamarbúð nokkuð reglulega veturinn 1974—75. Þar komu fram hljóðfæraleikarar úr hljómsveitinni Eik ásamt kunningjum og eins kjaminn úr Blues Company, þeir Magn- ús Eiríksson, Bjöm Bjömsson og Pálmi Gunnarsson. Óðal opnaði að nýju í septem- bermánuði 1975 eftir gagngerar breytingar. í þá daga rekið af Jóni Hjaltasyni, Haf- steini Gilssyni og nýjum og efnilegum veit- ingamanni sem síðar átti eftir að koma vem- lega við sögu veitingahúsareksturs á ís- landi, Ólafi Laufdal Jónssjmi. Kjaminn í kringum útgáfu Lystræningjans skemmti sér í Tjamarbúð, Óðali eða Sigtúni við Aust- urvöll. Ekki óalgengt að rekast á Bjama Bemharð, Ólaf Gunnarsson, Einar Ólafsson, Pétur Hafstein, Geirlaug Magnússon, Megas og Sigurð Guðjónsson á Óðali, Tjamarbúð, Sigtúni eða Hótel Borg. ÁSJÓNA STALÍNS VAR ÞarnaEnn Pétur og Sigurveig bjuggu þá í hrörlegri verkstæðisbyggingu á bak við Hafnarbíó sem hvorki hélt vatni né vindum og Ólafur Gunnarsson og Elsa á Frakkastíg 8 í gömlu timburhúsi sem þá eins og enn í dag er hið veglegasta hús. Á báðum stöðunum komu skáldin oft saman til að bera saman bækur sínar, líklega þó öllu oftar heima hjá Pétri Hafsteini og Sigurveigu. Þau lifðu sannköll- uðu bóhemlífi. Eg kom oft þama í verkstæð- isbygginguna til Péturs og Sigurveigar þeg- ar fyrstu tölublöð Lystræningjans komu út. Pétur og Sigurveig þá rétt rúmlega tvítug ungmenni sem lifðu fyrir iíðandi stund. Pétur ávallt með svarta alpahúfu á höfði og byltingarsinnaður sósíalisti. Lét hafa það eftir sér í Þjóðviljanum er þriðja tölublað Lystræningjans kom út að auðvitað ætti blaðið að vera tæki í baráttunni gegn auð- valdinu og Ólafur Gunnarsson fullyrðir í viðtali.við greinarhöfund að í hópnum hafi verið róttækir byltingarmenn sem hafi viljað að blaðið yrði málgagn alþýðunnar og hreint ekki menntamanna. Og ljóst að sumir höfðu varla enn losað sig við ásjónu Stalíns. í kringum Pétur og Sigurveigu eins konar hirð og oft iifað hátt, áhugamál bókmenntir og listir og á öldurhúsum borgarinnar setið að sumbli og spáð í efnileg skáld og bóka- og tímaritaútgáfa daglegt umræðuefni. Held að á engan sé hallað þegar fullyrt er að Pétur Hafsteinn Lámsson ásamt Einari Ólafssyni og Ingiberg Magnússyni myndlist- armanni hafi borið hitann og þungann af útgáfu fyrstu þriggja tölublaða Lystræn- ingjans. Við komum síðan inn í ritnefnd blaðsins frá og með þnðja tölublaði við Þorsteinn Marelsson og Öm Bjarnason sem þá var ekki síður þekktur sem trúbador og kom fram með gítarinn og söng og spilaði á fjölmörgum baráttuhátíðum vinstri manna á áttunda áratugnum. Ég birti í fyrstu þrem tölublöðum Lystræningjans baráttuljóð og finnst svona eftir á að tilfinningin fyrir íslensku máli hafi verið í lágmarki og innan- tóm slagorð helsta uppistaðan. ÓLGA OG ALLSHERJAR- VERKFALL Áhrifa 68-kynslóðarinnar gætti enn nokk- uð í bókmenntum og listum. Vésteinn Lúðvíksson í fararbroddi fyrir róttækum ádeiluhöfundum. Gerði upp sakimar við stalínistana í eftirminnilegu leikriti, Stalín er ekki hér, sem fmmsýnt var í Þjóðleik- húsinu skömmu eftir miðjan áttunda áratug- inn og Megas kominn á samning hjá nýju útgáfufyrirtæki, Demanti, sem gaf út nokkrar af hans fyrstu hljómplötum þar sem textamir innihéldu óvægna gagnrýni á borgaralegt þjóðfélag. Hann var einn af okkur Lystræningjum og aðstandendum blaðsins kannski ekki beinlínis nein fyrir- mynd, átti þó marga einlæga aðdáendur, eins og beinlínis tákn um öreigaskáldið, hrakið af leið sökum óhóflegs lífemis. Fram- lög til Iista og menningarmála vom mjög af skomum skammti af hálfu ríkisvaldsins þá sem löngum fyrr og síðar og af því fór Lystræninginn ekki varhluta þó bætt væri úr því löngu síðar af hálfu ríkisvaldsins þegar ljóst var að einhver alvara var með útgáfunni og þá ekki fyrr en í menntamála- ráðherratíð Ingvars Gíslasonar og Ragnars Amaids undir