Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Blaðsíða 12
Tilurð ,3kjaldbökunnar“ i ngin listgrein er vogaðri en leiklistin. Eðli hennar er að storka Tímanum, hlutskipti henn- ar er að tapa. Sigrar hennar eru einungis stundarsigrar. Af þessum sökum er leiklistin tragísk hvort sem um er að ræða gamanleik Nokkrar fullyrðingar um Tímann í tilefni flutnings Leikfélags Akureyrar á leikritinu „Skjaldbakan kemst þangað líka“. Eftir ÁRNAIBSEN eða harmleik. Þess vegna er trúðurinn ævin- lega sorglegur, jafnvel þótt hann sé fyndn- ari en allt sem fyndið er. List hans deyr með honum, gieðigjöf hans fölnar með minn- ingunni. Þetta tvíeðli leiklistarinnar heillar mig óendanlega. Engar tvær uppfærslur sama leikrits eru eins; hvor um sig er mörkuð eigin persónu- leika. Við þetta er nauðsynlegt að bæta að engar tvær sýningar sömu uppfærslu eru eins. Frumsýning hefur ákveðna eiginleika, önnur sýning allt aðra, þriðja sýning enn aðra; vegna þess að milli sýninga líður tími sem breytir öllum aðstæðum þó í smáu séu. Tíminn er af þessum sökum sá margræði Guð sem öllu stýrir í leikhúsi. Ekki einasta er leiklistin andartaksins heldur er það og Tíminn sem stendur keikur með ljáinn í leikslok og færir það sem áunnist hefur gleymskunni að gjöf. Höfundur leikrits verð- ur að byggja verk sitt á þessari vitund, vegna þess að sjálft leikformið er Tíminn. Atburðarásin er lifandi og fer fram í tíma, en ekki á myndfleti eða blaðsíðu; og Tíminn er sá meginþáttur sem heldur efninu sam- an. Því má segja að öll leiklist fjalli í innsta kjarna sínum um Tímann. Við sjáum leik- persónur ferðast um tíma, fylgjumst með breytni þeirra, þroskaferli og þróun persónu- leikans. í stuttu máli: Við fylgjumst með hvað Tíminn gerir persónunum, hvemig hann leikur þær og hvert hann leiðir þær. Það er þetta atriði sem gerir leikpersónu að því sem hún er. Þetta gerir hana eftirtekt- arverða vegna þess að helsti spennuþáttur leikrits er þróun persónanna í samspili at- vika og efnisþráðar. Leiklist er í senn ögrun við Tímann og vegsömun hans. II Mig skortir kjark leikarans. Þess vegna varð það hlutskipti mitt að semja leikrit í stað þess að leika sjálfur. Leikarinn hellir sér út í orrustuna við Tímann með fullri vitund um ósigurinn sem bíður hans að leiks- lokum. Þrátt fyrir allt skiptir ósigurinn leik- arann engu. Tilgangur leikarans er ormstan sjálf, ekki lyktir hennar. Leikrit er orrustu- völlur þar sem leikarinn getur átt tilvist og fundið sinn tilgang. Þar sem hann getur unnið sinn stundarsigur. Leikritið „Skjaldbakan kemst þangað líka“ var samið 1983—’84. Eg samdi upp- haf verksins og lokaræðuna í einni lotu 17. september 1983, en þann dag vom 100 ár liðin frá því að William Carlos Williams fæddist. Eg hafði ætlað mér að minnast Williams þennan dag með því að birta grein um hann eða eitthvað af þýðingum mínum á ljóðum hans. Þegar til átti að taka þótti mér ótímabært að birta þýðingarnar og aðfaranótt þess 17. sofnaði ég með sam- viskubit gagnvart þessu erlenda skáldi sem hafði gefið mér svo mikið. Vikumar á und- an hafði okkur Viðari Eggertssyni talast svo til að ég semdi leikrit handa honum. Við höfðum unnið saman við nokkrar leik- sýningar og fundið að hugmypdir okkar um leiklist áttu samleið, en Viðar hafði þá þeg- ar stofnað Egg-leikhúsið sitt og átti aðdáun mína fyrir frækilega sigra í orrustum við Tímann. Það hafði hins vegar orðið bið á að ég fengi hugmynd 'að leikriti við hæfi. Samviskubit mitt var því tvöfalt umrædda nótt. Eftir nokkra andvöku náði ég loks að sofna, en í einhveijum afkima undir höfuð- skel minni hefur hugurinn haldið áfram að starfa og mig dreymdi upphaf og niðurlag leikritsins. Ég vaknaði í bítið og skrifaði