Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Page 18

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Page 18
hjólum — hvítra kúa — lítilla asna, með múrsteina á baki — skyndilega birtist stærðar fíll með tijáknippi á bakinu og þama er gíraffi með kerru í eftirdragi! Allt er flutt með hand- og fótafli eða á uxakerrum — algengt að sjá menn draga bensíntanka eða bisa með þungt byggingaijárn — fyrirbærið „flutn- ingabíll" virðist lítt þekkt. Þarsemkúnum leyfist allt! „Please hom“, stendur aftan á stærri bílunum og flautan er sann- arlega notuð á götum Indlands. Loftkæling er í fæstum bílum, gluggar því opnaðir upp á gátt til að fá andvarann — þó heitur sé — til að blása um vanga. Inni í bílnum heyrist ekki mannsins mál fyrir bílflauti, örvandi hrópum uxahirða, kúabauli, geitajarmi. Litlar skraut- málaðar, þríhjóla bílbjöllur eru að- alleigubílar Indlands — komast hæglega inn á milli, en veita ekki mikið öryggi. Umferðin er vægast sagt afar litrík — hvítar, friðhelgar kýr ganga hátignarlega um aðal- strætin — liggja jórtrandi á um- ferðareyjum — skapa umferðar- öngþveiti — en þeim.leyfíst ailt. Snjóhvíta Indlandskýrin Indvetjar virða og dá kúna sína — hún er þeirra „heilaga móðir“ — gefur mjólk — er burðardýr — frá henni kemur bakteríulaus áburður. Kúamykjan verður að harðri skán í hitanum, góð til upphitunar - úr henni em jafnvel búin til mjólkuríl- át! Húsráð í sambandi við hollustu kýrinnar eru t.d.: „Ef þú færð blóðnasir, áttu að anda að þér lykt af nýrri kúamykju í tvo daga.“ Óbrigðult læknislyf. Hluti af trúar- brögðum Indverja er að neyta ekki kjöts og flestir þeirra eru græn- metisætur, en mjólkina drekka þeir. Snemma á morgnana má sjá fólk standa í biðröðum eftir að fá flóaða mjólk, ausið upp úr dökk- leitri trogskál, sem búin er til úr innbrenndri kúamykju. Ótrúlegur, litríkur fólksQöldi Annað er vekur athygli gests- augans í Indlandi, er hið skrautlega fólksflóð götunnar. Allir klæðast litríkum fatnaði, ólíkum Vestur- landaklæðnaði — konur nær und- antekningarlaust hjúpaðar „sari“ — löngum, skartlegum silkislóða, er þær vefja, skósíðum, utan um sig — geysifallegnr og hentugur klæðnaður í hitanum. Karlmenn eru oftast hvítklæddir, í hinni hefð- bundnu indversku skyrtu, opinni í hálsinn og síðri yfír víðum buxum. Alls staðar er fólk — uppi á þökum strætisvagna, utan í gluggum þeirra — stighjól þakin af fólki og einn maður bisandi fremst — slóði saríanna stendur eins og fáni út frá brunandi mótorhjólum, þar sem konur hanga aftan í mönnum sínum, en það er stöðutákn á Indl- andi að eiga gott mótorhjól. Indversku hallarhótelin - Taj Mahal Vesturlandabúum er yfirleitt boðin gisting á 5 stjömu hótelum — og hvílíkur lúxus! Verð aðeins 2.800 krónur fyrir 2 manna her- bergi. Arið 1903 var fyrsta Taj Mahal-hótelið byggt í Bombay. Þá sagði dagblaðið Times í London, að búið væri að byggja „fínasta hvíldarstað úlfaldalestanna í Austr- inu“! Það er ekki ofsagt, að ind- versku hallarhótelin séu ein þau bestu í heimi og þjónustan frábær — að því undanskildu, að Indveijar kunna ekki að fiýta sér, þjónustan er því sein í augum tímabundins Vesturlandabúa! Indverskir þjónar kunna ekki að segja nei og svara hverri beiðni með „no problem" eða „ekkert vandamál". Hótelin eru oftast í gömlum hallarkynnum, veglega skreytt í indverskum Aust- urlandastíl — marmari — speglar — brons — Iistaverk — blóma- skreytingar og þjónar á