lok áttunda áratugarins. Ég man að meðal fyrstu afskipta minna af Lystræningjanum var að ég tók að mæta á reglulega fundi í Skólastræti 3b, í bakhúsi í herbergi uppi í risi sem Öm Bjamason leigði í þá daga. Það var ólga í þjóðfélaginu og allsheijarverkfall í febrúarmánuði árið 1976 sem stóð í um það bil tíu daga sam- kvæmt því sem ég hef skráð í dagbók frá því ári og tíminn notaður meðal annars til að treysta í sessi nýtt tímarit um bókmennt- ir og listir. Annað tölublað Lystræningjans að koma út og viðtökumar sem fyrsta tölu- blaðið fékk það góðar að almenn bjartsýni var ríkjandi meðal ritnefndarmanna. Deilur Um Ritstjórnarstefnu Áskrifendur að blaðinu rúmlega þijátíu og þegar farið að skipuleggja upplestrar- ferðir skálda í framhaldsskóla á höfuð- borgarsvæðinu og man ég að eina skiptið sem ég hef lesið upp ljóð eftir mig opin- berlega var í Kennaraháskólanum í mars- mánuði 1976 og með mér lásu upp Dagur Sigurðarson, Birgir Svan, Pétur Hafsteinn Lárusson og að mig minnir Einar Ólafsson. Fundir vom tíðir í Skólastræti 3b og man ég sérstaklega eftir einum fundi þar sem skáldin komu með nesti með sér þar sem búist var við fundi fram á nótt. Þann fund sátu Öm Bjamason, Pétur Hafsteinn, Einar Ólafsson, Jón Daníelsson, síðar blaðamaður á Alþýðublaðinu, Geirlaugur Magnússon, greinarhöfundur og Pétur Hraunfjörð sem át sviðakjamma, fom í útliti með hár aftur á bak, alskegg og lagði ýmislegt gott til umræðnanna um framtíð Lystræningjans. Þá hafði útgáfan hleypt sér í nokkrar skuld- ir vegna fyrsta tölublaðsins og stofnað til skulda uppá sjö þúsund krónur vegna ann- ars tölublaðs sem líklega hefur verið alln- okkur upphæð í þá daga. Þá vom uppi nokkrar deilur um ritstjómarstefnu blaðs- ins. Þeir vom til sem vildu gera blaðið eins og Ólafur Gunnarsson hafði orðað það að pólitísku málgagni alþýðunnar og hins veg- ar þeir sem vildu að fagurfræðilegt bók- menntalegt mat væri lagt á allt efni. Að öllum líkindum hef ég verið í fyrmefnda hópnum enda þá enn þeirrar skoðunar að sósíalisminn væri lausnin á vandamálum líðandi stundar og ekki komið auga á að í framkvæmd leiðir hann til stöðnunar og afturhalds, miðstýringar og lögreglu- og hervalds þar sem hann hefur fest sig í sessi. Þriðja tölublað Lystræningjans var svo að mestu helgað baráttunni gegn her- stöðvum á íslandi og enn fóm vaxandi áhrif þeirra sem vildu gera blaðið að pólitísku málgagni alþýðunnar. Rafmagnsritvel á Víxlum Það urðú kaflaskil í útgáfumálum Lyst- ræningjans frá og með fjórða tölublaði, des- emberhefti 1976. Fjárhagsstaða útgáfunnar fór stöðugt versnandi. Olivetti-rafmagnsrit- vél sem keypt hafði verið á víxlum hjá Oli- vetti-umboðinu í Hafnarstræti í vanskilum. Einar Ólafsson, helsti drifkrafturinn í útgáf- unni, lítið mátt vera að því að sinna útgáf- unni, farinn að vinna í ísbiminum í fiski, hið daglega brauðstrit efst á baugi og á fundi, að mig minnir heima hjá Einari Ólafs- syni, ákveðið að við Þorsteinn Marelsson héldum útgáfunni áfram. í dagbók frá 8. október 1976 hef ég krotað niður eftirfar- andi athugasemd: „Fundur meðal Lystræn- ingja. Fjárhagsvandræði aðalumræðuefnið. Ákveðið að „tríóið", Ólafur, Þorsteinn og Vígi (Vemharður Linnet), taki rafmagnsrit- vélina og borgi víxla og hér eftir er það á ábyrgð tríósins hvemig skuldamál ganga." Vemharður Linnet var enginn byijandi í útgáfumálum og hafði víða komið við sögu, gefið út Jazzmál einhvern tímann fyrr á ámm og ásamt greinarhöfundi rekið útgáfu- fyrirtækið Sameignarfélagið Flaskan S/F sem áður hafði gefið út tvær Ijóðabækur, Fáfniskver 1973 og Skóhljóð aldanna 1976, dúettinn, við Vemharður, svo sem engir byijendur. Höfðum við farið hús úr húsi og selt ljóðabækumar, spjallað við húsráðendur yfir kaffibolla í eldhúsi, stundum sjerrílögg og selt Skóhljóðið í 500 eintökum á tæpum tveim mánuðum. Knúnir áfram af hugsjón, að vilja bókaútgáfunni sem best, áhuga- menn um vöxt og viðgang íslenskrar menn- ingar og tilbúnir að fóma okkur fyrir þá hugsjón, að sjá bókmenntir og listir dafna. 