niður það sem nætursvefninn hafði gefið mér. Næstu mánuði notaði ég hveija stund sem gafst til að vinna að handritinu og snemma sumars 1984 sátum við Viðar heila viku yfír því sem komið var af textanum, lásum, spjölluðum og prófuðum í leik. Ég vann síðan áfram að handritinu og lauk því um haustið, að mig minnir í september daginn áður en æfíngar hófust. Það sem í fyrstu átti að verða lítill einþáttungur fyrir einn leikara og útvarpstæki var orðið leikrit í fullri lengd og útheimti tvo leikara og þá enga aukvisa, enda er Ezra Pound ekki sú manngerð að honum verði haldið utangátta til lengdar. Þá var Arnór Benónýsson kallað- ur til liðs. Leikritið var svo frumsýnt í minni leikstjórn á vegum Egg-leikhússins í Ný- listasafninu við Vatnsstíg Reykjavík 9. nóv- ember 1984. Þetta var ótrúlegur tími í alla staði. Bæði ritunartíminn og æfingatíminn. Meðan ég sökkti mér ofan í samhengið í skoðana- skiptum Williams og Pounds og reyndi að smokra mér inn í andrúmsloft þess tíma, endurómaði minn eiginn samtími af hlið- stæðri orðræðu og skoðanaskiptum þar sem tekist var á um svonefnda „fijálshyggju". Og einstrengingur og öfgar umræðunnar náðu um haustið hámarki er tekist var á um „frjálsan“ útvarpsrekstur. Samtímis var þjóðfélagið lamað af verkfallsátökum. Verk- fallsverðir bókagerðarmanna stóðu vaktir handan við hornið á Vatnsstíg og Lauga- vegi, en í húsasamstæðunni allri leyndist víst lítil prentsmiðja sem notuð var til að prenta „fijálst“ fréttablað. Á einni æfíngu gerðist það að verkfallsvörður kom inn á svið til okkar til að kanna hvað við værum að gera og til að ganga úr skugga um hvort komist yrði inn í umrædda prentsmiðju úr sal Nýlistasafnsins. Mér þótti sem tími þeirra Williams og Pounds væri kominn inn í okkar tíma. Og mér varð ósjálfrátt hugsað til Williams sem ævinlega leitaðist við að festa hönd á því tímalausa í eigin umhverfi Baltasar: Grafík í Gallerí Borg Fyrir tæpu ári birtist í Lesbók samtal við Baltas- ar í tilefni þess að hann hafði þá búið og starf- að á íslandi í 25 ár. Hann hélt þá stóra mál- verkasýningu á Kjarvalsstöðum og hefur raun- ar látið skammt stórra högga á milli í sýningar- haldi þessa undanfömu áratugi. Segja má að myndlist hans skiptist í þijá flokka , \ og hefur hann sinnt þeim öllum jöftium höndum. Fyrst er að telja olíumálverk og þar á meðal portretmálverk, sem hann átti þátt í að leiða til aukins vegs og virðingar á íslandi eftir alllangt tíma- bil, sem mjög fáir lögðu stund á þá grein. í annan stað hefur Baltasar haft í takinu freskumálverk í stórum stíl og er skemmst að minnast myndanna í Vfði- staðakirkju, sem kynntar voru hér í Les- bók, en sem stendur vinnur hann að fresku í Húnavallaskóla í Húnavatns- sýslu og gerði Listskreytingasjóður það verk mögulegt. í þriðja lagi hefur Baltas- ar lagt stund á grafík og teikningar jafn- framt málverkinu og haldið sjálfstæðar grafíksýningar. Eina slíka opnar hann * nú í Gallerí Borg. Myndin sem hér birt- ist gefur hugmynd um, hvar hann er ■ staddur í grafíkinni að þessu sinni. Fljótt á litið sýnist myndin vera alveg ab- strakt, en svo er ekki, þegar betur er að gáð. í miðju myndarinnar leynist mannsmynd, sem réttir hendumar upp og út. Myndin heitir „Brenna Gullveig- ar“ og hér vinnur Baltasar með tema úr Völuspá; spjótin stóðu á Gullveigu svo þétt að hún gat ekki fallið og því var þrautaráð goðanna að brenna hana. Að öðru leyti vinnur Baltasar með tvö af þeim temum, sem hann sýndi síðast á Kjarvalsstöðum: Nátttröll og sigur- boga. Þar að auki sýnir hann myndir byggðar á eddukvæðum, ex libris og ein myndröðin er um vemdargripi. GS Brenna Gullveigar, 1988. Ljósm.Lesbók/Bjarni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.