Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Blaðsíða 6
Smásaga eftir FRIÐRIK INDRIÐASON Mynd: Gísli Sigvrðsson. ær hver einasti kjaft- ur á staðnum sogar að sér sígarettureyk. Það glittir við og við í glóðimar í hálf- rökkvuðum salnum. Þær minna á eld- flugur svífandi um í þykku kófínu. Tóbakssvælan svíður í augu. Skvaldrið í fólkinu blandast við grófan blús úr þreyttum hátalara á veggnum við bar- inn. Hátalarinn hefur fyrir löngu gefíst upp á að yfírgnæfa skvaldrið. Við erum staddir á hverfískránni, Öm vinur minn og ég. Öm er hrifínn af kránni þótt hann hafi aðeins stigið þar inn fyrir dyr í tvö skipti. Hann segir mér á leiðinni á staðinn að þama inni gerist hlutir sem Fell- ini geti aðeins dreymt um. Innviðir krárinnar em í þessum hefð- bundna íjallakofastíl. Það er eftir að búið er að aðiaga stílinn breyttum kringumstæð- um borgarinnar. Á réyksósa furuveggjum hanga speglar. Og hinar óhjákvæmilegu myndir af fastagestum í hinum ýmsu partý- um, áramótafylleríum og merkisafmælum staðarins. Tvö málverk er að finna á einum veggnum. Svo virðist sem skapari þeirra sé í reikning á bamum. Við Öm fáum sæti skammt frá glugga- prýddum útidyrunum. Það er afgreitt á borðið. Gin fyrir mig, viský fyrir hann. Á næsta borði við okkur situr þrennt. Tveir búralegir karlar og kona á óræðum aldri. Annar karlanna liggur aftur í stólnum svo annar handleggur hans lafir aftur fyrir stól- bakið. Hina hendina notar hann í sveiflur til áherslu máli sínu. Hann hefur orðið: ... „í málverkinu sér maður þessa æðri liti. Þessa æðri liti lífsins. Sveiflumar sem mað- ur upplifír í daglega lífínu. Sjáið þið þessa heildarmynd fyrir ykkur?" Þessum síðustu orðum hans fylgir viða- mikil áhersla með lausu hendinni. Hin tvö horfa voteygum augum á hann. Konan grípur um glas sitt. Þáð. stríkkar aðeins á rúnum ristu andliti hennar. Hún segir með andvarpi: „Oh, þú ert með svo liðugan tal- anda, Halli." Halli tekur hrósinu af þeirri hæversku sem snilli hans býður. Hann strýkur hend- inni um stund niður gráleitt geithafursskegg sitt. Klórar sér svo í búlduleitum kollinum. Segir síðan að hann þurfí að drífa sig. Kon- an grípur snöggt um hendi hans. Blóðlakk- aðar neglur hennar sökkva í þykka ermi tweedjakkans: „Nei elskan, sittu aðeins áfram. Ég skal ná í annan ærish fyrir þig,“ segir hún biðjandi röddu. „Ókei, láttu það á reikninginn,“ svarar hann. Á þessu andartaki veður inn úr dyrunum luralegur náungi með úfíð dökkt hár. Hann er klæddur í opna ullarmussu, gallabuxur og slitna strigaskó. Mussan lítur út fyrir að hafa ekki komist í návígi við þvottavél síðan ’68. Öm fræðir mig á því að viðkom- andi gangi undir nafninu Sjonni súri. Við- umefnið er greinilega tilkomið þar sem óvenjulega stór geifla á neðri vör þessa náunga virðist til frambúðar. Sjonni súri kemur auga á pervisinn, lágvaxinn mann sem situr einn við borð innarlega á kránni. Öskrar til hans: „Skák.“ Hinn kinkar kolli. Sjonni fer að bamum og nær í taflmenn. Kaupir sér glas í leiðinni. Halli hefur áfram orðið á borðinu við hlið okkar: ... „Þegar ég mála er ég í beinu ,«.( JopoW iá-Jo Btw Kb lit íjWf.rir > sambandi við kosmóbíólógískar lífsmögnun- arbylgjur sem gera mér kleift að sjá þessa æðri liti. Ekkert málverk getur orðið til nema menn skilji þessa liti. Sko, þið áttið ykkur á því að málari, sannur málari, málar ekki gras rautt af því að hann er litblindur." Konan andvarpar aftur: „Oh, Halli, þú ert svo mikill snillingur að segja hlutina." Svipur þirðja mannsins við borðið er þann- ig að hann virðist hafa tapað þræðinum áður en þetta tríó kom á krána. Samtal tveggja manna við borð í miðri kránni vekur brátt athygli nær allra við- staddra. Annar þeirra er greinilega sjómað- ur ef marka má “66 gráðu norður“ flík á stólnum við hlið hans og það sem hann seg- ir. Hinn er mjósleginn, slétthærður náungi í jakkafötum en án bindis. Sjóarinn, sem er töluvert stærri og þreknari, hálfrís úr sæti sínu öskrandi. Munnvatnið frussast yfír hinn: „Ég skal segja þér hvað hörð lífsbarátta er, helvítis rindillinn þinn. Það er að vera staddur á loðnumiðunum fyrir utan andskotans Jan Mayen. Að vetri til mígandi út fyrir borðstokkinn og sjá að hlandið frýs áður en það lendir í öldurótinu fyrir neðan. Þú ert með aðra hendina á lókn- um og hina á handriðinu og þú ert heppinn að geta losað báðar án þess að skilja djöfuls- ins SKINNIÐ EFTIR.