13. október 1976 fór ég í Olivetti-umboðið og samdi um víxilinn. Borgaði inná 14.000 króna vfxil 7.800 krónur og við fengum greiðslufrest eða. framlengdum til 15. des- ember. Þar með byijuðu hjólin að snúast í útgáfu Lystræningjans, sameignarfélags okkar Þorsteins og Vemharðs, og ekki aftur snúið; ævintýrið hafið sem stóið síðan næstu sex árin. Leikfélag Þorlákshafnar frumsýndi leikrit Þorsteins Marelssonar, Venjuleg fjölskylda, í októbermánuði 1976 í leikstjóm Hauks J. Gunnarssonar. Vemharður og Margrét Að- alsteinsdóttir, hans ektafrú, bjuggu þá í Þorlákshöfn þar sem þau kenndu við gmnn- skóla staðarins. Þau vom þar í stóm stein- húsi þriggja hæða með risi og kjallara, í eigu hreppsins og í kjallaranum þessi ljóm- andi góða aðstaða til að sinna uppsetningu og gerð tímarits og ákveðið að þiggja boð Vemharðs að hafa þar bækistöðvar fyrir útgáfuna. Við Þorsteinn hvort sem er meira eða minna á ferðinni í Þorlákshöfn og báð- ir þeirrar skoðunar að væri alveg tilvalið að efla menningarstarfsemi í Þorlákshöfn sem þá hafði einkum verið þekkt fyrir fisk- vinnslu og útgerð. Og ákvörðunin vakti ekki litla athygli. Bókaforlag með aðsetur í Þorlákshöfn! Dagblöðin tóku að geta allít- arlega um fyrstu tölublöðin sem send vom út frá Þorlákshöfn. Ólafur Jónsson, Jónas Guðmundsson, Jóhann Hjálmarsson og Ámi Bergmann íjölluðu nokkuð ítarlega um þetta nýja fyrirbæri á síðum dagblaðanna og einn- ig Aðalsteinn Ingólfsson og nokkru síðar, við stofnun Helgarpóstsins, Ámi Þórarins- son og Bjöm Vignir Sigurpálsson, þáver- andi ritstjórar Helgarpóstsins. Það var kom- in regla á tímaritsútgáfuna, Qórða tölublað í desember 1976 eins og fyrr er greint frá, fimmta tölublað í mars 1977, sjötta tölublað kom út í júnímánuði 1977, sjöunda í októ- ber og áttunda í desember sama ár. Ólafur heitinn Jónsson sagði meðal annars í ritdómi í Dagblaðinu: „Það er gaman að útgáfú Lystræningjans meðal annars vegna þess hversu fijálsleg hún er, blaðið Qölritað og einfalt í öllum sínum sniðum og breytilegur hópur höfunda sem að þvi stendur hveiju sinni." Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundur er rithöfundur og næturvörður í Reykjavík. GUÐBRANDUR SIGLAUGSSON Dæguriag Klukkan gekk áleiðis kortér í þtjú, klappimar skulfu af kulda og þú hönd undir kinn hvíldir, varst inni og þagðir. Þaðmolnaði á úlnliðnum mínúta stök, máfur fór vængjum um hélugrá þök og hönd undir kinn hvíldir þú inni og þagðir. í f/arska var sólin að fara á kaf í fjallháan skafl sem gneistaði af. Hönd undir kinn hvíldir þú inni og þagðir. Vagninn kom, staðnæmdist, stúlka gekk út með stóreflis bros oní köflóttum klút. Hönd undir kinn hvfldir þú inni og þagðir. Á blaðsíðu Ijórtán í blaðinu las ég af byltingartilraun í Hondúras og hönd undir kinn hvíldi ég inni og þagði. Höfundurinn býr í Þýzkalandi. HRAFN JÖKULSSON Haustljóð 1988 fámál er heiðríkjan í inndölum þegar svifléttur fugl haustsins breiðir logarauðan væng yfir græn tún engi og sortulyngsbrekkurnar mjúku brátt eru dagar sumars liðnir sólfuglar búa sína för með þér en ég dvel áfram með sölnandi stráum kyrrðinni trega- björtu og frosthvítum fugli gerðum úr ís Jónas Guðlaugsson „Ég gef þér Ijóð mfn þreytta þjóð sem þögnin var svo löng.“ Enn á ég óort um þig, ofurhuga nýrrar aldar sem gafst meira en langsoltin þjóð gat þegið: gafst meira en sjálfshreyknir tímar aldar á hverfanda hveli kunna að þiggja: já enn um sinn á ég óort um þig — í rauðu rökkri kvöldsins svart segl við sjóndeildarhring Höfundur er blaðamaður í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.0KTÓBER 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.