hveiju strái, klæddir eins og sannir hallar- þjónar — nýgengnir út úr indversku ævintýri í „Þúsund ogeinni nótt“! Hallaríburður og skínandi fátækt Fyrst áttu erfitt með að sofna í Bronslíkneski af guðinum dans- Grænmetisverslun í Delhí. andi fást viða hallarkynnum — biðjandi bænar- augu betlandi bama koma í sífellu upp á milli þín og svefnsins. Víða þar sem bíllinn stoppaði, spruttu upp andlit — líkamar upp úr gang- stéttinni — er lögðust á bílgluggana — biðjandi með framréttar hendur. „Þetta er orðinn vani hjá þessu fólki," segir leiðsögumaðurinn. En eitthvað meira býr að baki — at- vinnuleysi — offjölgun. En fátæktin í Indlandi er öðruvísi. í New York og London býr fólk í fátækrahverf- um — aðskilið. Héma blandast allt saman — skínandi fátækt og svim- andi íburður, byggður á ótrúlegum auði fyrri yfírstétta. Heimsins mestu andstæður Indland sýnir meiri andstæður í lífsháttum, en sjást annarsstaðar í heiminum — árþúsundagamlir at- vinnuhættir við hlið háþróaðs tæknibúnaðar 21. aldar — þoturák- ir á himni yfír landi, þar sem uxa- kerrur með tréhjólum eru algeng sjón — uxar og menn plógdraga í skugga Iq'arnorkustöðva - nýtísku. skýjakljúfar við hlið húskofa, þar sem ekki er rennandi vatn eða raf- magn. En fólkið virðist allt ánægt — jafnvel í mestú fátæktinni. Héma þekkjast vart eiturlyf né glæpir — krabbamein, eyðni eða hjartasjúkdómar. Er fátæktin hér ennþá heilög eins og faðir þjóðar- innar, Mahatma „hin mikla sál“ Gandhi, prédikaði? Hin mikla þjóðarsál Gandhis Við svartan marmarapall, við árbakka Yamuna-ár, er rennur í gegnum Delhí áður en hún samein- ast fljótinu helga, Ganges, gefur að líta inngreypt síðustu orð Gand- his, „He Ram“ eða „Guði sé lof og dýrð“. Bálför Gandhis fór hér fram 31. janúar 1948. Daginn áður féll „hin mikla sál“ fyrir morðingja- hendi. Svartur marmarinn er þak- inn nýjum blómum. „Drag skó þína af fótum þér, því jörðin er þú geng- ur á er heilög." Fetað er berfætt í fótspor milljóna Jndveija og blóm lögð í lotningu. í húsi Gandhis í Bombay stendur spunahjólið „tákn vonarinnar" fyrir þjóðina, og bæk- umar þijár, er hann bar ætíð með sér - kóraninn, biblían og bænabók hinda — allar jafnar í stórri sál Mahatma Gandhis. Sannir Indveijar - fyrst og fremst A marmaraplötu á indverskum flugvelli standa þessi orð Gandhis: „Verið fyrst og fremst sannir Ind- veijar — fyrir utan öll trúarbrögð." Og þessi geysistóra, fjölmenna þjóð býr yfír öllum bænahúsum — jafn- vel má sjá hindúmusteri og mosku að hluta sameinaðar á byggin- gatíma 300 ára valdaskeiðs mógúl- anna, sem höfðu mest mótandi menningaráhrif á Indveija. Að vera of nærgöngul Grænum serk er varpað yfir lítil- mótlega Vesturlandakonu, sem gengur á bænatíma inn í moskuna. Og allt í einu birtist fíll á miðri götu! guðinn Shiva — í miðju alheimsins, með tímahjólið spinnandi í kringum sig, með slönguna, tákn lífskrafts- ins. um háls sér, með djöfulinn undir fótum sér. Shíva er í hverri ungri stúlku, allar vilja þær sam- einast honum í dansi. Spegilmyndin sýnir blekkingu heimsins — sjálfið er blekking, sem mun sameinast guði — jafnvel ólæs bóndi á akrin- um segir þér, að allt er hann sér í kringum sig sé „lila“ eða leiksvið og á vissum tímapunkti umbreytist allt. Öll hjónabönd skipulögð Giftingar á Indlandi fara fram með mikilli viðhöfn — athöfnin sjálf tekur 2-3 daga og brúðhjónin verða að fasta í heila viku til að hreinsa líkama sinn. Stjömuspámenn ráða