“ Þegar síðustu orðin eru öskruð er aðeins handarbreidd á milli andlita þeirra tveggja. Sá mjóslegni er orðinn fölur. Vert staðarins, hugguleg kona á miðjum aldri, sér ástæðu til að skipta sér af umræð- um og biður mennina að vera stillta. Sjóar- inn sígur niður í sæti sitt. Um leið verður allt vitlaust við skákborðið. Sá pervisni ásakar Sjonna súra hástöfum um að svindla í skákinni: „Jú þú hreyfðir tvo menn. Ég sá það,“ öskrar hann. Sjonni hrópar á móti að hann hafi ekkert svindlað: „Ertu eitthvað ruglaður maður? Ég svindlaði ekki neitt." Sá pervisni stekkur á fætur og kreppir hnefana. Æði skín úr augum hans og hár hans, sem er greitt þétt aftur af enninu, virðist rísa. Hann setur upp hnefana og öskrar áfram: „Komdu ef þú þorir. Ég er Akranesrotarinn. Komdu bara ef þú þorir.“ Sjonni súri hallar sér aftur og horfir dol- fallinn á manninn. Það sléttast aðeins úr geiflu neðri varar . .. „Vá maður, á hveiju ert þú eiginlega? Þú ert alveg kolruglaður.“ Sjonni hallar sér síðan fram aftur og segir lægri röddu: „Er hægt að fá eitthvað af því?“ Akranesrotarinn verður hálf áttavilltur við þessa beiðni. Hann lætur hnefana síga. Þeir sættast á að tefla aðra skák. Og Halli malar stöðugt við næsta borð: „Þegar ég ákvað að fást við málverkið var það vegna þess að eitthvað innra með mér, kannski sálin, krafðist þess að ég ynni við sköpun lita og forms. Veröldin er ekkert annað en litir og form. Ég lít svo á að með pensilinn í höndunum sé ég með heiminn í höndunum." Sá sem hefur tapað þræðinum hingað til við þetta borð vaknar eitt augnablik til lífsins og segir: „Mikið hefur þú stórar hend- ur, Halli. Skálum fyrir því.“ Hann lyftir glasi sínu um leið en uppgvötvar að það er tómt. Hann hrópar til vertsins og biður hana að redda sér öðru glasi í snatri. Maðurinn sem næst stígur þungum og rólegum skrefum inn á kránna vekur at- hygli allra viðstaddra. Hann gæti verið kom- inn í beinan karllegg af Gretti. Mjög þrek- inn og stórvaxinn. Breiðleitt andlitið er eins og meitlað í stein. En úr augunum skín ein- hver ólýsanleg hryggð. Það er greinilegt að sjóarinn þekkir hann vel. Sjóarinn stekk- ur á fætur og öskrar svo gluggamir titra: „KONNI, KONNI. MINN maður. Djöfulli er gaman að sjá smettið á þér héma.“ Þeir faðmast eins og tveir skógarbimir á miðju gólfínu. Kasta hvor öðrum um í fang- brögðunum. Nærliggjandi borð og stólar sáldrast um gólfið eins og spilaborgir. Vert- inn sér ástæðu til afskipta. Biður menn aft- ur að vera stillta. Hún lítur síðan homauga poka sem Konni heldur á í annarri hend- inni. I honum eru þijár brennivínsflöskur. Hún afræður að láta það framhjá sér fara. Konni er þannig útlits að engum dytti í hug að angra hann með óþarfa athugasemdum. Aftur verður allt vitlaust við skákborðið. Akranesrotarinn er aftur stokkinn á fætur og er sýnu æstari en áður. Ásakar Sjonna um svindl og ótuktarskap. Kreppir hnefana og setur sig í stellingar. Hrópar æstum rómi: „Komdu ef þú þorir. Ég er Ákranesrotarinn skal ég segja þér. Komdu bara ef þú þor- ir.“ Sjonni súri horfír á hann um stund og segir svo skúffaður: „Blessaður láttu mig í friði. Ef þú ert Akranesrotarinn af hveiju ferðu þá ekki og rötar fólk á Akranesi? Láttu mig bara í friði. Þú ert alveg útúr- ruglaður.“ I þessu kemur vertinn að borði þeirra. Hún róar Akranesrotarann niður. Talar 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.