Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1988, Blaðsíða 13
og samtíma. Það setti að mér óhug; mér
þótti ástandið minna óþægilega á stríð, þó
morðtólin vantaði, en svo ógeðfellt sem það
nú annars er, þá varð ég glaður innst inni
yfir að hafa hugsanlega tekist ætlunarverk
mitt: Að fjalla um samtímann með tilvísun
í hliðstæðu.
III
Handrit leiksins hafði tekið nokkrum
breytingum á æfingatímanum og var gefið
út á frumsýningardag, í endanlegri gerð,
að ég hélt. Það hafði vaxið og þróast eftir
kröfum minnar sýningar, enda lít ég svo á
að texti leikrits sé einungis partítúr leiksýn-
ingar. Vorið 1985 tók síðan Lilla teatern í
Helsinki leikritið til sýninga og leikstjórinn
Johann Simberg setti sig í samband við mig
til að fá heimild til að gera vissar stytting-
ar. Vitaskuld. Handritið hafði alveg farið á
mis við þá ítarlegu gagnrýni sem væntanleg-
ur ieikstjóri gefur því. Ég hafði sjálfur verið
í þeirri háskalegu aðstöðu að vera bæði
höfundur og leikstjóri hér heima og skort
e.t.v. hlutlægni leikstjórans. Simberg og
leikararnir tveir, Mikael Rejström og Rabbe
Smedlund, komu með margar tillögur um
styttingar sem mér þóttu í flestum tilfellum
skynsamlegar.
Frumsýningin fór fram 10. apríl og var
ég viðstaddur. Sýningin olli mér vonbrigð-
um. Þetta fólk hafði unnið sitt verk af
þeirri alúð sem það átti til, en Rejström var
einfaldlega of ungur til að leika Wilhams.
Hann skorti leikreynslu og ef til vill umfram
allt, lífsreynslu. Ég vona að hann fái annað
tækifæri fljótt. Það er illa gert ungum leik-
ara að kasta honum óhörðnuðum fýrir ljón-
in. Smedlund kom hins vegar með merkilega
túlkun á Pound; túlkun sem opnaði augu
mín frekar fyrir möguleikum hlutverksins.
Vonbrigði mín með þessa sýningu urðu
til þess að ég gaf lítinn gaum þó leikhús
erlendis föluðust eftir sýningarrétti á næstu
mánuðum. Mér fannst verkinu ekki lokið.
Sýningarferðir Egg-leikhússins með leikritið
til Dublin, Kaupmannahafnar og Brighton
1986 og 87 urðu mér þess vegna kærkomið
tækifæri til að vinna meira við textann og
prófa hlutina í sýningum fýrir kröfuharða
áhorfendur. Því hafa enn verið gerðar smá-
vægilegar breytingar á handriti fyrir sýning-
arnar á Akureyri. Nú er ég að nálgast það
að koma handritinu í „endanlegt horf“, ef
slíkt er mögulegt í sambandi við hvert leik-
rit. Hef ég þá ef til vill eitthvað til að senda
úr landi, í þetta sinn í hendur bandarísks
leikstjóra sem hefur hug á að setja verkið
upp vestur þar. Uppfærsla Leikfélags Akur-
eyrar er ný fæðing.
Höfundur er leikskáld og leiklistarfræðingur.
GUÐLAUGUR HÚNFJÖRÐ EINARSSON
Hvad veldur . . .
Hvað veldur því að vonir okkar bresta,
og visna eins og lauf í norðankalda.
Og hver er orsök þess að allt hið besta,
sem óskum við miá hvergi velli halda.
Og hver er valdurinn að kvölum okkar?
Já, hvaða tilgang hafa soig og þjáning?
Og hver er spákonan sem spilin stokkar?
Eg spyr, er þetta mannsins líf og tjáning?
En svarið kemur hægt þá hugann stillir,
og hreinskilninnar opnast dýpsta leynið.
Það ert þú sjálfur sem að veg þinn villir,
þín veika trú á sjálfan þig er meinið.
Þú sársaukanum gerir skýrust skilin,
ef skirrist við að láta hann þig þuga.
Þú leggur sjálfur niður spádómsspilin,
en spáðu ei með efasemd í huga,
Nei, vertu ávallt staðfastur og sterkur,
og stór í trúnni á sjálfs þíns kraft og megin.
Því andi þinn er máttugur og merkur,
ogmegn þess einn, að greiða lífs þíns veginn.
Höfundur er ballettdansari og hefur sl. 15 ár
búiö og starfaö í Þýzkalandi og Bandaríkjunum
HELGA
JÓHANNSDÓTTIR
Haust
/ nótt
kom haustið
litrík fegurð þess
vefur sig
um fætur þér
vindur bærist
í greinum
skijáf fölnaðra laufa
sem falla
til jarðar
þú stendur
á öndinni
hlustar
í fjarska fótatak
komandi vetrar
Höfundur er sjúkraliði
KRISTJÁN G.
ARNGRÍMSSON
Myndir
Orð
penni og pappír
festa
fleygar setningar
Gæta
hverfulla augnablika
Ljós
lokari og linsa
greypa
flöktandi myndir
Varðveita
brothætt andartak
Höfundur er nemandi í heimspeki i Háskóla
(slands.
0mega-3 og hjaftnS
,, Þorskalýsið og
hjartað: Áhugaverð
efni, sem virðast
m.a. geta dregið úr
hættu á myndun
blóðtappa — segir Dr.
Sigmundur
Guðbjarnason. “
Morgunblaðið 6. nóvember 1984.
,, Vísindalega sannað
að EPAog DHA
f itusýrur, sem
finnanlegareruí
fiskalýsi, draga úr
kólesterólmagni í
blóði og
blóðflögumyndun,
stærsta verkefni
sem Lýsi hf. vinnur
að um þessar
mundir. “
Þjóðviljinn 7. .febrúar 1985.
Vlðtökur Omega-3 hérlendis sýna
að íslendingum er annt um heilsuna
1 Omeqa-3 borskalvsisbvkkniði
Rannsóknir vísindamanna um allan heim benda
ótvírætt til þess að fjölómettaðar fitusýrur af
Omega-3 hópnum (EPA og DHA) stuðli að því að
fyrirbyggja kransæðasjúkdóma eða draga úr
hættunni á þeim.
Omeqa-3 frá Lýsi hf. er eina þykknið sinnar
tegundar í heiminum sem unnið er úr hreinu
þorskalýsi. Hráefnið er sérvalin þorskalifur.
í Omega-3 er mun meira af fjölómettuðum
fitusýrum en í venjulegu þorskalýsi.
Nú hefur magn A og D vftamfna verið
minnkað verulega. Þeir sem teljast til áhættu-
hóps geta því tekið fleiri perlur á dag án þess að
fara yfir ráðlagðan dagskammt af A og D
vítamínum.
ARGUS/SÍA
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. NÓVEMBER 1988 13