í stjömumar um besta tíma til sam- einingar, sem er um þrisvar árlega. Þá leiða piltar þær brúðir, sem faðir þeirra hefur valið, til altaris. Næstum öll hjónabönd á Indlandi em skipulögð af foreldrum brúð- hjónanna — áhersla lögð á að verð- andi hjón komi úr sama umhverfi — úr sömu stétt. Hér þekkjast ekki „diskótek“ (nema á hótelum fyrir erlenda ferðamenn) eða næturlíf að hætti Vesturlandabúa og indver- skar brúðir em nær undantekn- Eitt frægasta hótel Indlands — Vatnahöllin. Blessaðir uxarnir eru hvítir og fallegir. Konur sitja við bænahald í einum hluta moskunnar, svartklæddar frá hvirfli til ilja, með svartar slæður fyrir andliti — grisjar aðeins í aug- un á bak við heklað mynstur. Mið- kjami moskunnar, bænagarðurinn með vatnsbólinu, konumar, hvelf- ingamar; allt myndar þetta ómót- stæðilegt myndefni og myndavél er svipt upp úr serk — en betur sjá mörg augu, þó séu á bak við heklaða grisju — konumar standa upp, steyta hnefana á móti mynda- vélarauganu — minna á nornir úr grárri fomeskju og höndin verður svo skjálfhent að myndatakan eyði- leggst. Þú mátt ekki vera of nær- göngul inni í helgidóm annarra. Þriðja augað — rauði ennisbletturinn Inni í hindúmusterinu sést víða merki, sem tengdist ógnum og dauða i seinni heimsstyijöld — nas- istamerkið. „Ævafomt trúar- og gæfumerki hindúa," segir leiðsögu- maðurinn. „Ef það er misnotað, þá er voðinn vís,“ bætir hann við — vissulega orð að sönnu. Berfætt er kropið fyrir framan hindúaltarið og tekið við guðsblessun — rauða blettinum, hennablandaðri vígðri mold, sem presturinn þrýstir á en- nið. Ungar stúlkur fela sig gjaman á bak við „rauða ennisblettinn" — staðreyndin er sú, að mönnum gengur illa að ná augnaráði þeirra, rauðlýsandi bletturinn villir fyrir. „Rauði bletturinn" er líka tákn „þriðja augans" er veitir manninum æðri sýn. Dansandi guðinn Dans var upphaf bænahaldsins. í kringlóttu speglaherbergi í einu horni musterisins stendur dansandi ingalaust hreinar meyjar. Að gefa hönd sína Úr indverskum, trúarlegum höggmyndum má lesa, að hindúa- trú telur hjónabandið sameina fijó- semi jarðar, konuna, og guðlega lífsaflið — karlmanninn. „Að gefa hönd sína“ var hið sama og að til- heyra honum í dauða og lífi. Allt fram til miðrar 19. aldar var eigin- konum varpað á bálköst eigin- manna sinna — allt að 100 konur gátu fylgt konungunum! Siðvenjan hefur mótast vegna þess, að konan gat ekki séð fyrir sér sjálf og ekkj- ur urðu baggi á fjölskyldunni. En óneitanlega fer hrollur um mann, að ganga um indversk söfn og skoða hina svokölluðu „sati- steina", þar sem bálförin er sýnd. Gull og gimsteinar drógu til sín valdasjúka ræningja Fýrr á öldum kom allt frá Ind- landi, guil, silfur, marmari, krydd, silki, dýrir eðalsteinar. En hinn mikli náttúruauður þjóðarinnar var um ieið hennar ógæfa og dró til sín valdasjúka konunga. Sögu Ind- veija má lesa í hinum miklu minjum er eftir standa um konungsveldi og keisaradæmi — moskur risu upp úr rústum mustera; musteri úr rústum búddatrúarmustera — ris og fall — fall og ris óteljandi menn- ingaráhrifa — og þjóðin leið, mann- fallið var gífurlegt. I seinni grein verður gengið í gegnum „gullna þríhyminginn", borgimar Delhí, Akra og Jaipur, sem em vinsæl- ustu viðkomustaðir ferðamanna á Indlandi. Borgin Akra geymir m.a. táknmynd Indlands — eitt af undr- um veraldar, hvítu marmarahöll- ina, Taj Mahal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.