Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 18
Flestir viðmælendur voru bandarískir, eldri ferðamenn. Enginn þeirra minntist á ferskt sjávarloft; endalausa víðáttu út til ysta sjóndeildarhrings; hvað gaman er að sjá landsýn í fjarska; Ijósaskipti og hitamóðu. En þeir minntust á góðan félagsskap sam- farþega og hvfldarstundir við lest- ur og blund í þilfarsstólum. Ferða- lag á sjó útilokar daglegt amstur borgar- og atvinnulífs. Að halla sér yfir borðstokkinn og horfa á höfrunga og flugfiska hvílir hug- ann og fær mann til að hugsa skýrar — eða það virðist svo. Það er áhugavert að skynja, hvað farþegar virðast geta losað sig undan allri ábyrgð, sem fylgir störfum í landi. Löng sigling virð- ist vera hvfld frá klukkunni. Þeir þurfa aðeins að hugsa um líkama Góður sólardagur á rúmsjó. sinn — klæða sig og snæða. En huglægi þátturinn virðist hneigj- ast að einhvetju yfirborðslegu og farþegamir, með örfáum undan- tekningum, eru eldra fólk, mjög vel stætt, þröngsýnt. Á kvöld- og næturskemmtunum eru spiluð lög frá ’30 og ’40, sem hægt er að verða mjög leiður á. Og máltíðim- ar eru — eins og fargjaldið — yfirþyrmandi! Eflirsóknarvert eða — ? í landi eru heimsóknir í nætur- klúbba ekki daglegt brauð. En um borð í lúxussnekkjunni er nætur- klúbbur á hveiju kvöldi — sungið, dansað, verið með brandara — nótt eftir nótt. Það má gera sér í hugarlund, hvemig það er að fara á næturklúbb 16 kvöld í röð og heyra alltaf sama eða svipað dægurlagaval og skemmtiatriði! Gamansemin er nokkuð laus við pólitík — mikið af saklausum „sex“-bröndumm og við bingó- borðið virðist sama skrítlan alltaf endurtaka sig. Viðurkenna ber fyrsta flokks matseðil og þjón- ustu, öryggi og ferðatöskur geymdar inni í skáp — en mikið af þessu fæst líka í landi, fyrir miklu minni pening. Niðurstaða: Stuttar vikusiglingar á hóflegu verði eru mjög áhugaverðar, en hinar lengri eins og framangreind geta verið leiðigjamar fyrir fólk í fullu ftöri. Víða er siglt framhjá áhugaverðu landslagi. Á innfelldu myndinni eru menn í morgunleikfimi á þOfarinu. „í landi get ég ekki tekið frí, þar er alltaf verið að hafa sam- band við mig út af viðskiptum, segir einn farþeginn — en hér um borð er ég laus við allt slíkt, síma, telex og tilheyrandi. Þjónustan um borð er líka mjög góð, það er haldið utan um hvem farþega og hans er gætt. Við kynnumst áhöfninni og hún verður eins og fjölskylda okkar. Á ferðamanna- stað í landi er ekki eins auðvelt að kynnast fólki.“ Skipstjórinn tekur undir þetta viðhorf. „Örygg- ið er að sjálfsögðu veigamikill þáttur. Farþegar sem koma ár eftir ár líta á skipið eins og vemd- að heimili og þeir vilja hafa sömu þjónana, sama skipstjórann - ef einhver nýr bætist í áhöfnina em þeir fljótir að spyrjast fyrir um hann.“ Tímar Rómveija, miðaldir og nútíminn sameinast í Strasborg Þegar veldi Napóleons stóð sem hæst, lét hann byggja litla höll eða lystihús handa konu sinni, Jósefínu keisaradrottingu, í appelsínutrjá- garði í Strasborg. í lystihúsi drottn- ingar hlusta ég á fyrirlestur um atvinnuleysið í Evrópu. Þannig birtist manni í Strasborg saga Evrópu og vandamál líðandi stundar í álfunni. Handan götunnar við tijágarðinn er Evrópuhöllin, aðsetur Evrópuráðsins, Hér í Stras- borg kemur Evrópa saman. Um þetta leyti em margir Evr- ópumenn á fundum í Strasborg og þar á meðal margir landar. í Evr- ópuhöllinni er hægt að rekast á þá óvænt í vandrötuðum göngunum, þar sem þeir em að leita að réttu fundarherbergi, eða í fundarhléum eða á leiðinni í veitingasalinn í há- væmm samræðum um réttar víntegundir eða hinar undarlega lélegu samgöngur til Strasborgar, sem vilji vera höfuðborg Evrópu. Það á sér stað viss togstreita um það, hvaða borg hafi rétt til að kalla sig því heiti, og bæði Brussel- og Lúxemborg gera tilkall til þess. í Bmssel benda menn á, að þar séu 19.000 fastir starfsmenn Evrópu- bandalagsins. En í Lúxemborg halda menn því fram, að mjög lítið land utan við samkeppni hinna vold- ugu sé heppilegast. Evrópuþingið kemur yfirleitt saman í Strasborg, þótt Ráð Evr- ópubandalagsins hafi aðsetur í Brussel. Evrópuráðið hefur þing, ráðherranefnd, mannréttindanefnd og þekktan dómstól og aðsetur þeirra allra er í Strasborg. Á Klébertorgi (Place Kléber) í miðborginni hélt Churchill hina frægu ræðu sína um bandaríki Evr- ópu skömmu eftir síðari heimsstyij- öldina. Kléber var einn af herfor- ingjum Napóleons og er þekktur fyrir hina svokölluðu glæsilegu sigra, sem hann vann á Tyrkjum í hemaðarleiðangri til Egyptalands og Sýrlands. En það var enski utanríkisráð- herrann Ernest Bevin, sem lagði það tii 1949, að stofnað yrði Evróp- uráð og að það hefði aðsetur í Stras- borg. Englendingar, sem löngum í sögu Evrópu höfðu ekki haft neitt á móti því að sundra rílq'um á meg- inlandi álfunnar, vildu nú, að Evróp- uráðið í Strasborg ætti að vera tákn vináttu hinna gömlu fénda. 2000 ára borg í ár heldur Strasborg hátíðlegt 2000 ára afmæli sitt. Ágústus, keis- ari Rómveija, sem vildi skattleggja allan heimin, hafði sent hermenn hingað norður, og hátíðamefndin heldur því fram, að þeir hafi byggt virki hér 12 árum fyrir Kristsburð. Virkið gleymdist í nokkrar aldir, en við upphaf miðalda var byggð hér við litla þverá Rínar borgin Þar heldur Evrópa fundi, þar fann Guten- berg upp prentlistina, þar varð franski þjóð- söngurinn til, þar hélt Churchill sína frægu ræðu um bandaríki Evrópu — og nú er Strasborg aðsetur Evr- ópuþingsins, Evrópu- dómstólsins og Evróp- uráðsins. „Strateburg“, „Borgin við vegina", þ.e. miðsvæðis fyrir umferð bæði á landi og fljótum. Maður rekst á marga þekkta menn, þegar maður gengur um Strasborg eða les um hina merki- legu sögu hennar. Einn af helztu rithöfundum miðalda, Gottferð af Strasborg, orti hér hinn sígilda kvæðabálk, sem byggður er á sögu frá Bretaníu um Tristan og ísól. Gangi maður Hallbarðagötu inn í gamla hverfið bak við dómkirkj- una, finnur maður húsið, þar sem Albrecht Diirer reyndi eftir beztu getu að hafa ofan af fyrir sér með því að gera tréskurðarmyndir. Nokkru síðar, í byijun 16. aldar, kom hinn mikli húmanisti, Erasmus af Rotterdam, sem lifað hafði flökk- ulífi, til háskólans í Strasborg. Þrátt fyrir öll herverk í hinum mörgu styijöldum í Evrópu hefur borgin frá miðöldum varðveitzt í hverfí, sem nú heitir „La petite France" („Litla Frakkland"). Fal- lega máluð múrgrindarhús sútar- anna og annarra handiðnaðar- manna standa meðfram skurðunum og gömlu skipastigakvíunum. Maður gæti haldið, að annar tum dómkirkjunnar hefði hmnið í ein- hveiju stríðinu. En sagnfræðingar segja, að það hafi aldrei verið ætl- unin að byggja nema einn tum, þó að svo virðist sem gert hafi verið ráð fyrir tveimur. Bæði fyrir Kaþólikka og mótmælendur Bygging dómkirkjunnar hófst 1176 og var notaður sandsteinn úr Vogesafjöllum, en það var ekki fyrr en 1433, sem hún var tilbúin til vígslu. Stíllinn er gotneskur, og tuminn er að vísu hálfeinmana, en hins vegar er hann hár, 142 metr- ar, og manni er sagt hér, að hann sé hæsti kirkjutum í Evrópu. Þegar ég geng inn í kirkjuna til að dást að henni innanverðri, sé ég háa vél af einhveiju tagi og mér er tjáð, að verið sé að mæla til að komast að raun um, hvort turninn hreyfíst. Bæði kaþólikkar og mót-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.